Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 4
Orkuveita Reykjavíkur (OR), kt.
551298-3029, Reykjavík Energy In-
vest (REI), kt. 500707-1350 og
Geysir Green Energy (GGE), kt.
630605-1210, FL Group hf. kt.
601273-0129, Sjávarsýn ehf. kt.
460606-2820 og Atorka ehf., kt.
600390-2289, gera með sér eftirfar-
andi:
SAMNING
um breytingar á eignarhaldi REI
og samruna REI við GGE þar sem
REI er yfirtökufélag.
1. Á grundvelli innborgaðs hluta-
fjár og fyrirliggjandi hlutafjárlof-
orða (viðauki 1 og 2) í REI að nafn-
verði kr. 5.776.977.579 (söluverð
5.940.140.000 milljarðar kr.), ráðn-
ingarsamninga við lykilstarfsmenn
og undirritaðs samnings milli OR
og REI um aðgang þess síðar-
nefnda að þjónustu og þekkingar-
verðmætum þess fyrrnefnda o.fl.,
reiknast verðmæti REI 16 milljarð-
ar kr.
2. OR sem eigandi aukins meiri-
hluta í REI skuldbindur sig til að
auka hlutafé REI með sölu á nýjum
hlutum á genginu 2,77 þannig:
3. Í framhaldinu er stefnt að því
að auka hlutafé REI um allt að kr.
6.138.400.000 að nafnverði með sölu
nýs hlutafjár og er samkomulag um
að enginn framangreindra aðila
muni taka þátt í þeirri aukningu
heldur verði það selt til nýrra fjár-
festa. Skuldbinda aðilar sig til þess
að beita áhrifum sínum í REI á
hluthafa- og stjórnarfundum á þann
veg að þetta markmið náist.
4. Komi til þess að Hafnarfjarð-
arbær nýti sölurétt sinn á hlutum í
Hitaveitu Suðurnesja hf., skuld-
bindur OR sig til að selja REI þá
hluti á sama verði.
5. Stjórnir GGE og REI sam-
þykkja að sameina félögin miðað við
skiptihlutföllin REI 57,59% og GGE
42,41%. Hlutföllin byggjast á verð-
mati REI samkvæmt 1. tl. að við-
bættu nýju hlutafé samkvæmt 2. tl.
annars vegar og verðmæti GGE að
fjárhæð 27,5 milljarðar kr. hins veg-
ar.
6. Samningur þessi byggir á sam-
þykktum REI sem staðfestar voru
á hluthafafundi miðvikudaginn 3.
október 2007 (viðauki 3).
7. Aðilar munu leggja til að á
hluthafafundi í Hitaveitu Suður-
nesja hf. verði lögð fram tillaga um
að starfsemi þess félags verði skipt
upp í veitustarfsemi og smásölu raf-
magns annars vegar og rekstur
orkuvera og heildsölu rafmagns
hins vegar, þar sem Reykjanesbær
fari með meirihluta í fyrrnefnda
hlutanum. Það félag skal halda
nafninu Hitaveita Suðurnesja hf., en
orkuframleiðsluhlutinn fá nýtt nafn.
8. Skjalagerð vegna einstakra at-
riða í samningi þessum, svo og frá-
gangi á skilmálum varðandi inn-
borgun hlutafjár skal lokið eigi
síðar en 31. október 2007.
9. Aðilar samnings þessa eru
stærstu hluthafar REI annars veg-
ar og GGE hins vegar og skuld-
binda sig gagnvart hver öðrum til
að vinna að framangreinum breyt-
ingum innan þess ramma sem sam-
þykktir félaganna og lög leyfa.
10. Aðilar skulu sameiginlega
vinna að nauðsynlegum tilkynning-
um til samkeppnisyfirvalda. Samn-
ingur þessi er gerður með þeim fyr-
irvara að samkeppnisyfirvöld setji
samrunanum ekki þau skilyrði að
aðilar samnings þessa geti ekki við
unað.
11. Um samning þennan gilda ís-
lensk lög og skal Héraðsdómur
Reykjavíkur leysa úr öllum ágrein-
ingi sem upp kann að koma.
