Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 20

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 20
Morgunblaðið/G.Rúnar Eftir Önnu Maríu „Afdráttarlaus ádeila á sölu á menningararfi okkar.“ LJÓSMYNDASÝNING Önnu Maríu Sigurjónsdóttur í Lista- mannahúsinu Startart er afdrátt- arlaus ádeila á sölu á menningar- arfi okkar. Málefni sem liggur mörgum á hjarta í dag. Og ekki að ástæðulausu. Sýningin er tvískipt. Annars vegar eru það myndir sem sýna ósmekkleg rauð „til sölu“-skilti sem listakonan hefur staðsett í miðjum íslenskum náttúru- auðlindum eða hjá torfbæjum, hálfgrónum við náttúruna, og hins vegar eru það myndir af nútíma- legum hlutum sem leynast innan um forna gripi. Þær fyrrnefndu eru beinskeytt skilaboð sem hitta mig álíka og sniðug mótmælaspjöld eða áróð- ursmyndir. Þær síðarnefndu halda aftur á móti einhverjum notaleg- um fagurfræðilegum staðli og mál- efnið fylgir þá með í kaupbæti. Hins vegar er alltaf spurning í hvaða samhengi maður sér hluti og gætu uppstillingarnar allt eins virkað sem íslenskar auglýsingar á Coca Cola-drykk eða nýjum I- pod, ef þær væru settar fram sem slíkar. Í þessu samhengi njóta bein mótmælin og tilvísunin í Am- eríkuvæðingu aftur á móti mál- efnalegs og fagurfræðilegs stuðn- ings hvort annars. Arður til sölu MYNDLIST Listamannahúsið Startart Opið virka daga 10-17 og laugardaga 11- 16. Sýningu lýkur 28. sept. Aðgangur ókeypis. Anna María Sigurjónsdóttir Jón B.K. Ransu 20 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING RAKA regnloftið yfir Reykjavík á laugardag var ákjósanlegt til söngs, en aftraði á hinn bóginn e.t.v. ein- hverjum í göngunánd frá að mæta á söngtónleika Norræna hússins, miðað við hálffylli litla salarins. Eiginlega synd, því viðfangsefnin voru gizka forvitnileg. Auk 8 laga Edvards Grieg eftir hlé voru í boði 12 lög úr fórum næstu eftirmanna hans og landa er allir gleymdust eftir þeirra dag. Samt virtist sá slagskuggi undan frægðarljóma Griegs víða vitaóverðskuldaður eft- ir þessa reynslu. En raunar langt í frá einsdæmi um örlög „minni spá- manna“ á Norðurlöndum – sbr. dönsku samtímahöfundana Carls Nielsens, er nutu fyrst sannmælis rúmri hálfri öld eftir lát hans. Sem betur fer hefur stallsetningarárátta fyrri hlustendakynslóða nú hjaðnað til muna með auknu svigrúmi fyrir sanngjarnara mati í víðara sam- hengi. Hitt var þó ekki minna um vert hvað hinn gestkomandi söngvari, Harald Bjørkøy, prófessor við Griegakademíu Björgvinjar í sömu grein, kom gleðilega á óvart, enda veit ég ekki til að hann hafi áður komið fram hér á landi. Á sama tíma og allt of margir ljóðasöngv- arar okkar, eftir áþreifanlegum blæbrigðaskorti að dæma, syngja líkt og inntak ljóðsins komi þeim næsta lítið við, mátti hér heyra tjá- brigði sem færðu tilfinninga- andstæður jafnt lags sem texta – allt frá hrolli til húmors og unaði til armæðu – í æðra veldi eins og vera bar. Burtséð frá einstaka tónlafi og léttskjögrandi inntónun í 2-3 af síð- ustu lögum dagskrár (e.t.v. sakir þreytu?) var túlkun Bjørkøys til skínandi fyrirmyndar; dramatískt þróttmikil, lifandi, þjál og kímin eftir því sem við átti, og gerði fyrir vikið jafnvel steingleymdustu ópusa nærverandi og spennandi í hróp- andi ósamræmi við núverandi glat- kistustöðu. Hér hefðu fjarverandi íslenzkir kollegar hans getað lært mikið. Píanóleikur Selmu Guðmunds- dóttur (fyrir alloknum flygli) var að vísu ekki jafneitilsnarpur og stöku sinni mætti óska, en ávallt mús- íkalskt fylginn; traustur og lipur í góðu samvægi. Norskt glatkistugull TÓNLIST Tónleikar Norsk sönglög eftir Olsen, Elling, Ha- arklou, Borgstrøm, Schjelderup, Eggen og Grieg. Harald Bjørkøy tenór og Selma Guðmundsdóttir píanó. Laugardaginn 8.9. kl. 16.  