Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 41
✝ Ragnar Sigur-mundsson fædd-
ist að Svínhólum í
Lóni 26. ágúst
1916.Hann lést í
Hulduhlíð á Eski-
firði 4. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Sigur-
mundur Guðmunds-
son bóndi að Svín-
hólum, f. 4. septem-
ber 1881 d. 12. mars
1960 og Guðný
Bjarnadóttir f. 28.
ágúst 1877 d. 18.
janúar 1937. Systkini Ragnars
voru 1) Svanhildur, f. 9. ágúst
1907, 2) Bjarni, f. 26. nóvember
1908, 3) Guðfinna, f. 25. janúar
1911, 4) Ásgerður, f. 15. október
1912, og 5) Anna Sigríður, f. 22.
Ragnar, Ingvar og Anna. 2) Sig-
rún Ragna, f. 29. október 1947,
maki Helgi Jónsson, börn Jón
Ragnar, Helgi Rafn, Kristján
Gunnar, Auður Ösp og Vigdís Rós.
3) Kristján, f. 25. nóvember 1948,
maki Katrín Guðmundsdóttir,
börn Guðmundur Ragnar, Lilja
Bára, Vilhelm Arnar og Sturla
Halldór. 4) Kristinn Jóhannes, f.
19. nóvember 1950, maki Halla
Ósk Óskarsdóttir, dætur Sigríður
Rósa og Freyja Björk. 5) Guðný
Hallgerður, f. 30. september 1953,
maki Jón Eiríkur Guðmundsson,
dóttir Rósa Björg. 6) Guðrún, f.
28. febrúar 1959, d. 27. júlí 2003,
maki Kristján Benjamín Sigurðar-
son, börn María Lind og Benjamín
Þór. 7) Sigurmundur Víðir, f. 1.
október 1961, fv. maki Þorbjörg
Bjarnadóttir, börn Ragnar og
Borghildur. 8) Áslaug, f. 24. júní
1963, maki Guðlaugur Sæbjörns-
son, synir Andri Óttar og Sæ-
björn.
Útför Ragnars fer fram frá
Eskifjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
janúar 1915. Þau eru
öll látin.
Ragnar var tví-
kvæntur. Fyrri kona
hans var Guðný Hall-
gerður Kristjáns-
dóttir, f. 6. mars
1918, d. 5. febrúar
1944. Foreldrar
hennar voru Guðrún
Árnadóttir og Krist-
ján Tómasson.
Eiginkona Ragn-
ars er Sigríður Rósa
Kristinsdóttir, f. 10.
ágúst 1923. For-
eldrar hennar voru Sigrún Jó-
hannesdóttir og Kristinn Indriða-
son. Börn Ragnars og Sigríðar
Rósu eru: 1) Hafdís Þóra, f. 2. jan-
úar 1946 (móðir Anna Bjarnadótt-
ir), maki Júlíus Ingvarsson, börn
Líkt og loksins í var
leiti sjóhrakið far
eftir baráttu brotsjónum í.
Er úr háskanum heimt,
getur hættunni gleymt.
Slík er ástúð þín eilíf og ný.
Ó, náð, blessuð náð,
því nú búin er mér
fríðarhöfn, sem gætir mín.
Burt úr hættur er siglt
og frá helmyrkri dröfn.
Og Jesús er mín friðarhöfn.
Hvert eitt brotnandi flak,
sem með bylgjunum rak,
mun nú geymt verða gleymskunni í.
Inn um ljómandi hlið
blasir himininn við,
Og hver sál verður frelsuð og ný.
Ó, náð, blessuð náð,
því nú búin er mér
friðarhöfn, sem gætir mín.
Burt úr hættu er siglt
og frá helmyrkri dröfn.
Og Jesús er mín friðarhöfn.
(Jónas Friðrik Guðnason.)
Guðný Hallgerður
Ragnarsdóttir.
Eskifjörður – sléttur fjörðurinn,
hlíðarnar geisla sínu fegursta í
haustsólinni, svona var 3. október, er
ég var stödd á Eskifirði hjá föður
mínum og langar mig til að minnast
hans með nokkrum orðum, fátæk-
legum orðum miðað við heila ævi
gamals manns saddur lífdaga og al-
veg tilbúinn að fara í ferðalagið
langa, „sigla sinn sjó.“ Sem yngsta
barnið í Höfða minnist ég pabba oft
fjarverandi úr æsku minni. Mikil há-
tíð hinsvegar er hann kom í land.
Var maður þá alltaf pínu feimin
svona fyrst um sinn. Hann var nú
ekki lengi að bræða yngsta hjartað á
heimilinu. Var hann mikill sögumað-
ur og var „Smjörhákur“ mikið sagð-
ur í borðkróknum og aldrei varð
maður leiður á þessari sögu. Hann
var ákveðinn og ef maður var ekki
duglegur að borða, þá voru dyrnar
niður í kjallara opnaðar og við alltaf
spurð „Á ég að kalla á hann
Krumma“ og auðvitað vildi enginn
hitta þessa svakalegu ógn sem stóð
af þessum krumma og voru það frek-
ar svipbrigði pabba en hitt.
Urmul af vísum og vísnabrotum
kunni kappinn og var farið með brot
við ýmis tækifæri og um atburði sem
hann hafði annaðhvort upplifað,
heyrt af eða bara búið til. Þegar
eldri systkini mín fóru að heiman
eða komu með eitthvað með sér
heim var farið hátt með hin ýmsu
vísnabrot, t.d. „Meðan aðrir sælir
sofa“. Þegar ég komst á legg var far-
ið að skoða landið og var þá oft farið
í Lónið og gömlu heimahagarnir
skoðaðir: Svínhólar, gengið þar um
og sagðar sögur, sýnd leiksvæði
barnanna og allt tekið ærlega út. Við
fjölskyldan dvöldum langa helgi með
honum þar sumarið 1994. Mjög eft-
irminnileg og fróðleg ferð. Þá sagði
hann okkur frá því þegar hann um
fermingu tók í óleyfi skeifnajárn
pabba síns og smíðaði sér skauta en
skammaðist sín svo að hann faldi
skautana, fann Bjarni bróðir hans þá
og hældi honum fyrir afburða smíði.
Og var hann þekktur fyrir það alla
tíð.
Árin liðu allt of fljótt og allt í einu
var pabbi orðinn gamall maður með
staf en alltaf jafn yndislegur. Síð-
ustu 2½ ár var hann á Dvalarheim-
ilinu Hulduhlíð og undi hag sínum
vel, fyrstu áramótin sín þar var hann
hjá mér og var það yndislegur tími,
hafði gamli mótoristinn þrælgaman
af fjarstýrðri risaeðlu sem yngsta
barnabarnið fékk, hann hafði svo
gaman af göngulagi og hvæsinu úr
kvikindinu að það var alveg unun að
fylgjast með. Kom þá prakkarinn
upp í mínum og ýtti stafnum af og til
í kvikindið og skellihló. Eins var
gaman að sjá andlit gamla mannsins
þegar við Kiddi bró fórum með hann
upp í Kárahnjúka í fyrra. Komum
við í Végarði og skoðuðum þar lík-
anið af bornum sem notaður er
uppfrá, var ekki síður gaman að sjá
framan í pabba þegar þeir feðgar
voru að diskutera mekanismann á
öllu dótinu, fannst honum þetta svo
merkilegt að hann tók smá mulning
úr bornum með sér heim. Síðasta
ökuferðin sem hann fór í var um
verslunarmannahelgina, en þá kom
hann með okkur hjónunum yfir Þór-
dalsheiði þá til að kíkja á möstrin, en
sagði öllum í Hulduhlíð að hann væri
að fara á hreindýraveiðar og hló við.
Vil ég þakka pabba fyrir allt sem
hann hefur verið mér og mínum,
Áslaug.
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss
frá illu.
[Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu].
Amen.
