Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 13.10.2007, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIKA er langur tími í pólitík, segja speking- arnir alltaf þegar mikið gengur á. En vika get- ur líka verið leiðinlegur tími í pólitík, eins og ég sagði rétt eftir hádegi á fimmtudag og lét orð eins og ládeyðu og tilbreytingarleysi fylgja með. Það var eins og þingheimur væri dofinn og það er kannski lýsandi fyrir stemmninguna að ein mest spennandi uppákoman í vikunni var þegar Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði að auðlindir sem eru í almannaeigu ættu „ekki endilega að vera andlag einkavæðingar“. Ögmundi Jónassyni, þingmanni Vinstri grænna, misheyrðist og hélt að Geir hefði sagt að auðlindirnar ættu ekki endilega að vera all- ar einkavæddar. „Skildi ég það rétt?“ spurði Ögmundur, og það gerði hann ekki, því Geir kom upp í pontu rétt á eftir honum og leiðrétti misskilninginn. Og þá upphófst svakalegt fjör í litla þingfréttaritarabakherberginu. Hvað meinar maðurinn með „andlag einkavæðing- ar“? Er þetta kannski stórfrétt? Grunnskólamálfræðin var ekki alveg til taks þessa stundina og þrátt fyrir að Google hafi hjálpað mér að rifja upp að andlag væri „fall- orð, fallsetning, fallháttur eða bein ræða, sem stendur ævinlega í aukafalli og stýrist af sagn- orði“, þá var ég engu nær. Í örvæntingu minni hringdi ég í próförk Morgunblaðsins og spurði hvað forsætisráð- herra hefði eiginlega átt við. Jú, andlag þjófn- aðar er þýfið sjálft. Ég tautaði þetta nokkrum sinnum meðan ég fór á salernið og þar sem ég stóð og þvoði hendur mínar rann þetta allt upp fyrir mér. Ef andlag þjófnaðar er þýfið sjálft, þá hlýtur and- lag einkavæðingar að vera það sem er einka- vætt! Ég sneri hróðug aftur upp í litla bakher- bergið og tilkynnti kollegum mínum hátíðlega að ég væri búin að fá botn í málið. Svo talaði ég í belg og biðu um frumlag, andlag, sagnfyll- ingu, þýfi, þjófnað, einkavæðingu og orkulind- ir. Á göngum þingsins fóru fram miklar æfing- ar með notkun andlagsins sem fæstir höfðu heyrt minnst á síðan í samræmdu prófunum eða í mesta lagi í menntaskóla. Þingmenn eru andlag endalausrar gagnrýni og Viðey er and- lag friðar og ég hlýt að vera andlag Morgun- blaðsins, eða er Morgunblaðið kannski andlag mitt? Alla vega, þá hefði þetta getað verið fyndið ef ég hefði verið búin að átta mig al- mennilega á stóra andlagsmálinu. En svo fjaraði andlagsfjörið út og ég var aft- ur sest í tilbreytingarleysið í bakherberginu að hlusta á umræður um fjáraukalög og reyna um leið að koma einhverju á blað um enn eina um- ræðuna um meinta einkavæðingu auðlinda landsins. Ég glímdi við eirðarleysið og var eiginlega orðin sannfærð um að ég hefði misst áhugann á pólitík, væri komin með hræðilegan starfsleiða eða væri jafnvel bara að uppgötva að blaðamennska ætti ekkert við mig. Og ein- mitt þá gerðist það: „Hafið þið heyrt eitthvað um að meirihlutinn í borginni sé fallinn?“ Allir ruku í símann og ég hljóp upp og niður tröppurnar á þinginu til að reyna að rekast á fólk sem gæti vitað hvað væri í gangi, og viti menn, hann var fallinn! Í hálfa aðra klukkustund hélt ég áfram að hringja og hlaupa upp og niður tröppurnar og mér var farið að líða eins og ég væri ekki leng- ur aumur þingfréttaritari með óviðráðanlegan starfsleiða. Nei, mér fannst ég meira vera riddari á þönum um þinghúsið með upptöku- tæki að vopni og að sjálfsögðu ávallt viðbúin, líka við því að hlaupa út á ráðhúsplan og breyt- ast í borgarfréttaritara eða borgarfréttaridd- ara og fylgjast með nýjum meirihluta ganga í takt eftir Vonarstræti með Dag B. Eggertsson í broddi fylkingar. Og einhvern veginn gladdist ég svo mikið, í sjálfhverfu minni, yfir að hafa fundið starfs- ánægjuna aftur. Þingfréttir frá því um morg- uninn voru ekki lengur fréttir, meirihlutinn var ekki lengur meirihluti og ég var ekki leng- ur andlag leiðinlegra þingfunda. Riddarinn sem hætti að vera andlag ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is