Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 2
Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ gerði húsleit í höfuðstöðvum Lyfja og heilsu í Reykjavík í gær og í starfsstöð fyrirtækisins á Akranesi vegna athugunar á því hvort fyr- irtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína á Akranesi, en þar hefur ný lyfjaverslun nýlega verið opnuð. Í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu segir að fráleitt sé að fyrirtækið misnoti stöðu sína og að það muni í hvívetna aðstoða Samkeppniseftir- litið við athugun sína. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfesti að eftirlitið hefði gert húsleit í höf- uðstöðvum Lyfja og heilsu og uppi á Akranesi „og athugunin beinist að því að ganga úr skugga um það hvort fyrirtækið hafi beitt sam- keppnishindrunum með ólögmæt- um hætti“, sagði Páll Gunnar enn- fremur. 22% til 77% verðmunur á lyfj- um á Akranesi og í Vesturbæ Hann sagði ómögulegt um það að segja hvenær mætti búast við niðurstöðu af athugun embættisins. Nýja lyfjaverslunin á Akranesi, Apótek Vesturlands, birti auglýs- ingu í fjölmiðlum í gær undir yf- irskriftinni: „Ert þú að niðurgreiða lyf fyrir Skagamenn?“ Þar eru tek- in dæmi af verðmun á lyfjum hjá Lyfjum og heilsu á Akranesi og í Vesturbæ Reykjavíkur og hjá Apó- teki Vesturlands. Þar kemur fram t.d. að verð hjá Lyfjum og heilsu á Akranesi og Apóteki Vesturlands er í öllum tilvikum nánast það sama, en mun hærra hjá Lyfjum og heilsu í Vesturbæ Reykjavíkur og er munurinn allt frá 22% og upp í 77%. Í yfirlýsingu frá Lyfjum og heilsu af þessu tilefni segir að keppinautur fyrirtækisins á Akra- nesi hafi opnað apótek sitt 1. júlí sl. og leggi í markaðsöflun sinni meðal annars áherslu á lágt verð. „Lyf og heilsa hefur mætt þeirri samkeppni með lækkun álagning- arprósentu sinnar á um tveimur hundruðustu af vörutegundum sín- um á Akranesi. Að mati Lyfja og heilsu er fráleitt að kalla slíkt mis- notkun á markaðsráðandi stöðu í bæjarfélaginu og telur augljóst að verðlækkunin sé einfaldlega eðlileg viðbrögð við nýrri og öflugri sam- keppni,“ segir meðal annars. Þá kemur fram að Lyf og heilsa muni aðstoða Samkeppniseftirlitið í hvívetna við athugun þess og leggja þannig sitt af mörkum til þess að niðurstaða fáist í málinu sem allra fyrst. Húsleit hjá Lyfjum og heilsu Samkeppnishindr- anir til rannsóknar FULLHLAÐIN olíubíll valt á Kjós- arskarðsvegi á fimmta tímanum í gærdag. Ökumaður var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild með eymsli í síðunni. Olía lak ekki úr bílnum og var enn unnið að því á tíunda tím- anum í gærkvöldi að dæla olíu úr bílnum yfir í annan bíl áður en hægt væri að reyna að koma honum á rétt- an kjöl. Bíllinn var með rúm átta tonn af olíu og varð slysið með þeim hætti að vegkantur gaf sig. Þegar ökumaður reyndi að koma í veg fyrir að bíllinn ylti ofan af veginum kom slinkur á bílinn og valt hann við það. Fullhlaðinn olíubíll valt Morgunblaðið/Kristinn Bílvelta Olíubíllinn þar sem hann valt á Kjósarskarðsvegi. 2 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Með Morgunblaðinu í dag er dreift kynningarblaði um Íslensku Sjónlistaverðlaunin á Akureyri. M E N N I N G A R H ÁT Í Ð - M Á L Þ I N G Á A K U R E Y R I 2 1 . - 2 3 . S E P T E M B E R V E R Ð L A U N A A F H E N D I N G Í B E I N N I Ú T S E N D I N G U S J Ó N V A R P S N ÁT T F ATA - , F U R Ð U F ATA - O G G R Í M U D A N S L E I K I R U M A L L A N B Æ Í S L E N S K U S J Ó N L I S T A V E R Ð L A U N I N S J Ó N L I S T 2 0 0 7 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAÐ er gríðarlegt áfall að verða fyrir svona óhappi,“ sagði Ágúst Ingi Ketilsson, fjallkóngur í vesturleit á Flóa- og Skeiðamannaafrétti, en 103 kindur drukknuðu í gærmorgun þegar verið var að reka fé yfir Kálfá. „Við vorum að fara yfir Kálfá á nýjum stað. Féð var tregt að fara út í ána. Svo tóku nokkrar af skarið og fóru út í ána á röngum stað. Þá fylgdi safnið á eftir. Það var hins vegar slæmur bakki hinum megin árinnar sem þeim gekk illa að komast upp á. Það var mikið í ánni og ærnar tróð- ust fljótt undir, þær sem ekki kom- ust upp bakkann.“ Leitarmenn brugðust hart við þegar ljóst var hvað var að gerast og björguðu fjölda fjár sem var að drukkna. Ágúst sagði að þetta hefði allt gerst mjög hratt. Erfitt hefði verið að varna tjóni því kindurnar hefðu troðist hver ofan á aðra og drukknað ótrúlega fljótt. Veður var afar slæmt leitardag- ana; norðaustan slagvirði með mikilli rigningu. „Þetta hafa verið gríðar- lega erfiðar leitir. Ég held að megi segja að við séum heppnir að komast með alla menn heila heim. Vatns- veðrið á miðvikudag var þannig að allir lækir urðu að stórfljótum.“ Menn og dýr í hrakningum Skeggi Gunnarsson, bóndi á Skeggjastöðum, lenti í brasi þegar hann fór yfir Skillandsá. „Það hefur verið gríðarlega mikið vatn í öllum ám og vont að reka yfir þær. Hestar hafa verið á kafi. Þegar ég fór yfir Skillandsá flaut ég af hestinum en ég hékk í taumnum. Ég náði að krafsa mig í land með hestinum. Ég var ekki stórlega í hættu, en þó veit mað- ur aldrei hvað hefði getað gerst.“ Skeggi sagði að erfitt hefði verið að reka féð yfir ár og læki. Menn hefðu sumstaðar orðið að skilja eftir fé vegna þess að ekki hefði verið hægt að koma því yfir árnar. Eitt- hvað af fé drapst á miðvikudag þegar kindur stukku í pytti eða komust ekki yfir ár. „Ég er búinn að slarka í þessu í 30 ár og þetta eru með erfiðustu leitum sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Skeggi. „Það er gríðarlegt áfall að verða fyrir svona óhappi“ 103 kindur drukknuðu í smölun Ljósmynd/Guðmundur Karl Óhapp Yfir 100 kindur drukknuðu í Kálfá hjá Skáldabúðum í gærmorgun. Allmörgum kindum tókst að bjarga. Eftir slysið tók hreinsun við. Eftir Davíð Loga Sigurðsson í Dublin david@mbl.is BERTIE Ahern, forsætisráðherra Írlands, hefur síðustu tvo dagana setið sveittur frammi fyrir sérstakri rannsóknarnefnd sem kannar meinta spillingu í írskum stjórn- málum á árum áður. Samanlagt var Ahern spurður spjörunum úr í um tíu klukkustundir um peninga sem hann fékk greidda inn á reikninga sína frá auðmönnum snemma á síð- asta áratug og verður raunar kall- aður fyrir réttinn að nýju, að því er greint var frá í gær. Um leið og vitn- isburðinum var lokið rauk Ahern hins vegar út á flugvöll til að kveðja Geir H. Haarde forsætisráðherra en opinberri heimsókn Geirs til Írlands lauk síðdegis í gær. Upphaflega höfðu þeir Geir og Ahern átt að eiga fund í gær, föstu- dag. Þegar ljóst varð á mánudag að Ahern myndi þurfa að mæta fyrir rannsóknarnefndina á fimmtudag og föstudag var fundur forsætisráð- herranna hins vegar færður fram til miðvikudags. En Ahern hét því að koma aftur á fund Geirs ef hann mögulega gæti og hann reyndist maður orða sinna. Áttu þeir Geir óformlegt spjall í um hálftíma áður en Geir flaug áleiðis heim til Íslands. Fyrr um daginn hafði Geir hitt Brian Lenihan, dómsmálaráðherra Írlands, og hann heimsótti einnig fjármálamiðstöðina í Dublin en upp- gangur fyrirtækja í fjármálaþjón- ustu hefur verið mikill á Írlandi sl. tvo áratugi. Þá kynnti Geir sér einn- ig starfsemi Forfás – ráðgjaf- arnefndar stjórnvalda í málefnum sprotafyrirtækja og frumkvöðla- starfsemi. Ahern kom út á flugvöll að kveðja Morgunblaðið/Davíð Logi Fjármálamiðstöðin í Dublin Gary Palmer, framkvæmdastjóri Irish Funds Industry Association, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Deirdre Power, stjórnarmaður IFIA, og Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra á Írlandi. Opinberri heimsókn Geirs H. Haarde til Írlands lauk í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.