Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Á
rið var viðburðaríkt á Alþingi, kosn-
ingar og sviptingar á stjórn-
arheimilinu, auk formannsskipta í
Framsóknarflokknum. Engu að
síður má segja að borgarfulltrúar
hafi með hrunadansi í orkumálum skyggt nokk-
uð á nágranna sína við Austurvöll.
Réðust úrslitin í Hafnarfirði?
Kosningabaráttan var með dauflegra móti.
Flokkarnir venju fremur þokukenndir í mál-
flutningi sínum í hinum stóru málum og dæmi-
gert þegar auðlindafrumvarpinu var vísað í
nefnd. En flokkarnir voru óhræddir við að út-
færa með nákvæmum hætti loforð sem enginn
getur verið þekktur fyrir að mótmæla, allra síst
rétt fyrir kosningar, svo sem um ókeypis tann-
vernd barna. Það var lýsandi þegar þingmaður
steig á pall og sagði flokk sinn hlynntan mann-
réttindum og hafna mismunun.
Íraksstríðið varð aldrei eitt af meginmálum
kosninganna. Ef til vill vegna þess að stjórn-
arandstaðan hafði sagt stuðning Íslands geð-
þóttaákvörðun tveggja manna, sem horfnir voru
af sjónarsviðinu, Davíðs Oddssonar og Halldórs
Ásgrímssonar. Stjórnarandstaðan fann fyrir
fjarveru þeirra, því tiltölulega óumdeildur
stjórnmálamaður var kominn í forsæti rík-
isstjórnarinnar, Geir H. Haarde, yfirbragðið
þannig að ekkert virtist koma honum úr jafn-
vægi. Og það kann að hafa temprað baráttuna.
Lengi vel stefndi í afhroð Samfylkingarinnar
og stórsigur Vinstri grænna, sem nærðust á
andstöðu við Kárahnjúkavirkjun og öflugri um-
hverfisvakningu. Þar átti Samfylkingin erfitt
uppdráttar, enda hafði Ingibjörg Sólrún greitt
atkvæði með ábyrgð borgarinnar vegna lántöku
Landsvirkjunar í tengslum við virkjunina. En
svo fór að síga á ógæfuhliðina. Rauði liturinn í
gunnfána Vinstri grænna varð fyrirferðarmeiri
þegar leið að kosningum og aðrir flokkar beindu
spjótum sínum í vaxandi mæli að þeim, þar á
meðal sjálfstæðismenn sem höfðu fram að því
látið sér nægja að hlakka yfir óvinsældum Ingi-
bjargar Sólrúnar. Samstaðan í umhverfismálum
rofnaði með tilkomu Íslandshreyfingarinnar,
þótt Ómar Ragnarsson segðist höfða til hægri
manna, og umræðan fór meira á dreif.
Ef til vill vó þyngst atkvæðagreiðslan í Hafn-
arfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Þar
voru stækkunaráform felld með naumum mun,
sem róaði umhverfisverndarsinna í öllum flokk-
um og datt á með dúnalogni. Ef atkvæða-
greiðslan hefði farið á annan veg og stækkun
verið keyrð í gegn af naumum meirihluta má
leiða líkum að því að mörgum hefði ofboðið og
Vinstri grænir notið góðs af.
Afhroð Framsóknarflokksins
Gamli fjórflokkurinn hélt velli í kosning-
unum, þrátt fyrir tveggja turna tal, og rík-
isstjórnin hékk á þingmeirihlutanum, þó aðeins
með 48,3% fylgi. Sjálfstæðismenn gátu vel við
unað, bættu við sig 2,9 prósentustigum og
þremur þingmönnum eftir 16 ár samfleytt í rík-
isstjórn. Flokkurinn var nokkuð frá sögulegu
meðaltalsfylgi, en á móti kemur að margir fram-
bjóðenda Frjálslyndra koma úr þeirra röðum
og kljúfa því fylgið.
Samfylkingin vann varnarsigur, ef miðað er
við skoðanakannanir nokkrum vikum fyrir
kosningar, en niðurstaðan var þó engan veginn
viðunandi. Flokkurinn tapaði 4,2 prósentustig-
um og tveimur þingmönnum. Vinstri grænir
létu undan síga á lokasprettinum, en fengu
14,3% atkvæða, bættu við sig 5,5 prósentustig-
um og fimm þingmönnum.
Framsóknarflokkurinn beið afhroð með
11,7% fylgi, langversta útkoma flokksins frá
upphafi. Flokkurinn virðist ekki festa rætur í
þéttbýlinu á suðvesturhorninu, náði ekki inn
þingmanni í Reykjavíkurkjördæmunum tveim-
ur og Siv Friðleifsdóttir hélt naumlega þingsæti
sínu í Suðvesturkjördæmi.
Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3% fylgi þrátt
fyrir mikinn hvirfilvind þegar Margrét Sverr-
isdóttir gekk úr flokknum. Hún stofnaði Ís-
landshreyfinguna sem fékk 3,3% atkvæða og
þau atkvæði féllu dauð niður.
Sundurlyndi í stjórnarandstöðu
Fylgishrun Framsóknar varð til þess að sjálf-
stæðismenn slitu þeirri ríkisstjórn sem lengst
hefur setið – í rúm tólf ár. Sjálfstæðismenn
treystu sér ekki til að starfa með svo nauman
þingmeirihluta og þáðu ekki boð Guðjóns Arnar
Kristjánssonar um að styrkja meirihlutann með
aðild Frjálslyndra. Enda erfitt að finna sam-
starfsflöt í kvótamálum eða innflytjendamálum.
Fljótlega eftir að ljóst varð að Sjálfstæð-
isflokkur gengi í eina sæng með Samfylking-
unni brugðust forystumenn Framsóknar
ókvæða við. Jón Sigurðsson, þáverandi formað-
ur, sakaði sjálfstæðismenn ekki um tvöfeldni
heldur margfeldni. Og Guðni Ágústsson, sem
tók við formennsku af Jóni, vandaði sjálfstæð-
ismönnum ekki kveðjurnar. Sú gremja hafði
áreiðanlega áhrif á gang mála í Ráðhúsinu síðar
á árinu.
Samfylkingin hafði reynt að ná hinum flokk-
unum að samningaborðinu fyrir kosningar til
myndunar vinstri stjórnar, en djúpstæð óvild
milli Framsóknar og Vinstri grænna kom í veg
fyrir það. Ekki aðeins voru flokkarnir á önd-
verðum meiði í virkjanamálum. Í umræðuþætti
strax eftir kosningar krafðist Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, afsökunarbeiðni í
beinni útsendingu út af „neikvæðri“ sjónvarps-
auglýsingu Framsóknar. Og til að bæta gráu of-
an á svart fékk Framsókn tilboð í kjölfarið frá
VG um að styðja minnihlutastjórn VG og Sam-
fylkingarinnar.
Sundurlyndið er enn til staðar milli Fram-
sóknar og Vinstri grænna í stjórnarandstöðu á
þingi, sem sást glöggt í umræðum um breyt-
ingar á þingsköpum fyrir jólin. Þar mátti
merkja á Vinstri grænum að framsóknarmenn
héldu að þeir væru enn í stjórn, talað var um
„nýja þingskapameirihlutann“ og Vinstri græn-
ir sögðu eindrægni ríkja meðal hinnar eiginlegu
stjórnarandstöðu, nefnilega Vinstri grænna.
Kannski er því ekki að undra að Ingibjörg Sól-
rún tók ekki boðinu í vor um að leiða slíka
vinstri stjórn, sem hefði verið „plöguð af sund-
urlyndi og innbyrðis tortryggni þessara tveggja
flokka“.
Því var mynduð „Þingvallastjórn“ Sjálfstæð-
isflokks og Samfylkingar 24. maí. Í stefnu-
yfirlýsingu voru Evrópumál sett í nefnd og ekki
tekin ákvörðun um að stöðva stóriðjufram-
kvæmdir. En kveðið var á um stækkun frið-
landsins í Þjórsárverum og að rammaáætlun
yrði tilbúin fyrir árslok 2009, sem yrði grund-
völlur allra ákvarðana um verndun og nýtingu.
Samfylkingin bar úr býtum utanríkisráðu-
neytið, enda bandaríska varnarliðið horfið á
brott, og Sjálfstæðisflokkurinn lagði áherslu á
að fá heilbrigðisráðuneytið, en með því er m.a.
stefnt að því að fara inn á braut útboða og þjón-
ustusamninga í ríkari mæli en gert hefur verið.
