Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 34

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 34
34 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Þegar ég kom heim sá ég númerið hennar Jóhönnu á símnúmerabirtinum og kaldur hrammur óttans greip um hjarta. Var hún vinkona mín farin? Úr vonleysi og vanmætti, sorg og ótta fæddist þó fljótt von. Ef til vill hafði hún bara fengið að fara heim og var að hringja til að spjalla. Slíkur er nú máttur vonarinnar. Virðingin fyr- ir lífinu getur af sér lífsþrá og von sem fléttast saman. Jóhanna þekkti vel þrána, vonina og ákallið um lengra líf, eftir að hafa barist við krabbamein um árabil og jafnvel á stundum haft betur. Þá baráttu háði hún af því æðruleysi sem einkenndi hana, en æðruleysi gagnvart verk- efnum lífsins og umburðarlyndi gagnvart mannfólki voru gildi sem krýndu hana sem manneskju. Þó að hún væri ákveðin, lægi ekki á skoð- unum sínum og talaði tæpitungu- laust. Eins og birtist í síðustu orðum vinkonu minnar til mín, er hún sagði að ég og frænka hennar værum eins og „gamlar kerlingar!“, þegar við Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Jóhanna Árnheiður Helga Jóhanns- dóttir fæddist í Reykjavík 15. maí 1957. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Sel- fossi að morgni 6. september síðastlið- ins og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 13. september. kvöddumst með kossi við sjúkrabeð hennar. Umburðarlyndi og traust til mannfólksins kom ekki síst í ljós þegar Jóhanna var yf- irfararstjóri hjá Úrval Útsýn. Það var bæði aðdáunarvert og lær- dómsríkt að fylgjast með því trausti sem hún bar til fararstjóra sinna sem oft á tíðum var ungt fólk, að feta sín fyrstu spor í farar- stjórastarfinu. Með þessu trausti lagði hún bæði grunn að góðri samvinnu og þjálfun góðra fararstjóraefna. Jóhanna átti gott með að tjá hugs- anir sínar og tilfinningar sem upp komu á þeirri göngu sem hún þurfti að takast á hendur. Bæði í ótta og von. Einnig í gleði. Ekki alls fyrir löngu sagði hún við mig að morgni dags, „Karítas, ég er svo hamingju- söm! Þrátt fyrir allt, vakna ég full hamingju á morgnana.“ Í annan tíma sagði hún, „hvernig sem allt fer, þá veit ég þó að ég hef lifað lífi mínu lif- andi, það er því miður meira en mörgum hlotnast.“ Þessi orð hennar og afstaða eru góð lexía og umhugs- unarverð, þó þau veiti ekki huggun á kveðjustundu sem kom of fljótt. Þeg- ar svo margt er ógert og drengurinn hennar enn svo ungur. Það virðist svo undur stutt síðan Jóhanna hóf gönguna með sjúkdóm sinn. En þó svo langt. Ég er þakklát Guði fyrir að hafa fengið að eiga hana að vini og fengið að slást í för með henni á þeirri göngu sem nú er að baki. Eftir situr endurskin góðra samtala, samverustunda og vináttu, en einnig söknuður og tómarúm. Við erum aldrei tilbúin til þess að kveðja. Til þess er lífið of dýrmætt. Hvert gengið spor of djúpt í heimi reynslu og minninga. Á kveðju- stundu finnst mér gott að horfa fram til endurfunda genginna ástvina. Minnast sigurs lífsins yfir dauðanum og fyrirheits Drottins um eilíft líf. Elsku Brahim og Helgi og ástvinir allir. Ég bið þess að Guð minn gefi ykkur öllum huggun og styrk. Guð helgi allar minningar um Jóhönnu. