Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 32

Morgunblaðið - 13.10.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVAÐ VAKIR FYRIR VINSTRI GRÆNUM? Í samtali við Morgunblaðið fyrirrúmri viku eða hinn 5. októbersagði Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn Reykjavíkur og verðandi staðgengill borgarstjóra, m.a.: „Þessir menn haga sér með opin- bert fyrirtæki og opinbert fé eins og þeir séu með sjoppu, sem þeir eigi sjálfir á sinni kennitölu“ og vísar þar til forráðamanna þáverandi meiri- hluta í borgarstjórn. Og Svandís bætti við: „Leikreglurnar, sem við setjum okkur eru fyrst og fremst settar til að tryggja rétt almennings. Almenning- ur á þessa peninga. Almenningur á þetta fyrirtæki og þeir, sem stýra því eiga að virða reglurnar, því annars eru þeir ekki að virða almenning. Þetta snýst ekki um lagatækni heldur snýst þetta um það að virða leikregl- urnar og virða almenning.“ Sunnudaginn 7. október sl. skýrði Morgunblaðið frá opnum fundi Vinstri grænna um málefni Orkuveit- unnar en á þeim fundi sagði Svandís Svavarsdóttir m.a.: „...það er greinilegt að fólki er al- gjörlega misboðið. Maður finnur svo sterkt fyrir því, að þessi gjörningur, sem þarna fer fram er táknrænn fyrir svo margt. Hann er táknrænn fyrir spillingu í stjórnmálum og menn sem fara með völd almennings sem sín eigin.“ Í samtali við Morgunblaðið hinn 8. október sl. segir Svandís Svavars- dóttir, að „henni þyki sérkennilegt, að þeir Bjarni Ármannsson, stjórn- arformaður REI og Jón Diðrik Jóns- son, ráðgjafi félagsins, skuli enn vera ósnertanlegir“. Í samtali við Ríkisútvarpið í gær- kvöldi sagði Svandís Svavarsdóttir að nú skipti mestu að skapa ró um mál- efni Orkuveitunnar og að það mundi taka nokkra mánuði að skoða málið og komast að niðurstöðu um afstöðu hins nýja borgarstjórnarmeirihluta til þess. Hvað vakir fyrir Vinstri grænum? Hvers vegna er allt í einu mikilvæg- ast að skapa ró um málefni Orkuveit- unnar og Reykjavík Energy Invest eftir að Svandís sjálf hefur lagt mikið af mörkum til þess að opna augu al- mennings fyrir þeirri röð mistaka, sem gerð hafa verið í þessu máli? Er ekki nauðsynlegt að stöðva þessa þróun strax? Telur Svandís, að einka- rekstraraðilarnir í hinu sameinaða útrásarfyrirtæki haldi að sér höndum og geri ekki neitt meðan hún er að skoða málið í nokkra mánuði? Það er alveg ljóst að það hafa verið gerðir samningar á milli aðila, sem eru þess eðlis, að forráðamenn Orku- veitunnar verða að leita allra leiða til þess að rifta þeim. Vinstri grænir verða að gera borg- arbúum grein fyrir því hvað þeir hyggjast fyrir. Þeir einir eru líklegir til að stöðva þessa þróun. UMHVERFISVERÐLAUN NÓBELS Ákvörðun Nóbelsnefndarinnar umað veita Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, friðar- verðlaunin kemur ekki á óvart. Hann hlýtur verðlaunin ásamt vísinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna um lofts- lagsbreytingar, IPCC, fyrir þátt þeirra í baráttunni til að bregðast við loftslagsbreytingum af manna völd- um. Í niðurstöðum Nóbelsnefndar- innar í Ósló sagði að nefndin og Gore hefðu beint sjónum að „þeim ferlum og ákvörðunum, sem virtust nauð- synlegar til að vernda loftslag jarðar í framtíðinni og þar með draga úr hættum gegn öryggi mannkyns í framtíðinni“. Síðan sagði: „Aðgerða er þörf nú þegar, áður en loftslags- breytingarnar ganga svo langt að maðurinn geti ekki haft áhrif á þær.“ Í yfirlýsingu frá Gore sagði að neyðarástand blasti við jarðarbúum: „Neyðarástandið í loftslagsmálum er ekki pólitískt mál heldur siðferðileg og andleg áskorun til alls mannkyns.