Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 33 MINNINGAR ✝ Þóranna Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 31. janúar 1949. Hún lést í Ólafsvík 7. september síðast- liðinn. Hún var dótt- ir hjónanna Guð- mundar Kristins Axelssonar og Dýr- finnu Valdimars- dóttur. Þóranna var elst af fimm systk- inum, bræður henn- ar eru Valdimar, d. 27.4. 2006, Stefán, d. 7.6. 1994, Axel og Hafsteinn. Fyrsti maður Þórönnu er Val- geir Ó. Guðmundsson, f. 7. nóv- ember 1947, sonur þeirra er Guð- mundur Jón, f. 20. september 1966. Annar maður henn- ar er Hörður Viðar Ingvarsson, f. 28. apríl 1949, börn þeirra eru Sigur- laug, f. 22. júlí 1972 og Hörður Þór, f. 21. september 1978. Sambýlismaður Þórönnu er Daníel Jónsson, f. 1. sept- ember 1943. Útför Þórönnu fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku mamma. Það er svo skrýtið að þú skulir vera farin, við vorum öll nýbúin að heimsækja ykkur til Ólafsvíkur. Bjarki Már sagði við mig: „Mamma, við verðum að heimsækja ömmu, við vitum ekkert hvenær hún fer frá okkur.“ Þó svo að þú værir enn svo ung var eins og hann hafi fundið á sér hvað ætti eftir að henda. Við átt- um yndislega stund með þér í litla „dúkkuhúsinu“, eins og við kölluðum húsið ykkar. Mér er nú hlátur í huga þegar ég hugsa til þess þegar ég og Guðrún Kristín sátum í tvo tíma við eldhúsborðið og reyndum að kenna þér á nýja gemsann þinn, en það endaði með því að við skrifuðum heila ritgerð fyrir þig á blað til að fara eftir, það var mikið hlegið. Þó svo að þú værir svona langt í burtu vorum við nú alltaf duglegar að hringja hvor í aðra. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og bið algóðan guð að geyma þig. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Ég þakka þau ár sem á átti Þá auðnu að hafa þig hér, Og þar er svo margs að minnast Svo margt sem um hug minn fer Þó þú sért horfinn úr heimi Ég hitti þig ekki um hríð, Þin minning er ljós sem lifir Og lýsir um ókomna tið (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir Sigurlaug Harðardóttir. Elsku mamma mín, þá er komið að þeirri stundu sem ég held að ég hafi kviðið mest. Ég var á leiðinni á ár- gangsmót með bekkjarsystkinum mínum þegar Sigurlaug hringdi í mig og bað mig um að tala við sig og sagði mér þetta. Mér varð svo brugð- ið að mér fannst heimurinn vera að hrynja. Ég held að það hafi verið annar hvor bræðra þinn sem fékk okkur öll til þess að fara að heim- sækja þig þetta sumarið því ég veit að það hefur ekki gerst áður að við höfum heimsótt þig öll sama sum- arið. Og ég gleymi því seint hvað þú varst ánægð þegar ég og Elva kom- um með stelpurnar um verslunar- mannahelgina til þín og þú hittir þær í fyrsta skipti. Og þó svo að við höf- um ekki stoppað lengi þá veit ég að stelpurnar sáu og fundu strax hversu hlý og yndisleg mamma þú varst því þær kölluðu þig strax ömmu Nönnu. Ég vildi líka óska þess að þú hefðir fengið að kynnast þeim betur því þær eru allar yndislegar og eins og þú sagðir þá er ekkert skrítið að ég hafi fallið fyrir þeim því þær eru svo fallegar og góðar. En nú ertu farin og það er ekkert sem ég get gert nema endurspegla þá hlýju og ást sem þú hefur gefið mér til þess að sýna hversu yndisleg þú varst. En nú ertu komin á góðan stað þar sem þú og Óskar Smári passið hvort annað. Kveðja, þinn sonur Hörður Þór. Elsku Nanna, það er svo skrítið að þú sért farin. Við hittum þig fyrst í sumar en þá höfðum við nokkrum sinnum talað saman í síma, við vor- um ekki búin að vera lengi hjá ykkur Danna þegar stelpurnar voru farnar að kalla þig ömmu Nönnu, það var svo gott að vera hjá ykkur og við sát- um og spjölluðum og hlógum og þið fylltuð borðið af kræsingum. Það var svo erfitt að kveðja ykkur því þú vildir ekki sleppa okkur strax og Hekla sagði við þig að þegar hún yrði 6 ára þá ætlaði hún að koma aft- ur að heimsækja ykkur í litla sæta húsið ykkar. Svo þegar stelpunum var sagt að þú værir farin til himna- ríkis, vissi Hekla nú alveg af hverju, hún sagði að þú værir svo góð að englarnir vildu hafa þig hjá sér, og Birta sagði, það var svo gott að knúsa hana. Nú kveðjum við þig, elsku amma Nanna okkar, með innilegri þökk fyrir að hafa fengið að kynnast þér, þú gafst okkur mikið á þessum stutta tíma. Sofðu vært og Guð geymi þig, þú sagðir þetta alltaf við Hödda og nú segir hann þetta alltaf við okkur þegar við förum að sofa. Elsku Danni og aðrir aðstandend- ur, megi drottinn gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímamótum, fallegu minningarnar um Nönnu okkar hjálpa okkur í sorginni. Elva Björk Einarsdóttir, Birta Líf og Hekla Sól. Elsku amma. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum.Við hefðum viljað vera lengur hjá þér þegar við heim- sóttum þig í sumar en okkur fannst yndislegt að vera hjá ykkur afa. Þið tókuð alltaf svo vel á móti okkur. Við munum alltaf hugsa til þín, elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín barnabörn Bjarki Már Vilhjálmsson, Guðrún Kristín Vilhjálmsdóttir. Margs er að minnast, margt er að þakka. Guð sé fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Höf. Vald. Briem) Í dag er kvödd hinstu kveðju frænka mín, Þóranna Guðmunds- dóttir. Mér var brugðið þegar mamma sagði mér frá láti hennar. Þær voru alltaf í góðu sambandi, og höfðu talað saman nokkrum dögum áður. Níu ár skilja okkur frænkur að, mikið þegar maður er lítill en ekkert þegar maður er stór. Nanna var uppáhaldsfrænkan, hún var þolin- móð við litla frænku. Dúkkurnar voru túberaðar og málaðar. Hún passaði litlu frænku. Við áttum líka sameiginlegt að eiga heila glás af bræðrum, Nanna fjóra og ég líka. Svo bættist í minn hóp ein systir og enn einn bróðirinn. Þetta var í þá gömlu góðu daga þegar fjölskyldur hittust á sunnudögum, og allir voru uppáklæddir. En alltaf standa jólin hjá afa og ömmu í Seljabrekku upp úr, það hús stóð þar sem Háaleit- isbraut og Ármúli mættast, þar stóð líka Seljaland þar sem Ella frænka og Sigurjón bjuggu. Sem sagt algjör sveit. Á jólunum hittust allir og borð- uðu saman hangiket og uppstúf að hætti ömmu. Flest börnin í fötum sem amma hafði saumað, strákarnir í svörtum buxum, hvítri skyrtu og vesti. Við Nanna höfðum meira val, fengum svolítið að ráða. Ég varð aðalbarnapían hennar Nönnu, þegar hún fluttist hingað í Mosfellssveitina. Fyrst passaði ég Gumma og síðan Sigurlaugu, þá pínulitla. Nanna var passasöm um börnin sín og alltaf gott að koma til hennar, allt var svo hreint og fínt. Seinna fluttist hún til Vestmanna- eyja, þar bjó hún nokkur ár, Hörður er fæddur þar. Þá minnkuðu sam- skiptin mikið. Eitt skiptið hringdi Nanna í mig, það var til að samgleðj- ast mér, þá átti ég von á yngsta barninu mínu. Ég var sett 30. janúar 1999, en það var afmælisdagur Nönnu, hún var upp með sér. En sonur minn fæddist 8 vikum fyrir tímann, fæddur 4. des. 1998, honum lá svo á í heiminn. Nanna bjó í Ólafsvík síðustu árin með sambýlismanni sínum, honum Danna, Danni reyndist henni mjög vel. Þegar Nanna fór á Reykjalund fyrir tæpum tveim árum komu þau til mín áður og áttu góða stund með mér. Borðuðu með okkur og sátu við spjall. Ég vil þakka Nönnu fyrir allar góðu minningarnar. Danna, börnum hennar, Gumma, Sigurlaugu og Herði, eftirlifandi bræðrum, Axel og Hafsteini, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Linda Björk Stefánsdóttir. Nokkur kveðjuorð til þín elsku Nanna. Mér hefur sjaldan brugðið eins og þegar Axel bróðir þinn hringdi og sagði mér andlát þitt. Það tók mig tíma að meðtaka það. Það var svo stutt síðan við töluðum sam- an í síma, þú varst jafn jákvæð og hress eins og alltaf, þrátt fyrir veik- indi þín gerðir þú góðlátlegt grín að sjálfri þér. Þú varst bara sex ára þegar ég tengdist fjölskyldu þinni, og síðan eru meir en 50 ár. Alltaf varstu dug- leg að hringja og spjalla, spyrja frétta af fjölskyldu minni. Eftir að fjölskylda þín flutti til Eyja minnkaði samgangur milli fjölskyldnanna. En eftir að þú fluttist til Ólafsvíkur kom- uð þið Danni oft við þegar þið áttuð leið hjá. Síðast þegar við töluðumst við nokkrum dögum fyrir andlát þitt sagðirðu mér að þú hefðir verið að hugsa um að koma við hjá mér þegar þú varst á leið heim eftir stutta sjúkrahúsdvöl, ég vildi óska að þú hefðir gert það. Ég þakka þér innilega fyrir sam- fylgdina í gegnum árin og ég votta Danna, börnum þínum og öllum af- komendum mína dýpstu samúð, með kveðju frá börnum mínum. Hulda Jakobsdóttir. Elsku Nanna mín. Ekki grunaði mig að ég ætti eftir að sitja hér og skrifa minningargrein um þig svona stuttu eftir að ég talaði við þig í sím- ann síðast. Það lá svo vel á þér, mikið hlegið og mikið gaman. Þú hringdir minnst tvisvar í mánuði aðallega til að fullvissa þig um það að við fjöl- skyldan hefðum það gott hér í Eyj- um og að ég væri nú örugglega að hugsa um þinn „lille bror“. Þér var svo umhugað um að fjölskyldan þín í Eyjum hefði það gott og að allir væru sáttir við allt og alla. Þessi umhyggja þín fyrir fjöl- skyldunni var eitt af þínum aðals- merkjum og eitt af því sem stendur upp úr þegar við hugsum til baka. Við erum svo þakklát fyrir það í dag að við skyldum hafa gefið okkur tíma til að koma við hjá þér í Ólafsvík þeg- ar við fjölskyldan fórum „hringinn“ í sumar. Það var ekki að spyrja að gestrisninni hjá þér. Þú tókst á móti okkur með nýbökuðum vöfflum og tilheyrandi og þó þú sjálf hafir kannski ekki verið ánægð með hvernig þær heppnuðust runnu þær engu að síður ljúflega niður í maga þreyttra ferðalanga. Í kvöldmatnum var svo boðið upp á saltkjöt og baun- ir og ís í eftirrétt þannig að við stóð- um algerlega á blístri þegar við kvöddum ykkur Danna um kvöldið. Eitt af því sem stendur mér per- sónulega ofarlega í minni, elsku Nanna mín, er þegar þú gerðir þér ferð hingað út í Eyjar þremur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag yngsta fjölskyldumeðlimsins, Hafþórs Elís. Tókst ekki annað í mál er þú fréttir að hin verðandi móðir þyrfti á hvíld að halda samkvæmt læknisráði síð- ustu vikur meðgöngunnar. Út í Eyj- ar komstu, fluttir inn til okkar og tókst að þér ásamt Haffa að sjá um heimilisstörfin og eldri drengina tvo, þá Andra Þór og Kristján Hauk, sem þá voru 8 og 6 ára. Hjálp þín var ómetanleg, ekki síst eftir að ég kom heim með litla drenginn, enda þegar kom að því að nefna hann kom ekki annað til greina en að þú yrðir guð- móðir hans og héldir á honum undir skírn. Eins og ég sagði áður var um- hyggja þín fyrir fjölskyldunni einn af þeim stóru kostum sem prýddu þig og þegar Axel trúði þér, stóru systur sinni, fyrir verðandi trúlofun hans og Gullu, var gleði þín ómæld. Svona varstu þátttakandi í lífi okkar allra þrátt fyrir að búa svona langt frá okkur. Okkur langar að lokum að þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okk- ur og fyrir að vera hluti af lífi okkar. Þín verður sárt saknað, ekki síst af honum Danna þínum sem nú á um svo sárt að binda að hafa misst elsku- lega sambýliskonu og sinn best vin. Oft ég hugsa auðmjúkt til þín, einkum þegar húmar að. Eins þótt fari óravegu átt þú mér í hjarta stað. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Anný, Hafsteinn, Axel, Andri Þór, Kristján Haukur og Hafþór Elí. Þóranna Guðmundsdóttir Elsku amma, takk fyrir allar góðu og hlýju stundirnar Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Kveðja, Aron Smári Harðarson, Danmörku. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur sonur minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, HJÖRTUR LÍNDAL GUÐNASON, Flétturima 24, Reykjavík, er látinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 21. september kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Hjartardóttir. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, LÍSBET FRIÐRIKSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. lést að morgni fimmtudagsins 13. september. Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 20. september kl. 13.30. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaugur Baldursson, Halla Sigurðardóttir, ömmu og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, ÁSGEIR ELÍASSON, Langholtsvegi 1, lést sunnudaginn 9. september. Útför hans fer fram frá Hallgrímskirkju mánudaginn 17. september kl. 13.00. Soffía Guðmundsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson, Eva Hrönn Jónsdóttir, Guðmundur Ægir Ásgeirsson, Tanja Ösp, Ísak Snær, Óðinn Breki, Ragnheiður Erlendsdóttir, Björn Haraldsson, Hólmfríður Björnsdóttir, Sævar Sveinsson, Linda Björnsdóttir, Magnús Bárðarson, Lára Björnsdóttir, Gunnar Sæmundsson, Eyrún Björnsdóttir, Stefán Gunnarsson. ✝ Elskulegur faðir okkar, bróðir og frændi, SIGURÐUR KONRÁÐ KRISTJÁNSSON, er látinn. Minningarathöfn um hinn látna fer fram í Fossvogskapellu mánudaginn 17. september kl. 15.00. Sara Sigurðsson, Troy Sigurðsson, Hermann Sigurðsson, Olga Miller, Sigvaldi Snær Kaldalóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.