Morgunblaðið - 13.10.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 39
GUNNAR Birgisson, bæj-
arstjóri og oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í Kópavogi, opinberaði
sig með óvenju skýrum hætti í
fréttum Stöðvar 2 hinn 10. októ-
ber síðastliðinn. Hann var að
reyna að verja þá fáheyrðu
ákvörðun að ráða Guðmund
Gunnarsson sem verkefnisstjóra
hjá bæjarskipulagi án auglýs-
ingar og á launakjörum sem eru
ekki í neinu samhengi við launa-
kjör annarra starfsmanna hjá
bænum. Gunnar sagði í fréttum
Stöðvar 2 ,,Guðmund hafa verið
hvalreka fyrir Kópavogsbæ og að
augljóst sé að slíkur fengur myndi
ekki koma til starfa hjá bænum á
taxtalaunum“. Það er með öðrum
orðum skoðun bæjarstjórans að
til að fá úrvalsstarfsmenn og
,,hvalreka“ til starfa hjá bænum
dugi ekki að borga taxtalaun. Þær
gerast nú ekki kaldari kveðjurnar
til leikskólastarfsmanna, kennara
og annarra starfsmanna bæjarins
sem allir eru á taxtalaunum – það
er að mati bæjarstjórans enginn ,,
slíkur fengur“ að því fólki. Er
þetta athyglisvert innlegg Gunn-
ars í kjarasamninga sem nú eru
framundan. Á undanförnum árum
hefur enginn sveitarstjórn-
armaður í Kópavogi hamrað eins
á því að ekki megi eða eigi að
borga umfram taxtalaun, þá fari
samfélagið á hliðina! Þessi rök
eiga svo ekki við þegar um er að
ræða vin hans og flokksfélaga af
Álftanesinu, þá eru laun ákvörðuð
með allt öðrum hætti – vonandi
berast Kópavogsbúum ekki fleiri
slíkir hvalrekar.
Flosi Eiríksson
Gunnar og
,,hvalrekinn“
Höfundur er bæjarfulltrúi
Samfylkingarinnar.
FÖSTUDAGINN 5. október birt-
ist grein eftir Helga Hafstein Helga-
son lækni í Morgunblaðinu sem
vakti athygli mína og furðu enda
vegið þar að starfs-
grein minni, hjúkr-
unarfræði, með afar
ómálefnalegum hætti.
Í greininni, „Vantar
hjúkrunarfræðinga?“
viðrar Helgi hug-
myndir sínar um hver
sé hugsanleg ástæða
vöntunar á hjúkr-
unarfræðingum. Hann
lætur í veðri vaka að sá
„meinti“ skortur á
hjúkrunarfræðingum
sem hefur verið til um-
fjöllunar undanfarið sé
í raun ekki annað en heimatilbúið
vandamál forsvarsmanna hjúkrunar
á Íslandi. Í grein Helga kemur fram
að undanfarinn áratug hafi megin
áhersla forsvarsmanna hjúkrunar
verið á tvennt; annars vegar að
koma í veg fyrir að sjúkraliðum hafi
verið færð aukin ábyrgð og hins veg-
ar að teygja störf hjúkrunarfræð-
inga inn á starfssvið lækna meðal
annars með því að auka kvaðir hins
„venjulega hjúkrunarfræðings“ að
skrá upplýsingar. Tímaskráningar,
mat á hjúkrunarþyngd og vinnuálagi
séu allt dæmi um sóun á dýrmætum
tíma hins „venjulega hjúkr-
unarfræðings“ sem vill
bara vinna vinnu sína
sem er að veita sjúk-
lingum góða hjúkr-
unarþjónustu eins og
Helgi orðar það. Sem
„venjulegur hjúkr-
unarfræðingur“ eins og
Helgi kallar okkur
hjúkrunarfræðingana
sem vinnum daglega
við hjúkrun veikra ein-
staklinga, þá blöskra
mér þessi orð. Þau
vekja mig jafnframt til
umhugsunar um hvort
það séu fleiri en Helgi, sem hrein-
lega gera sér ekki grein fyrir út á
hvað störf okkar hjúkrunarfræðinga
ganga. Jú, vissulega vil ég og reyni
ávallt að veita skjólstæðingum mín-
um bestu hjúkrun sem kostur er á.
En hvað er góð hjúkrun, hvað þarf
ég „venjulegur hjúkrunarfræð-
ingur“ að gera í mínu starfi til að
veita góða hjúkrun? Ég starfa á
hjarta- og lungnaskurðdeild LSH en
þar liggja m.a. sjúklingar sem hafa
farið í stórar skurðaðgerðir og koma
þeir yfirleitt á deildina eftir sólar-
hrings gjörgæsludvöl. Nákvæmt eft-
irlit er mjög mikilvægt eftir aðgerð
og er það á ábyrgð hjúkrunarfræð-
inga að fylgjast með sjúklingnum og
gera læknum viðvart ef óæskilegar
breytingar verða á ástandi hans.
Fylgst er með hjartslætti í sírita,
með blæðingu og loftleka í brjóst-
holsdrenum, við fylgjumst með blóð-
þrýstingi, hita, súrefnismettun, önd-
un, vökvajafnvægi og svo mætti
lengi telja. Blóðgjafir eru nokkuð al-
gengar og er framkvæmd þeirra og
eftirlit eitt af því sem við hjúkr-
unarfræðingar berum ábyrgð á.
Verkjameðferð er einnig mikilvægur
hluti af hjúkrun eftir skurðaðgerðir.
Í dag eru ýmsar leiðir notaðar við
verkjastillingu, þar á meðal ut-
anbastdeyfingar. Þeim geta fylgt
aukaverkanir og því er nákvæmt eft-
irlit mikilvægt þegar slík verkja-
meðferð er notuð. Það að ganga í
gegnum skurðaðgerð, að liggja veik-
ur inni á sjúkrahúsi eða eiga að-
standanda í þeim sporum getur vald-
ið mikilli streitu, kvíða og andlegu
álagi og er stuðningur hjúkr-
unarfræðinga þá mjög mikilvægur.
Einnig er það okkar hlutverk, ásamt
öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, að
meta með viðkomandi hvort þörf sé
á aðstoð eftir útskrift, til dæmis
heimahjúkrun, félagsþjónustu,
hjálpartæki o.þ.h. Fræðsla til sjúk-
linga og aðstandenda fyrir aðgerð, á
meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og
við útskrift er jafnframt mikilvægur
þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga og
liður í því að veita góða hjúkrun. Góð
skráning hjúkrunarfræðinga á ofan-
greindum þáttum er lykilatriði til að
tryggja samfellu í jafnt lækn-
ismeðferð sem og hjúkrunarmeðferð
sjúklinga. Undanfari allrar skrán-
ingar er það mat og eftirlit sem talað
hefur verið um og fer það mat og eft-
irlit hvergi annars staðar fram en í
samskiptum og nærveru við sjúk-
linginn. Ég get því alls ekki séð að
starf mitt sem „venjulegur hjúkr-
unarfræðingur“ hafi færst frá
sjúkrarúminu og aftur fyrir tölvu-
skjáinn eins og Helgi kemst að orði í
grein sinni. Skráning hjúkrunar er
mikilvægur hluti góðrar hjúkr-
unarþjónustu og samkvæmt til-
mælum frá Landlæknisembættinu
er það skylda mín sem hjúkr-
unarfræðingur að skrá upplýsingar
á viðeigandi hátt. Með aukinni
tækni, flóknari læknismeðferðum og
veikari sjúklingum er góð hjúkr-
unarskráning án efa mikilvægari nú
en nokkru sinni fyrr sem liður í því
að tryggja öryggi sjúklinga inni á
sjúkrahúsum. Á deildinni sem ég
starfa á er afar gott samstarf á milli
fagstétta, jafnt hjúkrunarfræðinga,
lækna, sjúkraliða, sjúkraþjálfara og
annarra sem að meðferð sjúklinga
koma. Við lítum svo á að við séum í
sama liði og berum virðingu hvert
fyrir öðru sem fagfólki. Við störfum
öll með það sameiginlega markmið í
huga, að styðja sjúklinga til bata,
greina fljótt þá fylgikvilla sem upp
geta komið eftir aðgerð og með-
höndla þá, sem og að undirbúa með
sjúklingum og fjölskyldum þeirra
útskrift af sjúkrahúsinu eins vel og
kostur er. Sú ólíka nálgun sem hver
fagstétt hefur er að mínu mati afar
mikilvæg og hornsteinn góðrar heil-
brigðisþjónustu. Ég er afar ánægð
með þann starfsvettvang sem ég hef
valið mér. Það er gaman í vinnunni
og ég er stolt af því að vera hjúkr-
unarfræðingur. Ég get alls ekki
fundið mig í þeim hópi „venjulegra
hjúkrunarfræðinga“ sem ekki sinnir
sjúklingum sínum vegna skrif-
finnsku og efast almennt um að sá
hópur sé til.
