Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.09.2007, Qupperneq 26
lifun 26 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ H úsið keyptum við af tengdaforeldrum mínum fyrir sex árum en byrjuðum ekki að breyta húsinu fyrr en fyrir um ári,“ segir Svava Bernhard Sigurjónsdóttir sem ásamt eig- inmanni sínum, Vilhjálmi Vilhjálms- syni, og fjórum börnum er búin að hreiðra um sig á æskuheimili hans eftir gagngerar endurbætur á allri byggingunni. „Í september í fyrra fluttum við í 75 fermetra íbúð í ná- grenninu þar sem við bjuggum allan síðastliðinn vetur. Svo fluttum við aftur inn í maí síðastliðnum.“ Húsið sjálft hefur ekki eingöngu gengið frá föður til sonar heldur urðu kynslóðaskipti einnig í tengslum við hönnun þess. „Tengda- pabbi fékk á sínum tíma Þorvald S. Þorvaldsson, fyrrverandi skipulags- stjóra í Reykjavík og borgararki- tekt, til að teikna húsið fyrir sig enda eru þeir gamlir vinir,“ held- ur Svava áfram. „Þegar við ákváðum að ráðast í þessar end- urbætur var niðurstaðan að fá son hans, Jón Þór Þorvaldsson, arki- tekt hjá Úti og inni, til að teikna fyrir okkur breytingar á húsinu utanverðu. Stærstu breyting- arnar voru hins vegar gerðar inn- anhúss og hönnunin á þeim var í höndum Rutar Káradóttur innanhússarkitekts sem reyndist okkur frábærlega.“ Eitt leiðir af öðru Þær breytingar eru heldur ekki smáar í sniðum því segja má að húsið hafi nánast verið endurnýj- að „út að götu“ eins og húsfreyjan orðar það. „Húsið var byggt 1969 svo það var kominn tími á að taka til hendinni að innanverðu. Hins vegar var vandað til þess í upphafi svo það lágu miklir möguleikar í því. Í grunninn breyttum við engu í skipulaginu heldur héldum stof- unni, eldhúsinu, herbergjunum, snyrtingum og öðrum rýmum þar sem þau voru. Hins vegar opn- uðum við mikið rýmið á efri hæð- inni, t.a.m. milli stofu, borðstofu og eldhúss og úr forstofu í að- alrýmið.“ Eldhúsið var sömuleiðis stækk- að inn í rými þar sem áður var þvottahús en handan þess var byggt nýtt sem viðbygging. Þá var sólskáli, sem byggður var við húsið fyrir um áratug, endurhann- aður og opnað inn í hann úr hús- inu svo hann nýtist nú sem auka- stofa á neðri hæð hússins. Geymslu- rými á neðri hæð var breytt og útbúið gufubað, fataklefi og fata- herbergi. Þá var snyrtingu, sem áð- ur var hugsuð sem einkasnyrting í hjónaherbergi á efri hæð, breytt þannig að gengið er inn í hana utan herbergisins og hún þjónar því öllum í húsinu í dag. „Svona framkvæmd, þar sem ver- ið er að endurnýja eða endurbyggja gamalt hús, hefur alltaf tilhneigingu til að stækka stöðugt því eitt leiðir af öðru,“ útskýrir Svava. „Til dæmis uppfylltu opnanlegu gluggarnir eng- ar nútíma öryggiskröfur því þeir opnuðust til hliðanna og alveg upp á gátt ef því var að skipta. Í byrjun stóð til að fá hespur á þá en þá kom í ljós að þær voru ófáanlegar svo nið- urstaðan var að skipta um öll opnan- leg fög í húsinu.“ Þá voru allar lagnir og rafmagn í húsinu endurnýjað, ofnar fjarlægðir og hiti settur í gólf. Lýsing og tækja- mál heimilisins voru endurhönnuð frá grunni, en til þess fengu þau hjón Helga Eiríksson lýsingarhönnuð, sem kenndur er við verslun sína Lu- mex. M.a. var komið fyrir ljósastýr- ingarkerfi í húsinu og á neðri hæð er fullkominn sjónvarps- og tölvubún- aður í miðrými sem virkar eins og eins konar upplýsingamiðstöð heim- ilisins. Þá var farin sú óvenjulega leið að fella hátalara inn í loft í stof- unni svo lítið sem ekkert ber á þeim í heildarmyndinni. Barnaherbergin svefnstaðir Gólfefni í húsinu eru gegnum- gangandi hvíttað eikarparket og ljósar flísar en á nokkrum útvöldum stöðum heldur parketviðurinn áfram þar sem gólfið endar og klæðir heilu veggina sem gefur mjög hlýlegan blæ. „Eiginlega má segja að við höf- um byggt allt út frá gólfefninu,“ seg- ir Svava hlæjandi. „Það tók okkur ekki meira en klukkutíma að velja gólfefnin og svo kom allt hitt í kjöl- Morgunblaðið/Frikki Sólstofan Gasarni var einnig komið fyrir í sólstofunni sem nýtist mun betur eftir að opnað var inn í hana úr húsinu. Í farvegi feðranna Uppáhaldsstaður Upphaf framkvæmdanna var þörfin fyrir að stækka eldhúsið til að koma stórri fjölskyldunni fyrir. Svava ásamt tveimur börnum sínum, þeim Sigurjóni Friðbirni Björnssyni og Þorbjörgu Bernhard Vilhjálmsdóttur. Kynslóð hefur tekið við af kynslóð í einbýlishúsi í Breiðholti. Þar hefur son- ur frumbyggjans hreiðr- að um sig ásamt fjöl- skyldu sinni eftir að sonur arkitektsins sem hannaði húsið í upphafi teiknaði viðbyggingu fyr- ir hina nýju íbúa. Berg- þóra Njála Guðmunds- dóttir sá hvernig virðing fyrir arfleifðinni leiddi til nýtískuheimilis með gamla sál.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.