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir. Jóhanna kenndi mér að taka mín fyrstu skref í blaðamennsku. Líklega hefði ég ekki getað fengið betri leið- beinanda. Hún hafði þann eiginleika að geta gagnrýnt á uppbyggilegan hátt. Og enn þann dag í dag nota ég þau góðu ráð sem hún gaf mér. Þótt við áttum ekki eftir að starfa á sama fjölmiðli, nema þetta eina sumar, rákumst við alltaf hvor á aðra af og til. Nú síðast í vor. Ég rifjaði þá upp okkar fyrstu kynni og hve frá- bær hún hefði verið. Hvatningarorð hennar hefðu átt stóran þátt í því að ég ákvað að leggja fyrir mig blaða- mennsku. Hún hringdi í mig kvöldið eftir og sagði mér hvað henni hefði þótt vænt um að heyra þetta. Ég hefði verið hálf umkomulaus mína fyrstu daga sem blaðamaður og því hefði hún ákveðið að taka mig undir sinn verndarvæng. Og þannig var hún einmitt: Hlý, jákvæð og gefandi. Við áttum gott samtal þarna um kvöldið. Hún var bjartsýn þrátt fyrir erfið veikindi og sagði mér að hún hefði fundið ham- ingjuna hjá eiginmanni sínum og syni. Ég mun ávallt varðveita þessar góðu minningar um Jóhönnu. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Arna Schram. Hvað er lífið? Það er leiftur eldflugu að aftni. Það er andardráttur vísundar að vetri. Það er skugginn sem skýst eftir jörðinni og hverfur inn í sólarlagið. (Þýð.) Síðustu dagana sem Jóhanna lifði var sól. Sólin var búin að skína alveg stanslaust allt sumarið. Þegar leið að kveðjutíma fór að rigna. Himinninn byrjaði að hvolfa úr sér. Síðan hefur rignt og blásið, himinninn grátið og vindarnir blásið henni byr í bak í síð- ustu ferð hennar. Líf Jóhönnu var of stutt og hennar verður sárlega saknað. Jóhanna var kona sem bar með sér lífið og kraft- inn þar sem hún kom og þar sem hún var. Hún, sem persóna, var eins langt frá dauðanum og hægt er að vera allt til loka. Jóhönnu kynntist ég í Portúgal þegar hún starfaði þar sem farar- stjóri fyrir Úrval-Útsýn. Ég hafði heyrt margt um hana talað af sam- fararstjórum hennar, áður en ég hitti hana fyrst, og vildi gjarnan kynnast henni. Einn daginn sá ég hana skjót- ast yfir bílastæðið fyrir framan hótel í miðbænum, dökka á brún og brá, hnarreista og líflega, fallega og sjarmerandi. Og þegar ég hljóp á eft- ir henni og kynnti mig, þá kom bros- ið, smábil á milli tannanna, vottur af spékoppum. Þetta heillandi bros sem sást svo oft og glettnisglampinn í augunum. Jóhanna hafði húmor fyrir öllu og sá alltaf leið út úr hlutunum. Engin verkefni voru of erfið. Hún valdi að finna lausnir á öllum vanda. Hún tók hverju því sem mætti henni á lífsleiðinni sem verkefni sem hægt var að vinna til enda. Jóhanna kvart- aði eins og aðrir en þá breytti hún líka til, stóð ekki föst í skónum sem voru að meiða hana ef hún fékk við það ráðið. Hún var heilsteyptur per- sónuleiki og sjálfri sér samkvæm. Forvitin og áræðin. Jóhanna sagði mér það eitt sinn, að eftir að hafa lengi starfað sem blaðamaður ákvað hún að venda sínu kvæði í kross og leggja land undir fót. Hún pakkaði saman sínum föggum og fór í ferða- lag austur á