Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 19

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 19 MENNING MÁLVERK Aðalheiðar Valgeirs- dóttur eru í anda strauma og stefna samtímans þar sem listamenn brjóta upp fyrri tíma stefnur og blanda þeim saman á strigann, kannski má hér tala um einhvers konar af- sprengi póstmódernismans nema hér er hugmyndafræðin aðallega í myndbyggingu, litanotkun og sam- spili forma. Í fremra sal sýnir hún stór málverk sem byggjast á mjúk- um formum sem svífa í forgrunni óræðs rýmis. Í innri sal eru smærri verk, meðal annars myndir sem kalla fram í hugann punktalistina frönsku með Seurat í fararbroddi, punktamyndir Roy Lichtenstein eða uppstækkaðar ljósmyndir með punktakerfi. Punktamyndirnar leyna á sér og í stærri myndunum er einna mest að gerast þar sem saman koma punktafletir og mjúk form, einnig þar sem málningin sullast yfir formin og skapar óreiðu. Hug- myndafræðin að baki verkunum er í heildina frekar óljós, Aðalheiður hef- ur lítið sýnt síðustu ár og fleiri fram- kvæmdir segja án efa meira um markmið hennar innan listarinnar, en bestu verkin gefa til kynna hæfi- leikaríkan málara. Lyftutónlist er að ég tel nýjung í galleríinu en tónlistin sem hljómaði í eyrum mér á meðan ég skoðaði sýninguna vakti furðu og gerði ekkert nema að trufla, eft- irgrennslan leiddi í ljós að und- irspilið var ekki á vegum listakon- unnar. Svif Eftir Aðalheiði „Hugmyndafræðin að baki verkunum er í heildina frekar óljós…en bestu verkin gefa til kynna hæfileikaríkan málara. “ MYNDLIST Gallery Turpentine Aðalheiður Valgeirsdóttir Til 15. september. Opið Opið þri.-fös.frá 12 til 18 en 12-17 lau. Aðgangur ókeyp- is. Vendipunktar Ragna Sigurðardóttir Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is Hinn 7. febrúar árið 1957hlustuðu á annað hundr-að tónleikagestir á Erki-hertogatríóið og Sil- ungakvintettinn flutt í Melaskólanum í Reykjavík. Flytjendur voru hið svo- kallaða Tríó Tónlistarskólans, ásamt Jóni Sen og Erwin Köppen. Þetta voru fyrstu tónleikar hins nýstofnaða Kammermúsíkklúbbs. Fyrir stofnun klúbbsins hafði kammertónlist sjald- an verið flutt á Íslandi en nú hófst markviss flutningur slíkrar tónlistar hér á landi. Síðan kvöldið í Melaskól- anum hefur Kammermúsíkklúbb- urinn haldið starfsemi sinni óslitið áfram og fimmtíu árum síðar staðið fyrir vel yfir 200 tónleikum. Margt um að vera í vetur „Þetta er 51. starfsárið og leggst vel í okkur, enda margt um að vera í vetur,“ segir Runólfur Þórðarson, einn af stjórnarmönnum Kamm- ermúsíkklúbbsins. „Við höldum ótrauð áfram og ég held að það sé ansi góð fjölbreytni í dagskránni í vetur.“ Vetrardagskráin hefst á morgun klukkan 20 í Bústaðakirkju með tón- leikum Camerarctica. Fyrir hlé verð- ur leikin barokktónlist eftir Zelenka og Corelli en eftir hlé Strengjakvar- tett nr. 6 í G-dúr, op.101, eftir Shos- takovich. „Undanfarin tíu ár eða svo höfum við leikið að minnsta kosti einn strengjakvartett á ári eftir Shostako- vich. Strengjakvartettar hans eru samtals 15 og við erum með á dag- skránni að flytja þá alla. Við förum að verða búin að því. Þetta eru ein- hverjir þeir bestu strengjakvartettar sem samdir voru á síðustu öld og spanna í raun allan feril Shostako- vich,“ segir Runólfur. Gleymdar gersemar Ýmissa grasa kennir hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum í vetur. Á öðrum tónleikum vetrarins verður meðal annars leikið verk fyrir fiðlu og selló eftir Hafliða Hallgrímsson og á þeim þriðju leikur Tríó Nordica ásamt Pál- ínu Árnadóttur og Þórunni Ósk Mar- ínósdóttur. Á fjórðu tónleikum vetr- arins, í janúar, mætir til leiks ungt tónlistarfólk sem lék á tónleikum á vegum Kammermúsíkklúbbsins fyrir tíu árum. „Árið 1998 hlustuðum við á nokkur þeirra, Víking Heiðar Ólafsson, Ara Þór Vilhjálmsson og Margréti Árna- dóttur, á tónleikum í Grensáskirkju og urðum svo hrifin að við báðum þau að spila á tónleikum hjá okkur,“ segir Guðmundur W. Vilhjálmsson, for- maður Kammermúsíkklúbbsins. „Þau vöktu stormandi lukku og hug- myndin núna var að endurvekja þennan hóp. Tíu ár verða síðan þau spiluðu fyrir okkur fyrst og það verð- ur gaman að sjá hvernig þau leika núna. Þetta verður áreiðanlega mjög glæsilegt.