Sú mynd á eftir að skýrast.
Kurr í Sjálfstæðisflokknum
Mál manna er að stjórnarsamstarfið gangi
vel að mörgu leyti. Ansi miklir seglar virðast
vera milli Geirs H. Haarde forsætisráðherra og
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanrík-
isráðherra. Og ekkert klúður varð í sambandi
við fjárlögin.
Það hefur þó truflað sjálfstæðismenn, ekki
síst þá sem voru andsnúnir stjórnarmynstrinu
til að byrja með, að Samfylkingin hefur staðið í
nokkrum skæruhernaði gagnvart Sjálfstæð-
isflokknum, sem Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra hefur í bloggi sínu sagt meðvitað
bragð – að skerpa á ágreiningi í minni málum til
þess að undirstrika muninn á flokkunum.
Kannski er eðlilegt að Samfylkingin hafi þörf
fyrir að marka tímamót sem eftir er tekið, eftir
langa fjarveru frá stjórnarheimilinu, og einnig
gæti vakað fyrir flokknum að falla ekki í sömu
gryfju og Framsókn, sem varð fyrir miklu fylg-
istapi eftir langt og að mörgu leyti farsælt sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn.
Mikill kurr var innan Sjálfstæðisflokksins
framan af kjörtímabilinu yfir skærum Samfylk-
ingarinnar, en heldur hefur gengið saman með
flokkunum. Slegið er á efasemdir um heilindi og
hreinskiptni Samfylkingarinnar með því að
þingrofsrétturinn sé hjá forsætisráðherra. Ró
er því yfir þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
enda núverandi stjórnarsamstarf hluti af lengri
valdaferli. Sumir segja að meira lífsmark mætti
vera með þeim. Í þingflokknum er gagnrýnt
hversu mjög hallar á löggjafarvaldið í sam-
skiptum framkvæmdavalds og löggjafarvalds.
Nokkrir hafa lýst því yfir að efla beri virðingu
þingsins og að setja eigi ráðherrum og þeirra
embættismönnum skýrari mörk, s.s. í Evrópu-
málum og afgreiðslu fjárlaga.
Þegar horft er yfir í Ráðhúsið má kannski
segja að svipaðrar þróunar gæti þar, ný kynslóð
stjórnmálamanna krefst þess að fá orðið og
móta hlutina eftir sínu höfði, eins og hún var
kosin til.
Ekkert fundað um REI
Enn sér ekki fyrir endann á þeim deilum sem
risu í kringum samruna Reykjavík Energy In-
vest (REI) og Geysir Green Energy (GGE) og
bendir fátt til að hnúturinn verði leystur í bráð.
Þegar deilurnar stóðu sem hæst sprakk meiri-
hlutinn í borginni. Fór svo að samrunanum var
hafnað af nýjum meirihluta með stuðningi sjálf-
stæðismanna, en sex borgarfulltrúar flokksins
voru andvígir samrunanum frá upphafi.
Engu að síður lýsti Hannes Smárason,
stjórnarformaður GGE, því yfir í nýlegu viðtali
að það kvæði við nýjan tón eftir að nýr meiri-
hluti tók við borginni og að fullur hugur væri í
þeim sem réðu málum í Orkuveitunni að halda
áfram vegferðinni, þó að það væri undir breytt-
um formerkjum.
Um þetta virðist ekki ríkja samstaða innan
meirihlutans. Athygli vekur að Samfylkingin
ræður för innan OR, en í stýrihópnum er Svan-
dís Svavarsdóttir úr Vinstri grænum í forystu.
Núningur virðist hafa skapast þar á milli. Svan-
dís hefur lýst því yfir að velta þurfi „hverjum
einasta steini í þessu máli“ og að samruninn
hafi verið „táknrænn fyrir spillingu í stjórn-
málum og menn sem fara með völd almennings
sem sín eigin“. Í þeim efnum hefur m.a. verið
horft til hvassra spurninga umboðsmanns Al-
þingis, s.s. um hvort fylgt hafi verið jafnræð-
isreglu.
