Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 54
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ er ekki ofmælt að
Buck 65 sé einn áhrifarík-
asti hipp hopp listamaður
síðustu ára og leiddi hann
hina gróskumiklu Halifax-
senu á sínum tíma, sem var og skjól listamanna á
borð við Sixtoo og Josh Martinez. Plötur Buck
hafa m.a. komið út á anticon, mikilhæfri jað-
arrappútgáfu sem er í eigu þungavigtarlista-
manna á borð við Why?, Doseone, Odd Nosdam
og Alias. Buck er tamt að hugsa út fyrir ramm-
ann og hipp hopp hans er framþróað mjög og jað-
arbundið, þar sem stefnur og straumar sem fólk
tengir kannski ekki svo glatt við hipp hopp fljóta
frjálslega um. Buck er þannig galopinn og hefur í
raun verið að fjarlægjast formið hægt og bítandi
síðustu árin.
Könnuður
Buck 65, eða Richard Terfry eins og hann heit-
ir, er að koma í fyrsta sinn til landsins og ætlar
að dvelja hér í nokkra daga og túrhestast lítið
eitt. Hann er auðheyranlega spenntur fyrir kom-
unni og segist vera búinn að vinna smávegis
rannsóknir á netinu.
„Ég las að framleiðni á mann sé með því hæsta
sem gerist á jörðinni,“ segir hann í spyrjandi tón
og blaðamaður staðfestir að flestir Íslendingar
séu að dag sem dimma nátt. Buck hlær við og
ætti að þekkja þá háttu, en hann er með iðnari
mönnum sjálfur og eftir hann liggur mikið magn
af hljóðritunum.
„Ég ætla að fara yfir ferilinn á Airwaves, úr
því að ég er að spila hér í fyrsta skipti,“ segir
hann þá og blaðamaður segir að það sé nú örlæti
mikið. Buck svarar því þá til að hann sé nú bara
svona gerður. „Ég er að búa til mat akkúrat núna
heima hjá mér. Ég myndi gefa þér með mér ef ég
gæti.“
Þjóðlagatónlist, blús og rokk
Hann tekur undir það að tónlist hans sé ekki
hipp hopp í dag. Að minnsta kosti ekkert frekar.
Hann hefur verið að gutla við tangó, þjóðlaga-
tónlist, blús og rokk svo fátt eitt sé nefnt.
„Hipp hoppið er mér mjög kært og lengi vel
verið grunnur að því sem ég hef gert. En ég hef
alltaf litið á mig sem einhvers konar könnuð og er
alltaf að hlusta á og prófa eitthvað nýtt.“
Hann tekur einnig undir það að Halifax, höf-
uðstaður Nova Scotia, sé undarleg miðstöð fyrir
framsækið hipp hopp.
„Já, ég átta mig eiginlega ekki á því sjálfur
hvernig það varð. Ég sjálfur var með hipp hopp
þátt í háskólaútvarpi sem var mjög vinsæll og ég
veit að hann hafði mikil áhrif. Kannski eru minni
samfélög „viðkvæmari“ fyrir svona trúboði eins
og ég og fleiri stunduðum grimmt. Ég veit það
ekki.“
Buck er vinnusamur með afbrigðum.
„Ég þarf aldrei að neyða mig í verkefnin,“ út-
skýrir hann. „Þetta er einhvern veginn nátt-
úrulegt ástand fyrir mig, að vera alltaf vinnandi.
Þannig líður mér best.“
Tónlistin ein
www.buck65.com
www.icelandairwaves.is
... og samkennd
þeirra með kúrekunum
ástföngnu miklu fölskva-
lausari en mín … 57
»
reykjavíkreykjavík
landinu í hálfan mánuð og því luk-
um við allri vinnslu á miklum
hraða. Ég er enn að ná mér eftir að
hafa klárað hana,“ segir Hrafnhild-
ur og hlær.
Óbeisluð fegurð verður sýnd á
Ísafirði þann 27. október og í Rík-
issjónvarpinu í nóvember.
