Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ S trax eftir áramót hefst atgangur vestur í Bandaríkjunum sem á vafa- laust eftir að setja svip sinn á fréttir allt næsta ár – og setti raunar mik- inn svip á bandarísk stjórnmál á árinu sem er að líða. Á þriðja degi nýs árs fer fram fyrsta forval stóru flokkanna tveggja, repúblikana og demó- krata, vegna forsetakosninganna sem haldnar verða næsta haust en það er Iowa-ríki sem venju samkvæmt ríður á vaðið. Að kvöldi 5. febrúar ætti síðan að liggja fyrir hverjir verða frambjóðendur flokkanna í forsetakosning- unum en þann dag fara fram forkosningar í alls 22 ríkjum og alls verður þá búið að kjósa í um helmingi ríkja Bandaríkjanna. En þá er ballið vitaskuld fyrst að byrja: Í kjölfarið hefst hin eiginlega barátta um forsetaembættið. Ástæða er til að ætla að betur verði fylgst með þessum darraðardansi en nokkru sinni fyrr, bæði í Bandaríkjunum sjálfum og annars staðar í veröldinni, og kemur þá tvennt til. Ann- ars vegar þýða þessar forkosningar að farið er að hilla undir brotthvarf George W. Bush af forsetastóli og má líklega slá því föstu að marg- ur hlakki til þess dags, enda hafa fáir forsetar Bandaríkjanna verið umdeildari. Bush hefur að sönnu gegnt embætti forseta á umbrotatímum en sú skýring dugar ekki til að réttlæta rekstur fangabúðanna í Guantanamo eða innrásina í Írak og allt það fíaskó. Hitt sem skiptir máli er sú staðreynd að spennandi forkosningar fara fram hjá báðum flokkum að þessu sinni, sitjandi varaforseti (Dick Cheney) sækist ekki eftir því að taka við af Bush eins og hefð er fyrir vestra, sem aftur þýðir að enginn frambjóðenda repúblikana hef- ur augljóst forskot á keppinauta sína þar. Bush lætur að vísu ekki af embætti fyrr en í janúar 2009 en kosningarnar á næsta ári skipta verulegu máli, enda verður af niðurstöðunni hægt að ráða hversu líklegt er að næsti forseti haldi áfram á sömu braut og Bush. Og þetta verða að öllum líkindum sögulegar kosningar. Flest bendir til að annaðhvort kona, Hillary Clinton, eða blökkumaður, Barack Obama, verði útnefndur frambjóðandi Demókrata- flokksins og þá eru um leið helmingslíkur á því að næsti forseti Bandaríkjanna verði ann- aðhvort kona eða blökkumaður. Heldur betra ástand í Írak Fyrir ári síðan var á þessum vettvangi talað um að árið 2006 hefði verið ár hörmunga fyrir Bush og Íraksstefnu hans, sannkallað „annus horribilis“. Ástandið í Írak virtist aðeins lúta einu lögmáli; að geta sífellt farið versnandi. Í árslok 2007 er staðan betri – þó að óneit- anlega fari því fjarri að allt sé í lukkunnar vel- standi í Írak. Framan af ári bárust raunar ekk- ert nema slæmar fréttir frá Írak, svo hrikaleg var skálmöldin í landinu að hundruð þúsunda Íraka tóku þann kost að flýja heimaland sitt. Eftir að Bandaríkjamenn fjölguðu tímabund- ið í herliði sínu í Írak og tóku þar upp ný vinnu- brögð dró hins vegar verulega úr mannfalli og er leið á haustið virtist sem vonarglæta hefði brotist í gegnum skýjabakka hörmunganna. Sannarlega er of snemmt að draga víðtækar ályktanir af þeim árangri sem náðst hefur, en staðreyndin er þó sú að samtökin sem kölluð hafa verið al-Qaeda í Írak hafa verið á und- anhaldi og svo virðist sem súnnítar hafi fyrir sitt leyti fengið sig fullsadda á ofbeldinu sem haldið hefur verið uppi í borgum eins og Fall- ujah og vilji taka þátt í hinu pólitíska ferli. Vandinn kann þá að reynast sá að sjítastjórn Nuris al-Malikis virðist ófær um eða ófús til að brjóta odd af oflæti sínu og veita súnnítum hlut- deild í stjórn landsins. Nokkrir stigu af sviðinu Að öðru leyti hefur George W. Bush ekki haft mikla ástæðu til að fagna. Hann stendur nú í sömu sporum og allir forsetar Bandaríkjanna standa í þegar farið er að hilla undir lok valda- tíma þeirra; áhrif hans fara þverrandi og einnig geta hans til að ná málum fram. Án nokkurs vafa mun kveða enn rammar að þessu á nýju ári – nema kannski hugsanlega ef annað hryðju- verk yrði framið í Bandaríkjunum í líkingu við árásina 11. september 2001, en ekki er útilokað að einhverjum úr þeim ranni dytti í hug að reyna að hafa áhrif á forsetakjörið margumtal- aða með slíkum hætti. Það gerði Bush ekki auðvelt fyrir á árinu sem nú er að renna sitt skeið að demókratar réðu ferðinni í báðum deildum þings, eftir mikla sigra í kosningum haustið 2006, á „hörm- ungaári Bush“ sem svo var nefnt. Bush mátti líka horfa á eftir ýmsum af helstu ráðgjöfum sínum, Karl Rove er hættur störfum í Hvíta húsinu, og sömuleiðis Alberto Gonzales, gamall samstarfsmaður forsetans, sem þurfti að segja af sér dómsmálaráðherraembættinu í nokkurri skömm. Þá er ótalinn nánasti bandamaður Bush í hinu hnattræna stríði gegn hryðjuverk- um, en Tony Blair vék úr stóli forsætisráðherra Bretlands um mitt árið. Menn höfðu miklar væntingar til Blairs er hann komst til valda í Bretlandi 1997 og um tíma stóð hann undir nafni sem boðberi breyt- inga – ef ekki á borði þá a.m.k. í orði. En fylgi- spekt Blairs við Bush og stefnu hans eftir at- burðina 11. september olli mörgum vonbrigðum og þó að hann reyndist oftar en ekki öflugri talsmaður stefnu Bandaríkja- forseta en Bush sjálfur skapaði hann sér óvin- sældir með gjörðum sínum. Þær tilfinningar móta afstöðu manna þegar þeir meta ráðherra- feril Blairs. Arftakinn, Gordon Brown, er eldri en tvæ- vetur í pólitík og ætti að vera fær um að stýra bresku þjóðarskútunni skynsamlega. Eitthvað hefur þó vantað upp á myndugleikann og marg- ir telja að Brown hafi gert slæm mistök þegar hann kynti undir tali um haustkosningar, en hætti svo við á síðustu stundu. Hitt er þó ljóst að Brown dró línu í sandinn milli sín og Bush Bandaríkjaforseta; kærleikstaugin milli þeirra er engan veginn eins sterk og sú sem batt þá Bush og Blair tryggðaböndum. Í Ástralíu hvarf John Howard, enn einn bandamaður Bush í Íraksstríðinu, af stóli for- sætisráðherra. Í Frakklandi vék hins vegar Jacques Chirac af forsetastóli en Chirac var sannarlega enginn bandamaður Bandaríkjanna í Írak, reyndi þvert á móti að standa uppi í hárinu á Bush. Chirac lét af embætti forseta í Frakklandi eftir tólf ár og við tók Nicolas Sar- kozy. Sarkozy hefur – ólíkt Gordon Brown – lagt sig fram um að bæta samskiptin vestur um haf. Sarkozy er að mörgu leyti boðberi nýrra tíma í frönskum stjórnmálum. Hann er sonur ungversks innflytjanda, þykir ólíkur hinum formfasta Chirac í háttum og hann gengur hratt til verka, eins og sýndi sig þegar Líb- íustjórn lét fyrir tilstilli Frakka lausa búlgarska heilbrigðisstarfsmenn sem setið höfðu í fanga- klefa um árabil á vafasömum forsendum, sak- aðir um að hafa smitað börn í þeirra umsjá af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi. Það á hins vegar alveg eftir að koma í ljós hvort Nicolas Sarkozy nær að marka djúp spor í söguna. Það veit ekkert endilega á gott að einkalíf hans virð- ist jafn mikið til umræðu og stefnumál hans. Lýðræðishalli í Rússlandi Borís Jeltsín, fyrsti lýðræðislega kjörni for- seti Rússlands, lést á árinu en hann gegndi embættinu á miklum ólgutímum, frá 1991 til 1999. Andlát Jeltsíns varð mönnum tilefni til vangaveltna um stöðuna í Rússlandi en þannig háttar nú til að þar verður á næsta ári kosinn nýr forseti, rétt eins og í Bandaríkjunum. Nýir valdhafar verða því kjörnir í kalda- stríðsstórveldunum tveimur en óhætt er að segja að aðdragandi kosninganna sé nokkuð ólíkur. Lýðræðishefðin í Bandaríkjunum mun