Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 6

Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 6
6 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is 32% ÚTLENDINGA sem fengu úthlutað kennitölu hjá þjóðskrá á tímabilinu 1. ágúst 2006-31. júlí á þessu ári hafa síðan fengið lög- heimili skráð hér á landi. Um er að ræða 4.708 manns af þeim 14.925 sem fengu kennitölu á tímabilinu. Þetta kemur fram í upplýsingum sem þjóðskrá hefur tekið saman úr skrá vegna útgáfu kennitalna til útlendinga sem ekki hafa tekið upp fasta búsetu hér á landi eða hyggjast ekki gera það. 794 börn yngri en 17 ára Sé sá hópur skoðaður sem fékk úthlutað kennitölu fyrstu sex mán- uði tímabilsins, hefur tæplega helmingur fengið skráð lögheimili. Mun fleiri útlenskir karlar en kon- ur fengu úthlutað kennitölu á tímabilinu. Alls voru karlar, 18 ára og eldri, 10.065 og konur 4.066. Börn 17 ára og yngri voru 794. Flestir útlendinganna eru fæddir á árabilinu 1977-1986 eða 6.358 tals- ins. Pólverjar eru langfjölmennast- ir, eða 7.665, Litháar eru 994 og Þjóðverjar 594. Þeim útlendingum sem sækja um dvalarleyfi hér á landi hefur fjölgað mikið undanfarin ár. Á ár- unum 2004-2006 fjölgaði umsókn- unum sem Útlendingastofnun ber- ast um dvalarleyfi um 100%. „Við fengum um 17.000 umsókn- ir í fyrra,“ segir Hildur Dungal, forstjóri Útlendingastofnunar. Í árslok höfðu verið gefin út 13.000 leyfi, um 2.000-3.000 manns fengu synjun, en einhverjar umsóknir voru enn í vinnslu í árslok, eða fólk hafði hætt við. Hildur segir að stofnunin hafi tekið saman tölur á þessu ári frá ársbyrjun og fram í maí, en á tímabilinu fékk stofnunin tæplega 5.500 umsóknir um dvalarleyfi til afgreiðslu. „Þannig að fjöldinn verður sennilega svipaður í ár og í fyrra, ég býst við að það verði áfram þessi mikli fjöldi. Það er ekkert að draga úr honum,“ segir Hildur. Síðastliðinn mánuð hafi Útlendingastofnun samþykkt um 1.300 umsóknir. Mikið annríki sé hjá stofnuninni og „röð út á götu“ suma daga vegna afgreiðslu leyf- anna. Nýtt kerfi í notkun á næstunni Hildur segir að um þessar mundir sé verið að breyta útgáfum á dvalarleyfum fyrir útlendinga vegna Evrópustaðla sem kalli á það. Nú sé verið að taka í notkun kort í stað miða sem áður voru settir í vegabréf fólksins. Vegna kortaútgáfunnar þurfi fólk að koma í myndatöku. Mynd- irnar verði teknar hjá sýslumönn- um í umdæmi viðkomandi. Nokkr- ar tafir hafi orðið á því að þetta fyrirkomulag kæmist í gagnið en vonandi verði af því á næstu vik- um. Margir sem fá kennitölu skrá síðar lögheimili               !  "                     #$%  %&''(% %)#$% %&''* +  %  ,$ - .    /  / /  00 1 2 3 4  " 0 -   5   +3 3  6 -     +  %  ,$ - .          7        8 9  : ;     2<    =3 % +; +      +  %  ,$ - .                   Í HNOTSKURN »Þjóðskrá hefur í rúm 20 árhaldið sérstaka skrá vegna útgáfu kennitalna til útlend- inga sem ekki eru með fasta búsetu hér. »Þeir útlendingar semsækja um dvalarleyfi til Útlendingastofnunar og fá leyfi fara inn í þjóðskrá og eru þar með komnir með lögheim- ili á Íslandi. » Þá njóta þeir líka ýmissraréttinda hér á landi og hafa m.a. aðgang að almanna- tryggingakerfinu. »Útlendingastofnun gaf ífyrra út um 13.000 dval- arleyfi. »Forstjóri Útlendingastofn-unar telur að fjöldinn verði svipaður í ár. ÞRÁTT fyrir framfarir í læknavísindum gerist það enn að börn greinist með það sem sérfræðingar nefna fósturköfn- un. Í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins er grein eftir fjóra lækna, Kolbrúnu Pálsdóttur, Atla Dagbjartsson, Þórð Þór- kelsson og Hildi Harðardóttur, um fósturköfnun og heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar. „Þetta er eitt af því sem við erum að berjast við alla tíð, að hjálpa börnum í heiminn án þess að þau verði fyrir súrefnisskorti,“ segir Atli sem er sér- fræðingur í nýburalækningum. „Við erum nú með- al þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði en þetta er eins konar gæðarannsókn á frammistöðu okk- ar, við viljum vita hvernig við getum bætt hana enn frekar. Dánartíðni í kringum fæðingu er sú lægsta í heimi hjá okkur hér á Íslandi. Öll börn verða fyrir smásúrefnisminnkun í blóð- inu við það að fæðast vegna þess að þetta er mjög erfið stund, þessar mínútur sem fæðingin tekur. Fóstrin eru bara svo vel undir þessa miklu raun búin, þau þola það og verða ekki fyrir neinum skaða. En ef einhver truflun verður, t.d. ef nafla- strengur klemmist utan um hálsinn eða streng- urinn fellur fram, þá er voðinn vís takist ekki að ná þeim fljótt út. Þetta getur gerst alls staðar þegar um er að ræða erfiðar fæðingar. Það er ekki alltaf hægt að sjá það fyrirfram og þess vegna kemur fyrir að þau verða fyrir það mikilli súrefnisröskun að þau hljóta af því skaða. Þótt það gerist bara einu sinni finnst manni það of oft. Á eftir segir