Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 44

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 44
44 LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Lífið á landnámsöld Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MUU! MUU! MUU! MUU! MUU! MUU! ÞÚ ÁTT AÐ SEGJA MJÁ! ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÉG GÆTI FENGIÐ HANN TIL AÐ SEGJAÞAÐ ÉG HEF HUGSAÐ MIKIÐ UM ÞIG, KALLI... EN EITT ER ALVEG VÍST... ÉG YRÐI FRÁBÆR FORSETAFRÚ! ÉG ER EKKI VISS HVORT ÞÚ YRÐIR GÓÐUR EÐA SLÆMUR FORSETI ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ ÞÚ HAFIR EKKI STURTAÐ GLÓSUNUM MÍNUM NIÐUR! FYRST ÞÆR ERU SVONA MIKILVÆGAR ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ GANGA AÐ KRÖFUM OKKAR KRÖFUM?!? ÉG GENG EKKI AÐ NEINUM KRÖFUM! OPNAÐU DYRNAR!! MIÐAÐ VIÐ ÞAÐ HVAÐ HÚN ER KOMIN LANGT Í SKÓLA ÞÁ ÆTTI HÚN AÐ VERA TÖLUVERT SKARPARI ELDFLAUGA- RÁSIN ER TILBÚIN BESTA LEIÐIN TIL AÐ LIFA AF Á EYÐIEYJU ER AÐ SJÁ TIL ÞESS AÐ MAÐUR HAFI ALLTAF EITTHVAÐ AÐ GERA HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ ÞVÍ? VIÐ GERUM ÞAÐ SAMA OG HELGA GERIR ALLTAF... VIÐ ENDUR- RÖÐUM ÖLLUM HÚSGÖGNUNUM Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR SVOLÍTIÐ FRÁBÆRT! GRÍMUR HEFUR EKKI BITIÐ NÉ GELT Á BRÉFBERA Í ÞRJÁ DAGA! ÉG ÆTLA AÐ FARA ÚT AÐ GANGA MEÐ HANN Í GARÐINUM Á EFTIR... MMM MMFFM MM... HÆ, ÞETTA ER ADDA ÉG VILDI BARA SEGJA „HÆ“ MÁ ÉG EKKI HEILSA UPP Á MANNINN MINN VIÐ OG VIÐ? HEFUR ÞÚ MEIRI TÍMA SEINNA Í DAG? HÆ ADDA... HVAÐ VARSTU AÐ SPÁ? ÉG ER FREKAR UPPTEKINN EINS OG STENDUR MÉR FINNST ÞÚ HRINGJA MIKLU OFTAR Í MIG Í VINNUNA EFTIR AÐ ÞÚ BYRJAÐIR AÐ VINNA HEIMA ÞETTA ER Í FJÓRÐA SKIPTIÐ Í MORGUN! ANSANS! GRÍMAN MÍN FAUK Í BURTU ÞAÐ MÁ ENGINN FINNA HANA Æ, NEI! VÁ... ÞETTA ER FRÁBÆRT! HVER ÆTLI EIGI HANA ! dagbók|velvakandi Íslendingar fái aðstoð til jafns við útlendinga VEGNA sjónvarpsfréttar 10. sept- ember sl. um einstæða fjögurra barna móður, en tvö barnanna eru lasin, langar mig að kasta fram eft- irfarandi hugleiðingu. Vegna las- leika barnanna hefur móðirin ekki getað farið út á almennan vinnu- markað svo hún lætur sér nægja það sem hún fær frá Trygg- ingastofnun ríkisins. Hún leigir húsnæði hjá félagsþjónustunni í Hafnarfirði og hefur ekki getað greitt húsaleigu. Nú finnst mér að ráðamenn eigi að aðstoða hana á sama hátt og þeir aðstoða útlend- inga sem flytja hingað til lands. Þá virðist vera til nóg af peningum, en þegar Íslendingar eiga í hlut virð- ist ekki vera neitt til. Ein sár út í stjórnmálamenn. Tómatar sem spilla umhverfinu! MÉR finnst það til skammar að ís- lenska grænmetinu skuli vera pakkað í plássfrekar plastumbúðir. Það væri gaman (eða sorglegt) ef einhver tæki að sér að reikna út hversu stór ruslahaugur hefur myndast af tómataumbúðunum einum í sumar! Mig langar hér með að skora á grænmetisbændur að hætta að pakka þessu svona rosalega inn og leyfa okkur neytendum að velja sjálf safaríka tómata í poka. Jónína. Okur á leigumarkaði OKRIÐ á húsaleigumarkaðnum í dag er yfirþyrmandi. Ég var að hjálpa vinafólki að leita að íbúð á höfuðborgarsvæðinu. Ég tek hér sem dæmi um 50 fm kjallaraíbúð sem var til leigu í Fossvogi. Mán- aðarleiga átti að vera 130 þúsund krónur og þrír mánuðir fyrirfram í tryggingu. Eitt þokkalega stórt herbergi er leigt í dag á um 60 þúsund krónur. En það eru ekki allir undir sömu sökina seldir því til er sanngjarnt fólk. Svona okur er hins vegar orðið allt of algengt. Ég spyr hvort ekki sé tímabært að sett verði þak á þetta. Ég vil gjarnan beina því til Verðlagseft- irlitsins og Neytendasamtakanna að gera eitthvað í málinu, því það vantar greinilega mikið húsnæði á leigumarkaðinn. Óli Þór. Enn er sótt að öryrkjum EINA ferðina enn á að fara að skerða greiðslur til öryrkja. Það er ekki fallegt af stjórn landsins rífa peninga af þeim sem minna mega sín, svo sem hjartasjúklingum. Eini stjórnmálamaðurinn sem ég treysti er Jón Bjarnason og Vinstri grænir. Ég bind vonir við að Jón hlutist til um að rétta hlut öryrkja og eldri borgara. Björn Jónsson, myndlistarkennari. Áfengi verði aldrei selt í matvöruverslunum NÚ líður senn að því að Alþingi komi saman. Það veður fróðlegt að sjá hve margir af nýju þingmönn- unum ætla að hafa það á stefnu- skrá sinni að mæla með því að áfengi verði selt í matvöruversl- unum. Þeir voru tólf í fyrra og nýi heilbrigðisráðherrann einn af þeim og fremstur í flokki. Ef þetta verð- ur keyrt í gegn held ég að kominn sé tími til að segja sig úr þjóðfélag- inu. Þorbjörg. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EKKI er alltaf tekið út með sældinni að spila golf á Íslandi. Líklega eru það ekki nema allra hörðustu áhugamenn sem nenna að spila í roki og rigningu eins og nú herjar á landsmenn. Eitthvað var nú veðrið skárra um daginn þegar ljósmyndari gekk fram á þennan golfara skammt frá Korpúlfs- stöðum þar sem hann leitaði að golfkúlu í háu grasinu. Kannski er hann enn að leita. Morgunblaðið/G.Rúnar Bjargvætturinn í grasinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.