bóginn. Þetta ferðalag leiddi hana eftir nokkrum krókastíg- um á fund ástvinar síns og sálufélaga Brahim. Einn sumardag fyrir níu ár- um hringdi hún í mig til Frakklands til að segja mér að þau Brahim hefðu eignast lítinn prins, hann Helga Id- der. Þetta ferðalag í austur átti líka eftir að leiða hana inn á nýjar braut- ir, því fljótlega var hún aftur farin að starfa sem fararstjóri af mikilli ástríðu og hæfni. Jóhanna kenndi mér og gaf mér margt. Hún hafði gagnrýninn og kvikan hug og rökræður við hana gátu aldrei verið öðruvísi en spenn- andi og gefandi. Við sátum löngum á rökstólum, skilgreindum og skoðuð- um, gerðum grín eða gagnrýndum. Lífið er tími og tíminn er hál skepna sem rennur manni hratt úr greipum. Krabbinn er kvikindi með mörg höfuð sem erfitt getur reynst að höggva öll af. Jóhanna barðist við kvikindið allt til síðustu stundar af reisn og bjartsýni sem henni var lag- ið. Ég votta fjölskyldu Jóhönnu, sér- staklega Brahim og Helga Idder, mína dýpstu samúð. Þórdís Erla Ágústsdóttir. ✝ Jón Laxdalfæddist á Gauts- stöðum á Svalbarðs- strönd 22. maí 1919. Hann lést á heimili sínu, Víðilundi 20 á Akureyri, hinn 3. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru. Grímur Lax- dal, f. í Garðsvík á Svalbarðsströnd 5.7. 1882, d. 3.11. 1977 og Sigurdís Bjarnadóttir, f. í Saurbæ á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra 20.2. 1884, d. 1.1. 1962. Syskini Jóns voru Helgi lögfræðingur í Reykjavík, f. 21.10. 1910, d. 1940, Sæunn hjúkr- unarkona, f. 8.5. 1912, d. 1933, Guðný húsfreyja á Syðri-Grund í Höfðahverfi, f. 6.7. 1914, d. 2000, Halldór kaupmaður í Reykjavík, f. 16.6. 1917, d. 1990, Óli Lúðvík kaupmaður í Reykjavík, f. 16.8 1922, d. 1993, og Eggert kaup- maður í Reykjavík, síðar í Noregi, f. 23.9. 1924, d. 1985. Eiginkona Jóns er Snjólaug Aradóttir, f. á Grýtubakka í Höfðahverfi 25. september 1929. Þau gengu í hjónaband 8. febrúar 1951. Foreldrar hennar voru Ari Bjarnason, f. á Svalbarði á Sval- barðsströnd 24.8. 1893, d. 11.3. 1965 og Sigríður Árnadóttir, f. á Gunnarsstöðum í Þistilfirði 18.9. 1896, d. 27.4. 1941. Börn Jóns og Snjólaugar eru: 1) Sæunn, f. 7. febrúar 1952. 2) Grímur, f. 13.12 1953, maki Halldóra Stefáns- dóttir, börn þeirra eru Guðný Ósk og Jón Stefán. Sonur Gríms og Margrétar Ingólfsdóttir er Ing- ólfur Már, maki Erna Guðmunds- dóttir. 3) Ari, f. 12.12. 1958, maki Sigurlaug Sigurð- ardóttir, dóttir þeirra er Auður Snjólaug. Börn Sigurlaugar eru Sigurður Baldur og Þóra Guðrún. 4) Helgi, f. 4.6 1960, maki Katrín H. Árnadóttir, börn þeirra eru Arnar Jökull og Arndís Halla. 5) Pálmi, f. 29.6. 1967, maki Sólveig Jónsdóttir. Börn Sól- veigar eru Erla, Jón Geir, Berg- sveinn Ingvar og Pétur Trausti. Foreldrar Jóns bjuggu á Gauts- stöðum á Svalbarðströnd til 1925. Síðan í eitt ár í Laufási og síðan á Svalbarðseyri. Fjölskyldan flytur síðan að Nesi í Höfðahverfi árið 1928 þar sem Jón ólst upp. Jón stundaði nám við bændaskólann á Hólum og útskrifast þaðan bú- fræðingur 1941. Jón og Snjólaug hófu búskap í Nesi 1951 og bjuggu þar þangað til þau fluttu í Birkilund 3 á Akur- eyri 1995. Þau fluttu síðan í þjón- ustuíbúð í Víðilundi 