Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 56

Morgunblaðið - 15.09.2007, Page 56
LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 258. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» HB Grandi um kyrrt  Stjórn HB Granda hefur horfið frá áformum um byggingu fisk- iðjuvers á Akranesi. Bæjarstjórinn þar á bæ harmar ákvörðun stjórn- arinnar og segir hana hafa komið sér að óvörum. »4 Blikur á lofti vestanhafs  Nýjar smásölutölur sem eru undir væntingum hafa ýtt á ótta banda- rískra fjárfesta. Vaxtaákvörð- unarfundur Seðlabankans þar í landi fer fram í næstu viku og ljóst er að atburðir liðinnar viku hafa aukið þrýsting á að bankinn lækki stýri- vexti. »14 Drukknuðu í hrönnum  Rúmlega 100 kindur drukknuðu þegar verið var að reka fé yfir Kálfá í gærmorgun. Mikið var í ánni og ærnar sem ekki komust upp á bakk- ann tróðust fljótt undir. »Forsíða SKOÐANIR» Staksteinar: Serbía og Kosovo Forystugreinar: Mengaður jarðvegur | Hæstiréttur og kynferðisbrot UMRÆÐAN» Nýjar víddir Bréf til kölska Þunglyndi og lífsgæðaskerðing Fánaberinn í Skaftafelli fertugur Á meðal vor geisar stríð Við viljum trúa í blindni Syngja og dansa Fjör í sunnudagaskólanum LESBÓK | BÖRN »   0 0 01 10 011 0 0 2 "'3 + & ' 4    . "+   01  0 0 0 1 011   0 )5$.   0  0 0 0 1 01 01  67889:; <=:8;>4?@>6 59>96967889:; 6A>55:B>9 >7:55:B>9 C>55:B>9 /;>D:9>5; E9?9>5<E=> 6: =/:9 4=>4;/&;<989 Heitast 10°C | Kaldast 1°C  Austan og norð- austan 10-18 m/s. Hvassast syðst. Rign- ing fyrir sunnan. Þurrt að kalla fyrir norðan. » 10 Árni Matthíasson fjallar um ummæli Páls Baldvins Bald- vinssonar í nýjum ís- lenskum bók- menntaþætti. »47 AF LISTUM» Kiljur í Sjónvarpinu KVIKMYND» Tékkneskur leikstjóri á kvikmyndahátíð. »51 Útvarpsþátturinn Orð skulu standa hefst á ný í dag og nú á að botna fyrri- part um símakunn- áttu Júdasar. » 53 ÚTVARP» Orð skulu standa á ný TÓNLIST» Finnsku tröllin komin til byggða. »46 TÓNLIST» Budam fær fimm stjörn- ur fyrir nýja plötu. »50 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Um hundrað kindur drukknuðu 2. Varað við nöktum börnum 3. Demi Moore … of falleg … 4. Fær að halda ofgreiddum launum KYNNINGARBLAÐ LEIKHÚSANNA FYLGIR MORGUNBLAÐINU Í DAG. Eftir Andra Karl andri@mbl.is „VIÐ FENGUM tilkynningu um að fundist hefðu manna- bein hérna undir gólfinu í kirkjunni. Þegar við höfðum hreinsað upp kom í ljós að um nokkra einstaklinga var að ræða, að minnsta kosti þrjá og örugglega fleiri,“ segir Agnes Stefánsdóttir, deildarstjóri hjá Fornleifavernd rík- isins, um fund iðnaðarmanna í Útskálakirkju í Garði á fimmtudag. Fyrst var talið að um fjöldagröf frá seinni hluta sautjándu aldar væri að ræða, en vitað er af slíkri í kirkju- garðinum sem umlykur Útskálakirkju. „Það fórust tíu bátar hér fyrir utan í mannskaðaveðri og 89 menn rak að landi á tveimur dögum. Þeim var komið fyrir í fjöldagröf í garðinum en staðsetning hennar er ókunn. Við komumst líklega ekki að henni nema grafa upp allan garðinn.“ Framkvæmdir standa yfir í kirkjunni og felast m.a. í endurnýjun gólfefna. Því þurfti að fjarlægja gólfið og fundust beinin þegar verið var að færa altaristöfluna til, innst í kirkjuhúsinu. Beinin, sem eru allmörg, lágu í lausri mold, og nánast á yfirborðinu. Bæði fundust bein barna og fullorðinna manna, m.a. afar heillegt kjálkabein úr ungu barni. Telja má víst að frágangur þeirra sé til kominn vegna stækkunar kirkjunar árið 1895. Þá hafi verið grafið fyrir undirstoðum og greinilega komið niður á grafir. „Svo virðist sem tínd hafi verið saman stærri bein, s.s. lærleggir og hauskúpur, en minni beinin orðið útundan og dreifst hérna undir gólfinu,“ segir Agnes og bætir við að einnig móti á sama svæði fyrir tveimur gröfum en ákveðið var að láta þær eiga sig. Beinin verða rannsökuð frekar á næstunni og segist Agnes að svo komnu máli ekki geta sagt til um aldur þeirra og alls óvíst hvort það komi yfirleitt í ljós. Út- skálakirkja var byggð í kringum árið 1860 en önnur kirkja stóð þar áður. Mannabein undir gólfinu Morgunblaðið/Ómar Kjálkabein Agnes heldur á kjálkabeini úr ungu barni sem fannst undir gólfi Útskálakirkju í Garði. Mannabein fundust undir gólfi Útskálakirkju VEFVARP mbl.is Ólafsvík | Þegar kólguþokan leggst á Folahnjúkinn stendur gamla ærin upp. Lömbin hennar þjóta fram fyrir hana, snúa og ryðjast á spenann. Þau eru væn og hnippa svo kröftuglega, að afturfætur ærinnar lyftast á víxl. Svo er fetuð aldagömul fjárgata niður Austurkinnina, allt niður á dal. Fleiri kindur koma í humáttina. Við ána liggur slóðin um háan bakka. Laxahjón styggjast í hylnum. Í kjaft- viki hængsins er lítil veiðifluga, minj- ar frá sumrinu. Hópurinn silast áfram og nemur ekki staðar fyrr en á melnum ofan við árgljúfrið. Þar leggst gamla ærin og horfir jórtrandi í vindinn norður yfir fjörðinn. Það er farið að hvína í grastoppunum. Úfin ský berast yfir hafflötinn og hvítt er í báru. Það er komið haust. Þegar kólgu- þokan leggst á Folahnjúkinn HALLDÓR Har- aldsson píanóleik- ari varð sjötugur fyrr á árinu og af því tilefni hefur gamall nemandi hans, Þórarinn Stefánsson á Ak- ureyri, ákveðið að ráðast í útgáfu þriggja geisla- diska með göml- um upptökum með leik Halldórs, honum til heiðurs. Þórarinn, sem er listrænn stjórnandi og fram- kvæmdastjóri Tónlistarhússins Laugarborgar í Eyjafjarðarsveit, rekur eigið útgáfufyrirtæki, Polar- fonia Classics, og fékk hugmyndina að útgáfu diskanna þriggja eftir að hafa hringt í Halldór til þess að óska honum til hamingju með afmælið. Upptökurnar eru fengnar úr safni Ríkisútvarpsins; á einum diskinum leikur Halldór sólóverk, á öðrum kammerverk og á þeim þriðja verða upptökur þar sem Halldór leikur konserta á tónleikum með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. | 18 Þrír diskar með Halldóri Halldór Haraldsson ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.