Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÁKALL til karl- manna um að „vakna“ hefur vakið athygli í Bretlandi, að sögn breska blaðsins Guard- ian. Ákallið kom frá Henry Sutt- on, dómnefnd- armeðlim í bókmenntasamkeppn- inni „New Writing Ventures“, eftir að ljóst var að öll verðlaun sam- keppninnar runnu til kvenna. Eins og Guardian benti á var þó annað ólíklegt þar sem átta af níu þeirra rithöfunda sem kepptu um verð- launin voru konur. Sutton sagði í breskum fjöl- miðlum að hann væri „hissa og leið- ur“ yfir því að engir karlmenn hefðu svo mikið sem náð á stuttlista keppninnar, en þar enduðu þrjár konur. „Ég hef aldrei haft trú á mismun milli kynjanna þegar um er að ræða hæfileika á sviði skáld- skapar, en það er eins og það sem konur skrifa fái meiri hljómgrunn en það sem karlar skrifa.“ Hann tók þó fram að í þessu tilfelli hefðu „konurnar reitt fram besta skáld- skapinn“ og því með rétti unnið til verðlaunanna. Verðlaunin fyrir bestu skáldsög- una féllu í skaut Azmar Dar fyrir bókina „The Secret Arts“ sem ger- ist í Pakistan. Dar er reyndar fyrst og fremst þekkt sem leikskáld og verkið sem hún sendi í þessa sam- keppni var hennar fyrsta tilraun á sviði skáldsagnagerðar. Suzanne Johnson vann til verðlauna fyrir skapandi skrif er ekki flokkast sem skáldskapur og Jemma Borg hreppti ljóðaverðlaunin. Borg er með doktorspróf í erfðavísindum og nýtir sér þann bakgrunn við ljóða- gerð sína. Karlmenn vaknið! Kvenrithöfundar verðlaunaðir BÓK Germaine Greer, „Shake- speare’s Wife“ hlaut hraklega dóma í breska blaðinu The Ob- server nýverið. Í umsögn sinni segir Peter Con- rad að bókin sé bæði full af illa ígrunduðum getgátum sem og ill- kvittni í garð þessa frægasta skálds Breta. Conrad telur „heilaga reiði“ vera það sem drífur Greer áfram í tilraun til að gefa „fórnarlömbunum systr- um sínum“ í sögunni vægi. Hann færir þau rök fyrir máli sínu að bók Greer byggi í þessu tilfelli á konu – eiginkonu Shakespeare – sem sé „ósýnileg“. Hann bendir á að þótt ýmislegt sé vitað um líf Ann Hath- away, eiginkonuna sem Shakespeare yfirgaf, þá sé ljóst að Greer fylli mjög frjálslega í eyðurnar með því að nýta sér heimildir um konur al- mennt á þeim tímum sem Hathaway var uppi. Heimildir sem engin leið sé að heimfæra upp á líf Hathaway en beri samt sem áður upp efnivið heilla bókarkafla og niðurstöður þeirra. Greer leiðir að því líkur í bókinni að Shakespeare hafi látist úr sýfilis – eða ólifnaði – og lætur bók sína hverfast um þá hugmynd. Sú stað- hæfing er að mati Conrads afar hæpin og illa rökstudd, en þjóni þó þeim tilgangi fyrir Greer að spilla ímynd trúverðugleika hans sem manneskju. Greer heldur því fram að kvikasilfursinnihald lyfja sem tekin voru við sjúkdómnum hafi skert andlegt atgervi skáldsins. Greer á hálum ís Germaine Greer Á MORGUN stendur Mögu- leikhúsið opið almenningi að kostnaðarlausu að því tilefni að 18. leikár leikhússins er nýhaf- ið. Sex leiksýningar fyrir börn og unglinga verða sýndar hver á eftir annarri og er frítt inn meðan húsrúm leyfir. Möguleikhúsið hefur starfað frá árinu 1990, en fyrsta leik- sýning í nafni þess fór fram í miðbæ Reykjavíkur 17. júní það ár. Í vetur býður Möguleikhúsið upp á 9 mismun- andi sýningar og það eru 6 þeirra sem sýndar verða á sunnudaginn. Dagskráin hefst klukkan 11. Leikhús Möguleikhúsið stendur opið Úr Langafi prakkari. MYNDHÖGGVARINN Helgi Gíslason verður með lista- mannsspjall á morgun sunnu- dag klukkan 15 á Kjarvals- stöðum. Hann er fyrstur til að sýna verk sín í nýrri sýningaröð í vesturforsal Kjarvalsstaða þar sem áherslan er lögð á þrívið verk, sem þykja henta rýminu afar vel, að því er segir í frétta- tilkynningu. Á sýningunni sýnir listamaðurinn nýjar lág- myndir sem er miðill sem Helgi sér sem „einstigi milli tvívíddar og þrívíddar“. Sýningin stendur til 14. október. Myndlist Helgi Gíslason með listamannsspjall Helgi Gíslason Menningarmiðstöðin Skaftfell, miðstöð mynd- listar á Austurlandi, tek- ur nú á móti umsóknum um aðstöðu í gesta- vinnustofum og sýningar listamanna fyrir árið 2008. Framlengdur umsókn- arfrestur er til 20. októ- ber næstkomandi. Allar nánari upplýs- ingar um hvernig haga skuli umsóknum er að finna á heimasíðu Skaftfells, www.skaftfell.is. Auk þess er hægt er að hafa samband í síma: 472 1632. Myndlist Skaftfell óskar eftir umsóknum Skaftfell. Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Fjórða starfsár Tónlistar-hússins Laugarborgar íEyjafjarðarsveit er nýhaf-ið, en húsið hefur smám saman haslað sér völl sem helsti vett- vangur tónleika við Eyjafjörð. Þór- arinn Stefánsson píanóleikari er framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi hússins, og er eðlilega ánægður með það hvernig til hefur tekist. „Það er einstaklega fallegur bíltúr í margbreytilegu umhverfi að fara frá Akureyri inn í Laugarborg. Ég veit ekki betri undirbúning að tón- leikum en aka í nokkrar mínútur um fagra sveit; virða fyrir sér haustlit- ina, snjóbreiðuna að vetri, eða álftir með varp á vorin. Það er alltaf eitt- hvað nýtt að sjá,“ sagði Þórarinn þegar blaðamaður hitti hann að máli á dögunum. Ævintýri Þórarinn segist vilja hafa dagskrá vetrarins sem fjölbreyttasta. „Hér finna vonandi allir eitthvað við sitt hæfi. Þetta var klassísk músík í upp- hafi, í samræmi við minn bakgrunn, en fljótt fór að bera á poppi og djass- tónlist – og nú er Laugarborg tónlist- arhús með stóru t-i. Þetta er tónlist- arhús fyrir alla og þangað eru allir tónlistarmenn velkomnir, alveg sama hvaða stefnu þeir tilheyra eða hvar þeir eru búsettir.“ Starfsemin hefur gengið ágætlega, að sögn Þórarins, en hvernig skyldi ævintýrið hafa byrjað? Hvað varð til þess að gamalt samkomuhús inni í sveit varð helsti tónleikasalur Eyfirð- inga? „Ævintýrið hófst, má segja, með sameiningu þriggja hreppa þannig að til varð Eyjafjarðarsveit. Þá voru allt í einu þrjú samkomuhús í einu sveit- arfélagi og það þurfti að finna þeim verkefni. Freyvangur var leikhús og verður áfram, í Sólgarði er Smá- munasafnið og sú hugmynd kviknaði hjá Eyjafjarðarsveit og Tónlistar- félaginu á Akureyri að Laugarborg gæti orðið tónlistarhús og hýst flyg- ilinn sem kenndur er við Ingimar Ey- dal.