!
""#$"%%&&&
%&&&&&&&&&
$#"#"'($
)"#$"%%*%"
+&&&&&&&&&
*%('")''%+&
*$&''$*()%
("%&"%&''
%#*%$*)"
(%(*&"$"+"
%)&+(&+$'$
##*++)#'%"
,-.!!,
/0. .
,
, ,.%*("%#*+#"1 ,2- !. 34,. Morgunblaðið birtir tillögur sem lagðar voru fyrir eigendafund og stjórnarfund Orkuveitu Reykjavíkur 3. október, samninginn um breyt-
ingar á eignarhaldi Reykjavik Energy Invest og samruna REI við Geysir Green Energy GI og 5. kafla úr þjónustusamningi OR og REI
Samningur um samruna REI og GGE
4 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
REYKJAVÍK Energy Invest hefur forgangs-
rétt að öllum erlendum verkefnum sem kunna
að falla í skaut Orkuveitu Reykjavíkur á næstu
20 árum, samkvæmt þjónustusamningi milli
fyrirtækjanna tveggja. Samkvæmt sama
samningi hefur REI forgangsrétt í 20 ár að
starfskröftum starfsmanna Orkuveitunnar og
OR yrði væntanlega að láta REI vita ef eitt-
hvert annað fyrirtæki kynni að falast eftir sér-
fræðiaðstoð hjá borgarfyrirtækinu.
Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins
við Hjörleif B. Kvaran, forstjóra Orkuveit-
unnar í gær. (Umræddur kafli samningsins er
birtur í heild hér ofar á síðunni).
Eigendur og stjórn samþykktu
Að sögn Hjörleifs er þjónustusamningurinn
grundvöllurinn að því 10 milljarða verðmati
sem lagt var á svokallaðar óefnislegar eignir
sem Orkuveitan lagði inn við sameiningu REI
og Geysis Green Energy. Ef miðað væri við að
verðmætið dreifðist á allan samningstímann
mætti segja að greiðslurnar næmu 500 millj-
ónum á ári. Upphæðin væri staðgreidd og sum-
um þætti sem staðið hefði verið vel að verki.
Alls lagði Orkuveitan til 23 milljarða inn í
sameinað félag REI og Geysis Green Energy.
Að sögn Hjörleifs var þjónustusamning-
urinn borinn undir stjórn og eigendur Orku-
veitunnar á eigendafundi á miðvikudaginn í lið-
inni viku og þvínæst undirritaður af honum og
Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra REI. Á
þessum sama fundi sem hinn umdeildi samn-
ingur um samruna REI og GGE var sam-
þykktur.
Þjónustusamningurinn felur í sér að ef leitað
er til Orkuveitunnar um verkefni erlendis, er
þeim verkefnum beint til REI sem getur tekið
þeim eða hafnað. Samningurinn mælir einnig
fyrir um að REI hafi aðgang og forgangsrétt
að sérfræðingum Orkuveitunnar til að nýta við
verkefni REI erlendis. „Þeir hafa forgangsrétt
að starfsmönnum okkar, í þessu verkefni,“
sagði Hjörleifur. Aðspurður hvað yrði gert ef
annað fyrirtæki óskaði eftir sérfræðiaðstoð
Orkuveitan sagði hann að OR yrði að láta REI
vita af því. „Að sjálfsögðu fáum við fullt endur-
gjald fyrir, leigjum [starfsmennina] á útseld-
um taxta með álagi og höfum vonandi af því
góðar tekjur,“ sagði Hjörleifur.
Þá fæli samningurinn í sér að REI má nota
Reykjavík Energy en það nafn hefur Orkuveit-
an notað á erlendum vettvangi.
Samningurinn tekur einungis til erlendra
verkefna.
Ekki getið í tilkynningu
Í tilkynningu sem Orkuveitan sendi frá sér
um samruna REI og GGE þann 3. október sl.
kemur ekkert fram um að gerður hafi verið
þjónustusamningur til 20 ára og það var Rík-
isútvarpið sem fyrst fjölmiðla greindi frá hon-
um í gær. Aðspurður hvers vegna samning-
urinn hefði ekki komist upp á yfirborðið fyrr,
sagðist Hjörleifur ekki vita það. „Þetta hefur
kannski bara ekki komist inn í umræðuna, í
öllu því sem á undan er gengið,“ sagði hann.