tryggja að Bush felur nýjum manni völdin er hann hverfur úr embætti (hvað sem líður þeim erfiðleikum sem upp komu við framkvæmd for- setakosninganna 2000). Í Rússlandi má hins vegar segja að Vladímír Pútín hafi bæði tögl og hagldir og sé í þeirri stöðu að hann geti einfald- lega gefið sjálfum sér umboð til áframhaldandi valda – sem hann gerði í raun á árinu 2007 er hann tilnefndi náinn samstarfsmann sinn í emb- ætti forseta, en sá hinn sami, Dímítrí Medvedev, launaði Pútín greiðann í desember með því að lýsa því yfir að hann myndi skipa Pútín í emb- ætti forsætisráðherra. Þróunin var raunar öll í þessa átt í Rússlandi, Pútín hefur þar öll völd á sínum höndum og spurningin hefur eingöngu verið sú hvernig hann ætlaði að tryggja áframhaldandi áhrif sín, ekki hvort (rússneska stjórnarskráin heimilar ekki að menn sitji þrjú kjörtímabil á forsetastóli í röð). Rússneski björninn hefur verið að hnykla vöðvana á alþjóðavettvangi, Pútín telur lykilinn að farsæld rússnesks samfélags felast í því að Rússar standi keikir sem þjóð og lúti í engu skipunum eða skilmálum Vesturlanda, með Bandaríkin í broddi fylkingar, hvorki að því er varðar kosningar í Rússlandi (sbr. tregðu stjórnvalda í Moskvu til að heimila kosningaeft- irlit Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í þingkosningunum í desember) né Kosovo-málið svonefnda (sem snýst um það hvort Kosovo- Albanar geti lýst yfir einhliða sjálfstæði). Rússar vilja að þeim sé sýnd virðing og þeir vilja að umheimurinn viti, að þeir eru stórveldi. Til marks um þetta er sú ákvörðun að senda rússneskar herþotur aftur í svonefnt æfingaflug út yfir Atlantshaf, nokkuð sem við Íslendingar urðum varir við, og Barentshafsflotann suður í Miðjarðarhaf til æfinga með Svartahafsflot- anum, sem ekki hefur verið gert um árabil. Athygli vakti nú fyrir jól að vikuritið Time ákvað að útnefna Pútín mann ársins 2007. Rich- ard Stengel, ritstjóri Time, sagði Pútín hafa hlotið heiðurinn þar sem hann hefði sýnt „ótrú- lega forystu í að koma á jafnvægi í landi þar sem áður ríkti óstjórn“. „Hann er nýi keisari Rúss- lands, en hann er hættulegur að því leyti að hon- um stendur á sama um borgaralegt frelsi, hon- um er sama um málfrelsið,“ sagði Stengel og bætti réttilega við að Pútín nyti mikilla vinsælda meðal Rússa, þeir teldu hann að mestu leyti ábyrgan fyrir að hafa komið á stöðugleika hjá þjóð sem bjó við ringulreið, eftir fall Sovétríkj- anna snemma á tíunda áratugnum. Skýringin á góðæri í Rússlandi er á hinn bóg- inn ekki aðeins sú að Pútín sé sterkur leiðtogi. Á það hefur nefnilega verið bent að þegar Pútín tók við af Jeltsín í árslok 1999 kostaði fatið af ol- íu 15 dollara en það fer nú á um 90 dollara. Möguleikar stjórnvalda í Kreml á því að láta til sín taka byggjast því að miklu leyti á sterkri stöðu þeirra á olíu- og orkumarkaði, sem um leið skýrir hvers vegna Pútín hefur slíkt trölla- tak á völdum í Rússlandi. Frekari upplausn líkleg í Pakistan Verðið á olíu tengist vitaskuld öðru stóru máli, sem mjög var í brennidepli á árinu; vax- andi spennu sem tilkomin er af meintum ásetn- ingi íranskra stjórnvalda um að koma sér upp kjarnorkuvopnum í trássi við samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna (NPT). Lengi vel var fullyrt að Bush Bandaríkja- forseti myndi láta til skarar skríða á árinu 2008, jafnvel þó að það yrði hans síðasta verk á for- setastóli, og að Bandaríkjamenn myndu gera árás á kjarnorkuver Írana til að fyrirbyggja þann möguleika, að írönskum stjórnvöldum tækist ætlunarverk sitt. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna mátu stöðuna að vísu svo undir lok ársins, að þær hefðu áður verið búnar að gera of mikið úr kjarnorkuáætlun Írana; vakti sú niðurstaða nokkra athygli í ljósi sögunnar, þ.e. frammi- stöðu sömu stofnana í matinu á meintri gereyð- ingarvopnaeign Íraka 2003. Fullyrða má hins vegar að margir hafi andað léttar. Má enda færa rök fyrir því að heldur minni líkur séu á því en áður að látið verði sverfa til stáls í Íran á árinu 2008. Og þó er ekki hægt að slá slíku föstu. Yf- irlýsingar ísraelskra ráðamanna bentu t.a.m. ekki til að umrædd skýrsla myndi hafa mikil áhrif á þeirra þankagang. Engan veginn er því útilokað að veður verði válynd mjög í heimshlut- anum á árinu 2008. Sannarlega var ófriðlegt um að litast á svæð- um Palestínumanna á árinu 2007, rétt eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var einkum um innbyrðis hjaðningavíg að ræða og í lok árs 2007 er staðan sú að palestínska þjóðin er klofin: Á Vesturbakkanum ræður ríkjum Fatah-- hreyfingin, með Mahmoud Abbas í broddi fylk- ingar, en á Gaza-svæðinu ríkir stjórn Hamas- samtakanna herskáu, einangruð frá umheim- inum vegna hryðjuverkafortíðar sinnar og afstöðu til Ísraelsríkis. Ástandið hefur skv. nýrri skýrslu Alþjóðabankans valdið því að frá 1999 hafa tekjur á mann skroppið saman um 40%. Lítil ástæða virðist til að ætla að aðstæður í Mið-Austurlöndum batni mikið á nýju ári og skýrar vísbendingar eru um að árið 2008 verði einnig erfitt öllu sunnar í Asíu. Morðið á Benaz- ir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakist- ans, á þriðja degi jóla staðfesti auðvitað bara það sem allir vissu: Að mikil ólga er í Pakistan, þessu lykilríki í títtnefndu hryðjuverkastríði Bush Bandaríkjaforseta. Staða Pervez Mushar- rafs forseta er veik, öfgamenn á borð við Osama bin Laden eiga þar dygga stuðningsmenn á öll- um stigum þjóðlífsins og öruggt húsaskjól og án efa mun þróun í Pakistan skipta einna mestu máli þegar til lengri tíma er litið. Fari þar allt í bál og brand gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir alla jarðarbúa. Vitundarvakning um loftlagsmál Gamall keppinautur George W. Bush, fyrr- verandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, var mjög í sviðsljósinu á árinu og naut öllu jákvæð- ari umfjöllunar en forsetasonurinn frá Texas. Gore hefur helgað sig ýmsum hugðarefnum sín- um eftir að hann laut í lægra haldi fyrir Bush í forsetakosningunum vestra haustið 2000 (þar sem Gore fékk raunar fleiri atkvæði en Bush, eins og frægt er orðið) en þar ber hæst loftlags- málin. Gore fékk á árinu Óskarsverðlaun fyrir heimildarmynd sem hann átti stóran þátt í, Óþægilegan sannleika, og jafnframt deildi hann friðarverðlaunum Nóbels nú undir lok ársins með vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, IPCC, fyrir að hafa sett loftslagsmálin rækilega á dagskrá – svo mjög raunar að fullyrða má að vitundarvakning hafi orðið meðal venjulegs fólks jafnt sem ráða- manna. Gore verður þó ekki einum þakkaður sá árangur. Flestum er að verða ljóst að grípa verður í taumana, að því er varðar breytingar á loftslagi jarðarinnar, ella muni illa fara. Vaktaskipti hjá valdamönnum AP 2007 Bush á eitt ár eftir á forsetastóli en sumpartinn má segja að völd fjari hraðar úr höndum hans heldur en Pútíns sem þó lætur af embætti forseta í Rússlandi á árinu 2008. »Morðið á Benazir Bhutto […] á þriðja degi jóla staðfesti auð-vitað bara það sem allir vissu: Að mikil ólga er í Pakistan, þessu lykilríki í títtnefndu hryðjuverkastríði Bush Bandaríkja- forseta […] án efa mun þróun í Pakistan skipta einna mestu máli þegar til lengri tíma er litið. Fari þar allt í bál og brand gæti það haft alvarlega afleiðingar fyrir alla jarðarbúa. ALÞJÓÐAMÁL Davíð Logi Sigurðsson | david@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.