Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 55

Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 55 ANGELINA JOLIE og George Clooney eru kynþokkafyllstu ofur- hetjurnar samkvæmt könnun sem var gerð á dögunum í tilefni af út- komu ofurhetjumyndarinnar Fan- tastic Four: Rise of the Silver Surfer á mynddiski. Jolie hlaut flest at- kvæði (36%) fyrir túlkun sína á Löru Croft í Tomb Raider myndunum og Clooney varð hlutskarpastur fyrir hlutverk sitt í Batman-myndinni Batman and Robin sem þó verður seint talin með bestu ofurhetju- myndum Hollywood. Jessica Alba kom næst á hæla Jol- ie með 19 % atkvæðahlutfall fyrir hlutverk sitt sem Sue Storm í Fan- tastic Four en Halle Berry kom þar næst með 11% fyrir túlkun sína á Catwoman og skaut þar Michelle Pfeiffer ref fyrir rass, en Pfeiffer lék Kattarkonuna ógurlegu í Batman Returns. Næstflest atkvæði í karlaflokkn- um fékk fyrsti Ofurmaðurinn, Chri- stopher Reeve, fyrir hlutverk sitt í Superman (1978) en þar á eftir komu þeir Christian Bale (Batman), Hugh Jackman (Wolverine - X-Men) og Tobey Maguire (Spider-Man). Topp 10 listi ofurkvenna 1. Angelina Jolie - Lara Croft, Tomb Raider 2. Jessica Alba - Sue Storm, Fan- tastic Four 3. Halle Berry - Catwoman, Cat- woman 4. Michelle Pfeiffer - Catwoman, Batman Returns 5. Jane Fonda - Barbarella, Barba- rella 6. Lynda Carter - Wonderwoman, Wonderwoman 7. Sarah Michelle Gellar - Buffy, Buffy the Vampire Slayer 8. Alicia Silverstone - Batgirl, Bat- man and Robin 9. Jennifer Garner - Elektra, Elektra 10. Michelle Ryan - Bionic Woman, Bionic Woman Topp tíu listi ofurmanna 1. George Clooney - Batman, Bat- man and Robin 2. Christopher Reeve - Superman, Superman 3. Christian Bale - Batman, Bat- man Begins 4. Hugh Jackman - Wolverine, X- Men 5. Tobey Maguire - Spider-Man, Spider-Man 6. Ben Affleck - Daredevil, Darede- vil 7. Brandon Routh - Superman, Su- perman Returns 8) Eric Bana - Dr. Bruce Banner/ The Hulk, The Incredible Hulk cent 9. Ioan Gruffudd - Mr. Fantastic, The Fantastic Four 10) Val Kilmer - Batman, Batman Forever Kynþokkafyllstu ofurhetjurnar Angelina Jolie Í hlutverki fornleifafræðings- ins léttklædda Löru Croft. Hel-köttaður George Clooney túlkaði svöl- ustu ofurhetjuna í verstu myndinni. Stormasöm Þokkadísin Jessica Alba er kunn ofurkvennahlutverkinu. Ofurmennið Christopher Reeve lagði lín- urnar fyrir ofurmenni síðari ára. Þjóðhagslegur ávinningur lyfja Málstofa í Þjóðminjasafni Íslands, miðvikudaginn 17. október. Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands standa fyrir málstofu um gildi lyfja í heilsuhagfræðilegu tilliti. Dagskrá: 12.00 Léttar veitingar 12.30 Fundur settur Ávarp heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson Heilsufar og stjórnarfar: Hagfræði beitt við stefnumótun í heilbrigðismálum Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ph.D., Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Productivity of pharmaceuticals in society: Disease-specific research approach Petri Parvinen, Ph.D., Nordic Healthcare Group Pallborðsumræður Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Petri Parvinen Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar og stjórnarformaður Tryggingastofnunar ríkisins Stjórnandi umræðu: Prófessor Gylfi Zoega, skorarformaður hagfræðiskorar HÍ Fundarstjóri: Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Frumtaka 14.00 Fundarlok Aðgangur er ókeypis og öllum heimill HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.