Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 10

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 10
10 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Kosovo hefur í átta ár verið undirforræði Sameinuðu þjóðanna og hafa Íslendingar verið meðal þeirra þjóða, sem hafa tekið þátt í stjórninni þar. Í raun má segja að Kosovo hafi verið í stöðu nýlendu alþjóðasamfélagsins, þótt sú skil- greining yrði tæpast viðurkennd af þeim, sem þar ráða ferðinni.     Fyrirkomulagið í Kosovo átti aldr-ei að standa svona lengi, þótt eftir á sé auðvelt að segja að það yrði vandkvæðum bundið að ná sáttum um framtíð landsins/ héraðsins. Serbía vill ekki að Kos- ovo fái sjálfstæði. Þorri íbúa Kos- ovo vill ekki heyra undir Serbíu. Þarna er enginn millivegur.     Undirbúningur var hafinn að þvíað Kosovo fengi sjálfstæði, en nú hafa Rússar lagst gegn því í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðina. Evrópusambandið hefur þrýst á serbnesk stjórnvöld að fallast á að Kosovo fái sjálfstæði. Gulrótin er aðild að ESB. Í Serbíu ganga menn hins vegar ekki af göflunum við til- hugsunina um inngöngu í ESB. Frekar mætti segja að nokkur and- úð ríkti gegn sambandinu og mælist stuðningur við aðild um þessar mundir 53%.     Ef Kosovo fengi sjálfstæði teljamargir að Serbía myndi ein- angrast og snúa baki við Evrópu- sambandinu. Þá er nærtækast að Serbar myndu horfa til Rússlands.     Staða Kosovo er hins vegar ótækog Sameinuðu þjóðirnar voru ekki stofnaðar til að reka nýlendur. STAKSTEINAR Kosovo Þýskur hermaður á vegum NATO á verði í þorpinu Skorobiste. Serbía og Kosovo                      ! " #$    %&'  (  )                       *(!  + ,- .  & / 0    + -                         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                        :  *$;<                  !    "#$  *! $$ ; *!   !"  "  # $" %$ =2 =! =2 =! =2 #"!& ' ()*$+ >$ -         6 2      % &   & '(    )   ;  %"'  )   *     + ,    "   *  -  .  *    + /  !#    0    ' & , ,-  $.. $"  / $ * $& ' 3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B  01 0    1          1   11      0 0 0 0 0 01 0 01 0 0 0 0 0 01            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Iðnó ehf. | 14. september 2007 Dagurinn í dag Gaman að segja frá því að hingað komu í byrj- un viku tvö risastór vöðvabúnt frá Ameríku sem eru lífverðir Aya- an Hirsi Ali og voru að taka Iðnó út. Þeir fóru um allt hús, niður í kjallara og end- uðu upp í risi í setustofunni og voru þeir upprifnir yfir fegurð hússins og sjarma og það fyrsta sem annar þeirra segir þegar upp er komið var: „Eru ekki draugar hér?“ Hugsið ykkur, hann varð var við andana. Meira: idno.blog.is Nanna Katrín Kristjánsdóttir | 14. sept. Hætt að fara í bíó Ég er eiginlega hætt að fara í bíó, ég er rétt sest inn, þegar ég kemst að því að enn einu sinni eru þeir að sýna sömu myndina og ég geng út. Það virðist vera eins og þeir sýni bara þrjár myndir. Þessa sem byrjar með fljúgandi hestinum, stráknum á tunglinu eða konu sem á að vera frelsisstyttan. Held að bíóhúsin verði að fara að gera eitthvað í þessu. Meira: nanna.blog.is Sigurður Hr. Sigurðsson | 14. sept. Ófögur sjón Það er ánægjulegt að fleiri skipulagsyfirvöld á Reykjanesi samþykki ekki lagningu há- spennulína þvers og kruss yfir fólkvanginn. Það gleymist oft að reikna með því sem almenningur tapar á því þegar plantað er niður háspennumöstrum, stundum þar sem náttúrufegurðin er hvað mest. Ég hef enga tölu á hversu oft ég hef farið og gengið um Reykjanesið þvert og endilangt… Meira: siggi-hrellir.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 14. september Lyktin af þér Í gærkvöldi horfði ég á þýsku kvikmyndina „Das Leben der And- eren“. Hún er af- skaplega vel gerð og frábærlega leikin. Um- fjöllunarefnið er líka mjög spennandi – lífið í þýska al- þýðulýðveldinu. Aðalsöguhetjan er starfsmaður Stasi, austur-þýsku leyniþjónustunnar. Upphafsatriði myndarinnar vakti upp minningar hjá mér. Vorið 1994 var ég á ráðstefnu í Berlín. Þá heim- sótti ég aðalbækistöðvar Stasi sem eru til húsa í gamla flotamálaráðu- neyti nasistanna. Yfirmaður Stasi, Joachim Gauck, tók á móti okkur. Húsakynnum Stasi var ekki lokað eftir