Norræna húsið – Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson NÁTTÚRULEGA heitir sýning á verkum 18 norrænna listamanna í Norræna húsinu, þar af eru 10 frá Færeyjum, en uppruni sýning- arinnar beinist til Færeyja og er þetta jafnframt 25 ára afmælissýn- ing Norræna hússins þar í landi. Eins og yfirheitið gefur til kynna eru þetta listamenn sem á sinn hátt fjalla um náttúruna sem er orðið ansi trénað þema á samnorrænum sýn- ingum, sérstaklega þegar nálgunin við fyrirbærið „Náttúra“ er þetta víðfeðmt að hægt er að velja úr um 90% norrænna listamanna. Það er því úr nógu að moða. Nýir og gamlir miðlar, gagnvirkar og kyrrstæðar myndir, fundnir og smíðaðir hlutir. Þá er sæmilegasti metnaður lagð- ur í sýninguna, með skrá og ýmsu til- standi og er umfangið í meira lagi fyrir Norræna húsið þannig að verk- in líða á milli hæða, frá sýningarsal eftir gangi og inn á bókasafn. Það gerist áreynslulaust og er uppsetn- ing sýningarinnar hin fínasta. Vel sniðið framhjá göllum í sýning- arrými og listaverk í bókasafni gefa umhverfinu breytta og skemmtilega mynd og svo öfugt. Það er því ágætlega að þessu stað- ið nema hvað hefði mátt stilla af fók- usinn þannig að sýning og orðræða geti miðast að einhverju. Náttúra úr fókus MYNDLIST Norræna húsið Náttúrulega – Samsýning 18 norrænna listamanna Jón B.K. Ransu Morgunblaðið/G.Rúnar Norræna húsið „Vel sniðið framhjá göllum í sýningarrými og listaverk í bókasafni gefa umhverfinu breytta og skemmtilega mynd, og svo öfugt.“ LJÓSMYNDIR Sunnu Sigfríðardóttur í DaLí gallery eru á vissan hátt óður til afstraktmálverksins. Mynd- irnar eru af vegg í gömlu húsi þar sem gamlar innrétt- ingar hafa verið fjarlægðar svo eftir standa minningar forma og lita sem tilheyrðu strúktúr eldra heimilis. Vinnubrögð sem þessi eru vel þekkt í samtímalistinni og er skemmst að minnast sýningar Sólveigar Að- alsteinsdóttur í Suðsuðvestur árið 2005. Eins og Sólveig þá sýnir Sunna hverfulan veruleika sem kristallast í tímabundnu ástandi veggjarins áður en nýi tíminn og praktíkin krefst allsherjar yfirmálunar. Myndir Sunnu ná þó ekki að rista eins djúpt og verk Sólveigar eða vekja upp tilfinningu fyrir trega í bland við ískalt raunsætt skráningarferli, heldur virðast verkin vera afurð tilviljunarkenndra aðstæðna þar sem ljós- myndarinn fangar tímabundna fegurð millibils- ástandsins. Sem slíkar eru ljósmyndirnar fallegar og persónu- legar á köflum þar sem merkja má mannlega nærveru sem ljá myndunum tilfinningu fyrir einlægri undrun uppgötvunarinnar á falinn fagurfræði milliveggjanna. Undirliggjandi list MYNDLIST DaLí gallery Brekkugötu 9, Akureyri Sýningin stendur til 21. september. Opið föstudaga og laug- ardaga kl. 14-17. Aðgangur ókeypis. Sunna Sigfríðardóttir – Glansmyndir af vegg Þóra Þórisdóttir ÞETTA var meira en gaman – þetta var stórkostlegt!“ Svo sagði maður við mann eftir tónleika Kristjáns Jó- hannssonar í Íþróttahöllinni á Ak- ureyri á sunnudaginn var og hann til- einkaði móður sinni níræðri. Það er í raun furðulegt að hér á landi sé oft látið eins og þessi stórsöngvari þurfi enn að sanna hæfileika sína. Það hef- ur hann fyrir löngu gert og brást ekki vonum áheyrenda fremur en endra- nær En Kristján var ekki einn á ferð. Grískættuð söngkona, Sofia Mit- roupolos, kynnti sig áheyrendum með geysivoldugri sópranrödd sinni og glæsilegri framkomu, og nemandi hans frá Ítalíu, Corrado Capitta, er barítonsöngvari sem tekið verður eft- ir í framtíðinni, býr yfir vel agaðri rödd og lipurri og einlægri fram- komu. Já, öll voru þau góð og æ betri eftir því sem á leið tónleikana í áhrifa- mikilli túlkun sinni á mjög svo drama- tískri efnisskrá þar sem hvert stór- verkið rak annað, fæst þó úr þeim flokki óperuaría og dúetta, sem al- kunnastur er. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands lék með söngvurunum undir blæ- brigðaríkri stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Hljómur sveitarinnar var þéttur og blæfagur, en vill riðlast þegar mjög sterkt er spilað og geldur hún þar smæðar sinnar. Kom þetta vel fram í þeim tveimur verkum sem hún lék án söngs: Intermezzo Mas- cagnis hljómaði unaðslega en Car- men-svítan leystist svolítið upp eftir hljóðfærategundum í sterkari köfl- unum. Raddstyrkur Kristjáns er þekkt stærð, en. e.t.v. er hann mestur á veiku tónunum og þar er túlkun hans svo næm að unun á að hlýða. Þetta kom fram strax í fyrsta lagi tón- leikanna, Mamma (Gigli – hvað ann- að), og hinu næsta, Ideale eftir Tosti, mjög erfitt en fallega með það farið. Það tók hljómsveitina smátíma að laga sig að takti og túlkun söngvarans í fyrsta laginu og í Hamraborginni sem var þriðja í röðinni, varð undir- leikurinn stundum eins og viðskila við sönginn. Líklega olli útsetningin þar nokkru um. En þá eru líka aðfinnslur allar taldar og þaðan í frá féll allt fag- urlega saman allt til loka og margra aukalaga, þar sem aldeilis var stuð á mannskapnum eins og vera ber við þær aðstæður. Og þegar heim er haldið þá hefur það gerst að: … fjörðurinn verður breiðari, bær- inn stærri og blárri aldan sem gnýr á víðari söndum, pollurinn dýpri, heiðin til muna hærri. Þannig á það líka að vera. Takk fyrir mig. Frábær gjöf fyrir mömmu TÓNLIST Tónleikar Kristján Jóhannsson ásamt Sofia Mit- roupolos og Corrado Capitta. Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands.  Íþróttahöllin á Akureyri Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Söngvarinn „Raddstyrkur Kristjáns er þekkt stærð…e.t.v. er hann mestur á veiku tónunum og þar er túlkun hans svo næm að unun er á að hlýða.“ Erlingur Sigurðarson SKRAUTLEGA formuð blóma- mynstur Guðbjargar Ringsted, máluð með hvítri akrílmálningu á svartan grunn í Jónas Viðar gall- erí vísa í margvísleg átök sem urðu í listinni undir lok nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tutt- ugustu. Þrátt fyrir að blóma- mynstur í hvers konar hönnun hafi verið algeng, ekki síst á ró- kókó tímabilinu, þá er það með liststefnum á borð við Art Nouvea (Nýstíll) þar sem listamenn leitast við að afnema skilin milli listar og listiðnaðar. Guðbjörg segir að hún hafi vilj- að sjá þessi mynstur sem við tengjum við silfursmíði, útsaum og tréskurð í málverki og virðist þannig vísa í sömu orðræðu og ný- stíllinn byggðist á sem minnir okkur á að þetta afnám skilar milli listar og listiðna náði bara að verða að veruleika upp að vissu marki í ákveðnum tilfellum. Þrátt fyrir að málverk Guð- bjargar vísi í flókna togstreitu innan listasögu síðustu aldar virð- ast þau ekki velta sér á nokkurn hátt upp úr meintu vandamáli. Hugmyndin og verkin eru einföld, hrein og bein og án allrar dýptar. Sem slík eru þau vel heppnuð og smellpassa inn í ríkjandi smekk samtímans á hönnun, listiðnaði og myndlist. Máluð blómamynstur MYNDLIST Gallerí Jónas Viðar Akureyri Sýningin stendur til 16. september. Opið kl. 13-18 föstudaga og laugardaga og eftir samkomulagi. Aðgangur ókeypis. Guðbjörg Ringsted – Málverk Þóra Þórisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.