Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 37
GÓÐ haustbeit er afar mikilvæg
hrossum á útigangi, sérstaklega ef
þeim er ætlað að ganga úti allan
veturinn. Á haustin safna þau
mikilvægum fituforða og aðlaga
sig kaldara veðurfari. Alþekkt er
að haustrigningar koma illa við
grönn hross enda fitulagið undir
húðinni helsta vörnin gegn kulda
áður en hross eru komin í vetr-
arhárin.
Þegar ekið er um þjóðvegi
landsins má víða sjá hross á léleg-
um hausthögum. Sum virðast nán-
ast hafa gleymst í uppnöguðum
sumarhólfum og mörg dæmi eru
um að hross séu haldin á mýrum
sem ekki henta til haustbeitar.
Jafnvel má sjá hross á rýrum
lyng- og flagmóum sem alls ekki
ætti að nota til beitar. Það segir
sína sögu að hross snerta helst
ekki við föllnum mýrargróðri á
meðan þau naga þurra skurð-
bakka alveg niður í rót. Loðið
mýrlendi er oft mistúlkað þannig
að næg haustbeit sé til staðar. Þá
virðist hafa farið framhjá mörgum
að skylt er að koma upp haga-
skjóli þar sem náttúrulegt skjól er
ekki til staðar og á það við á öllum
árstímum.
Hross sem eiga að ganga úti
þurfa að vera í ríflegum reiðhests-
holdum að hausti eða sem svarar
3,5 á holdastigunarkvarða þeim
sem fylgir aðbúnaðarreglugerð
hrossa (160/2006). Þau mega
gjarnan vera feit á þessum árs-
tíma (holdastig 4) þó varast beri
að hross verði afmynduð af spiki
(holdastig 5).
Þess skal gætt að hross fari
ekki niður fyrir 3 í holdastigun og
á það við um öll hross á hvaða
árstíma sem er. Því miður er ekki
óalgengt að stóðhestar og hross
sem hafa verið í mikilli brúkun
séu nær 2,5 í holdastigun á þess-
um árstíma. Slík hross þurfa mjög
góða beit, t.d. á túni eða ábornum
úthaga og þörf getur verið á að
hýsa þau á nóttunni. Hross sem
komin eru niður í 2 í holdastigun
eru byrjuð að ganga á vöðva og
þurfa sérstaka aðhlynningu, annað
varðar við illa meðferð dýra. Séu
hross komin niður í 1,5 í hold-
astigun eða neðar (horuð eða
grindhoruð) hafa þau gengið veru-
lega á vöðva og hætt er við að þau
nái sér ekki að fullu þrátt fyrir að-
hlynningu. Slík meðferð varðar við
lög um búfjárhald og dýravernd.
Velferð dýra er á sameiginlegri
ábyrgð okkar allra og hverjum
sem verður var við slæman aðbún-
að hrossa ber að gera viðkomandi
héraðsdýralækni viðvart.
Til haustbeitar dugar best sum-
arfriðað valllendi. Varasamt getur
verið að setja hross sem vön eru
úthaga of snögglega á tún en
dæmi eru um að slíkar fóðurbreyt-
ingar hafi orðið hrossum að
heilsutjóni. Með hæfilegri aðlögun
og þegar líða tekur á haustið eru
tún þó hið besta beitiland fyrir þá
hrossahópa sem þurfa best atlæti,
þ.e. fylfullar og/eða mjólkandi
hryssur, folöld, trippi og hross
sem af einhverjum orsökum þarf
að bata, s.s. hross sem hafa verið
notuð til keppni eða langferða.
Nauðsynlegt er að ormahreinsa
öll hross við beitarskipti enda er
einn helsti tilgangur ormahreins-
unarinnar að minnka smit í beiti-
landinu. Þannig má fyrirbyggja al-
varlegar ormasýkingar.
Ormalyfjagjafir hafa skammvinn
áhrif gangi hrossin áfram á smit-
uðu landi. Ef þannig háttar þarf
að gefa ormalyf á 2ja-3ja mánaða
fresti en með góðu skipulagi getur
dugað að gefa ormalyf tvisvar á
ári. Ormaveik hross þarf auðvitað
að meðhöndla þó að það geti verið
hættulegt. Folöld og trippi geta
stíflast af dauðum þráðormum og
þarmaslímhimnan getur skaddast
alvarlega af dreyrormalirfum sem
fara af stað þegar fullorðnu orm-
arnir hafa verið drepnir. Því er
heldur seint í rass-
inn gripið að gefa
ormalyf eftir að
einkenni ormaveiki
eru farin að sjást.
Slíkt ætti að gefa
tilefni til endur-
skoðunar á beit-
arstjórnun og notk-
un ormalyfja.
Aðgangur að
góðu drykkjarvatni
er að sjálfsögðu
nauðsynlegur og á
ábyrgð eigenda að
fylgjast vel með vatnsbólum og
grípa til ráðstafana ef kemur til
þurrðar, s.s. vegna langvarandi
þurrka eða kulda.
Þegar líður á útigönguna er
æskilegt að feit hross sem nota á
til reiðar gangi aðeins á þann
forða þannig að þau séu
á bilinu 3-3,5 í hold-
astigun þegar þau eru
tekin á hús. Það er betri
meðferð að láta hrossin
ganga hægt og bítandi á
fituforðann meðan þau
eru á útigangi fremur
en að halda mikið í við
þau á húsi. Mjólkandi
og/eða fylfullar hryssur
og trippi í örum vexti
þurfa hins vegar á öllum
sínum forða að halda
með vorinu og alls ekki
má slá af fóðrun á þeim hópi.
Lykilatriðið er að flokka hross
eftir fóðurþörfum og velja beiti-
land og fóðurgjöf eftir því.
Eru hrossin þín í góðum haga?
Sigríður Björnsdóttir skrifar
um haustbeit hrossa
og útigöngu
» Velferð dýra er ásameiginlegri
ábyrgð okkar allra og
hverjum sem verður var
við slæman aðbúnað
hrossa ber að gera við-
komandi héraðsdýra-
lækni viðvart.
Sigríður Björnsdóttir
Höfundur er dýralæknir hrossa-
sjúkdóma hjá Landbúnaðarstofnun.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali