Morgunblaðið - 13.10.2007, Page 60
60 LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
TALAÐ er um Frágang, plötu
Megasar og Senuþjófanna, sem
eina af plötum ársins og að hún
sé með því besta sem meistarinn
hafi sent frá sér á ferlinum. Ein-
valalið skipar enda Senuþjófana,
sveit Megasar á plötunni, en
Þjófarnir eru fjórir meðlimir úr
reggísveitinni Hjálmum og svo
Guðmundur Pétursson, gítarleik-
ari. Guðmundur Kristinn Jóns-
son, eða Kiddi, upptökumaður
plötunnar og einn af meðlimum
sveitarinnar, rakti upphaf sam-
starfsins fyrir blaðamanni í
stuttri sögu.
„Þetta er nokkuð skondið allt
saman. Þannig var að ég var að
taka upp plötuna hennar Elízu
og Nisse, Hjálmatrommari, var
ráðinn til að tromma plötuna.
Elízu fannst samt sem það væri
ekki að ganga upp, þannig að ég
var allt í einu standandi fyrir ut-
an Geimsteinshljóðverið að
kvöldi til í Keflavík með atvinnu-
lausan, sænskan trommara mér
við hlið. Þannig að við förum
bara í smá labbitúr til að drepa
tímann. Um svipað leyti vorum
við í Hjálmum að hljóðrita okkar
útgáfu af lagi Megasar, „Saga úr
sveitinni“, og vorum á kafi í tón-
list Megasar sem við vorum að
fíla alveg í botn. En ég og Nisse
römbum inn á barinn Yellow og
þar er Megas – okkur að óvör-
um – að spila. Bara einn með
kassagítarinn. Nisse hafði aldrei
séð hann spila, ég var óður og
uppvægur að kynna hann fyrir
snilldinni og við dokum því við. Í
hléi spyr ég Megas fyrir rælni
hvort hann vilji syngja eina línu
inn á útgáfuna okkar af laginu
hans. Ég hafði aldrei hitt mann-
inn áður. Mér til furðu tók hann
vel í það og við förum aftur í
hljóðverið eftir tónleikana, en
það var þá orðið laust. Nótt var
skollin á og hann hlustar á út-
gáfuna okkar og er þræl-
ánægður með þetta, og syngur
sinn hluta í einni töku.
Svo spáði ég ekkert meira í
þetta fyrr en Stefán Ingólfsson,
umbinn hans, hefur samband við
mig og leggur það fyrir mig
hvort við viljum ekki taka þátt í
þessari næstu plötu. Og hvort
við værum ekki til í að túra hana
aðeins um landið líka. Skemmst
frá að segja tókum við vel í þá
bón – urðum alveg þrælánægðir
líkt og meistarinn!“
Rambað á Megas
Megas og Senuþjófarnir leika í Laugardalshöll í kvöld. Kiddi „Hjálmur“ segir
samstarfið hafa orðið fyrir hreina tilviljun.
Morgunblaðið/Sverrir
Pamfíll Guðmundur Kristinn Jónsson upptökumaður og „Hjálmur“.
ÞRÁTT fyrir að vera aðeins 23 ára fer As-
hlee Simpson reglulega til lýtalæknis og
lætur sprauta í andlitið á sér til að halda
sér unglegri.
Söngkonan unga lét laga á sér nefið í
apríl 2006 og núna á hún tíma í hverjum
mánuði hjá lýtalækninum sínum, Dr. Raj
Kanodia, til að fá kollagen sprautað í and-
litið á sér samkvæmt In Touch Weekly
tímaritinu.
„Hún er staðráðin í því að halda sér
unglegri eins lengi og mögulegt er. Fyll-
ingin losar hana við hverja hrukku og
heldur andlitinu ungu og mjúku,“ sagði
vinur söngkonunnar við tímaritið.
Ashlee sagði nýlega að hún sæi ekkert
athugavert við lýtalækningar. „Ég er
hamingjusöm manneskja og ánægð með
útlitið. Ef einhver velur lýtaaðgerðir er
það fyrir hann sjálfan, ekki fyrir neinn
annan,“ lét hún hafa eftir sér nýlega.
Simpson Sæt, fín og grunsamlega ung?
Ein sprauta
í mánuði
WWW.SAMBIO.IS SAMBÍÓIN - EINAVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
/ ÁLFABAKKA
THE BRAVE ONE kl. 3 - 5:30 - 8D - 10:30D B.i.16.ára DIGITAL
THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 LÚXUS VIP
STARDUST kl. 12:30D - 3D - 5:30D - 8 - 10:30 B.i.10.ára DIGITAL
STARDUST kl. 12:30 - 3 - 5:30 LÚXUS VIP
NO RESERVATIONS kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
SUPERBAD kl. 8 - 10:30 B.i.12.ára
CHUCK AND LARRY kl. 8 B.i.12.ára
MR. BROOKS kl. 10.30 B.i.16.ára
BRATZ kl. 12:30 - 3 - 5:30 LEYFÐ
ASTRÓPÍA kl. 1 - 3 - 5:30 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 LEYFÐ
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1 LEYFÐ
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB
THE KINGDOM kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára
THE BRAVE ONE kl. 5:40D - 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL
STARDUST kl. 12:30D - 3D - 5:30D - 8 B.i. 10 ára DIGITAL
NO RESERVATIONS kl. 10:30 LEYFÐ
ASTRÓPÍA kl. 1 - 3:40 LEYFÐ
BRATZ m/ísl. tali kl. 3 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ
/ KRINGLUNNI
ER RÉTTLÆTANLEGT
AÐ TAKA LÖGIN Í SÍNAR
HENDUR ÞEGAR
LÖGREGLAN STENDUR
RÁÐÞROTA?
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
MICHAEL MANN
OG LEIKSTJÓRANUM
PETER BERG
eeee
“MARGNÞRUNGI
SPENNUMYND
MEÐ ÞRUMUENDI„
EMPIRE
HVERNIG STÖÐVAR ÞÚ ÓVIN SEM
ER ÓHRÆDDUR VIÐ AÐ DEYJA?
SÝND Í KRINGLUNNI
SKEMMTILEGUSTU VINKONUR
Í HEIMI ERU MÆTTAR.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
STÆRSTA MYND
ÁRSINS Á ÍSLANDIeeee
- JIS, FILM.IS
eeee
- A.S, MBL
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA