Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 4

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 4
4 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is TÍMAMÓTASAMNINGUR var í gær undirritaður á milli íslensku at- vinnuleikhúsanna og Morgunblaðs- ins. Markmið samningsins er að neytendur geti á einum stað nálgast allar upplýsingar um framboð leik- húsanna, sýningardaga, sýningar- tíma, dagskrá og miðasölu. Fram- vegis verða þessar upplýsingar birtar í Morgunblaðinu á hverjum degi og á vefnum mbl.is. Á vefnum hefur einnig verið bætt við fjölmörg- um möguleikum fyrir leikhúsin til að kynna starfsemi sína. Hugmyndin með samstarfinu er að neytendur geti nýtt sér þjónustu Morgunblaðsins og mbl.is til að velja úr þeim fjölmörgu söng-, óperu-, dans- og leiksýningum sem í boði eru á ári hverju. Að samningnum standa Þjóðleikhúsið, Borgarleik- húsið, Leikfélag Akureyrar, Íslenski dansflokkurinn, Íslenska óperan, Landnámssetrið og Sjálfstæðu leik- húsin sem alls eru 57 sjálfstæðir leikhópar. Sýningar úr felum Gunnar Gunnsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhús- anna, segir að þótt leikhúsin séu í innbyrðis samkeppni felist samvinna þeirra í því að þjónusta áhorfendur. „Við erum með yfir 300.000 áhorf- endur á ári, sem skiptir máli að þjónusta. Með þessu geta áhorfend- ur farið á einn stað og fundið upp- lýsingar um allar sýningar sem í boði eru. Það er náttúrlega mjög mikið að á þessu litla landi skuli á hverju ári vera frumsýndar um 80 leiksýningar á atvinnugrundvelli,“ segir hann. Gunnar bendir á að mikið af leik- sýningum hafi verið í felum fram að þessu, til dæmis farandsýningar. Hann segir mikinn kostnað hafa fylgt því að veita áhorfendum grunnupplýsingar, svo sem klukkan hvað sýningar séu. Með samstarfinu verði allir hins vegar sjáanlegir, einnig litlu leikhúsin. Gunnar bendir á að þegar allar upplýsingar séu komnar á einn stað skapist ný tæki- færi. „Það er mikið sóknarfæri að tengja þetta við Netið, sérstaklega gagnvart yngra fólki. Netnotkun er að breytast mjög mikið. Samvinna prentmiðilsins og netmiðilsins er líka mjög mikilvæg,“ segir hann. Vefurinn er framtíðin Auk Gunnars voru í nefndinni, sem vann að samningnum, Ása Richardsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, og Júlía Hannam, markaðsstjóri Þjóðleik- hússins. „Ég held að leikhúsin hljóti að græða á þessari samvinnu. Það sem Morgunblaðið hefur sett upp fyrir okkur á vefnum gefur óendanlega möguleika. Vefurinn er framtíðin og þetta er bæði neytendum og leik- húsum til hagsbóta,“ segir Júlía. Allt um leikhúsin á sama stað Morgunblaðið/Frikki Skrifað undir Fulltrúar íslensku sviðslistastofnananna og forstjóri Árvakurs við undirritun samningsins í gær. Tímamótasamningur Morgunblaðsins og allra atvinnuleikhúsa á Íslandi stór- bætir þjónustu við þá 300.000 áhorfendur sem sækja leikhúsin á hverju ári TENGLAR .............................................. Slóðin á leikhúsvef mbl.is er http:// www.mbl.is/mm/folk/leikh/ KARLMAÐUR um þrítugt var handtekinn á Laugavegi á fimmtu- dag eftir tilraun til að komast und- an lögreglu á stolnu reiðhjóli. Að sögn lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu var maðurinn töluvert ölvaður og átti í miklum erfiðleik- um með að halda jafnvægi. Fótfrá- ir lögreglumenn áttu því ekki í vandræðum með að hlaupa hann uppi. Maðurinn er einn af átta sem mega eiga von á sektarboði frá lögreglu eftir að hafa óhæfir