fall múrsins. Þar er að finna gríðarlegt magn upplýsinga um fólk, aðallega fyrrum borgara DDR. Þeg- ar alþýðulýðveldið varð gjaldþrota var ákveðið að fólk gæti nálgast upp- lýsingar um sig hjá Stasi og fólk var ráðið til stofnunarinnar til að gera þær aðgengilegar. Einnig gast þú fengið að vita hverjir það voru sem gáfu upplýsingarnar um þig, eins og fram kemur í Das Leben der And- eren. Gauck var settur yfir þessa nýju Stasi. Gauck sagði okkur sögu Stasi og leiddi okkur um húsakynni stofn- unarinnar. Við sáum meðal annars deildina sem sá um að opna bréf til almennings. Það eftirminnilegasta var samt risastór geymslusalur, full- ur af vandlega lokuðum gler- krukkum. Hver þeirra var merkt mannsnafni og hafði að geyma klút. Við gestirnir vissum ekkert hvað þetta var en Gauck vissi af eigin raun hvað hér var um að ræða. Á sínum tíma var Gauck æskulýðs- prestur í borginni Rostock í gamla austurhlutanum. Margir prestar létu um sig muna í andófi gegn alræðinu og auk þess var kirkjan bakhjarl frið- arhreyfinga sem voru stjórnvöldum mikill þyrnir í augum. Einu sinni sem oftar var Gauck færður til yf- irheyrslu. Að henni lokinni var hon- um réttur klútur og hann beðinn að nudda honum við nára sér. Þar er víst mesta útstreymi lyktar á lík- amanum og þess vegna hoppa hundar gjarnan í klof manna. Klúturinn var svo gripinn með töng og settur ofan í krukku. Meira: svavaralfred.blog.is BLOG.IS Bolungarvík | Bæjarstjórn Bolungar- víkur telur að þótt ýmislegt jákvætt sé að finna í mótvægisaðgerðum rík- isstjórnarinnar vanti talsvert upp á að stjórnvöld komi af krafti til móts við fyrirtækin, sveitarfélögin og ein- staklingana sem harðast verða úti vegna niðurskurðar aflaheimilda í þorski. Bæjarstjórnin hefur lagt fram sína eigin aðgerðaáætlun í at- vinnumálum í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Í bókun bæjarstjórnar er vakin at- hygli á því að niðurskurður aflaheim- ilda sé þegar farinn að hafa áhrif í Bolungarvík þar sem tæplega 60 starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja hafi misst vinnuna. Lögð er áhersla á mikilvægi mótvægisaðgerða og því fagnað sérstaklega að tuttugu millj- ónum skuli varið til uppbyggingar Fræðaseturs Háskóla Íslands í Bol- ungarvík. Því er lýst yfir að nú þegar verði ráðist í aðgerðaáætlun bæjarstjórn- ar, vegna slæmrar stöðu í atvinnu- málum sveitarfélagsins, enda rími þær við aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Tekið er fram að stærstur hluti fjár- magns til framkvæmda verði að koma úr ríkissjóði. „Með því að ráð- ast í þessar aðgerðir telur bæjar- stjórn Bolungarvíkur að koma megi í veg fyrir atvinnuleysi og fólksfækk- un,“ segir í bókun bæjarstjórnar. Meðal þeirra aðgerða sem fram koma í áætlun Bolvíkinga er að byggð verði öldrunardeild á staðn- um. Boðið verði upp á starfstengt nám þar sem fólk sem misst hefur störf í fiskvinnslu geti menntað sig til starfa, á launum. Bæjarstjórnin hyggst ráðast í endurbætur á Félagsheimili Bolung- arvíkur og hefur hug á því að byggja upp íþróttamannvirki og íþrótta- svæði þannig að hægt verði að sækja um unglingalandsmót sumarið 2010. Stefnt er að því að flýta fram- kvæmdum í sveitarfélaginu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Horft er sérstaklega til viðhalds gatna, gangstétta og lagna og fegr- unarátaki haldið áfram. Í tengslum við gerð nýs aðalskipulags verður framkvæmdum á hafnarsvæðinu hraðað þannig að fyrirtæki sem vinna við sjávarútveg og ferðaþjón- ustu eflist og geti skotið fastari rót- um á staðnum. Haldin verður ný- sköpunarsamkeppni í þeim tilgangi að laða að frumkvöðla. Útbúa eigin aðgerðaáætlun MARGRÉT og vinkona hennar, lundinn Bíbí, leika sér í rólu á Siglufirði í góðu veðri í vikunni. Síðustu daga hefur snjóað niður í miðjar hlíðar í Siglufirði. Stall- systrunum finnst það bara ágætt enda hefur veturinn upp á margt skemmtilegt að bjóða. Kannski má lesa til- hlökkun út úr brosi þeirra og augum. Hver veit? Siglfirskar vinkonur Ljósmynd/Sigurður Ægisson TEIKNARINN Sigmund verður í sumarleyfi næstu vikurnar. Teikn- ingar hans birtast því ekki í Morg- unblaðinu fyrr en um miðjan næsta mánuð. Sigmund

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.