Aðspurð hvort hún telji myndina
höfða til annarra en Íslendinga þá
heldur Hrafnhildur það nú aldeilis.
„Myndin er mjög staðbundin og
veruleikinn mjög íslenskur en það
er það sem gerir hana að heims-
klassamynd, hún fjallar líka um
málefni sem allir skilja og kemur
öllum við.“
Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík í byrjun október.
Myndin greinir frá óvenjulegri
fegurðarsamkeppni sem fór fram í
samkomuhúsinu í Hnífsdal fyrr á
þessu ári þar sem keppt var í óbeisl-
aðri fegurð. Eina skilyrðið fyrir
þátttöku var að keppendur væru
venjulegir, allrar stærðar og gerð-
ar, og þeir máttu ekki hafa farið í
lýtaaðgerð. Viðburðurinn vakti
mikla athygli og varð til þess að
þær Hrafnhildur og Tina ákváðu að
gera myndina.
„Við kláruðum myndina klukkan
þrjú á frumsýningardaginn, 5.
október. Tina gat aðeins verið á
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„VIÐ vonumst til þess að myndin
fari á einhverjar hátíðir. Það hafa
komið fyrirspurnir frá Berlín og
Bandaríkjunum eftir sýninguna á
RIFF en það er ekkert komið í ljós
ennþá. Ég er reyndar ekki endilega
viss um að hún eigi heima á kvik-
myndahátíðum, finnst hún meira
sjónvarpsvæn,“ segir Hrafnhildur
Gunnarsdóttir kvikmyndagerð-
arkona um heimildarmyndina
Óbeisluð fegurð sem hún vann
ásamt Tinu Naccache.
Óbeisluð fegurð var frumsýnd á
Óbeisluð fegurð er allra
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Óbeisluð Ásta Dóra Egilsdóttir fór með sigur af hólmi í fegurðarsam-
keppninni Óbeisluð fegurð, sem fram fór í félagsheimilinu í Hnífsdal.
Fyrirspurnir berast framleiðendum utan úr heimi
Bjarkartúrinn er nú enn og aftur
í pásu. Þegar eru að baki á fjórða
tug tónleika um Bandaríkin og Evr-
ópu en næsta ferðalag er áætlað um
Suður-Ameríku og Mexíkó.
Fyrirhugaðir eru til dæmis tón-
leikar í Buenos Aires í Argentínu,
Santiago í Chile og svo hefur sá
orðrómur heyrst að Björk hyggist
spila í nautaatshring í Kólumbíu.
Björk til S-Ameríku
Íslenska „new-rave“-sveitin
Steed Lord með Svölu Björgvins í
broddi fylkingar er á fleygiferð
þessa dagana. Auk þess að hafa
gert samning við X-Ray-bók-
unarfyrirtækið hefur nýjasta lag
sveitarinnar, „Feel the Heat“, verið
halað niður um 45 þúsund sinnum
af MySpace-síðu hennar og á næstu
dögum kemur út stuttskífa sem
kallast því smekklega nafni „Dirty
Mutha“. Þá er væntanleg fatalína
frá hljómsveitinni sem seld verður í
H&M-búðunum undir merkjum
Divided, en reiknað er með að línan
verði til sölu í um 50 löndum.
Geri aðrir betur.
Steed Lord jafnvíg á
tónlist og tísku
Á Blúskvöldi á Gauknum í fyrra-
kvöld átti Ragnheiður Gröndal að
syngja nokkur lög. Ragnheiður for-
fallaðist, en í hennar stað söng lítið
þekkt söngkona, Hrund Ósk Árna-
dóttir. Skemmst er frá því að segja
að Hrund Ósk kom, sá og sigraði,
og er efni í alveg fantagóða blús-
söngkonu. Á meðal laga sem Hrund
söng á Gauknum voru „Summer-
time“, „Fever“ og blúslag eftir Tom
Waits. Ný stjarna fædd?
Hrund Ósk er efni í
frábæra blússöngkonu
4
Iceland Airwaves
dagar
Buck 65 Ætlar að túrhestast á Íslandi en ekki fylgir sögunni hvort hjólhesturinn verði með í för.