UMBOÐSMAÐUR Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, vill nú að eig- endur Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Reykjavíkurborg og tvö önnur sveit- arfélög, svari 12 spurningum um stofnun dótturfélagsins Reykjavik Energy Invest og meðferð á eign- arhlut í REI þegar ákveðið var að sameina það Geysi Green Energy. Lagaheimild umboðsmanns til að hafa sjálfur frumkvæði ef hann telur það nauðsynlegt er ótvíræð. Þess skal getið að Hæstiréttur hefur úr- skurðað að þegar stjórnvöld ráðstafi eigum ríkisins gildi um það „ákveðnar reglur stjórnsýsluréttar um kaupsamninga“. Hæstiréttur leggur áherslu á að formið sé skýrt og reglum fylgt. Það sem af er þessu ári hefur embætti umboðsmanns tekið frumkvæði með fyrirspurnum og stundum frekari meðferð í meira en tug mála, aðal- lega í málum sem snerta ríkið. Um- boðsmaður telur meðal annars ástæðu til að kanna sérstaklega hvort reglum um jafnræði borgar- anna hafi verið fylgt í máli OR. „Það má ekki gleyma að eitt helsta hlutverk umboðsmanns er að efla og styrkja stjórnsýsluna með því að sýna frumkvæði þegar við á,“ segir lögfróður heimildarmaður blaða- manns. „Hann á m.a. að lýsa því hvernig stjórnsýslan á að vera sam- kvæmt gildandi lögum.“ Of pólitískt? Heimildarmenn blaðamanns segja að umboðsmaður sé alls ekki að taka þátt í einhverjum slagsmálum stjórnmálamanna heldur einfaldlega að sinna starfi sínu. En allir heimild- armenn blaðamanns kusu að koma fram undir nafnleynd þar sem málið allt væri „svo viðkvæmt“. Þeir benda á að ágreiningur sé um það hvort stjórn OR hafi fylgt settum leik- reglum, skráðum eða óskráðum, og túlkað réttilega lögin um hlutverk stofnunarinnar. Því sé brýnt að svara spurningum umboðsmanns. „Þetta snýst um það hvaða stjórn- sýslureglum eigi að lúta þegar sveit- arstjórnirnar fara með þennan eign- arhlut sinn og hver aðkoma sveitar- stjórnarmanna skuli vera,“ segir einn heimildarmanna. Eitt atriði sem stingi mjög í augu sé aðferðin við að meta framlag borgarfyrirtæk- isins til samrunans. Til grundvallar matinu á verðmæti eignanna sem OR lagði til Reykjavik Energy In- vest (og þá verðmæti þeirra hluta REI sem seldir voru einstaklingum og lagðir inn í nýja fyrirtækið) hafi verið notaðar upplýsingar frá starfs- mönnum og yfirmönnum OR og REI. Ekkert bendi til þess að leitað hafi verið álits óháðra sérfræðinga. Líklegt sé að umræddir starfsmenn og yfirmenn hafi verið í hópi þeirra sem fengu eða áttu að fá kauprétt- arsamninga. Hagsmunaáreksturinn í þessu ferli virðist vera gersamlega á skjön við viðurkenndar stjórnsýsluhefðir. „Það bókstaflega þyrmir yfir mann þegar lokinu er lyft af þessum potti OR,“ sagði einn heimildarmaður. „Hvað er eiginlega að gerast? Eru öll prinsipp fyrir bí?“ Sumir borgarfulltrúar D-lista hafa sagt blaðamanni að ein ástæðan fyrir klúðrinu hafi verið að fulltrúarnir hafi yfirleitt verið svo uppteknir af eigin málaflokkum að þeir hafi ekki sinnt þeirri skyldu sinni að fylgjast almennilega með stóru málunum í borgarstjórn. En þegar þjónustufyr- irtæki Reykjavíkurborgar og dóttur- fyrirtæki þeirra eru komin í náið samstarf við einkafyrirtæki getur verið snúið að skilgreina afkvæmið. Og er umsvifalaust hægt að beita þar aðferðum sem tíðkast í einkageiran- um, aðferðum sem eiga sér rætur í allt öðrum „kúltúr“? Líklega rekast þar á tveir ólíkir heimar. Bent er á að menn eins og Haukur Leósson og Bjarni Ár- mannsson, báðir lykilmenn í sam- runaferli REI og GGE, hafi engan bakgrunn í opinberri stjórnsýslu og séu vanir því að geta tekið snöggar ákvarðanir í stað þess að feta sein- farna troðninga hins opinbera með öllu sínu lýðræðislega ferli og lög- bundna aðhaldi. En takmörk hljóti að vera fyrir því hve miklu valdi kjörnir fulltrúar mega afsala sér í hendur stjórnenda stofnana og dótt- urfyrirtækja þeirra. „Þetta er í eigu sveitarfélaganna þriggja og embættismönnunum, þ. á m. borgarstjóra og bæjarstjórum, er ætluð ákveðin aðkoma í mikilvægum málum þar sem greidd eru atkvæði,“ segir lögfræðingur. „En það er óhjá- kvæmilegt að menn spyrji sig í tilefni af máli OR hvernig leikreglur hins opinbera virki. Geta menn átt von á að samþykkt verði, án sameiginlegar aðkomu kjörinna fulltrúa, að selja Jóhannesi í Bónus Nesjavallavirkj- un? Ef einhvern langar í borholu geti hann bara keypt hana sisona?