Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 17

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 17 BENAZIR Bhutto, fyrrver- andi forsætisráð- herra Pakistans, ætlar að snúa heim úr sjálf- skipaðri útlegð 18. október næst- komandi og ætla stjórnvöld ekki að koma í veg fyrir það. Hefur hún átt í viðræðum við Pervez Musharraf forseta um samstarf en hún krefst þess að hann verði ekki hvort tveggja í senn, forseti landsins og yfirmaður heraflans. Þingkosningar verða í Pakistan snemma á næsta ári en Musharraf hefur átt mjög undir högg að sækja að undanförnu. Hefur ókyrrð í landinu farið vaxandi. Bhutto heim 18. október Benazir Bhutto ÁSTANDIÐ í Simbabve er orðið svo slæmt, að fólk er farið að slátra kjöltudýrunum og leggja þau sér til munns. Verðbólgan í landinu er mörg þúsund prósent og fólk svelt- ur heilu hungri. Kjöltudýrin étin FYRIRSÆTUR yngri en 16 ára verða bannaðar á Tískusýningunni í London en hins vegar var ákveðið að banna ekki ofurgrannar fyrir- sætur, sem gætu þannig ýtt undir lystarstol hjá ungum stúlkum. Fyrirsætubann LEIÐTOGAR jafnaðarmanna í sex Evrópuríkjum, Tékklandi, Austur- ríki, Þýskalandi, Póllandi, Slóveníu og Slóvakíu, hafa fordæmt fyrirætl- anir Bandaríkjamanna um að koma upp eldflaugavarnakerfi í Tékk- landi og Póllandi. Segja þeir að slík ákvörðun varði öryggismál í allri Evrópu og verði því að vera sam- eiginleg ákvörðun allra. AP Fundur Jafnaðarmenn í Prag. Mótmæla eldflaugunum VARAÐ var við flóðbylgju í Indónesíu í gær vegna jarðskjálfta en þeir hafa verið margir á síðustu dögum. Segja vísindamenn, að hugsanlega eigi þó sá öflugasti eftir að ríða yfir. Óttast stórskjálfta ÞVÍ var haldið fram í ýmsum fjöl- miðlum í gær, þar á meðal í franska blaðinu France Soir, að sannanir væru fyrir því að Madeleine McCann, litla stúlkan sem hvarf í Portúgal í maí, hefði látist af of stórum svefnlyfjaskammti. Rannsóknarblaðamaðurinn Guil- hem Battut segir í France Soir að líkamsvessar úr Madeleine, sem fundust í bílaleigubíl foreldra henn- ar, sýni að henni hafi verið gefin svefnlyf, svo mikið að þau hafi getað orðið henni að bana. Gerry McCann, faðir Madeleine, vísar þessum fréttum á bug og segir að þau hjónin séu enn sannfærð um að Madeleine hafi verið rænt og hún sé enn á lífi. Portúgalska lögreglan hefur hins vegar tilkynnt þeim að þau séu grunuð um aðild að hvarfi dóttur þeirra. Meira en 130 milljónir ísl. kr. hafa safnast vegna leitarinnar að Made- leine en vegna síðustu frétta af mál- inu eru framlög að mestu hætt að berast. Þá er sagt að tveir ónefndir auðmenn sem hugðust styðja þau hjónin, Gerry og Kate McCann, hafi nú horfið frá því. Vegna þess að þau hjónin eru op- inberlega grunuð um aðild að hvarfi Madeleine hafa breskir barnavernd- arfulltrúar gengið á þeirra fund en undir þessum kringumstæðum hafa þeir vald til að taka hin börnin tvö af þeim og koma þeim í fóstur til bráða- birgða. Ekki er þó talið að til þess komi að sinni. Skýrt var frá því í fyrradag að ákveðið hefði verið að fresta sýningu bandarísku kvikmyndarinnar „Gone Baby Gone“ með leikaranum Ben Affleck