Þeir sem hefðu verið á eigenda- og stjórn-
arfundi hefðu vitað af honum. Á þeim tíma
hefði samningurinn reyndar aðeins verið til á
ensku en hann væri viss um að helstu efn-
isþættir hans hefðu komist til skila.
Í samningnum eru hefðbundin uppsagnar-
og riftunarákvæði, s.s. vegna vanefnda. Að-
spurður sagði Hjörleifur að yrði eigendafund-
urinn í síðustu viku úrskurðaður ólögmætur
myndi hið sama gilda um þjónustusamninginn
og samrunasamning REI og GGE, ákvarðanir
teknar á ólögmætum fundi væru væntanlega
ólögmætar.
Hjörleifur sagði að ýmsir aðilar kæmu til að
kynna sér Orkuveituna. Þegar þjóðhöfðingjar
erlendra þjóða kæmu hingað í heimsókn væri
gjarnan farið með þá í skoðunarferð um virkj-
anir Orkuveitunnar og þeir heilluðust gjarnan
af þeim. „Þá getur eitthvað komið í framhald-
inu.“
Við samruna REI og GGE var samið um að REI fengi forgangsrétt að öllum erlendum verkefnum
sem kunna að berast OR Að auki hefur REI forgangsrétt að starfskröftum sérfræðinga OR
20 ára forgangsréttur að OR
Morgunblaðið/RAX
Hellisheiðarvirkjun Lagnirnar liggja ofan af
heiðinni að stöðvarhúsinu við Kolviðarhól.
Þjónustusamningur var gerður
milli Orkuveitu Reykjavíkur og
Reykjavík Energy Invest hf.
5. kafli samningsins er svohljóð-
andi:
„5. Skyldur OR
5.1. OR skuldbindur sig til að
upplýsa REI og vísa til REI öllum
ábendingum eða fyrirspurnum
varðandi möguleika á hagnýtingu
jarðhita til orkuvinnslu á Svæðinu.
REI skal hafa forgangsrétt (e.
right of first refusal) til að ganga
til samninga við þriðja aðila á
grundvelli slíkra ábendinga eða
fyrirspurna í þeim tilgangi að láta
í té sérfræði þjónustu á vettvangi
jarðhita til orkuvinnslu. Ef slíkur
samningur við þriðja aðila hefur
ekki verið gerður innan 60 daga
frá því REI var upplýst um ábend-
ingu eða fyrirspurn hefur OR rétt
til að ganga til samninga við um-
ræddan þriðja aðila eða vísa slíkri
fyrirspurn til annars.
5.2. OR skuldbindur sig til að
hafa þá sérfræðinga sem hjá fyr-
irtækinu starfa tiltæka fyrir REI á
grundvelli þeirra ársfjórðungslegu
áætlana eða breytinga á þeim sem
kveðið er á um í ákvæði 4.2.
5.3. Á meðan samningur þessi
er í gildi skuldbindur OR sig til að
veita ekki öðrum en REI þjón-
ustuna svo sem hún er skilgreind í
Viðauka 1.
5.4. OR skal láta REI í té þau
markaðssetningargögn sem til
eru.
5.5. OR skal tilnefna einhvern af
stjórnendum sínum til þess að sitja
í stjórn REI sé þess óskað. Þetta
ákvæði gengur framar ákvæði 4.4.
5.6. Að því er varðar gögn um
þekkingu (e. know-how) o.s.frv.
skal OR veita REI beinan aðgang
að öllum gögnum sem og upplýs-
ingum á tölvutæku formi sem til-
tæk eru á hverjum tíma. Allar ör-
yggisráðstafanir (jafnt varðandi
meðferð upplýsinga og aðrar ör-
yggisráðstafanir) sem samþykktar
hafa verið og beitt er af OR á
hverjum tíma skulu einnig gilda
um REI þegar það nýtir rétt sinn
samkvæmt þessu ákvæði.“
Þjónustusamningur
1. Lagt er til að Orkuveita Reykjavík-
ur (OR) kaupi nýtt hlutafé í Reykja-
vík Energy Invest hf. (REI) að fjár-
hæð kr. 2.600.000.000 á genginu 1,00
sem staðgreiðist fyrir 1. febrúar 2008.