“ Einhver beri ábyrgð „Stjórnkerfið er byggt á því að á endanum beri einhver ábyrgð. Í sveitarfélögum er sveitarstjórn æðsta apparatið og hún er í eðli sínu fjölskipað stjórnvald sem tekur ákvörðun á fundum. Þannig er tryggð lýðræðisleg umræða.“ Einn heimildarmanna fullyrti að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fráfar- andi borgarstjóri, sem var lengi í for- ystu fyrir samtök sveitarfélaga, hefði beitt sér gegn því að opinbert eftirlit með þeim yrði hert. Hann hefði viljað að þau fengju tiltölulega frjálsar hendur. Hin nýja útrásar- stefna OR og vaxandi sjálfræði fyrir- tækisins sé því mjög í anda hans. Umboðsmaður slær á opinbera útrásarputta Morgunblaðið/ÞÖK Reglur brotnar? Höfuðstöðvar OR við Bæjarháls ollu miklum deilum á sín- um tíma vegna þess að kostnaður fór langt fram úr áætlun. Starfsmenn einir um að meta verð- gildi hlutar REI? STAFRÆNAR myndavélar í Hval- fjarðarsveit hafa myndað 3.152 hraðabrot frá því þær voru settar upp í byrjun júlí eða rúmlega eitt þúsund hraðabrot á mánuði. Heild- arsektir vegna þessara brota námu 55 milljónum króna. Gefinn er af- sláttur sé sektin greidd innan 30 daga og eru sektargreiðslur því lægri sem afslættinum nemur. Nú er unnið að uppsetningu sjö nýrra hraðamyndavéla víða um land og á því að vera lokið eftir 4-6 vikur. Þá verða sjö myndavélar til viðbótar settar upp á næsta ári, að því er fram kom á blaðamanna- fundi, sem samgönguráðuneytið og ríkislögreglustjóri héldu síðastlið- inn fimmtudag. Mörg embætti í samvinnu Myndir úr hraðamyndavélum eru dulkóðaðar og sendar til lögreglu- stjórans á Snæfellsnesi þar sem unnið er úr þeim. Málin eru síðan send til lögreglustjórans á Hvols- velli þar sem greiðsluseðlar vegna sektanna eru prentaðir út og sendir þeim sem brotin hafa framið. Þessi verkaskipting er liður í þeirri við- leitni að færa verkefni frá ríkislög- reglustjóra út á land. Frá áramót- um og til loka september sl. voru gefin út 15.389 sektarboð vegna hraðakstursbrota á landinu öllu. Hlutfall brota sem stafrænu myndavélarnar skráðu í tæpa þrjá mánuði var 20,5% allra hraðabrota fyrstu níu mánuði ársins. Vegagerðin sér um uppsetningu og viðhald stafrænu hraðamynda- vélanna og fjármagnar kaup þeirra samkvæmt samningi milli ríkislög- reglustjóra, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu, fyrir hönd sam- gönguráðuneytisins. Samkvæmt samningnum var ákveðið að veita 218 milljónum króna til að herða til muna umferðareftirlit, bæði á þjóð- vegum og í þéttbýli. Brotum fylgt eftir Auk þess að fjármagna stafrænu hraðamyndavélarnar sextán hefur þessari upphæð meðal annars verið varið til kaupa á átta nýjum lög- reglubifhjólum, 32 ratsjártækjum með myndavélum í lögreglubíla, 11 öndunarsýnismælum, auk þess að tryggja tvö stöðugildi hjá lögreglu- stjóranum á Snæfellsnesi við úr- vinnslu á myndum stafrænu hraða- myndavélanna. Með samningnum er bæði verið að bæta tækjakost lögreglunnar og gera henni kleift að fylgja hugs- anlegum brotum eftir af fullum þunga, að því er fram kemur í til- kynningu. Morgunblaðið/Júlíus Gegn hraðakstri Góður árangur hefur náðst í átaki ríkislögreglustjóra, Vegagerðarinnar og Umferðarstofu fyrir hönd samgönguráðuneytis. Hraðamyndavélar hafa gómað marga við hraðakstur Í HNOTSKURN »Tvær hraðamyndavélar íHvalfjarðarsveit mynduðu 3.152 hraðabrot á þremur mánuðum frá því þær voru settar upp í júlí og til loka september. »Verið er að setja upp sjöhraðamyndavélar sem verða á Sandgerðisvegi, Garð- skagavegi, í Fáskrúðsfjarðar- göngum og Hvalfjarðar- göngum. »Á næsta ári er ætlunin aðsetja upp sjö hraðamynda- vélar til viðbótar. »Veitt var 218 milljónum tilaukins umferðareftirlits í þéttbýli og dreifbýli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.