maður alltaf að ef eitthvað hefði verið gert öðruvísi hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta. Þess vegna reynum við að nota alls konar tækni til að finna ráð, notum t.d. fósturrit, sem mæla hjartsláttinn í fóstrinu, fæðingarlæknar nota þau mikið. Greinin í Læknablaðinu er sú fyrri af tveim, annars vegar fjöllum við um þessi mál frá fæðingarfræðilegu sjónarhorni, í seinni greininni segjum við frá því hvað mörg börn veiktust en þau voru sárafá. Allt gengur þetta út á að finna leiðir til að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir viðvar- andi tjóni. Við getum ímyndað okkur að við finnum ein- hvern tíma aðferð til að meta ástandið svo ná- kvæmlega fyrirfram að við getum sagt með vissu að nú verði að taka barnið með keisaraskurði. Við leitum að teiknum sem gefa okkur örugg merki um að inngrip sé nauðsynlegt. En keisaraskurður er ekki hættulaus og þetta er því mjög erfitt val,“ segir Atli Dagbjartsson. Hvergi lægri dánartíðni kringum fæðingar en hér Í HNOTSKURN »Allt að 7% allra fóstra fá of lítið súrefnien aðeins brot af þeim fjölda, eitt eða tvö börn á ári á Íslandi, verða fyrir raun- verulegu tjóni. »Kannaðar voru fæðingar á Íslandi á ár-unum 1997-2001, alls um 14.000 og af þeim voru 127 sem fengu svo lítið súrefni að hætta gat verið á ferðum. »Með fósturköfnun er ekki beinlínis áttvið að umrætt barn kafni heldur að það verði súrefnissnautt sem getur valdið tjóni, einstaka sinnum varanlegu og jafnvel dauða. Atli Dagbjartsson FYRIRHUGAÐ er að stofna félag um söfnun og sýningu á munum er tengjast íslenska refnum. Stefnt er að því að opna setrið í Eyrardals- bænum í Álftafirði er fram- kvæmdum við hann lýkur, en und- anfarin ár hefur verið unnið að endurbyggingu hans. Áætlað er að það verði ekki seinna en 2009. Stofnfundurinn verður haldinn í Samkomuhúsi Súðavíkur í dag, laugardag 15. september, kl. 14. Tilgangur félagsins er söfnun muna, utanumhald og sýning á munum er tengjast melrakka (tófu). Í tilkynningu kemur fram að mel- rakkasetri er ætlað að vera fræða- setur um íslenska melrakkann þar sem safnað verður á einn stað þekk- ingu um þá í fortíð og nútíð. Stofna félag um refasetur á Súðavík SIGRÍÐUR Lillý Baldursdóttir tek- ur 1. nóvember næstkomandi við starfi forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins af Karli Steinari Guðnasyni. Sigríður Lillý segir mikið breytinga- skeið framundan hjá stofnuninni og vísar til þeirrar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar að fara gaumgæfilega yfir tryggingamál. Þá standi til að færa málaflokkinn að hluta til úr heilbrigðismálaráðu- neytinu yfir í félagsmálaráðuneytið. „Þegar hefur verið skipuð nefnd á vegum forsætisráðuneytisins til þess að leiða það starf. Það gefur augaleið að það verða breytingar,“ segir hún. Áhersla á rafræna þjónustu Sigríður Lillý kveðst spennt að taka við stöðunni en hún segir mik- ilvægt að stofnunin veiti þeim sem við hana skipta sem besta þjónustu. „Við höfum þegar sett af stað um- fangsmikið verkefni til þess að auka rafræna þjónustu við viðskiptamenn stofnunarinnar en jafnframt verður að líta til þess að ekki hafa allir sem leita til okkar tök á því að hafa sam- skipti á rafrænu formi. Þannig að það er minn vilji að efla stofnunina líka hvað varðar aðra þjónustu,“ segir hún. Sigríður Lillý hefur starfað sem framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar undanfarin ár. 1996-2001 var hún skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, verkefnis- stjóri í utanríkisráðuneytinu árin 1994-1996 en fram til þess tíma var hún lektor við Tækniskóla Íslands og stundakennari við Háskóla Ís- lands. Hún sat í tryggingaráði frá 1987-1995. Sigríður Lillý er eðlis- fræðingur að mennt og hefur stund- að rannsóknir í endurhæfingarverk- fræði. Karl Steinar hefur verið forstjóri Tryggingastofnunar í 14 ár eða frá 1. október 1993. Hann hugðist láta af störfum vegna aldurs nú á haustdög- um en það varð að samkomulagi að starfslok hans yrðu 1. nóvember. Sigríður Lillý Baldursdóttir Karl Steinar Guðnason Sigríður Lillý nýr forstjóri TR Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska barna, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. • Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. • Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau hlusti. • Aðferð til þess að kenna börnum tillitssemi og sjálfsaga. • Aðferðir sem varast að það séu sigurvegarar og taparar í samskiptum. • Hugmyndir um hvernig hægt er að hafa áhrif á gildismat barna. HUGO ÞÓRISSON Sálfræðingur WILHELM NORÐFJÖRÐ Sálfræðingur NÝTT NÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Upplýsingar og skráning í síma 562 1132 og 562 6632 eftir kl. 16.00 og um helgar og á hugo@hugo.is www.samskipti.org

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.