Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 46
Í flutningi Rúna er lagið svo yndislega „corny“ að það fer í hring og verður skemmtilega töff og heillandi … 54 » reykjavíkreykjavík Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is TÓNLISTARMAÐURINN Svavar Knútur Kristinsson er nýkominn heim úr mánaðar tónleikareisu um austurhluta Ástralíu. Svav- ar er kannski best þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Hrauns en einnig hefur hann troðið upp sem trúbador hér á landi. „Í fyrra kynntist ég Ástralanum Pete Uhlenbruch en hann var að ferðast um Evrópu og kom m.a. til Íslands þar sem hann hafði bókað eina tónleika. Ég hjálpaði honum að bóka fleiri tónleika og bauð honum gist- ingu. Seinasta haust kom hann svo aftur til landsins ásamt þýskum trúbador og við fór- um þrír í smá tónleikaferð um landið,“ segir Svavar sem var að endurgjalda heimsókn Petes með því að fara til Ástralíu. „Þetta var þriggja trúbadora ferðalag því Tom Wood- ward slóst í för með mér og Pete. Við spilum allir mjög ólíka tónlist og segjum ólíkar sög- ur en náum samt vel saman. Við kölluðum túrinn Misery and Redemptions tour eftir heimabrenndu plötunni minni sem ég seldi á ferðalaginu.“ Þeir félagar spiluðu á fjórtán tónleikum á þremur vikum og segir Svavar viðtökurnar hafa verið ótrúlegar. „Við spiluðum mest- megnis á kaffihúsum, litlum tónleikastöðum og nokkrum pöbbum. Ástralar kunnu afskap- lega vel að meta sögustundirnar hjá okkur.“ Hitti Brian Ritchie Lítil Toyota-bifreið bar þá þrjá um Ástr- alíu ásamt tónleikagræjum og ekki var verið að spreða í hótel því þeir gistu yfirleitt hjá vinum og kunningjum sem þeir jafnvel eign- uðust á staðnum. „Mig hefur alltaf langað til að fara til Tas- maníu og fór ég þangað einn í nokkra daga og spilaði m.a. á stað sem er með lifandi tón- list öll kvöld, alla daga ársins. Tasmanía finnst mér æðislegur staður og þangað stefni ég aftur,“ segir Svavar augljóslega ánægður með ferðina. „Ég lenti í einu skemmtilegu at- viki, þegar ég kynntist bassaleikara Violent Femmes, Brian Ritchie og Varuni konu hans. Reyndar kynntumst við Ritchie fyrst á My- space áður en ég fór, þá sagðist hann vera shakuhachi-leikari, sem er japönsk flauta. Hann sagðist líka hafa komið til Íslands og spilað hér og ég tengdi ekkert hver hann væri. Við mæltum okkur mót í Hobart í Ástralíu og hann bauðst til að sýna mér stað- inn og það er ekki fyrr en við höfðum spjallað saman í smá tíma að ég fattaði hver hann var. Svo spilaði hann undir hjá mér í tveimur lögum á tónleikunum í Hobart á shakuhachi- flautuna,“ segir Svavar og bætir við að hann sé dálítið upp með sér að hafa spilað með æskugoðinu. Taka upp í frystihúsi Samstarf Svavars, Toms og Pete varð til þess að þeir ákváðu að stofna alþjóðlegt trúbadoranet í gegnum netið. „Þetta er svo- lítið eins og skiptinemaprógramm. Ef maður vill fara til einhvers lands að spila hjálpar trúbador þar manni að bóka tónleika, finna gistingu og redda fjölmiðlaviðtölum. Það eru tæplega tuttugu trúbadorar inni í þessu núna og þegar það er komið almennilega á lagg- irnar ætti það að auðvelda trúbadorum að ferðast um heiminn með litlum tilkostnaði.“ Svavar er byrjaður að leggja grunninn að heimsókn Pete og Toms hingað til lands næsta sumar en þá ætla þeir félagar að ferðast hringinn í kringum landið með tón- leika. Margt fleira er framundan hjá Svavari m.a. leikur hljómsveit hans Hraun á Air- waves í október og fer að því loknu til Seyðis- fjarðar þar sem stefnan er að taka upp nýja plötu í gömlu frystihúsi. „Sú plata er rökrétt framhald af þeirri fyrstu og á að koma út næsta vor.“ Söngvaskáld á kengúruslóðum Ástralía Svavar Knútur á ferðalagi sínu; að leika á strætóstoppistöð, með gítarinn á tónleikum, með Brian Ritchie og auðvitað á ströndinni með Pete vini sínum. www.myspace.com/mrknutur www.myspace.com/theinternational- troubadourconspiracy sér fjórar breiðskífur og tvær EP- plötur. Finntroll spilar á Grand Rokk í kvöld og um upphitun sjá Sólstafir, Drep og Trassar. Húsið verður opn- að 21:30 og tónleikarnir hefjast um kl. 22:30, aldurstakmark er 20 ár og miðaverð 1.500 kr. Á morgun leika þeir á Gauki á Stöng, húsið opnað kl. 18 og tónleikarnir hefjast kl.18:30. Um upphitun sjá Severed Crotch, Ask the Slave og Dust Cap. Ekkert aldurstakmark er á þessa tónleika og miðaverð er 1.500 kr. Forsala aðgöngumiða er í Geisla- diskabúð Valda á Vitastíg, Grand Rokk og Hljóðhúsinu á Selfossi. FINNSKU tröllin í hljómsveitinni Finntroll spila í Reykjavík á tvenn- um tónleikum í kvöld og á morgun. Sveitin er á mikilli uppleið í metal- heiminum og skaut mörgum eldri og reyndari sveitum ref fyrir rass þegar hún spilaði á Wacken Open Air-tónlistarhátíðinni í Þýskalandi 2005. Eitt af sérkennum Finntroll er að hún syngur á sænsku en tónlist- arstíllinn er þjóðlagaskotið mel- ódískt þungarokk í þyngri kant- inum og sækir sveitin mikið í hinn finnska þjóðlega „humppa“-tón- listarstíl. Sveitin, sem var stofnuð fyrir 10 árum, 1997, hefur sent frá Finntroll með tvenna tónleika Morgunblaðið/Árni Sæberg Sólstafir Hita upp fyrir Finnana. Rokkarar Meðlimir Finntroll eru svolítið tröllslegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.