Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 22

Morgunblaðið - 15.09.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES ÁRBORGARSVÆÐIÐ Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | „Ég er ekki í vafa um að strandbyggð er draumur hvers einasta manns og því eiga strandbæir framtíð fyrir sér,“ sagði Árni Valdimarsson einn eig- enda hraðfrystihússlóðarinnar, Ís- foldarreitsins, við Eyrargötu á Eyrarbakka á fundi í samkomu- húsinu Stað þar sem fram fór kynning á hugmyndum um íbúð- areit sem Valdís Bjarnadóttir arkitekt hefur unnið. Hugmyndin gerir ráð fyrir 26 smáhýsum og 26 stærri íbúðum og er gert ráð fyrir að flest húsin verði tveggja hæða. Meginein- kenni þessa reits er húsaröð með- fram sjóvarnargarðinum þar sem gert er ráð fyrir tveggja hæða húsum í 8-16 metra fjarlægð frá garðinum með útsýni út á hafið. Meðal fundarmanna voru bæjar- stjórinn í Árborg, Ragnheiður Hergeirsdóttir, og Jón Hjartar- son, forseti bæjarstjórnar. Ekki eftirlíking Valdís sagði markmiðið með deiliskipulaginu að fá fram metn- aðarfullri íbúðabyggð með smá- gerðu byggðamynstri og þjón- ustustarfsemi. Nálægðin við dvalarheimilið Sólbakka byði upp á tækifæri til samstarfs sem hún sagði mikilvægt. Hún sagði að deiliskipulagið væri hugsað sem blöndun á aldurshópum ekki að þarna væru bara íbúðir fyrir eldra fólk en það væri gott fyrir eldra fólk að hafa þann möguleika að sækja þjónustu til Sólvalla. Hún sagði að hugmyndin tæki mið af mynstrinu við götuna en mikilvægt væri að ný hús féllu vel að þeirri byggð sem fyrir væri hvað snertir byggingarefni og húsagerð. Sagðist hún vilja ná fram fjölbreytni á reitnum. Byggðin á Bakkanum væri ynd- isleg og kannski ætti ekki að byggja öll hús eins og þau sem fyrir væru og apa þannig eftir því sem fyrir er. Hún sagðist vilja sjá fjölbreyti- leika sem væri staðnum til góðs. Það væri hægt að setja þarna nið- ur ný hús sem fengju að njóta sín og þyrftu að vera sjálfstæð en líka kurteis og tillitssöm í litum og efni við gömlu húsin. Byggðin þyrfti að verða metnaðarfull og tillitssöm en ekki eftirlíking. Gagnrýnendur í rýnihóp Íbúar á Eyrarbakka sem sóttu fundinn lýstu yfir ánægju með kynningarfundinn og flestir voru nokkuð sáttir við skipulagshug- myndina en fundu að útliti húsanna sem sýnd voru á reitnum og sagði einn fundarmanna þau líkjast um of húsum í Grafarholti. Slíkt ætti ekki erindi á Eyrar- bakka. Þar væri óregla í húsagerð sem bæri að halda sig við en láta nýtísku hönnun njóta sín í nýjum hverfum. Árni Valdimarsson sagði það eindreginn vilja eigenda Ísfold- arlóðarinnar að fullkomið íbúalýð- ræði réði skipulagi reitsins og að ekki yrði gengið frá skipulagi hans fyrr en allir væru sáttir. Til þess að leggja áherslu á orð sín skipaði hann á fundinum þrjá íbúa sem gagnrýndu tillöguna í rýni- hóp með eigendum og Valdísi arkitekt til þess að fara betur yfir hugmyndina sem fyrir lægi. „Þið eruð vinir er til vamms segið,“ sagði Árni og ítrekaði að næsti fundur yrði þegar hópurinn hefði rýnt í hugmyndirnar. „Við viljum hafa nógan tíma og ég hef gaman af þessu og hressist allur við þegar ég hef verið hérna,“ sagði Árni Hann ítrekaði síðan þakkir sínar til fundar- manna og sagði: „Við munum öll hrósa okkur af þessu í lokin.