ekið farartæki á fimmtudag eða aðfara- nótt föstudags. Þannig var fjórum ökumönnum bifreiða gert að hætta akstri vegna ölvunar, þar af tveir karlmenn á sextugsaldri og kona á fertugsaldri. Einnig voru þrír ökumenn staðnir að akstri undir áhrifum fíkniefna og fjórir karlmenn voru teknir fyrir að keyra ökutæki án þess að hafa til þess tilskilin rétt- indi. Reyndi að stinga af á reiðhjóli ♦♦♦ Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ESKJA hf. mun líkast til loka frystihúsi sínu á Eskifirði fyrir áramót, en þó er verið að skoða möguleika á að vinna fisk þar áfram með mun færra fólki. Um 40 manns vinna í frystihúsinu að jafn- aði, en á Eskifirði búa rétt rúmlega þúsund manns. Í húsinu hefur ver- ið unninn þorskur, en bolfiskkvóta Eskju fylgja um 4.600 þorskígildis- tonn. „Við höfum of lítinn kvóta fyrir þetta hús miðað við þá uppsetningu sem við höfum þar og færum við yfir í að vinna aðrar fisktegundir, sem ekki er mjög fýsilegt fyrir okkur, kostar það töluvert stórar fúlgur að koma slíku í kring,“ segir Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Eskju. „Að loka frystihúsinu er einn af þeim möguleikum sem til eru í stöðunni. Þetta gæti allt eins skeð en endanleg ákvörðun hefur ekki verið tekin. Ef ekkert breytist er það þó líklegra en hitt. Ákvörðun tekin fljótlega Auðvitað hefði þetta áhrif á reksturinn á Eskifirði, verði þetta niðurstaðan, en við höfum verið að segja við fólkið okkar að komin sé upp ný staða. Við erum með sér- hæft hús í þorski og búið er að skera niður stóran hluta af kvót- anum okkar. Við eigum því erfiðara með að finna grundvöll til að reka frystihúsið en áður.“ Haukur segir niðurstöðu munu liggja fyrir á næstu vikum. „Við er- um eins og allir aðrir í ákveðinni óvissu með okkar stöðu. Við viljum vera heiðarlegir við starfsfólkið, sem er búið að þjóna okkur lengi og vel, og viljum ekki koma aftan að neinum og senda fólki uppsagn- arbréf fyrirvaralaust.“ Haukur segir hugsanlegt að ein- hver hluti starfsmanna í frystihús- inu gæti haft möguleika á störfum annars staðar í fyrirtækinu, en ekki sé þó mikið um laus störf. Annar möguleiki sé að þótt segja eigi öllum upp gæti alveg eins ver- ið inni í myndinni að hluti fólksins yrði áfram og fiskurinn unninn á annan hátt. „Það myndi kosta pen- inga og yfirlegu og er það sem við erum að skoða núna.“ Selja ekki botnfiskkvóta Um það hvort selja eigi botnfisk- kvóta Eskju segir Haukur það ekki standa til. „Við erum að velta fyrir okkur að fá einhverja aðila til að styrkja kvótann okkar með því að koma inn með annan kvóta.“ Hafa fyrirtækin Skinney-Þinga- nes á Höfn, FISK á Sauðárkróki og Brim m.a. verið nefnd til sög- unnar í þessu samhengi en áhugi þeirra ekki fengist staðfestur. Eskja dregur saman vinnslu í frystihúsi  40 manns vinna í húsinu að jafnaði  Ekki fýsilegt að vinna aðrar tegundir STJÓRN HB Granda hf. hefur ákveðið að falla frá fyrirætlunum um að reisa fiskiðjuver á Akranesi er skyldi verða tilbúið árið 2009. Að sögn Eggerts B. Guðmundsson- ar, forstjóra HB Granda, eru ástæður ákvörðunarinnar tvíþættar. „Við sendum Faxaflóahöfnum erindi 10. ágúst þar sem við óskuðum eftir því að skoðað yrði hvort hægt væri að flýta framkvæmdum við nýja höfn á Akranesi þannig að við gætum verið komnir með vinnslu þarna í gang árið 2009,“ segir Eggert. Einnig óskaði HB Grandi eftir því að mörk lóðarinn- ar sem fiskvinnsluhús félagsins stendur á við Reykjavíkurhöfn yrðu löguð og