Allt fór í baklás í hinum þverpólitíska stýri-
hópi í nóvember eftir að fréttist af „sáttatillögu“
sem meirihlutinn hefði lagt fram á fundi hóps-
ins. Þar var kveðið á um að eign OR í Hitaveitu
Suðurnesja yrði látin renna inn í REI og þaðan
inn í GGE. Í staðinn fengi REI hlutafé í GGE.
Eftir fréttaflutninginn var stjórnarfundi í REI
frestað og ekki fundað í stýrihópnum í fimm vik-
ur.
Innan stýrihópsins hefur vinna því legið niðri,
þrátt fyrir miklar yfirlýsingar Svandísar um að
það verk verði „væntanlega eitt af þeim mik-
ilvægustu hjá nýjum meirihluta“. Þó var hald-
inn fundur í lok árs að beiðni sjálfstæðismanna,
sem eru ósáttir við hversu seint miðar í málinu.
Þó að samstaða sé í borgarstjórn er einnig
hugmyndafræðilegur ágreiningur meðal sjálf-
stæðismanna í orkumálum, sem sést á stofnun
Landsvirkjun Power, sem tekur til starfa eftir
áramót, en þar er horft til vaxtar utan landstein-
anna. Sumir sjálfstæðismenn telja að opinberir
aðilar eigi ekki að vasast í áhætturekstri, aðrir
telja í lagi að ríkið stofni félag með takmarkaðri
ábyrgð fyrir slíkan rekstur, og horfa þá gjarnan
til þess að félagið verði einkavætt síðar.
Enginn málefnasamningur
Það vekur athygli að enn liggur enginn mál-
efnasamningur fyrir hjá nýjum meirihluta í
borginni. Ólafur F. Magnússon hefur sagt að
ráðast eigi í þá vinnu, en borgarstjóri segist
vilja ástunda stjórnmál þar sem ákvarðanir séu
teknar frá degi til dags, þannig að borgarbúar
upplifi stefnuna í framkvæmd.
Ágreiningur innan meirihlutans er skýrastur
í skipulagsmálum. Framsóknarmenn hafa haft
forystu um að byggt verði í Örfirisey og að flug-
völlurinn fari úr Vatnsmýrinni, en Frjálslyndir
töluðu eindregið gegn hvoru tveggja fyrir kosn-
ingar. Og Vinstri grænir eru andvígir mis-
lægum gatnamótum Miklubrautar og Kringlu-
mýrarbrautar.
Og blikur eru á lofti í landsmálunum. Kjara-
samningar gætu orðið ríkisstjórn og sveit-
arstjórnum erfiðir, enda hafa miklar væntingar
skapast á undanförnum árum. Á meðan sumir
segja að tími uppskerunnar sé kominn og
stjórnmálamenn megi ekki vera á of stífum
gormum segja aðrir að stíga þurfi á bremsuna
til þess að ríkisfjármál fari ekki úr böndum og
verðbólgan á flug. Sitjandi ríkisstjórn megi ekk-
ert við því fremur en aðrar ríkisstjórnir.
Ef til vill reynir á þolrif ríkisstjórnarinnar í
loftslagssamningum, enda óljóst hvort umhverf-
isráðherra teflir fram sjónarmiðum umhverf-
isverndarsinna eða setur í forgrunn hagsmuni
íslensks atvinnulífs, að minnsta kosti til skamms
tíma. Þá hefur hátt gengi krónunnar og hrun
þorskstofnsins áhrif á stöðu sjávarútvegsins og
veikir byggðirnar. Umræðan um hvort krónan
eigi að víkja fyrir evru heldur því áfram, eða
jafnvel norskri krónu eða svissneskum franka.
Svo eru það stýrivextirnir og stóriðjan.
– Það er í mörg horn að líta.
Orkumálin fyrirferðarmikil
Morgunblaðið/Ómar
Frá stjórnarheimilinu Traust virðist ríkja á milli Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra.
» Innan stýrihópsins [um málefni OR] hefur vinna því legiðniðri, þrátt fyrir miklar yfirlýsingar Svandísar um að það
verk verði „væntanlega eitt af þeim mikilvægustu hjá nýjum
meirihluta“. Þó var haldinn fundur í lok árs að beiðni sjálfstæð-
ismanna, sem eru ósáttir við hversu seint miðar í málinu.
STJÓRNMÁL
Pétur Blöndal