Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 14
14 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Frikki
Verðlaunahafi Ingvar segir leikaraverðlaun ekki hafa bein áhrif á leikferilinn, en að þau geti
haft mikla þýðingu fyrir dreifingu kvikmynda.
ÁRIÐ sem er að líða var annasamt hjá Ingv-
ari E. Sigurðssyni leikara og næg verkefni
bíða hans í byrjun þess næsta. „Ég er búinn
að leika í nokkrum myndum á þessu ári, ég
held að ég hafi aldrei leikið í jafnmörgum
myndum á einu bretti. Stærsta verkefnið var
Reykjavík-Rotterdam með Óskari Jónassyni
núna í byrjun vetrar og svo var ég mikið í
Stóra planinu hjá honum Ólafi Jóhannessyni.“
Uppskera Ingvars á kvikmyndahátíðum
ársins var prýðileg, hann fékk Edduverðlaun
fyrir hlutverk sitt í Foreldrum og Napapijri-
verðlaunin á ítölsku kvikmyndahátíðinni Co-
urmayeur Noir fyrir túlkun sína á Erlendi í
Mýrinni. Hann segir það góða tilfinningu
fylgja viðurkenningum fyrir vel unnin störf,
en vill ekki meina að verðlaun hafi bein áhrif
á leikferilinn. „Mér finnst það ekki hafa verið
þannig í gegnum tíðina, en ég tala nátt-
úrulega sem leikari, þetta hefur mikla þýð-
ingu fyrir myndirnar sjálfar að fá stór verð-
laun. Þá ná þær betri árangri á öðrum
kvikmyndahátíðum og þetta hefur áhrif á sölu
myndarinnar. En ég hef ekki tekið eftir því
að leikaraverðlaun hafi gefið af sér vinnu fyr-
ir mig úti í heimi.“
Miðar á fyrstu sýningar rokkóperunnar
Jesus Christ Superstar nú á milli jóla og ný-
árs seldust upp á örskotsstundu. Þar fer
Ingvar með hlutverk Pontíusar Pílatusar og
hann segir baráttugleði ríkja í leikhópnum.
„Ég get sagt að mér finnst hún vera ástríðu-
full þessi sýning. Bæði er bandið alveg svaka-
lega þétt og gott og leikstjórinn hefur lagt dá-
lítið mikið upp úr hita án þess að fara út í
ærslagang og gassagang.“
Á nýju ári taka síðan ný verkefni við og það
fyrsta sem bíður Ingvars eru æfingar í Þjóð-
leikhúsinu á Sólarferð eftir Guðmund Steins-
son í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.
Aldrei leikið í fleiri
kvikmyndum
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Ingvar E. Sigurðsson
HÁSKÓLI Íslands hefur verið í mik-
illi sókn á árinu og sífellt fjölgar
þeim sem útskrifast með háskóla-
próf. Nú er svo komið að Kristín Ing-
ólfsdóttir rektor þarf að styrkja sig
sérstaklega til þess að geta braut-
skráð allan þennan fjölda. „Ég get
ekki neitað því, það er sérstaklega í
júníútskriftinni, þá útskrifast þús-
und manns og ég undirbý mig með
því að lyfta lóðum. Ég vil geta tekið
kröftuglega í hendurnar á stúd-
entum á þessari hátíðarstundu, og til
þess að geta gert það þarf ég að
styrkja upphandleggi og axlir,“ segir
Kristín.
Samningur sem stendur upp úr
Það er af nógu að taka þegar
Kristín rifjar upp helstu atburði ný-
liðins árs. „Fyrsti stórviðburðurinn
var í janúar þegar við skrifuðum
undir samning við ríkisstjórnina. Við
menntamálaráðherra skrifuðum
undir samning sem gerir ráð fyrir
auknum tekjum háskólans næstu
fimm árin til þess að gera skólanum
kleift að fylgja metnaðarfullri stefnu
sinni til næstu fimm ára. Það er það
sem stendur upp úr á árinu, bæði í
mínu lífi og allra hérna í háskól-
anum.“ Í kjölfarið hafa Kristín og
samstarfsfólk hennar hrint stefn-
unni í framkvæmd og margskonar
breytingar eru að ganga í gegn í Há-
skóla Íslands.
„Við erum að endurskipuleggja
allt stjórnkerfi skólans og deilda-
skiptingu. Við erum að vinna að því
að sameinast Kennaraháskóla Ís-
lands, við erum að undirbúa bygg-
ingar fyrir heilbrigðisvísindadeildir
okkar á sömu lóð og nýja háskóla-
sjúkrahúsið verður á, við erum að
undirbúa vísindagarða í Vatnsmýr-
inni og við erum að undirbúa bygg-
ingu húss fyrir stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum þar sem
íslenskudeild skólans verður líka til
húsa. Við opnuðum hér fyrsta des-
ember Háskólatorg, tíu þúsund fer-
metra byggingu sem veldur byltingu
í allri aðstöðu okkar, bæði kennara
og nemenda. Síðan höfum við verið
að gera samstarfssamninga við há-
skóla erlendis um nemenda- og
kennaraskipti og samstarf í vís-
indum.“
Næg verkefni bíða rektorsins á
nýju ári. „Það sem er framundan er
að klára þessar skipulagsbreytingar
sem að við erum að ganga í gegnum.
