Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 15.09.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 31 P IP A R • S ÍA • 7 1 4 6 5 Á ÞESSU ári eru liðin 60 ár frá því að Selfosshreppur varð sérstakt sveitarfélag samkvæmt lögum frá Al- þingi. Mikill styr hafði staðið um stofnun þessa sveitarfélags sem var stofnað úr hluta af þremur sveitarfélögum; Sandvíkur-, Hraungerðis- og Ölf- ushreppi. Tveir síðarnefndu hrepp- arnir voru mjög andsnúnir stofnun nýs sveitarfélags. Íbúabyggð var í ör- um vexti við Ölfusá, beggja vegna ár- innar og voru þarfir þess fólks því að mörgu leyti aðrar en í hinum dreifðu byggðum. Íbúar þessa byggðar- kjarna kölluðu því eftir stofnun sveit- arfélags sem gæti annast alla þá framkvæmda- og stjórnsýsluþætti sem þétting byggðar útheimti. Loks var leitað til Alþingis um lausn máls- ins, sem samþykkti lög um stofnun sérstaks sveitarfélags sem nefndist Selfosshreppur og tóku lögin gildi 1. janúar 1947. 26. janúar 1947 fóru fram fyrstu kosningar til hreppsnefndar í hinu nýja hreppsfélagi. Þar komu fram fjórir pólitískir framboðslistar. Sjö valinkunnir menn voru valdir til for- ustu í hreppnum og var Sigurður Óli Ólafsson einróma kjörinn fyrsti odd- viti Selfosshrepps og sýndi það að hann naut mikils trausts manna. Íbúar í hinu nýja sveitarfélagi bundu miklar vonir við stofnun þess. Það var því mikilvægt að vel tækist til við fyrstu skrefin sem stigin voru í mótun og vexti hins nýja sveitarfé- lags við ákvarðanatöku um stjórn- sýslu og framkvæmdaþætti í því þjónustuhlutverki sem sveitarfélög eru í gagnvart íbúunum. Við stofnun Selfosshrepps voru íbúarnir rúmlega 800 og fór ört fjölg- andi. Það þurfti því að huga að mörgu á fyrstu árum þessa nýja og vaxandi sveitarfélags. Mikið starf beið hinnar nýju hreppsnefndar og hvíldi meg- inþungi starfsins eðlilega á oddvit- anum Sigurði Óla. Huga varð að skipulagsmálum, gatna- og holræsa- málum, fræðslumálum, heilbrigð- ismálum og öllum grunnþáttum sem vaxandi byggðarlag þarf til að geta fullnægt nauðsynlegum og eðlilegum þörfum íbúa í ört stækkandi sveitar- félagi. Mikilvægt var að horfa til langrar framtíðar í skipulagsmálum. Sig- urður Óli gerði sér grein fyrir þessu og hafði forustu um mikil jarðakaup á fyrstu árum Selfosshrepps, sem tryggði hreppnum mikla stækk- unarmöguleika strax frá upphafi. Þetta var ómetanlegt fyrir vaxt- armöguleika hreppsins. Sigurður Óli var í hreppsnefnd Sel- fosshrepps í 15 ár og oddviti hrepps- ins fyrstu 11 árin. Íbúafjöldi á Sel- fossi tvöfaldaðist á þessum 11 árum. Sem oddviti Selfosshrepps varðaði Sigurður Óli veginn til velsældar á bernskuárum hreppsins, ásamt mörgum öðrum góðum mönnum sem völdust til forustu með honum. Á þessum grunni hefur byggð á Selfossi síðan stöðugt vaxið og dafnað, þar sem fólki finns gott að búa. Sigurður Óli setti mikinn svip á Selfoss í áratugi og verður hans minnst sem eins af brautryðjendum Selfosskaupstaðar. Auk forustu í sveitarstjórnarmálum rak hann verslun á Selfossi í nær fjóra áratugi við ójafna aðstöðu við kaupfélags- veldið. Nú keppast forustumenn allra flokka við að undirstrika mikilvægi frjálsrar verslunar þar sem sam- keppni er tryggð sem stuðlar að bættum kjörum fólks. Þessu hlut- verki gegndi Sigurður Óli með versl- unarrekstri sínum í harðri samkeppni um langt árabil. Það má því segja með réttu að Sigurður Óli hafi borið kyndil frjálsrar verslunar með versl- unarrekstri sínum á Selfossi. Sigurður Óli var prúðmenni í allri sinni göngu. Hann flutti mál sitt af festu og rökhyggju og hafði lag á að fá menn til fylgis við þau mörgu góðu mál sem hann beitti sér fyrir og vann að á lífsleiðinni. Hann naut mikils trausts og virðingar hvar sem hann lagði hönd að verki. Enda var honum trúað fyrir mörgum ábyrgðarmiklum störfum. Hann var kjörinn sýslu- nefndarmaður í 20 ár, formaður skólanefndar Laugarvatnsskóla í 16 ár. Hann átti lengi sæti í sóknarnefnd Laugardælakirkju, var formaður hennar og beitti sér í því starfi fyrir byggingu Selfosskirkju. Sigurður Óli var kjörinn Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn árin 1951 til 1967 og forseti efri deildar Alþingis í átta ár. Á 60 ára afmæli Selfosshrepps er gott að minnast Sigurðar Óla Ólafs- sonar, sem markaði svo farsæl og af- drifarík spor í þróunarsögu Selfoss- byggðar og íbúar hennar munu búa að og njóta um ókomna tíð. Selfoss 60 ára – Sigurður Óli Ólafsson fyrsti oddvitinn Magnús L. Sveinsson skrifar í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá stofnun Selfosshrepps » Á 60 ára afmæli Sel-fosshrepps er gott að minnast Sigurðar Óla Ólafssonar sem markaði svo farsæl og afdrifarík spor í þróunarsögu Sel- fossbyggðar. Sigurður Óli Ólafsson Höfundur er fyrrverandi formaður VR og forseti borgarstjórnar. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.