“ Rajendra Pachauri, formaður vís- indanefndarinnar, kvaðst vona að verðlaunin beindu athygli þjóða heims að ógninni, sem mannkyni staf- aði af loftslagsbreytingum og nauð- syn þess að bregðast við þeim. Þrjú þúsund sérfræðingar eru í nefndinni og í nýjustu skýrslu hennar segir að líkurnar á að þær breytingar, sem nú eigi sér stað á loftslagi, séu af manna völdum séu meira en 90%. Nefndin var stofnuð árið 1988 og hefur sent frá sér margar skýrslur um loftslags- mál. Næstu skýrslu hennar er að vænta áður en loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Balí í byrjun desember. Sumum kann að virðast að nefndin sé komin ansi langt frá uppruna sín- um þegar hún er farin að veita frið- arverðlaun fyrir umhverfismál. Það er hins vegar síður en svo langsótt. Þær loftslagsbreytingar, sem virðast vera yfirvofandi, gætu haft afgerandi áhrif á stórum hlutum jarðar. Heim- kynni fjölda manns eru í hættu hækki yfirborð sjávar. Hungursneyð og bráður bani blasir við milljónum manna vegna þurrka. Loftslags- breytingar geta kallað fram milli- ríkjadeilur og ágreining og á endan- um leitt til blóðugra styrjalda. Það er því mikið í húfi. Hægt er að deila um boðskap Als Gore og hann hefur verið gagnrýndur fyrir að ýkja hætturnar í heimildar- myndinni Óþægilegur sannleikur, sem fyrr á þessu ári fékk óskarsverð- laun. En eftir stendur að grundvall- arboðskapur myndarinnar er reistur á traustum, vísindalegum grunni og hefur hún opnað augu margra fyrir þeim vanda, sem blasir við. Þáttur IPCC í að leggja vísindalegan grunn undir umræðuna um loftslagsbreyt- ingar er ómetanlegur. Vonandi verð- ur ákvörðun Nóbelsnefndarinnar til að ýta enn undir þá umræðu og verða aflvaki aðgerða í loftslagsmálum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Lei[a má líkur að því aðásýnd Íslands hafi breystmeira á sl. fimm árum ennokkru sinni áður á jafn stuttum tíma í sögunni. Og sú hætta er fyrir hendi að ásýnd landsins og ímynd gætu tekið enn meiri stakka- skiptum á komandi árum. Sökum þessa er mikilvægt að vinna að rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Því við sem lifum nú höfum ekki leyfi til að ráðstafa stórum hluta orkuauðlinda okkar og arfi komandi kynslóða á sem skemmstum tíma. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Þórunnar Sveinbjarnar- dóttur umhverfisráðherra við setn- ingu Umhverfisþings 2007 sem hófst í gær og lýkur í dag. Í máli ráðherra kom fram að vís- indaleg þekking Íslendinga á eigin náttúru stæði ekki jafnfætis ná- grannaþjóðum okkar. Sagði hún það langtímaverkefni að ljúka kortlagn- ingu á lífríki og vistgerðum, svo hægt yrði að taka upplýstar ákvarð- anir um landnýtingu og fram- kvæmdir. „Ég mun beita mér fyrir því að það verkefni verði sett í for- gang og að til þess fáist nægjanleg framlög í rammafjárlögum sem líta munu dagsins ljós á næsta ári.“ Eigum ekki að biðja um und- anþágur í loftslagsmálum Í ávarpi sínu sagðist Þórunn einn- ig ætla að beita sér fyrir fullgildingu Árósasamningsins, sem lýtur m.a. að þátttöku almennings við ákvarð- anatöku. „Ég vil auka þátttöku al- mennings og félagasamtaka í ákvörðunartöku í náttúruverndar- og umhverfismálum.“ Sagðist hún jafnframt mundu leggja áherslu á að styrkja náttúruvernd, ekki bara með friðun fleiri svæða, heldur einn- ig með því að styrkja framkvæmd friðlýsingar og efla samstarf við heimamenn. Fram kom í máli ráðherra að hún hygðist óska eftir því að undirbún- ingur yrði hafinn við að taka þrjú ný svæði inn á skrá Ramsar-samnings- ins um vernd votlendissvæða sem hefðu alþjóðlega þýðingu. Þessi svæði eru Breiðafjörður, Guðlaugs- og Álfgeirstungur í hálendinu sunn- an Skagafjarðar og Eyjabakkar norðan Vatnajökuls. „Öll þessi svæði eru eða verða friðlýst, en með því að tilnefna þau á Ramsar-skrá njóta þau öflugri verndar en áður sem alþjóðlega mikilsverð svæði.