Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 29

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 29 Verkalýðsfélögin á Snæfellsnesi eru á leiðinni að sameinast í eitt félag. For- ráðamenn verkalýðsfélaganna þriggja sem starfa á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sent félagsmönn- um á svæðinu kynningarbækling þar sem þetta er lagt til. Með breytingum á sjúkrasjóðskerfinu innan ASÍ eiga lítil stéttarfélög erfiðara með að standa undir skuldbindingum sínum og er það til að flýta ferlinum. Með því að sameinast verður til öflugra fé- lag sem nær betri árangri í þjónustu við félagsmenn sína, það fullyrða for- svarsmennirnir. Póstkosning verður í nóvember og þá kemur vilji félagsmanna í ljós. Í nýja félaginu, sem næði yfir allt Snæfellsnes, verða um 2.000 félags- menn. Þetta dæmi sýnir að meiri vilji er til þess nú að líta á Snæfellsnesið sem eina heild. Stærri heild er öflugri og með meiri slagkraft en minni hóp- ar. Sama lögmál gildir varðandi sveit- arfélögin á svæðinu. Við erum ekki nema rúmlega fjögur þúsund íbú- arnir á Snæfellsnesi.    Veðrið er eilíft umræðuefni. Tíðar- farið á þessu ári virðist koma okkur dálítið á óvart og vera sérstakt á ýms- an hátt. Í síðasta pistli mínum vakti ég athygli á því hversu þurrt sumarið hafði verið. Á 140 ára tímabili hafði einu sinni áður verið minni úrkoma í Stykkishólmi yfir sumarið. En skjótt skipast veður í lofti. Nú hefur þessu næstum verið snúið við. Það rignir hvern daginn á eftir öðrum, enda- laust vatnsmagn virðist koma af himnum ofan. Við erum örugglega búin að fá alla rigninguna sem hefði átt að koma í sumar samkvæmt venju. Samkvæmt upplýsingum frá Trausta á Veðurstofunni mældist úr- koma í Hólminum í september 162,5 mm og hefur einni sinni mælst lítil- lega meiri í þeim mánuði, það var 1933 (166 mm). Í ágúst og september saman mældust 239,1 mm og það er það sama að aðeins einu sinni hefur mælst meiri úrkoma í þessum mánuðum samtals, það var ár- ið 1939 að hún mældist 246,9 mm.    Vatnasafn Roni Horn í Stykk- ishólmi hefur vakið mikla at- hygli frá því það var opnað í vor. Þar var til nýr hlekkur til að styrkja Stykkishólm sem ferðamannabæ. Í sumar var mikil aðsókn að safninu og alls komu í heim- sókn 4.200 gestir frá byrjun júní til loka ágúst. Að sögn umsjónarmanns er greinilegt að Roni Horn nýtur mikillar aðdáunar sem listamaður. Útlend- ingar hafa komið gagngert til að skoða safnið, taka myndir og skrifa um listamanninn. Listaverkið sem mótað er af glersúlum er einfalt og sí- breytilegt. Margir gestanna eru tor- tryggnir í byrjun, en enginn þeirra virðist hafa farið vonsvikinn í burtu. Í vetur verður ekki opið á föstum tíma, en hægt er að fá að skoða safnið með því að hafa samband við for- stöðumann Amtsbókasafnsins.    Nýtt pósthús verður opnað föstudag- inn 19. október. Húsið er við innkom- una í bæinn og hafa byggingarfram- kvæmdir gengið vel. Pósthúsið sem nú er notkun fær nafnið Gamla póst- húsið. Það var byggt árið 1966 og hef- ur þjónað hlutverki sínu í 40 ár. Hús- næðið hefur verið auglýst til sölu. Um er að ræða gott hús á tveimur hæð- um, um 340m². Eignin býður upp á ýmsa notkunarmöguleika eins og skrifstofu- eða verslunarhúsnæði. Það er von bæjarbúa að með sölu pósthússins skapist nýir möguleikar fyrir framtakssama menn í atvinnu- málum Hólmara.    Frá höfninni, sem áður var lífæð Stykkishólms, berast litlar fréttir. Þar er rólegt yfir. Einn smábátur stundar línuveiðar, annar veiðir ígul- ker og tveir leggja haukalóð. Aðrir bátar sem hér eru skráðir stunda veiðar frá öðrum höfnum. Hólmarinn SH er annar báturinn sem stundar lúðuveiðar og hefur hann veitt níu góðar lúður í þessari viku og getur áhöfnin verið ánægð með þann árangur. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Góður fengur Áhöfnin á Hólmaranum SH, þau Kristín Benediktsdóttir og Gestur Hólm Kristinsson, ánægð með aflann. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Árnason fréttaritari Pétur Stefánsson yrkir um atgang- inn í borgarstjórn: Hvar sem bjóðast völd og veraldarauður, vatn í munninn svikahrappur fær. – Ég sem hélt að Júdas væri dauður og jarðaður í Austurlöndum nær. Þá Einar Kolbeinsson: Ýmsir hlú að efldri trú, og þá færir völdum nær, blessun sú að Björn er nú, betri en hann var í gær. Hjálmar Freysteinsson komst að kjarna málsins: Heimsathygli að henni beindist; hitt er svo annað mál að friðarsúlan seinna reyndist sannkallað ófriðarbál. Þá Hreiðar Karlsson: Augu heimsins að sér dró eins og ljósið flugurnar. Friður lítill fylgdi þó friðarkerti Yokoar. Ingólfur Ómar Ármannsson komaf sjónum og hlustaði á fréttir áður en meirihlutinn sprakk: Margt er það sem miður fer málin þvæld og snúin borgarstjórinn okkar er öllu trausti rúinn! Og karl af Laugaveginum orti: Karlinn í brúnni sjóa syðra sýpur nóga. Brosir til mín baugaskorðan. Minn borgarstjóri er fyrir norðan. Lausnin við orðagátunni á þriðju- dag var þing. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af sjó og borg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.