lóðin stækkuð. Nú er lóðin löguð að húsinu sem á henni stendur og mjög skringileg og óhentug í lag- inu að sögn Eggerts. Einnig var farið fram á að skilmálar um notkun lóð- arinnar yrðu rýmkaðir svo hægt væri að nýta hana til fleiri nota en einungis fiskvinnslu. „Svar Faxaflóahafna var í stuttu máli að ekki yrði hægt að ljúka fram- kvæmdum á Akranesi jafn hratt og við hefðum óskað eftir og á hinn bóg- inn voru þeir ekki tilbúnir að gera til- slakanir með lóðina í Reykjavík. Þessi tvö atriði sameinuð urðu til þess að stjórnin ákvað að falla frá þessum fyr- irætlunum,“ segir Eggert. Harmar ákvörðunina „Ákvörðunin kemur alveg í bakið á okkur og verulega á óvart. Við höfð- um ekki hugmynd um annað en að hér væri allt í fullum undirbúningi þess að fyrirtækið stæði við það sem stjórnendur þess höfðu áður sagt. Þeir höfðu mikið fyrir að tilkynna „Ákvörðunin kemur alveg í bakið á okkur“ okkur um ákvörðunina um að flytja vinnsluna upp á Akranes um leið og hún var tekin. Þá lýstum við yfir mikl- um fögnuði með þessi áform. Svo heyrir maður í útvarpsfréttum að þeir eru hættir við,“ segir Gísli Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Ég harma aðferðafræðina og síð- an þessa ákvörðun þeirra. Þeir gefa það út að Faxaflóahafnir hafi ekki getað þjónustað fyrirtækið eins og þeir voru að biðja um. Staðreyndin er hins vegar sú að Faxaflóahafnir eru með yfirlýsta stefnu um að byggja upp og efla fiskihöfn á Akranesi, að Akranes verði aðalfiskihöfnin innan Faxaflóahafna. Þetta kemur vægast sagt illa á mann og er mjög óvænt.“ Gísli segir að undirbúningur beiðna til fjárlaganefndar Alþingis hafi verið í fullum gangi í því skyni að standa sem best að framkvæmdunum á Akranesi, enda þurfi í raun að breyta sam- gönguáætlun ef það á að vinna hafn- arframkvæmdir á borð við þá sem stóð fyrir dyrum. „Þetta er hörmung- arupplifun,“ segir Gísli að lokum. Svæðinu ekki breytt Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, segist ekki vita nákvæmlega hvað liggi að baki ákvörðun stjórnar HB Granda. Hann segir vilja hafa verið fyrir því að leggja áherslu á uppbyggingu hafn- arsvæðis á Akranesi og að full sam- staða hafi verið um það af hálfu hafn- arstjórna og stjórnmálaflokka. Það hafi hins vegar ekki verið mögulegt innan þess tímaramma sem HB Grandi setti fram óskir um, enda þurfi slík framkvæmd að fara í gegn- um umhverfismat, hönnunarvinnu og fleira. Þá segir Björn Ingi að hugmyndum fyrirtækisins um uppbyggingu íbúða- hverfis á þeirri lóð, sem það hafi á leigu við Reykjavíkurhöfn, hafi verið hafnað ásamt ósk þess um að fá tvær leigulóðir til viðbótar. „Þetta svæði hefur verið skilgreint og skipulagt undir hafnarstarfsemi og því verður ekki breytt á grundvelli óska leigu- taka,“ segir Björn. Í HNOTSKURN »HB Grandi stundar veiðarog vinnslu á bolfiski og uppsjávarfiski. »Fyrirtækið gerir út 14 skipog rekur sérhæfð fisk- iðjuver, frystihús og mjölverk- smiðjur. Morgunblaðið/Þorkell Um kyrrt Fiskiðjuver HB Granda verður ekki flutt á Skipaskaga. HB Grandi hverfur frá áformum um fiskiðju á Akranesi BANDARÍSK herflugvél af Herkú- les-gerð lenti á Keflavíkurflugvelli um þrjúleytið í gær með bilaðan hreyfil. Vélin er fjögurra hreyfla, og ekki var talið að mikil hætta væri á ferðum, enda gekk lendingin að óskum. Um borð voru þrettán hermenn. Nokkur viðbúnaður var þó vegna lendingarinnar. Lenti í Keflavík með bilaðan hreyfil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.