Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 43

Morgunblaðið - 13.10.2007, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 43 ✝ Ágústa KristínJónsdóttir fædd- ist á Siglufirði 13. október 1936 og andaðist á líknar- deild Landakotsspít- ala 1. október sl. Foreldrar hennar voru Jón Alfreð Andersen, f. á Akur- eyri 19.7. 1910, d. 14.6. 1989, og Guð- rún María Guð- mundsdóttir, f. á Ísafirði 8.9. 1909, d. 5. 10.1944. Þau eign- uðust auk Ágústu soninn Emil Inga. Hann lést fjögurra mánaða gamall, 9.8. 1944. Fyrir átti Guð- rún María tvö börn, Herborgu Huldu og Jón Símonarbörn. Ágústa Kristín var aðeins um átta ára að aldri þegar hún varð fyrir þeirri lífsreynslu sem fyrir ómótað barn er skelfileg, að missa lítinn bróður og stuttu seinna móður sína. Heimilið var leyst upp, og var Ágústu komið í fóstur stuttu eftir andlát móður sinnar, m.a. hjá ættingjum í Fljótunum og á Hofsósi, um tveggja ára skeið. Það voru eins og gefur að skilja þung og erfið skref að yfirgefa Siglufjörð, bernskuheimilið og hlýjan faðm Kristínar ömmu sinn- ar, sem ætíð reyndist henni vel og veitti henni styrk meðan hennar naut við. Jón faðir Ágústu tók þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem átti sér stað í Fljótunum, við byggingu Skeiðsfossvirkjun- ar. Settist hann þar að og starfaði, og kom sér upp heimili ásamt seinni eigin- konu sinni, Stefaníu, og tveimur dætrum hennar. Ágústa Kristín fluttist til föður síns og eig- inkonu hans og bjó hjá þeim til fjórtán ára aldurs. Oft hef- ur verið sagt, að við fermingu gangi ungt fólk í fullorð- inna manna tölu. Má kannski segja að svo hafi orðið í bókstaf- legri merkingu í lífi Ágústu, því árinu seinna flutti hún að heiman, frá heimili föður síns og Stefaníu konu hans, og réð sig í vist í tvö ár í Skagafirði. Eftir það fluttist hún til Reykja- víkur í atvinnuleit sextán ára að aldri. Fór hún að vinna við fisk- vinnslu og kynntist fljótt fyrri eig- inmanni sínum og barnsföður, Ólafi Þórði Ingimundarsyni. Þau giftu sig 25.12. 1956 og eignuðust fimm börn, þau Halldóru Guð- rúnu, Jón Ingimund, Elínu Ingu, Sævar og Ólaf. Barnabörn þeirra eru 13 talsins og barnabarnabörn- in 14. Nánast allan sinn búskap bjuggu þau í Kópavogi, fyrst á Vallartröð 1, og um 1970 byggðu þau sér hús í Fögrubrekku 44. Ágústa Kristín var jarðsett í Lágafellskirkju hinn 10. október sl. Heimilið sem þau hjónin bjuggu sér og börnum sínum bar vott um myndarskap atorkukonunnar og feg- urð fagurkerans. Það var ávallt fal- lega búið af smekkvísi og prýtt glæsi- legum hannyrðum húsmóðurinnar, sem lagði metnað sinn í að prýða um- hverfi sitt og hafa reglufestu á hlut- unum. Hún skilur eftir sig marga fal- lega handunna muni. Hún var heimavinnandi húsmóðir á meðan eldri börnin komust á legg og sá til þess ásamt eiginmanni sínum að eng- inn liði skort. Hún var umhyggjusöm móðir og til staðar í því umfangi og á þann hátt sem henni var lagið. Hún var skapmikil kona og dugnaðarfork- ur til verka, bæði við heimilisstörfin og vinnu, svo eftir var tekið. Ekkert verk óx henni í augum og oft gekk hún í ýmis verk sem í þá daga þóttu frekar tilheyra hefðbundnu karl- mannshlutverki. Samhliða því að sinna börnum sínum og stóru heimili vann hún við hin ýmsu verkakvenna- störf. Hennar verður minnst fyrir dugnað. Tíminn líður með gleði og þrautum lífsins, og atvikum sem marka tíma- mót í lífi manna og fjölskyldunnar al- mennt. Árið 1989 urðu kaflaskil í lífi fjölskyldunnar, þegar Ágústa og Ólafur slitu samvistum og skildu. Árið 1990 giftist hún aftur