Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 24
Skrifað upp á skómeðferð Sumar konur eru sannfærðar um aðþær þjáist af skósýki, reyndar á mis-háu stigi en margar eiga erfitt aðstandast freistinguna þegar þær sjá fegurðina birtast í skólíki. Haustin eru hátíð fyrir skósjúka, ekki síður þá sem bera fyrir sig að hrífast ekki síst að formfegurðinni og litunum, en hina sem þurfa beinlínis að stíga skrefið til fulls og finna fullnægjuna með því að ganga í skónum. Í vetur eru öfgar í báðar áttir áberandi, annars vegar flatbotna og dálítið karlmann- legir skór og hins vegar háir, þokkafullir hælar, sumir hverjir mjög þykkir og aðrir fylltir. Hinir flatbotna eru gjarnan með sylgj- um eða lágtóna skreytingum. Mynstur og grafík sækja þá í sig veðrið og það heitasta er lakkáferðin. Skótáin er að rúnast en opin tá er líka nokkuð áberandi, þá að hluta eða öllu leyti og minnir á afturhvarf til sjöunda ára- tugarins. Stígvélin eru alltaf sígild þegar kólna tek- ur í veðri, en í vetur eru þau fremur lágbotna en hitt og má auk þess greina áhrif frá hippa- tímabilinu, þar sem þykkir viðarhælar eru vinsælir. Stígvélin ná jafnt upp á kálfa sem hné. Ökklaskór í anda 18. aldarinnar eru ekki byltingarkenndir en halda engu að síður velli í vetur. Það er ekki til nein einföld meðferð við skósýki kvenna. Þær þurfa að horfa á skó, strjúka þeim, máta og stundum kaupa. Það er eina meðferðin sem hægt er að skrifa upp á – en hún virkar samt ekki sem lausn til lang- frama ... uhj@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Rúnuð Táin er rúnuð, 9.990 kr. Topshop. Mynstur Vínrautt og mynstrað, 10.500 kr. Bianco. Drottningarlegir Slaufan gerir útslagið, 11.600 kr. Bossanova. Gyllt Málmurinn skekur í vetur, 10.400 kr. Bianco. Tvílitt Áberandi þema, 14.995 kr. Kron. Frumlegir Skemmtilegir hælar, 6.400 kr. Bianco. Sylgjur Fallegar skreytingar, 11.995 kr. Kron. tíska 24 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Erlendur Hansen heyrði til EiríksStefánssonar á Útvarpi Sögu alla leið til Sauðárkróks: Eiríkur mun halda haus hefur græna fingur. Eins og fossinn fjötralaus fram af bergi syngur. Kristbjörg Steingrímsdóttir í Aðaldal sýður í potti rifsber, myntuhlaup og vísu: Soðið hef ég ribsber rauð og reyniber í potti vænum, myntuhlaup ég síðan sauð sem er ætlað Vinstri grænum. Á dögunum birtust vísur eftir Ingibjörgu Unni Sigmundsdóttir úr „villta vestrinu“ á Ísafirði. Bjargey Arnórsdóttir dóttir hennar býr fyrir sunnan og yrkir um villta vestrið þar: Á ísfirskum heiðum er ástandið villt menn æða eftir gæsum, en missa. Í borginni sérsveitin setur inn, tryllt sídrukkið lið sem vill pissa. Ingibjörg Unnur er mikil átthagakona og segir Bjargey dóttir hennar að móðir sín hafi þrjóskast við að flytja til höfuðborgarinnar. Og Bjargey yrkir til hennar: Yfirgefðu öll þín hross mín elskulega móðir. Ventu þínu kvæði í kross og komdu á suðurslóðir. Bjargey segist bíða eftir svari. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Enn af villta vestrinuefni en margt annað sem talað var um á bókmenntahátíðinni. x x x Víkverji vill vera bókaormur. Fátt jafnastá við það að sökkva sér niður í skemmtilega bók. Víkverja líður vel með bók milli handanna. Hann er hins vegar að verða æ handgengnari hljóðbókum; það er svo notalegt að halla sér bara aftur í hæg- indinu og láta góðan upplestur flæða um sig, að ekki sé nú talað um ljóðalestur. Og svo er upplagt að hlusta á hljóðbók í bíln- um. Það er bæði dægra- og ferðastytting. Alveg eins og Víkverji á sér uppáhalds- bækur prentaðar, þá er ein hljóðbók honum svo kær, að hann hlustar á hana með reglu- legu millibili. Þetta er lestur Gísla Halldórs- sonar á góða dátanum Svæk. Hvílíkt eyrnakonfekt! Þar fara saman skemmtileg bók og frábær upplestur. Víkverji er vegna þessa orðinn áhugamaður um hljóðbækur og vill gjarnan sjá hlut þeirra stærri á ís- lenzkum bókamarkaði en nú er. Víkverji getur ekki annað en glaðzt viðbókmenntahátíðina, sem staðið hefur í Reykjavík í vikunni. Þar rak hver for- vitnilegur höfundurinn annan og hver bókin annarri betri kom út í íslenzkri þýðingu. Víkverji hefur fátt eitt lesið af þessum bókakosti og hefur því svo sannarlega eitthvað að hlakka til. Hins vegar þótti honum mest til orða tveggja höfunda koma; þeirra Johns Maxwells Coetzees og Ayaan Hirsi Ali. Bæði eru þau flóttamenn; honum þótti Suður-Afríka vera sér ótrygg eftir að saga hans Vansæmd kom út og færði sig um set til Ástralíu. Hún er sómalskur flóttamaður, varð hollenzkur þingmaður, en fór til Bandaríkjanna, þegar henni var úthýst frá Hollandi. Þau orð sem þau Ayaan Hirsi Ali og John Maxwell Coetzee létu falla um hættuna af aðgerðarlausu um- burðarlyndi; hún gagnvart trúarmenningu og hann gagnvart ritskoðun, urðu Víkverja meira umhugsunar-       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hippalegir Sá sjöundi er móðins, 14.995 kr. Topshop. Lakk Ökklastígvél og lakk eru inni, 8.900 kr. Bossanova. Kvenlegt Sígildur glæsileiki, 9900 kr. GS skór. Framúrstefna Fjólublátt og flott, 10.990 kr. GS skór. Grátt Vinsæll litur í vetur, 8990 kr. Topshop.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.