“ Ráðherra gerði í ávarpi sínu lofts- lagsmálin að umtalsefni. Sagði hún ábyrgð Íslands í þeim efnum engu minni en annarra þjóða. „Við njót- sitt við setningu Umhverfis Sagði Kristín Helga má áttavita. „Og halda samstil lagið til verndar íslenskri n varðveislu líffræðilegrar fj gróðurs og dýralífs þegar verður æ meiri og nýjustu f svokölluðu athafnalífi hérle til kynna að tækifæri ath felist í vatnsréttindum, ork og sívaxandi möguleikum náttúruauðlindir með jarð dýnamíti. Þá er rétt eins gott að m unnið heimavinnuna sína, h lagt íslenska náttúru, fánu flóru og fyrirbærin öll, v virði landið er og standi k öfluga náttúruverndaráæ vopni svo forðast megi st standa reikningsskil gagnv andi kynslóð,“ sagði Krist Tók hún fram að nú væri la hlé á stóriðjuframkvæm langa hríð, þó að ekki væri að fá yfirsýnina alla. Aðeins búið að friðlýsa 14 svæðum áætlunarinn Við undirbúning núgilda úruverndaráætlunar voru 119 tillögur um friðlýsing hverfisstofnun valdi 77 þ birtingar í skýrslu stofnu „Náttúruverndaráætlun 2 aðferðafræði, tillögur Um stofnunar til friðlýsingar“. um 77 tillögum samþykkt síðan með þingsályktunart um þess að eiga og nýta endurnýj- anlega orku. Þrátt fyrir þann fjár- sjóð losum við Íslendingar jafn mikið eða jafnvel meira af gróður- húsalofttegundum í andrúmsloftið og meðalþjóð í Evrópu. Þessu þurf- um við að breyta. Við þurfum að finna leiðir til að minnka losun frá fiskiskipaflotanum og bílaflotanum. Og við þurfum að velja vistvænni bíla, keyra minna, taka oftar strætó, ganga meira. Við eigum ekki að biðja um undanþágur, heldur leggja okkar af mörkum, vera í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreyting- um og til fyrirmyndar í þeim efn- um,“ sagði Þórunn. Nú er lag að gera hlé á stór- iðjuframkvæmdum „Við stöndum á tímamótum. Við stöndum sem ferðahópur á kross- götum til framtíðar hvað varðar náttúruvernd og umhverfisvitund, hvað varðar framtíð og velferð manns og náttúru. Og eitt það versta sem maður lendir í, í hópferð um krossgötur, er þegar hópurinn er ekki samstilltur, hefur ekki kom- ið sér saman um ferðaáætlun og allt endar í þjarki og pexi um framhald- ið. Verst af öllu er þó þegar leiðang- ursstjórar hlusta ekki á sjónarmið ferðafélaganna, taka öll völd og æða áfram í blindri trú á eigið ágæti, eins og dæmi náinnar fortíðar sanna.“ Þannig hóf Kristín Helga Gunn- arsdóttur, rithöfundur og fulltrúi umhverfisverndarsamtaka, ávarp Við stöndum á tíma hvað varðar náttúru Friðlýsing Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, gerði grein fyrir stöðu og framk  Umhverfisráðherra hyggst beita sér fyrir fullgildingu  Vill þrjú ný svæði inn á skrá Ramsar-samningsins um VIÐ undirbúning náttúruverndaráætlunar er mikilvægt að hor málin frá víðara sjónarhorni en gert hefur verið til þessa. Tak tillit til áhrifa fyrirhugaðrar friðlýsingar á félagslega og efnah þætti. Þetta kom fram í ávarpi Vilhjálms Egilssonar, framkvæm stjóra SA, á Umhverfisþingi sem hófst í gær. Sagðist Vilhjálmur þeirrar skoðunar að fleiri þyrftu að koma undirbúningi náttúruverndaráætlunar en vísindamenn og það h vera ástæða til að velta fyrir sér hvort náttúruverndaráætlun æ ekki að fara í gegnum svipað ferli og t.d. skipulagsáætlanir stj valda og samgönguáætlun þar sem ekki væru einungis skoðuð hverfislegu áhrif, heldur einnig aðrir mikilvægir þættir. „Nátt úruverndaráætlun getur ekki staðið ein og sér án tengsla við landsskipulag, svæðisskipulag og aðrar áætlanir sem liggja fyr sagði Vilhjálmur og tók fram að það hefði vakið athygli hans a ustu náttúruverndaráætlun hefði verið gert ráð fyrir að friða a Skerjafjörð vegna mikilvægis fyrir fugla. „Undir þetta svæði fellur höfnin í Kópavogi og ýmsar landfy sem unnið hefur verið að, auk þess sem hugsanlegt flugvallars Lönguskerjum er hluti svæðisins. Það hefði verið afar gagnleg tilviki og reyndar öðrum að fjalla um áhrif friðlýsingar á nýtin svæðisins til frambúðar. Með vinnubrögðum eins og þessum ge sem vilja og hafa hug á nýtingu svæða séð hvaða skorður er v reisa og komið sjónarmiðum sínum á framfæri.“ Taka þarf tillit til flei þátta við friðlýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.