og hét seinni eiginmaður hennar Þórarinn Ágúst Jónsson. Þau héldu heimili m.a. á Siglufirði og í Mosfellsbæ. Tíminn sem þau áttu saman var styttri en von stóð til, en þeim góður. Þórarinn lést af veikindum 17. júní 1996. Árið 2004 flytur hún í þjónustuíbúð aldraðra í Hlaðhömrum 2, Mos- fellsbæ. Þar undi hún hag sínum vel og eignaðist góða vini meðal íbúa þar og starfsfólks. Hún hafði mikla ánægju af félagsstarfinu þar og skil- ur eftir sig marga fallega muni sem hún vann í postulín og gler. Hún veiktist í júní síðastliðnum og strax var ljóst að um ólæknandi sjúk- dóm var að ræða og ljóst hvert stefndi. Hún sýndi ávallt mikið æðru- leysi og dugnað í sínum veikindum allt þar til yfir lauk. Nú hvílir hún í náðarfaðmi Guðs og er honum falin. Ágústa Kristín var jarðsett í Lága- fellskirkju hinn 10. október sl. Bestu þakkir fyrir góða umönnun fær starfsfólkið í Hlaðhömrum og líknardeild Landakotsspítala. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku mamma. Takk fyrir allar góðu samveru- stundirnar og hvíl í friði. Þinn sonur Sævar. Ágústa Kristín Jónsdóttir ✝ Ingólfur GunnarGíslason fæddist í Flateyjarhúsi í Ólafsvík 25. júlí 1917. Hann lést á St. Franciskusspít- alanum í Stykkis- hólmi að morgni sunnudagsins 7. október síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Gísli Magnússon, f. í Ein- arslóni 19.5. 1879, d. 6.10. 1957 og Anna Sigríður Guð- mundsdóttir, f. í Hjallabúð 21.6. 1885, d. 27.12. 1959, Ingólfur átti bróður, Guðmund, f. í Vilborg- arhúsi 15.7. 1908, d. 3.9. 2002, kvæntur Guðrúnu Sigmunds- dóttur, f. 9.5 1913, d. 4.4. 1999. Ingólfur kvæntist Elínborgu Batsebu Vagnsdóttur, f. 9.12. 1933, d. 14.10. 1992. Foreldrar hennar voru Vagn Þorleifsson, f. í Hokinsdal í Arnarfirði 23.8. 1898, d. 21.9. 1979 og Bjarney Sólveig Guðbjartsdóttir, f. á Hamri í Múlahreppi 22.9. 1904, d. 27.1. 1969. Ingólfur og Elínborg eignuðust þrjú börn, þau eru: a) Anton Gísli, f. 29.8. 1959, kvæntur Valentinu Kay, f. 27.7. 1964, dóttir hennar er Viktoría Kay, f. 20.8. 1988. b) Vagn, f. 22.5. 1961, kvæntur Unu Erlingsdóttur, f. 28.3. 1965, þau eiga tvær dætur, Snædísi, f. 22.2. 1991 og Dagnýju, f. 12.10. 1996. c) Björk, f. 10.1. 1964, d. 5.6. 1995. Ingólfur átti langan starfsaldur og lengst af vann hann sem verkamaður og verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur í alls 50 ár, auk annarra starfa sem til féllu. Ingólfur verður jarðsunginn frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Veturinn kemur og vindunum sigar á skýin, falla mjúkir lagðar af línhvítri ull á veðursorfin fjöll er vindarnir glefsa í skýin. Veturinn kemur. Er kornhlaða þín orðin full? (Hannes Pétursson) Með Ingólfi Gíslasyni er genginn verðugur fulltrúi þeirrar kynslóðar sem umfram allt vildi kornhlöður sínar fullar er veturinn kæmi. Ekki þó í þeim skilningi að bankahólfið væri fullt af hlutabréfum, heldur hinum, að hafa gert sitt og skilja við þetta líf sáttur við Guð og menn. Ingólfur skilaði alltaf sínu. Hann var í hópi þess fólks sem með erfiði sínu og harðfylgi skóp þann upp- gang sem var hér í Ólafsvík á ár- unum 1950-80 og myndaði þann grunn sem við byggjum nú á. Hann starfaði mestan sinn starfs- aldur hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvík- ur, lengi sem verkstjóri. Álagið á fólk gat varla talist mennskt á þessum árum. Miklu frekar mátti líkja því við herskyldu að starfa við fiskvinnslu á þeim tíma. Vikum saman var vinnudagurinn 18 stundir á dag, helga sem virka. Ingólfur var í hópi þeirra sem aldrei gáfu eftir þótt ekki