“ Hugmyndin varð að samningi sem undirritaður var árið 2000, eftir að endurbætur höfðu verið gerðar á húsinu í þessum tilgangi. „Síðan var stofnuð nefnd sem ég var í forsæti fyrir, sem hafði það hlutverk að markaðssetja húsið og finna því ákveðið notkunargildi. Nú er fjórða starfsárið nýhafið og starfsemin hef- ur vaxið og dafnað að umfangi og Laugarborg er raunverulega eina tónlistarhúsið við Eyjafjörð. Við eig- um von á kollegum, bæði á Dalvík og Akureyri, sem er mikið tilhlökkunar- efni þannig að það er bjart fram- undan í tónlistarlífi við Eyjaförð.“ Þórarinn segir að vissulega megi velta fyrir sér tilverurétti Laug- arborgar sem tónlistarhúss eftir að menningarhúsið á Akureyri verður tekið í notkun. „Það er óskilgreint hvernig menningarhúsið ætlar að standa að tónleikahaldi en ég geri ráð fyrir því að þar á bæ vilji menn fylla sinn 500 manna sal sem oftast. Slíkir tónleikar eru aldrei hjá okkur og ég tel að 99% þeirra tónleika sem eru nú í Laugarborg eigi að vera þar áfram. Í grunninn höldum við því okkar striki og sjáum hvað setur. Við von- umst auðvitað eftir samvinnu og ég hefði reyndar kosið að rekstrarlega yrði Laugarborg annar salur í menn- ingarhúsinu þótt sá salur yrði annars staðar. Samnýtingin og samvinnan gæti orðið í samræmi við viljayfirlýs- ingu Akureyringa um sameiningu sveitarfélaga. En menningarhúsið er sannarlega tilhlökkunarefni, það verður frábært að fá það hús.“ Þau tímamót urðu um síðustu mánaðamót að Þórarinn fékk lista- mannalaun. „Já, það er hátíð hjá mér! Ég er óskaplega glaður og mér finnst þetta mikil viðurkenning.“ Þórarinn fær launin í sex mánuði, hyggst minnka við sig kennslu í Tón- listarskólanum á Akureyri og sinna betur verkefni sem hann hefur unnið að; kanna þjóðlagaútsetningar fyrir píanó. „Svo hyggst ég spila nokkuð snúna dagskrá á Myrkum mús- íkdögum með Emil Friðfinnssyni hornleikara.“ Þórarinn er Akureyringur, lauk stúdentsprófi á tónlistarbraut frá MA og síðan kennaraprófi og einleik- araprófi í höfuðborginni. Hann bjó svo 12 ár í Þýskalandi og um skeið í Danmörku áður en hann sneri heim í heiðardalinn og settist að á Akureyri. Eins og það sé ekki nógur starfi að kenna rekur Þórarinn líka eigið út- gáfufyrirtæki. „Ég stofnaði Polarfonia Classics 1999 af einskærum áhuga á þessum málum og gekk strax ágætlega. Ég gaf út fyrsta Guitar Islancio-diskinn, nokkra með Garðari Cortes eldri og tónleikadisk með Sinfóníuhljómsveit Íslands.“ Þetta var meðan hann bjó í Dan- mörku. „Eftir að ég kom heim og fór í aðra vinnu dalaði þetta örlítið en nú er aft- ur komin glæða í starfsemina. Fyrir stuttu kom út diskurinn Sjallaball með hljómsveit Ingimars Eydal, tvö- faldur með gömlum upptökum úr Sjallanum, og nýlega diskur með ak- ureyrsku hljómsveinni Mó, sem leik- ur þjóðlagatónlist. Á döfinni er disk- ur með Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara.“ Heiðursútgáfa með Halldóri Og – síðast en ekki síst – vinnur Þórarinn að þriggja diska útgáfu til heiðurs Halldóri Haraldssyni píanó- leikara. „Halldór, minn gamli kenn- ari, varð sjötugur í febrúar og eftir að ég hringdi í hann, til þess að óska honum til hamingju með afmælið, fór ég að velta þessu fyrir mér. Til er mikið efni með Halldóri sem hefur aldrei komið út. Ég gaf út einn disk með Halldóri undir mínu merki fyrir nokkrum árum, þar sem hann spilaði Schubert- og Brahms-sónötur og ein gömul hljómplata er til með honum, en það er allt og sumt.