Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Járniðnaðarmaður óskast Geislatækni ehf. Óskar eftir að ráða vanann mann í stálplötuvinnslu fyrirtækisins. Æskileg skilyrði umsækjand:  Smíði úr ryðfríustáli  Notkun CNC-tækja  Færni í notkun á Autocad  Jákvæðni og hæfni í samkiptum Umsóknir óskast sendar Mbl. merktar: ,,L - 20715”. WA NTE D VibeEasytrain, the Scandinavian distributor of Fitvibe is looking for independent distributors in your country. Fitvibe is a division of GymnaUniphy NV, which has over 40 years experience in products and services for the physical therapy, fitness and wellness industry. In the last 1,5 year we’ve opened more than 80 fitvibe centre only in Norway, Sweden and Denmark, with an average of 3-5 fitvibe devices per centre. We will guide you through this exciting challenge with our Fitvibe Introduction Plan. Our marketing department offers diverse promotional material in different languages, which all can be adjusted to your specific needs. Furthermore, you can count on us for sales support, service, training…So, you are prepared for this new journey. If you want to take part in this worldwide success story, you are the person we are looking for. DISTRIBUTORS / DEALERS Vibe-easytrain AS Garvergate 9 1772 Halden. Telefon 69 17 94 55. info@fitvibe.no l www.fitvibe.no Telefon 00 47 69 17 94 5 MBA í Háskólanum í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf verkefnastjóra Í boði er spennandi starf í metnaðarfullu og lifandi háskólaumhverfi. Verkefnastjórinn hefur rík tækifæri til að sýna frumkvæði með það að markmiði að skapa framúrskarandi náms- og vinnuumhverfi fyrir MBA- nemendur. Verkefnastjórinn mun taka þátt í að skapa og ýta úr vör nýjum námsbrautum. Starfið krefst mikillar skipulagshæfni, faglegra vinnubragða og vilja til að veita frábæra þjónustu. Vinnutími er að nokkru marki sveigjanlegur, en föst viðvera er 8:00 – 16:00 fimmtudaga og föstudaga og annan hvorn laugardag frá 8:00 – 12:00. Hæfniskröfur: • Háskólapróf • Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum • Mikil skipulagshæfni • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Mjög góð enskukunnátta Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Leifsson, forstöðumaður MBA-náms í Háskólanum í Reykjavík, á netfanginu al@ru.is. Umsóknir (ferilskrá með mynd) óskast sendar á netfangið al@ru.is eða til Háskólans í Reykjavík, b.t. Aðalsteins Leifssonar, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 8. október. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. SÍMI: 599 6200 www.hr.is Verkefnastjóri (Program Manager) Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði. Akademískar deildir skólans eru kennslufræði- og lýðheilsudeild, lagadeild, tækni- og verkfræðideild, tölvunarfræðideild og viðskiptadeild. Nemendur eru tæplega 3000 og starfsmenn um 500. Ljósmæður athugið Okkur á Kvennadeild Sjúkrahússins og heilsu- gæslustöðvarinnar á Akranesi vantar ljósmóður til starfa sem allra fyrst. Vaktavinna, unnið 3ju hverja helgi. Upplýsingar gefur Anna Björnsdóttir deildarstjóri í síma 430 6121 og 430 6184. Fjöldauppsagnir  Humarvinnslan í Þor- lákshöfn sagði í síðustu viku upp öllum sínum 59 starfs- mönnum og sama dag sagði Eskja á Eskifirði upp öllum starfsmönnunum, 35 talsins. Formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva, Arnar Sig- urmundsson, spáir því að fjöldauppsagnirnar í síðustu viku séu aðeins byrjunin á uppsagnahrinu og telur að 500-600 störf muni glatast vegna kvótaskerðingarinnar, flest til frambúðar. Að sögn Arnars eru nú 4.500 störf í fiskvinnslu en vegna skerð- ingarinnar muni þeim fækka um 10-12%. Eskja er sérhæft þorskvinnsluhús og kvóti Eskju er nálægt 4.600 þorsk- ígildum, þar af 1.600 tonn í þorski. Frystihúsinu hefur á liðnum árum verið haldið gangandi tíu mánuði á ári, en niðurskurðurinn þýðir að þrír eða fjórir mánuðir munu dragast frá og Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Eskju, segir að ekki sé unnt að reka frystihús í sex eða sjö mánuði á ári. Upp- sagnirnar við Humarvinnsl- una eru að sögn Hjörleifs Brynjólfssonar, fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins, aðallega vegna niðurskurðar stjórnvalda á þorskveiðum en þó hafi það flýtt fyrir að sandkolaveiðar í Faxaflóa hafi brugðist en vinnsla flatfisk- afurða hafi verið burðarásinn í framleiðslu fyrirtækisins yf- ir haustmánuðina. Vantar lögreglumenn  Um 60-80 lögreglumenn vantar til starfa víða um land- ið og ástandið er erfitt að sögn Björns Mikaelssonar, yfirlögregluþjóns á Sauð- árkróki. Þar í bæ er einn lög- reglumaður hættur og annar er frá í 6-8 mánuði vegna veikinda. Sá þriðji hefur sett húsið sitt á sölu og hyggst flytja til höfuðborgarsvæð- isins en sá fjórði hefur haft orð á því að hætta. Björn seg- ir að launakjör lögreglunnar eigi stóran þátt í þessari þró- un mála og því hversu erfitt sé að fá menn til starfa. Um helgar verður hann að leita til lögreglunnar á Akureyri og Blönduósi. Í Vestmanna- eyjum vantar einn lögreglu- mann til starfa. Annar hættir störfum í þessum mánuði og sá þriðji í nóvember. Til- raunir til að fá menn til starfa hafa engu skilað að sögn Jó- hannesar Ólafssonar, yfirlög- regluþjóns í Vestmanna- eyjum. Hann telur launakjör lögreglumanna helstu ástæð- una fyrir því að erfiðlega gengur að manna lög- regluliðið. Það eru ekki bara lögregluumdæmin á lands- byggðinni sem eiga í erf- iðleikum vegna manneklu. Sama á við um lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Fordæmdu lokun  Afl starfsgreinafélag fordæmdi í byrjun síðustu viku það að fyrirhugað var að hætta vinnslu mjólkur á Eg- ilsstöðum og stjórn Kaup- félags Héraðsbúa lýsti yfir þungum áhyggjum vegna málsins. Á því stigi málsins var áformað að hætta vinnslu mjólkur í mjólkurstöðinni og breyta henni í dreifingar- og þjónustumiðstöð. Í yfirlýs- ingu Afls sagði meðal annars að lokun stöðvarinnar væri enn ein aðförin að hefðbund- inni búsetu og atvinnulífi dreifbýlisins. Síðar í vikunni kynnti stjórn Mjólkursamsöl- unnar svo tillögur þess efnis að mjólkurvinnslu yrði haldið áfram á mjólkurstöðinni en eingöngu stunduð ostagerð. Mozzarellaostur hefur verið framleiddur í mjólkurstöð- inni. Starfsmenn eru í um fjórtán stöðugildum í mjólk- urbúinu en þeim hefði fækk- að um níu til tíu samkvæmt fyrri tillögum. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, seg- ir ekki fyllilega ljóst hve marga starfsmenn þurfi til þeirrar vinnslu sem nú er áformuð. Kísilverksmiðja sam- þykkt  Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu danska ráð- gjafarfyrirtækisins Tom- ahawk Developement að áætlun um umhverfismat vegna kísilverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir nokkrar at- hugasemdir og telur m.a. að í frummatsskýrslu þurfi að gera grein fyrir því hvers konar atvinnurekstur muni keppa við fyrirtækið um vinnuafl. Skipulagsstofnun segir ennfremur í mati sínu að nauðsynlegt sé að gerð verði grein í frummatsskýrslu fyrir því hvernig losun gróð- urhúslofttegunda samræmist stefnu íslenskra stjórnvalda og hvernig fyrirtækið hyggist mæta því ef ekki reynist unnt að fá losunarheimild vegna starfseminnar. Gert er ráð fyrir að hafist verði handa við framkvæmdir við verksmiðjuna næsta vor og að fyrri áfangi verksmiðj- unnar, þar sem hægt verður að framleiða 25 þúsund tonn af kísil, taki til starfa haustið 2009 og síðari áfangi, sem er jafn stór, tveimur árum síðar. Um 90 ný störf munu skapast vegna framleiðslunnar hér á landi. Fyrirhugað er að fram- leiða mjög hreinan kísil, sem er aðalhráefnið við fram- leiðslu á sólarrafhlöðum, og síðar að framleiða sól- arrafhlöður í verksmiðjunni til útflutnings til Þýskalands, Suður-Evrópu og Bandaríkj- anna. ÞETTA HELST ... Morgunblaðið/Alfons Finnsson Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.