í Bretlandi. Segir hún frá leit tveggja einkalögreglumanna að fjög- urra ára gamalli stúlku sem hefur verið rænt, og heitir hún Madeleine O’Brien. Of stór skammtur? Óviss örlög Fjórir mánuðir eru liðnir frá því Madeleine hvarf. VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss- lands, sagði í gær að nýr forsætis- ráðherra, Viktor Zúbkov, kynni að verða í framboði í forsetakosning- unum á næsta ári. Fór hann mjög lofsamlegum orðum um hann. Forseti? Zúbkov, nýr forsætisráð- herra og forsetaframbjóðandi. Forsetaefnið? ISIO4 – Gættu heilsunnar í dag svo þú njótir morgundagsins. Til að tryggja heilbrigði líkama og hugar þarftu mataræði sem er í jafnvægi: prótín úr kjöti og fiski, vítamín úr ávöxtum og grænmeti, mjólkurvörur sem færa þér kalkið, sterkjufullan mat til að fá orku … og jurtaolíu fyrir það sem gleymist of oft: nauðsynlegar fitusýrur (Omega 3 og Omega 6). ISIO4 – náttúruleg uppspretta nauðsynlegra fitusýra: Omega 3 og Omega 6. Nauðsynlegar fitusýrur leika lykilhlutverk í að tryggja allri fjölskyldunni góða heilsu. Omega 3 hjálpar hjarta- og blóðæðum að starfa rétt og Omega 6 hjálpar til við að draga úr óæskilegu kólesteróli. Því miður getur líkami þinn ekki framleitt sjálfur þessar nauðsynlegu fitusýrur. Hann getur aðeins fengið þær úr matnum sem þú borðar. Lausnin er einföld: 2 matskeiðar af ISIO4 daglega tryggja líkama þínum það magn af Omega 3 og Omega 6 fitusýrum sem hann þarfnast. ISIO4 – formúla sem virkar LESIEUR, helsti framleiðandi matarolía í Frakklandi, hefur þróað ISIO4. Eftir margra ára rannsóknir er niðurstaðan þessi einstaka formúla sem sameinar fjórar olíur og færir þér það besta úr hverri: Canola, Oléisol (sólblómaolía með áþekkri næringarefnasamsetningu og ólífuolía), sólblóma og vínberjafræ. ISIO4 er rík af E-vítamínum sem hægja á öldrun fruma og hún inniheldur líka D-vítamín sem eru nauðsynleg til að viðhalda styrk beinanna. ISIO4 færir þér ánægju og jafnvægi og viðheldur upprunalegu bragði og lykt matarins. Hún hentar jafnt sem bragðbætir, til eldunar og djúpsteikingar. 6-800 g bökunarkartöflur, 3-4 msk. ISIO4-olía, 1 tsk. paprikuduft, 1 tsk. timjan, 1 tsk. kummin (má sleppa), skvetta af tabasco-sósu, nýmalaður pipar, salt. Hitaðu ofninn í 215°C. Skerðu kartöflurnar í geira. (Bestar með hýðinu en það má líka afhýða þær fyrst.) Blandaðu ISIO4-olíu, paprikudufti, timjani, kummini, tabasco-sósu, pipar og salti vel saman í stórri skál. Settu kartöflu- bátana út í og veltu þeim upp úr olíunni. Raðaðu þeim á plötu klædda bökunarpappír og bakaðu þá í miðjum ofni í 25-30 mínútur, eða þar til þeir eru brúnir og stökkir að utan og meyrir í gegn. Snúðu þeim einu sinni á bökunartímanum. Uppskrift: Kryddaðir kartöflugeirar ISIO4 – holl olía fyrir alla • Ómettaðar fitusýrur í réttu magni: of mikið magn þessara fitusýra er ekki gott fyrir heilsuna. • Rétt magn af nauðsynlegum fitusýrum: Omega 3 og Omega 6 í æskilegum hlutföllum. • Laus við kólesteról. • Inniheldur D- og E-vítamín. Nanna Rögnvaldardóttir Nú einnig með ólífubr agði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.