Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 27
farið.“ Að öðru leyti er hvít há- glansáferð og dökkur viður gegnum- gangandi í innréttingum hússins. Það er þó fleira en hlýlegur viður sem gefur húsinu notalegan blæ. Í báð- um stofum hússins veita eldstæði yl og í ljós kemur að eldurinn í þeim er knú- inn með gasi. Í aðalstofunni á efri hæð hússins er arinstæðið eftir endilöngum veggnum sem skilur að stofu og borð- stofu og til að geta notið loganna báð- um megin hans var ákveðið að gera glugga í vegginn borðstofumegin. Að sögn Svövu hefur nýtingin á hús- inu breyst nokkuð, sérstaklega hjá börnunum. „Eins og gengur og gerist um hús frá þessum tíma eru barna- herbergin ekkert sérlega stór. Eftir að við breyttum koma krakkarnir miklu meira út úr herbergjunum sínum en áður og eru saman frammi í sjónvarps- og tölvurýminu. Hugmyndin hjá okkur var líka að hafa herbergin einföld með litlum innréttingum þannig að þau yrðu meira eins og svefnstaður í stað þess að hver og einn væri allan daginn í sínu horni. Það hefur heppnast mjög vel.“ Hún bætir því við að veggirnir milli barnaherbergjanna séu lausir og að undir þau hafi verið lögð gólfefni þannig að hægt verði síðar meir að stækka þau með því að opna á milli. Þegar Svava er spurð um uppáhalds- stað sinn í húsinu vefst henni tunga um tönn. „Mér finnst stofurnar uppi og í sólskálanum æðislegar en þó verð ég að viðurkenna að eldhúsið er eig- inlega í uppáhaldi, enda finnst mér mjög gaman að elda. Eldhúsið var líka í grunninn ástæðan fyrir því að við fórum út í þessar breytingar því við gátum aldrei setið öll saman þar inni, og því þurfti að breyta.“ Mátti ekki rífa út sálina Eins og gefur að skilja gengur ekki alveg átakalaust fyrir sig að endurnýja og nánast endurbyggja 300 fermetra einbýlishús enda segir Svava að á vissan hátt hefði verið einfaldara að byggja nýtt frá grunni. „Hins vegar var samstarfið við Rut Káradóttur frábært því við náðum mjög vel saman um allar ákvarðanir. Það skipti okkur líka miklu máli hvað hún bar mikla virðingu fyrir húsinu og nálgaðist það af miklum hlýleika. Það hefur fylgt fjölskyld- unni frá upphafi og við máttum ekki til þess hugsa að sálin yrði rifin úr því. Allt þetta ferli hefur verið mikil upplifun, ekki síst fyrir tengdafor- eldra mína að vera með og taka þátt í endurbyggingunni. Vissulega var erfitt að sjá þegar var verið að rífa húsið niður en ég held að allir séu hæstánægðir með útkomuna.“ Hún bætir því við að það hafi skipt höf- uðmáli að hafa góða byggingar- stjóra. „Almáttugur minn,“ segir hún með áherslu, „þeir Sævar og Ár- mann hjá Timburverki eru búnir að vera eins og aukaeiginmenn fyrir mig síðasta árið. Þetta hefði ekki tekist án þeirra.“ Þótt mikið verk sé að baki eru þau hjón þó ekki af baki dottin því næsta verkefni verður að byggja milli íbúð- arhússins og bílskúrsins og nýta hann á annan hátt en nú er gert. „Við ætlum að nota hann meira sem hluta af húsinu og m.a. hafa þar aðal- inngang fjölskyldunnar með tilheyr- andi útifatadóti og skófatnaði. Það verður gert næsta sumar. Okkur langar að drífa í að klára þetta svo eftir það snúist framkvæmdir hjá okkur um hefðbundið viðhald.“ ben@mbl.is Eldhúsið Rýmið var stækkað með því að opna inn í þvottahúsið sem var og þar er nú nóg pláss fyrir fjölskylduna. Síðan var nýtt þvottahús byggt hinum megin við klukkuvegginn. Parketveggur Gólfefnið klæðir veggi á nokkr- um stöðum, meðal annars á þessu baðherbergi sem er á efri hæð hússins. Einfalt Fáir hlutir en fallegir einkenna heimilið, enda segir Svava að hún sé ákaflega vandlát á það sem ratar inn í húsið eftir að það var tekið í gegn. Borðstofa Þar sem opið er milli borðstofunnar og eldhússins var ákveðið að láta sérsmíða borðstofuborð sem færi vel við eldhúsinnréttinguna. Samskonar ljósakrónur og lampar eru á fleiri stöðum í húsinu. Óhapp! Sólarferð Kassinn kl. 20:00 ÓHAPP! eftir Bjarna Jónsson Forsýningar þri. 18/9, mið. 19/9, frumsýning fös. 21/9. Kúlan kl. 13:30 og 15:00 GOTT KVÖLD eftir Áslaugu Jónsdóttur Frumsýning sun 23/9 kl. 13:30, 2. sýn. kl. 15, lau 29/9 kl. 13:30 og 15:00, sun. 30/9 kl. 13:30 og 15:00. Stóra sviðið kl. 20:00 HAMSKIPTIN eftir Franz Kafka Leikgerð Gísli Örn Garðarsson og David Farr. Frumsýning fim. 27/9, fös. 28/9, sun. 30/9. ÍVANOV Klassískur gamanleikur í leikstjórn Baltasars Kormáks GOTT KVÖLD Nýtt barnaleikrit með söngvum eftir Áslaugu Jónsdóttur ÁSTIN ER DISKÓ, LÍFIÐ ER PÖNK! Nýr söngleikur eftir Hallgrím Helgason BAÐSTOFAN Nýtt verk eftir Hugleik Dagsson VÍGAGUÐINN Glænýtt verk eftir Yasminu Reza SKILABOÐASKJÓÐAN Vinsæll ævintýrasöngleikur fyrir áhorfendur á öllum aldri Meira til á www.leikhusid.is Sala áskriftarkorta stendur yfir! OPIN KORT Þú velur þér sæti á fimm sýningar að eigin vali ÁSKRIFTARKORT Þú tryggir þér sæti á fimm sýningar á Stóra sviðinu ÞJÓÐLEIKHÚSKORTIÐ FORSKOT Þú færð sæti á fimm forsýningar á 5000 kr. Kortagestir sem greiða fyrir 20. september fá einnig frímiða á spennandi sýningu. Afgreiðsla miðasölu á Lindargötu 7 er opin frá kl. 12.30–18.00 mánudaga og þriðjudaga. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00. Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga. Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Á öllum sviðum lífsins Hvar verður þú í vetur? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 27

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.