Þessa bæn kenndi elskulegur afi
minn mér þegar ég gisti hjá honum í
Höfða á Eskifirði þegar ég var lítill
og þá lágum við uppi í stóra rúminu
hans og ömmu og fórum saman með
faðirvorið. Einhvern tímann lágum
við þar þrír frændurnir með afa og
fórum með faðirvorið. Afi minn
kunni held ég öll spakmælin sem til
voru og brá þeim oft fyrir sig, sama
hvert umræðuefnið var, alltaf gat
hann galdrað fram spakmæli eða
stöku. Honum leiddist heldur ekki
að segja okkur sögur allt frá Búkollu
að því þegar hann var á Jóni Kjart-
anssyni. Það var alltaf gaman að
koma til hans í Höfða því hann gat
alltaf gert eitthvað skemmtilegt eða
sagt. Hann var alltaf til í að sprella
eitthvað eins og að taka út úr sér
tennurnar og gretta sig. Síðast þeg-
ar ég sá afa var hann einmitt að
sprella. Þá kom ég upp stigann í
Hulduhlíð og sá að hann sat við
kaffiborðið sitt frammi á gangi og
sneri baki í mig. Þegar ég labbaði
fram fyrir hann að heilsa honum sat
hann með servíettuna fyrir munn-
inum og glotti, þá var hann að stríða
einhverjum sem var að ganga þarna
um. Alltaf þegar maður sat í borð-
króknum í Höfða var dreginn fram
kandís handa manni eða þá að það
var boðið upp á pönnukökur. Þá var
best að hafa varann á og passa sig á
að sá gamli danglaði ekki í mann
með pönnsunni eins og hann var bú-
inn að gera að sið. Afi var líka svo
ótrúlega heppinn að eiga eitt stykki
hrafn niðri í kjallara, oft heyrði ég
hann tala eða kalla eitthvað upp en
aldrei tókst mér að sjá hann, hef
þann gamla grunaðan um að hafa
verið með einhver búkhljóð. Afi var
sjómaður og hann fylgdist alltaf með
bátunum koma inn út um stofu-
gluggann í Höfða. Og alltaf var hann
með hnífinn tilbúinn í vasanum ef
hann þyrfti að verka eitthvað. Eitt
síðasta skiptið sem ég kom í Höfða
var vinur minn með mér og við sát-
um og spjölluðum og skoðuðum kort
sem sýndi fjöll við Eskifjörð og ná-
læga firði og fundum þar fjall ein-
hvers staðar nálægt Mjóafirði sem
bar sama nafn og ég. Þegar ég var
að fara vantaði mig spotta til að
binda í stuðarann á bílnum mínum
og spurði afa hvort hann hefði ekki
hníf. Það fannst kalli nú skrítin
spurning og sagði að að sjálfsögðu
væri hann með hníf því hníflaus sjó-
maður væri eins og kynfæralaus
hóra. Þetta sama skipti spurði ég
hann hvort hann ætlaði ekki að
verða 100 ára því þá gætum við hald-
ið upp á þrítugsafmælið mitt og 100
ára afmæli hans með heljarpartíi.
Hann brosti bara og hélt nú ekki.
Þannig var nú afi minn sem ég á eft-
ir að sakna.
Farðu í friði, vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Andri Guðlaugsson.
Elsku afi er dáinn.
Síminn hringdi snemma á fimmtu-
dagsmorguninn, 4. október, og þá
vissi ég alveg hvað var að gerast. Afi
var búinn að vera frekar slappur síð-
ustu vikur, en það er alltaf jafn sárt
að fá svona símtal. Ég vona að hon-
um líði vel núna, á nýjum miðum.
Það var alltaf gaman að afa. Þegar
ég kom til hans inn í Höfða var alltaf
tekið á móti mér á sama hátt: „Sig-
ríður er mittismjó,“ sagði afi og
glotti út í annað, „meður blóma
gljáa“ og beið svo í smá stund en
kláraði svo „nett ei þykir neinum þó,
nasaborgin háa.“ Loksins tókst mér
svo að læra þessa vísu og afi var ekk-
ert smáánægður með sína þegar
mér tókst að botna hana. Honum
fannst alltaf jafn sniðugt þegar ég
greip fram í fyrir honum og kláraði
vísuna.
Meðan afi var á sjó var alltaf rosa-
lega spennandi fyrir okkur krakk-
ana þegar hann kom heim úr sigl-
ingu. Þá kom hann alltaf með stórar
krukkur og kassa af sælgæti og gos í
dós, það fannst manni alveg meiri-
háttar, því á þeim tíma var bara
hægt að fá gos í gleri. Þá var nú ekki
slæmt að búa svona stutt frá Höfða,
maður þurfti ekki nema að stökkva
yfir tvær girðingar til að komast í
góssið frá útlöndum.
Afi kunni mikið af vísum og sögum
og það var gaman að sitja hjá honum
og hlusta á hann fara með heilu
vísnabálkana og ævintýrin án þess
að hika, Smjörhákur er mér sérstak-
lega minnisstæður.
Þegar ég var í grunnskóla var afi
alltaf á sjónum. Það var því gaman
þegar ég tók upp á því fyrir nokkr-
um árum að fara á sjóinn, nokkra
túra með Jóni Kjartanssyni SU 111
og einn á Hólmatindi SU 1, þá gát-
um við afi setið saman og rætt um
sjómennskuna. Ég held að honum
hafi þótt það mjög gaman að ég skuli
hafa prófað að fara á sjóinn.