“ Þórarinn segir annað ekki hafa komið til greina en um veglega út- gáfu yrði að ræða. „Ég hef átt mjög góð samskipti við Ríkisútvarpið, sem lúrir á gömlum upptökum, en þar hefur verið unnið mjög merkilegt starf við upptökur með íslenskum tónlistarmönnum fyrri ára og varð- veislu þess efnis. Stofnunin má reyndar muna sinn fífil fegurri því þetta er ekki gert í dag en það er sem sagt mjög mikið til með tónlist- armönnum af eldri kynslóðinni.“ Á einum diskinum leikur Halldór sólóverk, kammerverk á öðrum og á þeim þriðja verða upptökur þar sem hann leikur konserta með Sinfón- íuhljómsveit Íslans. „Við ætlum að reyna að koma þessu út sem allra fyrst. Vinnan við val á verkum er nánast búin, það vantar svolítið upp á fjármögnunina en ég vona að okkur takist að fá það sem upp á vantar. Það yrði gaman að geta gefið diskana út á afmælisárinu.“ Tónlistarhús með stóru t-i Hvað er betra fyrir tónleika en stuttur bíltúr í einstaklega fallegu umhverfi? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fjölhæfur Þórarinn Stefánsson skipuleggur, kennir, spilar og gefur út. ♦♦♦ VETRARDAGSKRÁ Laugarborgar er fjölbreytt. Hún hófst með kaffi- tónleikum og lýkur á sama hátt á sjómannadaginn, 1. júní 2008, þegar Raggi Bjarna og Bergþór Pálsson ásamt hljómsveit hússins syngja sjó- mannalög og önnur dægurlög. Djass, sönglist, kammermúsík, þjóðlög, dægurlög, – allt er þetta að finna í dagskrá Laugarborgar. Á næstu tónleikum, á fimmtudagskvöld, syngur Andrea Gylfadóttir með Blúsmönnum sínum. Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í Laugarborg og í ár flytur Fífilbrekkuhópurinn lög Atla Heimis Sveinssonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Auk þess verða styrktartónleikar Minningarsjóðs Garð- ars Karlssonar á sínum stað í lok mars í samvinnu við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Af öðrum föstum liðum má nefna Vínartónleika í byrjun árs. Samstarfsverkefni eru áberandi í vetur en Laugarborg á samvinnu við Listahátíð, Tónskáldafélag Íslands um rekstur Myrkra músíkdaga, Listaháskóla Íslands og Félag íslenskra tónlistarmanna. Auk þess verður samstarfi fram haldið við Þingeyskan sagnagarð um endurtekningu valdra tónleika í Þorgeirskirkju. Þá býður Laugarborg grunnskólanem- um upp á skólatónleika í samvinnu við Tónlist fyrir alla. Af öðru fræðslustarfi má nefna þrenna tónleika í vetur undir yfirskriftinni Saga íslenskrar tónlistar, en Daníel Þorsteinsson leiðir þá. Meðal annarra listamanna sem koma fram í Laugarborg í vetur eru KK, Sigrún Eð- valdsdóttir, Kati og Matti Saarinen, Hulda Björk Garðarsdóttir, Camer- arctica, Sunna Gunnlaugsdóttir, Peter Máté, Helga Bryndís Magn- úsdóttir, Guðrún Óskarsdóttir og Kolbeinn Bjarnason og fleiri, alls vel á annað hundrað tónlistarmenn. 40 tónleikar – alls konar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.