“ Skipulag á hrað- frystihússlóðinni á Eyrarbakka kynnt íbúum staðarins Áhersla á íbúðabyggð með smágerðu byggðamynstri Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rýnihópur íbúa Gísli Kristjánsson, Linda Ásdísardóttir og Magnús Karel Hannesson úr rýnihópnum, ásamt Árna Valdimarssyni. Í HNOTSKURN »Eyrarbakki var fyrr á árumeinn af helstu útgerðar- og verslunarstöðum landsins. Blómatími staðarins var frá miðri 19. öld og á fyrstu ára- tugum 20. aldar. Þá myndaðist þéttbýliskjarni umhverfis hús dönsku verslunarinnar og íbú- um fjölgaði ört. Flestir urðu þeir um 1920, tæplega 1000 manns. »Hátt í sex hundruð mannsbúa nú á Bakkanum. »Eyrarbakki var sjálfstættsveitarfélag í rúma öld en hefur verið hluti af Sveitarfé- laginu Árborg í tæpan áratug. Selfoss | Hátíðardag- skrá hófst í gær og heldur áfram í dag og á morgun í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því Selfoss varð sérstakt sveitarfélag. Sérstök af- mælisnefnd var skipuð af áhugafólki um til- efnið og býður hún upp á fjölbreytta dagskrá sem fjölmargir aðilar standa að. Dagskrá hátíðarinnar er birt á heima- síðu Árborgar www.arborg.is. Mikið er um að vera dag, sýningar af ýmsu tagi inn- an dyra og á götum úti. Í Listagjánni í Bæjar- og héraðsbókasafninu er til dæmis opin sýning á passamyndum Tómasar Jónssonar af Selfyssingum. Við Tryggva- skála verður til sýnis strengur úr gömlu Ölfusárbrúnni sem hrundi 1944 sem einn brúargerðarmanna hélt til haga. Skemmtikvöldið Selfosstónar er í kvöld með þátttöku söngvara og hljómsveita frá Selfossi. Söngvarar og hljómsveitir frá fyrri tíð stíga á svið á skemmtikvöldi í anda gömlu Selfossbíósáranna. Fram koma ma. söngvarar úr hljómsveit Óskars Guðmundssonar, Carol, Mánum, Halli Sig og Óli Bach í Limbó, Gunni í Skítamóral, auk þess munu söngvarar seinni tíma hljómsveita stíga á svið. Hljómsveitin Myst kemur fram, Ingó idol og Sigrún Vala, svo nokkur nöfn séu nefnd. Brúarsöngur verður á Pylsuvagnsplan- inu undir stjórn Árna Johnsen og flug- eldasýning í miðbænum. Selfossliðið í knattspyrnu er á heimleið að norðan og verður tekið á móti þeim í miðbænum. Brúarball verður svo á Hótel Selfossi með kántrýsveitinni Klaufum. Dagskráin heldur áfram á morgun, sunnudag. Meðal atriða er ganga á Ing- ólfsfjall. Söngur Karlakórs Selfoss á Hótel Selfossi kl. 15.30 markar lok afmælishátíð- arinnar. Selfosstónar á sextíu ára afmæli sveitarfélagsins Mikil hátíð er hald- in á Selfossi í dag. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Aðstaða Tónlistarskóla Reykjanesbæjar gjörbreytist með tilkomu Hljómahallarinnar við félagsheimilið Stapa sem áætlað er að komist í gagnið eftir tvö ár. Aðsókn hefur aukist mjög í tónlistarnám og ekki verið hægt að anna eftirspurninni. Þá mun hljómleikasalur í Stapanum efla menningarlíf á Suð- urnesjum almennt, að mati skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. „Ef vel tekst til við fram- kvæmdina verður þetta eitt glæsilegasta tónlistarskóla- hús landsins. Það verður líka notadrjúgt og gott fyr- ir nemendur og kennara,“ segir Haraldur Á. Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Bæjaryf- irvöld hafa ákveðið að byggja höfuðstöðvar og kennsluaðstöðu fyrir skólann í viðbyggingu við félagsheimilið Stapa og endurbæta um leið húsnæði Stapans til að það geti nýst sem stór hljómleikasalur fyrir skólann, stóra tón- leika og til ráðstefnuhalds. 200 á biðlista Liðlega 700 nemendur eru við Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, þar af 340 nemendur fyrsta og annars bekkjar grunnskólanna í for- skóla og 365 í hefðbundnu hljóðfæra- og söng- námi. Skólinn hefur fengið til afnota ágæta aðstöðu í öllum grunnskólunum fimm í sveit- arfélaginu. Þar stunda nemendur hljóð- færanám upp í sjöunda bekk sem hluta af samfelldum skóladegi. Elstu nemendur grunnskólans og fullorðnir nemendur tónlist- arskólans, alls um 200 manns, fá alla sína kennslu í óhentugu húsnæði sem Tónlist- arskóli Reykjanesbæjar erfði frá forverum sínum, tónlistarskólunum í Keflavík og Njarð- vík. Þangað sækja líka hljóðfæranemendur úr grunnskólunum hljómsveitastarf og tón- fræðagreinar þannig að 365 nemendur Tón- listarskólans sækja þangað nám að öllu leyti eða að hluta. Starfið hefur fyrir löngu sprengt húsnæðið utan af sér. Ásókn í tónlistarnám hefur aukist, meðal annars vegna fjölgunar íbúa. Nú eru um 200 manns á biðlista eftir að komast í nám, að sögn Haraldar. Hann segir að með nýju hús- næði verði hægt að taka við liðlega 600 nem- endum í hefðbundið hljóðfæra- og söngnám en tekur fram að það sé ekki eingöngu hús- næðisskortur sem hafi skapað biðlistana. Vantað hafi heimildir til að ráða fleiri kennara auk þess sem sífellt sé erfiðara að fá tónlist- arkennara til starfa. Umræða um byggingu nýrra höfuðstöðva tónlistarskólans hefur staðið lengi, að sögn Haraldar, og hann er ánægður með að nú skuli vera komið að framkvæmdum. Guð- mundur Jónsson arkitekt í Ósló var fenginn til að hanna húsið en hann hefur mikla reynslu af hönnun menningarhúsa, ekki síst á Norðurlöndunum. Sjálfur hefur Haraldur unnið að undirbúningnum sem verkefnisstjóri af hálfu Reykjanesbæjar og segir hann að það hafi verið skemmtilegt verkefni að takast á við. Hljómahöllin verður á tveimur hæðum. Hljómleikasalur sem tekur um 120 til 130 manns í sæti verður í miðju hússins og í hon- um verður góður flygill. Við hlið hans verður rúmgóður æfingasalur fyrir hljómsveitaæf- ingar. Þessir salir mynda saman skemmti- legan kjarna í húsinu. Á neðri hæðinni verða sérstakar samspilsstofur og stórar stofur fyr- ir hópkennslu. Einkakennslan fer meira fram á efri hæðinni þar sem verða margar og rúm- góðar kennslustofur. Þar verður nettengt hljóðsafn og fullkomið hljóðupptöku- og kennsluver sem tengt verður við salina og nokkrar kennslustofur. Hljómleikasalur í Stapa Poppminjasafn Íslands fær aðstöðu í Hljómahöllinni. Sýningaraðstaða verður á torgi í miðju hússins og í sérstökum sal auk þess sem hægt verður að sýna muni þess víð- ar um húsið. Jónatan Garðarsson hefur verið ráðinn til að vinna að undirbúningi fyrstu sýningar safnsins í nýju húsnæði. Í Hljóma- höllinni verður kaffihús og veitingastaður. Lagfæringar á Stapasalnum miða að því að gera hljómburð sem bestan, auk þess sem sviðið verður stækkað. Salurinn mun eftir breytingar taka um það bil 400 gesti í sæti á gólfi og svölum. Haraldur segir að þar verði hægt að halda sinfóníutónleika, stórir kórar geti haldið þar tónleika og hægt verði að setja upp söngleiki, auk annarra stórra tónlistar- viðburða. „Með nýjum menningarsölum í Duus-húsum og góðum flyglum þar hefur aukist mjög að tónlistarfólk hafi viljað koma hingað til að halda tónleika. Þegar Hljóma- höllin kemst í gagnið munum við geta boðið upp á enn meiri og fjölbreyttari aðstöðu til tónleikahalds,“ segir Haraldur. „Við trúum því að þetta muni hafa góð áhrif á menningar- líf í Reykjanesbæ og á Suðurnesjum öllum,“ bætir hann við. Hefur góð áhrif á menningarlífið Útlitsmynd/Guðmundur Jónsson arkitektastofa Hljómborð Útlit Hljómahallarinnar sem byggð verður við Stapa minnir á hljómborð píanós. Dökku plöturnar á útlitsmynd Guðmundar Jónssonar arkitekts eiga að tákna svörtu nóturnar. Á þær verður hægt að „spila“ með því að skipta litum og vekja athygli á atburðum í húsinu. Hljómahöllin verður eitt glæsilegasta tónlist- arskólahús landsins Haraldur Árni Haraldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.