Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 2007 B 13 KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is - www.job.is Frá Snælandsskóla Eftirtalin störf eru laus til umsóknar: • Sérkennari í 100% starf • Þroskaþjálfi/stuðningsfulltrúi Upplýsingar veita Hanna Hjartardóttir, skólastjóri, í s. 570 4380 eða 863 4911 og Jóhann Ólafsson, aðstoðarskólastjóri, í s. 570 4380 eða 663 5755. Laun skv. kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og viðkomandi stéttarfélags. Hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um starfið. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi auglýsir eftir: Forstöðumanni skammtímavistana fyrir fötluð börn á Vesturlandi Svæðisskrifstofa Vesturlands óskar eftir þroska- þjálfa, eða fólki með aðra menntun eða reynslu á sviði uppeldis og félagsvísinda í starf forstöðumanns skammtímavistana fyrir fötluð börn sem er í Holti við Borgarnes og á Gufu- skálum, Snæfellsbæ. Forstöðumaðurinn er þátttakandi í þverfaglegri þjónustu svæðisskrifstofunnar. Lögð er sérstök áhersla á gott samstarf við fjölskyldur barn- anna og starfsfólk við uppbyggingu og fram- kvæmd þjónustunnar. Áhersla er lögð á að byggja upp félagsleg tengsl barnanna og virðingu fyrir sérstöðu hvers einstaklings. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi góða samstarfshæfileika og virði aðra á jafnréttis- grundvelli. Skammtímavistanirnar eru fyrst og fremst starfandi um helgar, en einnig er þjónusta í miðri viku. Auk forstöðumannsstarfsins mun viðkomandi sinna öðrum verkefnum á vegum Svæðisskrifstofunnar. Um er að ræða fullt starf. Umsóknarfrestur er til 22. október n.k. Nánari upplýsingar veita Guðný Sigfúsdóttir forstöðumaður í síma 893 9588 og Magnús Þorgrímsson framkvæmdastjóri í síma 893 8580 netfang: magnus@sfvesturland.is. Laun skv. gildandi kjarasamningum. Skriflegar umsóknir sendist til Svæðisskrifstofu Vesturlands Bjarnarbraut 8 - 310 Borgarnes. Við Vallaskóla er laus staða forfallakennara. Leitað er eftir kennaramenn- tuðum einstaklingi eða einstaklingi með háskólapróf sem nýtist í starfi. Áhugasamir hafi samband við Eyjólf skólastjóra í síma 480 5800 eða á netfanginueyjolfur@vallaskoli.is Fjalakötturinn Restaurant Aðalstræti 16 óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: Yfirmatreiðslumann á veitingastað hótelsins, Fjallaköttinum. Unnið er eftir “kokka” vöktum. Þjónn - vaktstjóri á veitingastað hótelsins, Fjallaköttinum. Unnið er eftir “kokka” vöktum. Umsækjendur senda umsóknina á Thorhallur@hotelcentrum.is. Mikilvægt er að fram komi hvaða starf sé verið að sækja um. Nei, við seljum ekki ritvélar ! En ein flottasta tölvuverslunum landsins leitar að starfsmanni EJS óskar eftir að ráða starfsmann í verslun sína í Reykjavík. Starfið felur í sér sölu á tölvum og tengdum búnaði. Leitað er að starfsmanni með góða þekkingu á tölvum og tæknibúnaði. Viðkomandi verður að hafa frumkvæði, vera snyrtilegur, með ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum sam- skiptum. Starfið hentar jafnt konum og körlum. Umsóknarfrestur er til 15. október. Umsóknir skulu sendar á netfangið umsokn@ejs.is. Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað. Reykjavíkurborg - Einn vinnustaður Hlutverk skipulags- og byggingarsviðs er að veita borgarbú- um, borgarfulltrúum, ráðgjöfum, hönn- uðum, bygging- arverktökum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um skipulags- og bygg- ingarmál. Sviðið er jafnframt stefnumót- andi í skipulags- og byggingarmálum borgarinnar í sam- vinnu við skipu- lagsráð. Hlutverk embættis bygging- arfulltrúa er m.a. að sjá um að framfylgja ákvæðum skipulags- og byggingarlaga, byggingarlögum og reglugerðum er byggingarmál varða. Skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur Ef þú hefur menntun og reynslu á sviði skipulags og vilt vinna að fjölbreyttum, skemmtilegum og ögrandi verkefnum sem gefa tækifæri til þess að læra og bæta við starfshæfnina þá erum við hjá skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar að leita að frjóum og skemmtilegum starfsfélaga sem hefur gaman af að vinna í góðum hópi fagmanna. Starf Nýr starfsmaður mun vinna að margvíslegum verkefnum, þ.m.t. verkefnisstjórnun, á sviði skipulags og öðrum verkefnum því tengdu. Næsti yfirmaður starfsmanns er aðstoðarskipulagsstjóri Reykjavíkurborgar. Menntunar- og hæfniskröfur Umsækjandi skal hafa menntun á sviði skipulags, s.s. arkitektúr, skipulagsfræði eða sambærilegu námi. Áhugi á skipulagsmálum er nauðsynlegur og reynsla æskileg en ekki skilyrði. Umsækjandi þarf að geta unnið sjálfstætt og átt góð samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini sviðsins. Í boði Skemmtilegt og skapandi starfsumhverfi og fjölbreytt og krefjandi starf og tækifæri til þess að taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu borgarinnar. Sviðið mun flytjast í nýtt húsnæði í lok ársins þar sem kappkostað hefur verið að bjóða upp á góða vinnuaðstöðu. Upplýsingar um starfið Nánari upplýsingar um starfið veitir Ólöf Örvarsdóttir, aðstoðarskipulagsstjóri, netfang olof.orvarsdottir@reykjavik.is. Skriflegum umsóknum skal skilað til Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur, mannauðsstjóra, netfang ingibjorg.gudlaugsdottir@reykjavik.is, eigi síðar en 10 október n.k. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi og hlutaðeigandi stéttarfélags. Upplýsingar um Skipulags- og byggingarsvið og starfsemi þess er að finna á vefsíðunni skipbygg.is. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynjanna í störfum og því að vinnustaðir borgarinnar endurspegli fjölbreytileika reykvísks samfélags. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar í síma 4 11 11 11 eru veittar allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og símasamband við starfsmenn einstakra sviða og deilda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.