sæist út yfir verkefnin og spurðu frekar hvað þeir gætu gert fyrir vinnuveit- anda sinn en fyrirtækið fyrir þá. Hann var víkingur til vinnu og fjalltraustur hverju því sem honum var trúað fyrir. Ingólfur reisti myndarlegt hús á Ennisbraut 37 og kvæntist ágætri konu, Elinborgu Vagnsdóttur. Þau eignuðust þrjú börn og áttu fallegt og gott heimili. Þar var hans hamingja og hugur. En sorgin kvaddi dyra. Árið 1992 lést Elinborg kona hans af völdum krabbameins og aðeins þrem árum seinna sá hann einnig á bak einka- dóttur sinni sem einnig lést af völd- um þess sjúkdóms. Þessi áföll voru Ingólfi að vonum erfið og þótt hann brygðist við þeim af mikilli karl- mennsku þá var það samt svo að hann bar ekki sitt barr eftir þau. Við þetta bættist svo að sjálfur varð hann fyrir fötlun sem hamlaði honum mjög. Ingólfur var vinfastur og það hef- ur efalaust létt honum síðustu árin. Hann var heill og sannur Ólsari og fylgdist vel með hag byggðar- innar. Hann gengur nú með háu höfði inn til fagnaðar herra síns. Góði vinur og félagi í stritinu. Vertu nú vel kvaddur. Nú hefur þú hlotið hvíldina sem þú hefur svo sannarlega unnið til. Helgi Kristjánsson. Ingólfur Gunnar Gíslason Lífið er hverfult. Það sannast best þeg- ar maður fær þær fréttir að einn af manns bestu vinum sé horfinn. Maður í blóma lífsins tekinn frá eiginkonu og fjórum börnum. Það var fyrir stuttu að Ásgeir hringdi í mig og sagði: „Sæll gæskurinn, nú þurfum við að aðeins að spjalla um lífið og til- veruna.“ Það var alltaf viðtekin venja hjá okkur að hann nefndi veit- ingastað og yfirleitt var það Stjörnutorgið í Kringlunni. Hann ákvað líka hvað við ættum að borða og oftast valdi hann það sem hann kallaði „drullumall“. Máltíðin var því ekki sú hollasta en hún var alltaf góð. Ásgeiri kynntist ég í Tækniskól- anum og urðum við miklir vinir og sú vinátta entist til síðast dags. Ás- geir kom fyrir sem sannur félagi. Það var alltaf skemmtilegt í kring- um hann. Hans samskipti voru alltaf á góðu nótunum því hann vildi aldrei særa neinn. Hann hafði bæði tíma til að hlusta og miðla. Ásgeir var mikil ræðumaður og kunni einstaklega vel að koma fyrir sig orði. Einnig var hann frábær penni. Við sem ungir menn á skóla- bekk unnum oft saman að verkefna- gerð. Ég man eftir ófáum verkefn- Ásgeir Þór Jónsson ✝ Ásgeir ÞórJónsson fæddist í Reykjavík 21. apríl 1967. Hann lést í Reykjavík 12. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Há- teigskirkju 20. ágúst. um þar sem ég tók niður fljótfærnislega punkta sem Ásgeir vann svo úr. Hann sagði stundum að hann næði nú ekki al- veg samhenginu en það kom ekki að sök. Ásgeir þessi frábæri penni sauð alltaf sam- an snilldarritgerð og setti nafnið mitt með og oftast fengum „við“ 9,5 eða 10 í einkunn. Ég sé Ásgeir í hugan- um núna þegar ég er að berjast við að koma þessu á blað. Eitt orð öðruvísi hér og annað þarna og útkoman hefði orðið einstök grein. Þegar okkar skólaganga stóð yfir var stundum farið saman út á lífið. Oftast var byrjað á Flyðrugranda en þar var heimili Ásgeirs. Eitt skipti af mörgum vorum við nokkrir félagar að spjalla um hvað lífið væri skemmtilegt. Ásgeir hafði gleymt sér í umræðunum og ekki kominn í ball-gallann þegar halda átti af stað. Ég spurði hann hvort hann ætlaði út svona klæddur. Auðvitað var það ekki til umræðu því maðurinn var alltaf fínn í tauinu. Í þetta skipti fór hann í betri fötin og bjó til „spoiler“ í hárið, sem var hans vörumerki, á mettíma eða 2-3 mín. Minn maður alltaf jafn glæsilegur. Að lokum vill ég þakka þér, kæri félagi, fyrir öll þau góðu ráð og þær góðu stundir sem við áttum saman. Ég votta Ásu samúð mína, börn- um, systkinum Ásgeirs og öðru fólki sem á um sárt að binda. Minning um einstakan dreng lifir áfram. Valbjörn Höskuldsson. Elsku pabbi minn. Nú ertu kominn til Sameinuðu þjóðanna, aðeins of snemma að mér finnst. Ég hef haft nokkra mánuði til að meðtaka þá staðreynd að þú sért farinn frá okkur, held að þetta sé að koma hjá mér, þó söknuðurinn sé óend- anlega mikill. Sumarið hefur verið yndislegt hjá okkur og samveru- stundirnar okkar mömmu og systkinanna fleiri en nokkurn tíma. Hugurinn reikar oft á vit þeirra yndislegu minninga sem ég á um þig, þær eru margar en ein af mín- um hlýjustu minningum er frá ní- unda áratugnum. Þú sóttir mig oft eftir vinnu á föstudögum um fjög- urleytið í Fellsmúlann. Við fórum í sund og tókum 200 metra, stundum var ég á undan þér og gladdist ég þá mjög. Ég beið þá oft við gluggann og beið eftir að silfurgrá Mazdan kæmi inn á planið en oft- ast var ég í fótbolta fyrir utan hús- ið. Eftir sundið fórum við í heim- sókn í sjoppuna til Lauja og þið tókuð nokkrar skákir og ég taldi skiptimyntina á meðan og sorter- aði flöskurnar. Stundum gleymd- um við okkur og þá sagði ég „eig- um við að fara að sækja mömmu“ rétt fyrir kl. 21. Við drifum okkur af stað og sóttum mömmu í Hag- kaup um níuleytið og þá voru ávallt fagnaðarfundir, mér fannst mjög vænt um það. Mér fannst eins og ekkert gæti nokkurn tíma sundrað okkur, við vorum eitt. Þannig leið mér líka alltaf, við vorum eitt. Þetta er besta vegarnesti sem nokkur getur hugsað sér. Ég kom alltaf í Sóleyjarrimann á sunnu- dögum í kvöldmat og við borðum yndislegan kvöldmat sem mamma Þráinn Guðmundsson ✝ Þráinn Skag-fjörð Guð- mundsson fæddist á Siglufirði 24. apríl 1933. Hann lést á Kanaríeyjum 20. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 4. apríl. framreiddi af sínum alúðlega kærleik. Í mínum einmanaleika var þetta hápunktur vikunnar. Við vorum eitt og erum enn, mér þykir svo vænt um það. Ég minnist hlýrra orða foreldra minna til mín er ég útskrif- aðist úr Verzlunar- skóla Íslands árið 1993, eftir mikið nám og mikla vinnu í Hag- kaup á námsárunum: „Við erum stolt af þér,“ sögðu þau. Þetta er eitt það fallegasta og upp- byggilegasta sem nokkur hefur sagt við mig. Ég sór þess heit að leggja enn harðar að mér og reyna að standa mig og uppskeran var eftir því. Fjölskyldan saknar þín mikið, en börnin búa oft yfir merki- legum sannleik sem okkur full- orðnu skortir oft að skynja. Systir mín er býr í Danmörku færði 4 ára dóttur sinni, Baldvinu Héðinsdótt- ur, þær sorglegu fréttir að afi hennar væri dáinn. Hún varð hnuggin við en sagði svo „Við hitt- um hann síðar á himnum hjá Guði“. Börn eru ótrúleg. Ég hef ekki farið í margar jarð- arfarir um mína stuttu ævi, en ég verð að segja að stoltið bar mig nær gráti en sorgin í jarðarför föð- ur míns. Ég leiddi móður mína fram kirkjugólfið í kjölfar skák- stórmeistara Íslands og annarra leiðtoga skáklistarinnar á eftir kistu föður míns, fólksins sem þú hafðir helgað líf þitt svo eftir var tekið. Ég fann undarlega tilfinn- ingu sem blandaðist stolti og sár- um söknuði eftir elskulegum föður mínum, en vænst þótti mér að halda um hönd móður minnar sem misst hafði ævifélaga sinn og sinn besta vin. Ég lofa þér því um alla eilífð, elsku pabbi minn, að passa upp á hana elsku mömmu okkar. Ég er þakklátur og stoltur fyrir að hafa kynnst þér, pabbi minn. Þinn sonur, Lúðvík Þráinsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.