“ Á lokatónleikum vetrarins leikur Bibeltríóið, sem sérhæfir sig í tríóum frá barokktímanum. „Þau spila fyrir okkur 15 Talnabandssónötur Bibels og hið þekkta og glæsilega verk Passacaglia sem mér skilst að hafi aldrei fyrr verið flutt hér í heild sinni. Bibeltríóið hefur heldur ekki spilað hjá okkur áður. Þetta eru hreinar gersemar sem hafa verið allt að því að gleymast.“ Breytingar á hálfri öld Guðmundur er einn af stofnendum Kammermúsíkklúbbsins og hefur því starfað með honum í rúma hálfa öld. Hann segir breytingar miklar síðan klúbburinn hóf starfsemi sína. „Þetta á ekki síst við hversu vel menntað listafólkið okkar er í dag. Breiddin er líka orðin svo mikil. Hér áður fyrr var til fárra að leita en í dag er fjöldinn allur af okkar listamönnum í heimsk- lassa. Ég held að hvergi í heiminum sé innan sama radíuss og hér jafn- mikið af fínum tónlistarmönnum.“ Listamenn í heimsklassa Morgunblaðið/G.Rúnar Hljóðfæraleikarar Camerartica leikur á fyrstu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Í HNOTSKURN » Sunnudaginn 16. septemberCamerarctica leikur verk eftir Zelenka, Corelli og Shostakovich. »Sunnudaginn 21. október Sigrún Eðvaldsdóttir og fleiri leika verk eftir Haydn, Hafliða Hallgrímsson og Tchaikovsky. »Sunnudaginn 25. nóvemberTríó Nordica og fleiri leika verk eftir Smetana, Ravel og Taneyev. »Sunnudaginn 13. janúar 2008Víkingur Heiðar Ólafsson, Ari Þór Vilhjálmsson og fleiri leika verk eftir Schumann, Bartók og Brahms. »Sunnudaginn 10. febrúar 2008Biber-tríóið leikur verk eftir Biber. »Allir tónleikarnir eru í Bústaðakirkju og hefjast klukkan 20. Frek-ari upplýsingar er að finna á kammer.is. Vetrardagskrá Kammer- músíkklúbbsins að hefjast EFTIR að Gerðarsafn gerði vörslu- samning með safneign Þorvaldar Guðmundssonar, er kenndur var við Síld og fisk, og Ingibjargar Guð- mundsdóttur hefur safnið sýnt valin verk úr safneigninni í sex skipti, en nú eru einmitt síðustu forvöð að sjá sjöttu sýninguna í safninu, en henni lýkur á morgun. Þorvaldur og Ingibjörg áttu á sín- um tíma stærsta einkasafn á Íslandi sem inniheldur mörg merk listaverk eftir höfuðlistamenn þjóðarinnar sem spannar frá frumherjunum til septem-hópsins. Er sýningunni skipt þannig að ab- straktlistamenn einoka kjallarann en landslagið og fígúrasjónin leggja undir sig efri hæðina. Nokkur verk- anna hafa ekki verið áður á sýn- ingum í Gerðarsafni, s.s. máluð brennivínsflaska eftir Jóhannes Kjarval og smáar styttur eftir Einar Jónsson og Ragnar Kjartansson. Er uppsetningin afslöppuð enda hefur hægt á hugaræsingnum síðan vörslusamningurinn var gerður árið 2001. Það er engu að síður óhætt að mæla með sýningunni, sérstaklega fyrir þá sem hafa enn ekki litið safn- eign Þorvaldar og Ingibjargar aug- um. En vissulega eru hér samt fjár- sjóðir, eftir t.d. Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Louisu Matthías- dóttur, Jóhann Briem, Júlíönu Sveinsdóttur og Kristján Davíðsson, sem maður getur séð aftur og aftur í nýju ljósi. Hægt á hugaræsingnum Fjörusymfónía Þetta glæsilega málverk eftir Kristján Davíðsson er á meðal verka á sýningunni í Gerð- arsafni. MYNDLIST Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Opið alla daga nema mánudaga frá 11- 17. Sýningu lýkur 16. september. Að- gangur 400 kr. Ókeypis á föstudögum. Úr safneign Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur Jón B.K. Ransu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.