Eru hjúkrunarfræðingar
hættir að vinna sína vinnu?
Lilja Ásgeirsdóttir segir Helga
Hafstein Helgason vega að
starfsgreininni hjúkrunarfræði
»Undanfari allrarskráningar er mat
og eftirlit sem fer hvergi
annars staðar fram en í
samskiptum og nærveru
við sjúklinginn.
Lilja Ásgeirsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur á
hjarta- og lungnaskurðdeild.
VEISTU að eitt
sinn varst þú aðeins
draumur. Fallegur
draumur í huga
Guðs. Draumur sem
rættist.
Óendanleg verð-
mæti
Þess vegna ertu
eitthvað í hans aug-
um. Þú ert einhvers
virði. Guði finnst þú
nefnilega ekki bara
frábær heldur óend-
anlega dýrmæt
manneskja. Í hans huga ert þú
verðmæti sem aldrei verða af-
máð. Þú ert nefnilega sköpun
hans, barnið hans, sem hann
hefur heitið að yfirgefa aldrei,
heldur veita eilífa samfylgd.
Hann hefur nefnilega trú á
þér eins og þú ert. Ekki eins
og einhver eða einhverjir
kynnu hugsanlega að vilja að þú
værir. Verðmætamat hans er
nefnilega annað og háleitara en
það sem tíðarandinn vill mæla þig
með. Hafðu það hug-
fast.
Skerpt sjálfsmynd,
aukið sjálfstraust
Skapari þinn og líf-
gjafi, sjálfur Guð al-
máttugur, höfundur og
fullkomnari lífsins,
býðst til að skerpa
sjálfsmynd þína og
styrkja hana, svo
sjálfsvirðing þín vaxi
og sjálfstraustið auk-
ist.
Til að svo verði
þarftu að hafa trú á Guði.
Treysta honum. Í þeirri von að
hann muni vel fyrir sjá.
Lærir að meta lífið
Straujaðu egóið, fágaðu það.
Sturtaðu síðan sjálfsálitinu niður
og gleymdu því.
Hleyptu Guði að þér. Leyfðu
honum að komast að í lífi þínu svo
hann fái hjálpað þér að kynnast
sjálfum þér. Svo þú lærir að
þekkja takmarkanir þínar og
styrkleika, langanir og þrár. Svo
þú nemir staðar og áttir þig á því
hver þú ert, hvaðan þú hafir kom-
ið og hvert þú viljir stefna. Þá
fyrst lærirðu að meta lífið, njóta
þess og lifa því í þakklæti.
Eins og galdur
Ást Guðs er nefnilega eins og
galdur. Galdur sem við skiljum
ekki. En getum upplifað og meg-
um hvíla í og njóta, dag eftir dag.
Eins og óskiljanlegur galdur
Guði finnst þú ekki bara frábær
heldur dýrmæt manneskja seg-
ir Sigurbjörn Þorkelsson
» Ást Guðs er eins oggaldur sem við skilj-
um ekki, en getum upp-
lifað og megum hvíla í
og njóta, dag eftir dag.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og fram-
kvæmdastjóri Laugarneskirkju.