Núna síðustu ár hef ég notað
hvert tækifæri þegar ég hef verði
hérna fyrir austan og heimsótt hann
inn í Hulduhlíð. Þá sat ég hjá hon-
um, við spjölluðum um daginn og
veginn og strukum handabökin
hvort á öðru.
Afi var flinkur járnsmiður og
hannaði hann alveg frábært skójárn,
sem er til á hverju heimili innan fjöl-
skyldunnar og er yfirleitt kallað
„Raggi Simm“. Svo var hann líka
frægur fyrir kertastjakana sem
hann smíðaði úr steypustyrktarjárni
og prýða þeir einnig flest heimili
innan fjölskyldunnar. Ég gleymi því
ekki þegar mér tókst að suða út eitt
sett af stjökunum. Hann þóttist ekki
eiga neina, svo tókst mér að fá hann
með mér út í skúr, þar sem hann
smíðaði þá og málaði og var svo mik-
ið af stjökum þar að ég gat valið mér
þá flottustu.
Elsku afi, mér þykir alveg ofsa-
lega vænt um þig og vona að þér líði
nú vel á nýjum miðum.
Þín,
Sigríður Rósa.
Ég var stödd hjá tengdafjölskyldu
minni í Serbíu þegar mamma
hringdi í mig með sorgarfréttirnar.
Afi er dáinn. Það er erfitt að vera
svona langt í burtu og fá svona frétt-
ir og geta ekki kvatt hann nema í
huganum. Ég held, að öllum öðrum
ólöstuðum, þá finnst mér ég aldrei
hafa misst eins mikið eins og hann.
Ég ólst upp í næsta húsi við afa,
þannig að það var ósjaldan sem mað-
ur skrapp inn í Höfða til að heilsa
upp á hann. Mér þótti alltaf gott að
koma til hans og það var gaman að
hlusta á hann segja sögur og fara
með vísur. Það má eiginlega segja að
hann hafi talað í vísum. Hann kunni
óhemju mikið af þeim og gat farið
með eina við hvert tækifæri. Mér er
sérstaklega minnisstæð vísa sem
hann fór alltaf með fyrir mig þegar
ég kom til hans: „Gimbillinn
mælti...“
Eina lagið sem ég man eftir að
hafa heyrt hann syngja var Öxar við
ánna, og hann gerði það svo oft og
svo vel að honum tókst að kenna mér
textann á frekar stuttum tíma og var
þetta fyrsta ættjarðarljóðið sem ég
lærði.
Þegar ég var komin á unglingsár
spjölluðum við oft saman í síma og
var allt rætt milli himins og jarðar.
Þegar ég var komin með fjöl-
skyldu fór ég að vinna í heimilishjálp
hjá afa og áttum við margar góðar
stundir saman þegar ég kom að taka
til hjá honum. Ég verslaði fyrir hann
og áttum við buddu saman, þar sem
hann geymdi alltaf klinkið í og var
hún alltaf kölluð „pungurinn okkar
Freyju“
Sonur minn, Nikola Kristinn, hef-
ur alltaf verið ofsalega hrifinn af
„gamla afa“ og eftir að við fluttum
frá Eskifirði urðum við alltaf að
kíkja við hjá „gamla“ þegar við kom-
um austur.
Elsku afi Raggi Simm, takk fyrir
stundirnar sem við áttum saman.
Þín,
Freyja Björk.
Ragnar
Sigurmundsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
bóndi,
Steinnýjarstöðum,
Skagabyggð,
lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi, miðvikudaginn
10. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Árný Margrét Hjaltadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSMUNDUR BJÖRNSSON,
Vallargötu 7,
Sandgerði,
lést miðvikudaginn 10. október á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja.
Ingibjörg Bjarnadóttir,
Jón Ásmundsson, Helga Karlsdóttir,
Kristín Ásmundsdóttir, Jón Árni Ólafsson,
Ragnheiður E. Ásmundsdóttir, Magnús Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og mágur,
STURLA PÉTURSSON,
Aðalstræti 8,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 10. október á Landakotsspítala.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Sturluson,
Sighvatur Pétursson,
Hrólfur Pétursson,
Örlygur Pétursson,
Jón Ölver Pétursson, Guðný Einarsdóttir
og aðrir aðstendendur.