20 í apríl sl. þar sem Jón lést. Jón var virkur í félagsmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Grýtubakkahrepps um 20 ára skeið. Hann var um tíma formaður skólanefndar Grunnskólans í Grýtubakka- hreppi, og í stjórn Kaupfélags Svalbarðseyrar, þar af formaður í mörg ár. Jón verður jarðsunginn frá Laufáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. „Er búfræðingur, duglegur, vel gefinn … Þetta er mannlýsing á Jóni Laxdal þá 25 ára gömlum og er til- vitnun í gangnaforingjaskrá Páls G. Jónssonar frá Garði úr bók hans Flateyjardalsheiði. Glampi í augum, glettnislegt bros og hlýlegt handtak. Hreinn og beinn, ræðinn og hlýr. Þannig kom Jón Laxdal mér fyrir sjónir þegar ég hitti hann fyrst á heimili þeirra hjóna fyrir rétt rúmum áratug. Þau höfðu þá nýverið flutt til Akureyrar eftir 45 ára búskap í Nesi í Höfð- ahverfi. Síðar lærði ég að tilvitnun Páls stóð fyrir sínu. Búfræðingur var hann af lífi og sál, eljusamur og greindur vel. Það er góð lífsreynsla að kynnast jafn heilsteyptum manni og Jón var. Jón kunni að greina hismið frá kjarnanum, var laus við tildur og hálfkveðnar vísur. Hann hafði sterk- ar skoðanir á öllum málum og lá ekki á skoðunum sínum ef honum mislík- aði eitthvað. Stefnufastur og kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur. Hann hafði mikla frásagnarhæfi- leika og var með ríka kímnigáfu. Stutt ökuferð gat verið honum efni í margar frásagnir. Í heimsóknum okkar norður til þeirra hjóna naut maður þess að hlusta á hann segja sögur og ræða málefni líðandi stund- ar. Það voru gefandi stundir. Hann var vel að sér í öllum málum innan sveitar sem utan og var ekki að heyra að hann væri hættur búskap og sestur í helgan stein. Hann hafði mikinn áhuga á málefnum sam- félagsins og var víðlesinn. Búskapur og landbúnaðarmál áttu þó hug hans og hjarta og fylgdist hann vel með framförum og tækninýjungum í þeim málum fram á síðasta dag. Sagt er að landslag móti persónu- leika fólks. Búsetan í Nesi hefur án efa haft mikil áhrif á persónuleika Jóns þar sem fáir staðir á landinu geta státað af jafn fjölbreyttri og fal- legri náttúru. Fjörðurinn, fjaran, fjöllin, móinn sem og fuglarnir, fisk- arnir, búsmalinn og annað dýralíf, allt við bæjardyrnar. Í þessu um- hverfi var Jón sannkallað barn nátt- úrunnar. Hann var mjög næmur og vissi oft meira en aðrir áður en hlut- irnir komu í loftið. Mér er það minn- isstætt þegar Helgi hringdi norður til að tilkynna um fæðingu dóttur okkar að mamma hans sagði eitthvað á þessa leið „já, hann Jón sagði að nú hlyti hann Helgi að fara að hringja, barnið væri örugglega komið í heim- inn“. Hann hafði fengið fregnir af því þá þegar frá öðrum stöðum. Hjónaband þeirra hjóna var ein- stakt. Gagnkvæm virðing og vænt- umþykja duldist engum. Jón átti farsæl ævilok. Að undan- skildum síðustu mánuðum var hugs- un hans skýr og almenn heilsa góð. Hann naut þess að synda og ganga reglulega, spilaði vist og las. Hann sofnaði svefninum langa á koddanum sínum, hafði skilað fallegu og ríku ævistarfi. Síðustu vikur fyrir andlát- ið var hann meðvitaður um að stund- in væri að nálgast, hann hafði fengið kall. Snjólaugu og ástvinum öllum sendi ég samúðarkveðjur. Katrín H. Árnadóttir. Jón Laxdal Kvaddur var mánu- daginn 3. september hinstu kveðju heiðurs- maðurinn Stefán Torfason Hjaltalín. Leiðir okkar lágu saman fyrir næst- um þremur áratugum er ég kynntist barnabarni hans, síðar eiginmanni mínum og nafna hans. Var mér strax vel tekið af bæði Stefáni og konu hans Ingveldi sem þá bjuggu á Klapparstíg í Reykjavík. Voru þau Stefán og Inga góð heim að sækja, skemmtileg, samhent og létu sér annt um sína afkomendur og fjöl- skyldur þeirra. Var sjaldnast farið í ferðalög nema þau væru með í för og ferðaðist fjölskyldan saman bæði inn- anlands og utan og hafa góðar stund- ir og minningar orðið til úr þeim ferð- um. Einnig voru Stefán og Inga dugleg að fara í sólina og ferðast meðan heilsa Ingu leyfði, og höfðu þau ánægju af þeim ferðum á árum áður. Jólaboðin koma líka upp í hugann sem voru haldin hjá þeim á Klapp- arstígnum, þau voru alltaf annan í jólum og kom þá fjölskyldan saman og borðaði hjá þeim. Í minningunni var það hangikjöt, svið og annað góð- gæti sem borið var fram handa öllum skaranum sem fór ört stækkandi. Íbúðin hjá þeim var ekki stór, en þau létu sig ekki muna um það og voru þetta ánægjulegar stundir sem fjöl- skyldan átti saman og borðað, spjall- að og jafnvel tekið í spil líka. Stefán T. Hjaltalín ✝ Stefán T. Hjal-talín fæddist á Selvöllum í Helga- fellssveit 1. ágúst 1916. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 24. ágúst síð- astliðinn. Stefán var jarð- sunginn frá Víði- staðakirkju mánu- daginn 3. sept. sl. Þegar ég lít til baka yfir liðin ár finnst mér það að hafa kynnst Stefáni og konu hans Ingveldi mikil forrétt- indi og er mér þakk- læti til þeirra hjóna efst í huga þegar ég hugsa um þau, einnig hafa börnin mín fengið að eiga langafa og langömmu fram að og yfir tvítugsaldurinn og er það alls ekki sjálf- sagt og ber að þakka fyrir það. Síðustu árin átti Stefán heimili á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Kona hans Ingveldur lést árið 2000. Stefán eignaðist góða vinkonu á Hrafnistu, Gerðu Hammer, og áttu þau síðustu árin hans saman þar. Líkamlegri heilsu Stefáns fór að hraka verulega síðustu tvö til þrjú ár- in og reyndist Gerða honum mjög vel, en alla tíð var hann með og fylgdist með sínu fólki og lífinu í kringum sig, en aldurinn var orðinn hár og líkam- inn lúinn og komið að kveðjustund. Vil ég þakka honum samfylgdina og veit að vel hefur verið tekið á móti honum þar sem ferðinni okkar allra er heitið við lok lífs okkar á jörðinni. Ó, blessuð stund, er burtu þokan líður, sem blindar þessi dauðleg augu vor, en æðri dagur, dýrðarskær og blíður, með Drottins ljósi skín á öll vor spor. Ó, blessuð stund, er burt er syndin illa og brotinn liggur dauðans grimmi hjör og Drottins sali frjálsir andar fylla með frið og sælu, kraft og eilíft fjör. (M. Joch.) Ingibjörgu, Siggu, Sigga, Gerðu og fjölskyldum þeirra sendum við sam- úðarkveðjur. Einnig systkinum hans og fjölskyldum þeirra. Margrét Björgvinsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Undirskrift| Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.