2. Lagt er til að Orkuveita Reykja-
víkur samþykki að hlutir félagsins í
Hitaveitu Suðurnesja hf. að bókfærðu
verði kr. 8.674.611, verði lagður inn
sem hlutafé í Reykjavík Energy In-
vest hf. á genginu 2,7 og fái hlutafé í
Reykjavík Energy Invest að nafn-
verði kr. 3.209.276 sem undanfari
samruna Reykjavík Energy Invest
hf. og Geysir Green Energy.
3. Lagt er til að Orkuveita Reykja-
víkur samþykki fyrirliggjandi samn-
ing við Reykjavík Energy Invest hf.
um aðgang að tækniþjónustu o.fl. og
forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur
verði veitt heimild til undirritunar
hans f.h. félagsins.
4. Lagt er til að Orkuveita Reykja-
víkur samþykki samruna Reykjavík
Energy Invest hf. við Geysir Green
Energy hf. skv. fyrirliggjandi samn-
ingi um breytingar á eignarhaldi REI
og samruna REI við GGE, þar sem
REI verður yfirtökufélag dags. í dag.
Stjórnarformanni og forstjóra heim-
ilað að undirrita samninginn og önnur
samrunagögn þegar þar að kemur.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Tillögur fyrir eigendafund og
stjórnarfund OR 3. október 2007
„OKKAR meg-
inmarkmið sem
sveitarfélags er
að tryggja til
framtíðar að íbú-
ar hafi allan for-
gang að bæði
heitu og köldu
vatni og rafmagni
á því sem við get-
um kallað gegn-
sæju verði,“ segir Árni Sigfússon,
bæjarstjóri í Reykjanesbæ, um sjö-
undu grein samningsins um breyt-
ingar á eignarhaldi REI og samruna
REI við Geysi Green Energy.
Árni segir að þetta sé hægt að
gera í þeirri samningagerð sem
framundan sé, auk þess sem iðn-
aðarráðherrann Össur Skarphéð-
insson hafi lagt áherslu á mikilvægi
þess að samkeppnisrekstur sé að-
skilinn frá nauðsynlegri almanna-
þjónustu í starfsemi orkuveitna.
Árni segir orðalag sjöundu grein-
arinnar í samræmi við afstöðu meiri-
hluta í bæjarstjórn Reykjanesbæjar,
en hún hafi komið skýrt fram á bæj-
arstjórnarfundi nýverið, nefnilega
að það sé vilji manna að dreifikerfin
séu í samfélagslegri meirihlutaeigu.
Árni segir að vissulega séu fólgnir
miklir hagsmunir í seinni þættinum,
rekstri orkuvera og heildsölu raf-
magns og að Reykjanesbær ætli sér
að eiga í þeim hluta einnig. Hann
bendir í þessu samhengi á að
Reykjanesbær hefur ekki meirihluta
í Hitaveitu Suðurnesja. Hlutur hans
sé 34%. Hafnarfjörður eigi svo 15%.
Skv. gildandi samkomulagi hafi allir
aðilar ígildi ráðandi hlutar, þ.e.a.s.
ekki sé hægt að breyta samþykktum
eða taka meiriháttar ákvarðanir
nema allir séu sammála, þ. á m. aðili
sem á 15%.
Hjá Reykjanesbæ telji menn
hægt, á grundvelli þeirra samninga
sem fyrir hendi séu, að tryggja
hagsmuni sína á þessum grunni.
Hitt beri að ítreka að fyrirvari sé í
samningnum um samþykki bæj-
arráðs Reykjanesbæjar. „Þar hefur
málið ekki enn verið tekið fyrir og
menn munu gefa sér góðan tíma til
að skoða það,“ sagði Árni.
Almanna-
þjónusta
sé tryggð
Árni Sigfússon