Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ég fékk að lifa nær alla 20. öldina.
En hvað lifir maður af því, sem er að gerast í sam-
tímanum?
Það er smátt brot af viðburðum og heildarreynslu
mannfólksins á jörðinni, sem skynjun og hugur
hvers einstaklings getur tekið við og rúmað.
Auk þess erum við lengi að ná þeirri meðvitund
eða hugarþroska, sem getur gert sér einhverja grein
fyrir því, að það sé heimur fyrir utan hreiðrið, sem
er fyrsta hælið okkar, eða að það sé veröld utan seil-
ingar þeirra handa og arma, sem við erum borin á
fyrsta dýrmæta spölinn í lífinu.
Síst af öllu höfum við grun eða hugboð um alla þá
örlagaþræði, sem verið er að spinna í hinum stóra
heimi, meðan litlir fætur eru að feta fyrstu sporin
sín í þeim litla heimi, sem hver einstakur nær að
eignast á skammvinnri ævi sinni.
Í þessu er barnið reyndar ekki nein undantekn-
ing. Enginn veit, hvaða framtíðarörlögum er ef til
vill verið að fitja upp á þessa stundina einhvers stað-
ar í veröldinni, kannski á einhverjum stað, sem eng-
um kemur til hugar að voldugar skapanornir hafist
við á og þeyti þar sín spunatól og spinni örlögsímu,
sem eigi eftir að rekjast yfir lönd og álfur með óyf-
irsjáanlega miklum og þungum afleiðingum.
Þegar ég skrifa þetta er ég með sögulegar stað-
reyndir í huga, sem ég hef lifað, þó að ég hafi ekki þá
haft minnsta grun eða vitneskju um það, sem þar
var á seyði.
Eins var raunar um allt fólk á jörðinni á þeim
tíma, aldna sem unga, vitra sem fávísa.
En þegar ég var að byrja að skríða um fjósbað-
stofupallinn minn við upphaf annars áratugar 20.
aldar, var maður nokkur í borginni München í
Þýskalandi. Hann var nýlega fluttur þangað frá
Austurríki, þar sem hann var fæddur og hafði átt
heima fram að þessu. Hann hét Schickelgruber, var
á þrítugsaldri, Adolf Schickelgruber.
Hann hélt mikið til á ölstofu einni í kjallara þar í
München. Þangað kom dálítill hópur kunningja hans
og hlustaði á tal hans – hann vildi jafnan hafa orðið
sjálfur.
Það átti nokkuð langt í land þá, að nokkrum
manni utan lítils kunningjahóps þætti taka því að
hlusta á þennan austurríska Schickelgruber eða
dytti í hug að taka hann alvarlega.
Það átti eftir að breytast.
Hann tók sér nýtt nafn seinna, gerðist Hitler,
Adolf Hitler.
Undir því nafni var hann hylltur með æsilegri há-
vaða en nær allir aðrir, fyrr og síðar.
Í sömu borg, München, hafði rússneskur maður
dvalist nokkru fyrr, Vladimir Iljitsj Ylyanov, kom-
inn þá á fimmtugsaldur.
Hann hafði miklar hugmyndir um þjóðfélagsbylt-
ingu og ætlaði sér mikið. Það vottaði hann meðal
annars með því að taka sér nýtt nafn. Lenín nefndi
hann sig.
Lenín fluttist til Sviss í byrjun stríðs 1914. En áð-
ur en þeirri styrjöld lauk höfðu hernaðarsnillingar
þýska keisarans uppgötvað hann og ráðið hann í
sína þjónustu. Þeir komu honum inn í Rússland og
tryggðu honum ríflegar greiðslur úr ríkiskassa
Þjóðverja gegn því að hann æsti til óeirða og upp-
reisnar þar, með stjórnarbyltingu að markmiði og
þar með uppgjöf Rússa í stríðinu gegn þýskum.
Þetta tókst. Nafnið Lenín varð víðfrægt um leið
og síðan dáð og dýrkað ómælt um langt skeið.
Meðan Lenín var í útlegðinni var ungur Georgíu-
maður að tygja sig til stórra verka.
Sá hét Jósef Djúgashvíli. Hann fluttist úr átt-
högum sínum og gerðist þegar á unglingsárum
virkur í neðanjarðar- eða skæruliðasveitum rúss-
neskra byltingamanna, sem trúðu á marxismann.
Djúgashvíli gat sér fljótt orðstír á þessum víg-
stöðvum og tók sér nýtt nafn, leitt af stáli.
Stalín nefndi hann sig, Jósef Stalín, þriðji kór-
ónaði risinn, sem hin mikla 20. öld lyfti á hæsta
goðastall eða tók í guðatölu.
Allir tóku þeir sér ný nöfn.
Allir voru þeir að búa sig undir það að gerast
tröllauknir örlagavaldar, þegar ég var að komast á
legg. Og vissi ennþá minna en allt fólk í kringum
mig. En enginn vissi raunar neitt um það, sem verið
var að brugga í seiðkötlum samtímans.
Öll alþýða var grunlaus um, að verið væri að
seiða til þeirra óskapa, sem gusu upp með styrjöld-
inni 1914. Og engan mann gat grunað, að afleið-
ingar hennar yrðu meðal annars þær, að þessir
þrír, sem krýndu sig með nýjum nöfnum, gátu náð
þeim tökum og valdið þeim ósköpum, sem raun
varð á.
Sigurbjörn Einarsson
Hvað viltu, veröld? (14)
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
INDÓNESÍA hefur aðeins virkjað um 4% af
jarðhita sínum, að sögn þeirra Andi Joko Nu-
groho vélaverkfræðings og Hary Koestono jarð-
fræðings. Telja þeir góðan grundvöll fyrir sam-
starfi Íslendinga og Indónesa á sviði virkjunar
jarðhita. Þeir Andi og Hary tilheyra 29. árgangi
nemenda Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna sem útskrifaðist í gær. Í árganginum
var 21 nemandi frá fjórtán löndum.
Þeir félagar sögðu Ísland og Indónesíu ólík
lönd á flestan hátt, en þau ættu þó jarðhitann
sameiginlegan. Í Indónesíu er jarðhita m.a. að
finna á Jövu, Súmötru og Sulawesi-eyjum. Hary
sagði að talið væri að virkjanlegur jarðhiti í
Indónesíu væri upp á 20 til 27 þúsund MW og
aðeins væri búið að virkja um 4% af því. Þeir fé-
lagar vinna báðir hjá ríkisolíufélaginu Pertamina
á jarðhitasvæði í Lahendong á Sulawesi þar sem
eru tvær jarðhitavirkjanir sem framleiða 40
MW. Félagið hefur aðallega fengist við olíu- og
gasvinnslu en stefnir að aukinni nýtingu jarðhit-
ans, enda hafa flest jarðhitasvæðin ekki verið
virkjuð.
Þeir Andi og Hary sögðu að Indónesía væri
hitabeltisland og því ekki þörf á hitaveitu til upp-
hitunar húsa. Jarðhitinn er því aðallega notaður
til raforkuframleiðslu, en einnig hafa verið gerð-
ar tilraunir til að rækta sveppi og þurrka kók-
oshnetur með hjálp jarðhita.
Námið í Jarðhitaskólanum mjög gagnlegt
Námskeiðið í Jarðhitaskólanum hefur verið
mjög gagnlegt, að sögn þeirra félaga. Þeir hafi
öðlast mikla þekkingu, ekki aðeins í bóklega
hlutanum heldur einnig af því að hitta og ræða
við menn sem hafa hagnýta reynslu af nýtingu
jarðhita. Þeir höfðu m.a. heimsótt Svartsengi,
Hellisheiðarvirkjun og Kröfluvirkjun.
Þeir Andi og Hary töldu góða möguleika á
samvinnu Íslendinga og Indónesa við virkjun
jarðhita í Indónesíu. Þeir sögðu að bandaríska
olíu- og orkufyrirtækið Chevron hefði t.d. virkj-
að þar jarðhita. Indónesar hefðu bæði þörf fyrir
erlent fjármagn og sérfræðiþekkingu til að
virkja enn meira af þeirri náttúruauðlind sem
jarðhitinn er. Þrátt fyrir innlenda olíu- og gas-
vinnslu hvetti hækkandi olíu- og gasverð til enn
aukinnar jarðhitanýtingar í Indónesíu.
Alls 380 sem lokið hafa námi við skólann
Við útskriftarathöfnina í gær flutti Ingvar
Birgir Friðleifsson, forstöðumaður Jarðhitaskól-
ans, skólaslitaræðu. Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra flutti ávarp fyrir hönd íslenskra
stjórnvalda og Yohannes Lemma Didana, jarð-
eðlisfræðingur frá Jarðfræðistofnun Eþíópíu, tal-
aði fyrir hönd nemenda.
Að þeim nemendum meðtöldum sem útskrif-
uðust í gær hafa nú alls 380 nemar frá 41 landi,
þar af 62 konur, lokið sex mánaða námi við skól-
ann frá því hann hóf göngu sína 1979. Flestir
nemenda, eða um 44%, hafa komið frá Asíu, 26%
frá Afríku, 16% frá Mið- og Austur-Evrópu og
14% frá Rómönsku Ameríku. Í frétt frá Jarð-
hitaskólanum kemur fram að margir nemendur
Jarðhitaskólans séu í lykilstöðum í jarðhita- og
orkumálum í heimalöndum sínum.
Á þessu ári hafa að auki tólf nemendur verið í
meistaranámi við Háskóla Íslands á vegum Jarð-
hitaskólans. Þeir hafa allir áður lokið sex mán-
aða námi við Jarðhitaskólann og telst það hluti
af meistaranáminu. Þessir nemendur koma frá
Djibútí, El Salvador, Eþíópíu, Filippseyjum,
Indónesíu, Íran, Kína, Kenýa og Mongólíu.
Auk þess að þjálfa jarðhitafræðinga hér á
landi hefur Jarðhitaskólinn haldið árleg nám-
skeið í Sigdalnum mikla í Austur-Afríku og í
löndum Mið-Ameríku. Þessi námskeið eru fram-
lag Íslands til þúsaldarmarkmiða Sameinuðu
þjóðanna. Þá hafa borist beiðnir um að Jarð-
hitaskólinn opni útibú í Kenýa og í Kína.
Samvinna möguleg
Morgunblaðið/G. Rúnar
Jarðhitasérfræðingar Hary Koestono jarðfræðingur og Andi Joko Nugroho vélaverkfræðingur frá
Indónesíu voru meðal þeirra sem útskrifuðust úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna í gær.
Útskrift frá Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í gær
Í HNOTSKURN
»Rekstur Jarðhitaskóla Háskóla Samein-uðu þjóðanna er hluti af þróunaraðstoð
Íslendinga.
»Alls hafa 380 nemendur frá 41 landi lok-ið sex mánaða námi við skólann frá því
hann tók til starfa 1979.
INDVERSKI
heimspeking-
urinn Sri
Chinmoy Kumar
Ghose lést í New
York í fyrradag,
76 ára að aldri,
að sögn banda-
rískra fjölmiðla.
Chinmoy var
m.a. tilnefndur
af 51 íslenskum þingmanni til frið-
arverðlauna Nóbels, sem Al Gore
og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna hlutu í gær. Í tilnefningunni
sagði að trú Sri Chinmoy á einingu
og samkennd milli landa og ein-
staklinganna, sem byggðu þau,
kristallaðist í þrotlausu starfi hans
fyrir SÞ í 30 ár.
Chinmoy var einnig kunnur fyrir
aflraunir, sem hann sagðist stunda
til að sýna fram á ótakmarkaða
getu mannsandans. Hér á landi hef-
ur alþjóðlegt friðarhlaup, sem
Chinmoy beitti sér fyrir, verið
hlaupið árlega frá árinu 1987.
Sri Chinmoy
látinn
Sri Chinmoy
Mývatnssveit | Borinn Jötunn hef-
ur unnið að rannsóknaborunum á
háhitasvæðunum við Kröflu og á
Þeistareykjum síðan snemma í vor.
Tvær holur hafa verið boraðar á
Þeistareykjum en í Kröflu er að
hefjast borun þriðju holunnar á
þessu sumri. Einn af þeim sem
lengst hafa staðið vaktina þegar
kemur að eftirliti með borunum á
háhitasvæðum Íslands er Matthías
Matthíasson eftirlitsverkfræðingur,
starfsmaður VGK hönnunar.
Matthías hefur unnið á há-
hitasvæðum Íslands í yfir 30 ár við
hönnun og eftirlit með borunum.
Hann lætur ekki deigan síga þótt
orðinn sé 70 ára. Reynsla og þekk-
ing Íslendinga í jarðhitafræðum er
ofarlega í umræðunni þessar vik-
urnar enda fara orkufyrritæki mik-
inn í útrás sinni. Þessi útrás byggist
þá ekki síst á reynslumiklum mönn-
um eins og Matthíasi Matthíassyni.
Reynslubolti í boreftirliti
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ telur, að
gripið hafi verið til fullnægjandi að-
gerða til að tryggja öryggi Fjarð-
arárvirkjana. Hefur iðnaðarráðu-
neytið lagt fyrir Orkustofnun að
fylgjast áfram með framkvæmd-
unum í því skyni að tryggja öryggi
virkjananna. Fram kemur í grein-
argerð m.a. að leyfishafi hefur gert
nauðsynlegar endurbætur á þrýsti-
vatnspípu sem upplýst var að hefði
skemmst vegna rangra vinnubragða
við lagningu hennar. Í greinargerð
Orkustofnunar kemur fram að þeim
tilmælum var beint til leyfishafa að
hann gerði bæjarfélaginu grein fyrir
öllum fyrirhugðum breytingum á
framkvæmdum.
Telur öryggi
fullnægjandi