Við erum búin að skipta skólanum í
fimm fræðasvið og erum að ganga
núna frá deildaskiptingu innan
þeirra. Svo verðum við alveg fram til
fyrsta júlí að undirbúa sameininguna
við Kennaraháskólann og hlökkum
mikið til þeirra tímamóta og teljum
að báðir njóti góðs af.“
Sterk staða háskólakvenna
Íslenskar háskólakonur hafa vakið
athygli erlendis fyrir sterka stöðu
sína og Kristín er ánægð með þann
árangur sem náðst hefur. „Það er
mjög skemmtilegt að nefna að það
eru ellefu deildir í háskólanum og
meirihluti deildarforseta er konur. Í
nýskipuðu háskólaráði eru konur í
meirihluta líka. Það tel ég vera mjög
ánægjulegt og til marks um árangur
í jafnréttismálum í Háskóla Íslands.“
Æfir handaböndin með því að lyfta lóðum
Rektor Miklar skipulagsbreytingar eru framundan í HÍ og nýbyggingar hafa verið teknar í notkun.
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Kristín Ingólfsdóttir
„Það er náttúrlega alveg rosalegt áfall þegar
eigur manns fara fyrir lítið,“ segir Davíð Rún-
ar Gunnarsson en hús hans varð hvað verst úti
þegar mikið aurflóð féll ofan við Lindargötu á
Sauðárkróki og hafnaði á sjö íbúðarhúsum og
tveimur bifreiðum. Orsök flóðsins var sú að að-
veitupípa Gönguskarðsárvirkjunar gaf sig í
kjölfar rafmagnsleysis og það varð til þess að
um tvö þúsund rúmmetrar af vatni og aur
steyptust niður Nafirnar svonefndu með fyrr-
greindum afleiðingum.
Fyrir mikla mildi var enginn hinna fimm
fjölskyldumeðlima á Lindargötu 17 heima þeg-
ar flóðið skall á húsinu en kjallarinn, þar sem
finna mátti geymslu og þvottahús, fylltist af
aur og vatni. Þá mátti litlu muna að flæddi inn
á efri hæðina þar sem aðalvistarverur fjöl-
skyldunnar voru. Davíð Rúnar var við vinnu og
eiginkona hans, Alda Davíðsdóttir, og börn
voru á Patreksfirði þar sem þau búa allajafna,
en fjölskyldan leigði aðeins húsið tímabundið á
meðan Alda var við nám á Hólum.
Litlu hægt að bjarga
Davíð Rúnar segist afar feginn því að fjöl-
skyldan var ekki á Sauðárkróki því hann gat
þá einbeitt sér að því að leita aðstoðar og gera
það sem gera þurfti. Hann segist hafa sloppið
tiltölulega vel þar sem persónulegu munirnir
hafi flestir verið á efri hæðinni en svo til allt
sem var í geymslunni og þvottahúsinu glat-
aðist. Einhverjum flíkum, sem lentu bara í
vatninu, var hægt að bjarga. „Það var hægt að
þvo þær sex sinnum og þá var svona nokkurn
veginn búið að taka mestallt úr þeim. En það
var ekkert þarna niðri sem við gátum í raun
notað.“
Kjallarinn tilbúinn undir
tréverk um kvöldið
Davíð Rúnar hefur verið í björgunarsveit frá
unga aldri, hann var í slökkviliðinu á Sauð-
árkróki og er nú slökkviliðsstjóri í Vest-
urbyggð. „Ég hef yfirleitt verið hinum megin
við borðið, ég hef verið sá sem fer og hjálpar
fólki, en í þessu tilfelli var þetta allt öðruvísi,
ég þurfti á aðstoð að halda,“ segir hann og
kveður það vera merkilega tilfinningu.
Þá er hann afar þakklátur fólkinu sem kom
og aðstoðaði hann. Hann segir að það hafi veitt
sér mikla öryggistilfinningu, „að vita að það er
alveg fullt af fólki sem er til í að koma og
hjálpa. Um leið og það var búið að moka frá
kjallarahurðinni þá komu 20-30 björg-
unarsveitamenn og mokuðu út úr kjallaranum
og síðan kom slökkviliðið og bara smúlaði út,
þannig að um kvöldið, þó svo að kjallarinn hafi
verið fullur [um morguninn], þá var hann orð-
inn tómur, tilbúinn undir tréverk.
Það er þvílíkt starf sem þessir aðilar allir
saman vinna, bæði björgunarsveitarmenn í
sjálfboðavinnu og slökkviliðið, og þetta var
bara ótrúlega góð tilfinning að vita af þessu
fólki sem er tilbúið til þess að koma og hjálpa.“
Kjallarinn fylltist af vatni
og aur eftir mikið flóð
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
Davíð R. Gunnarsson
Morgunblaðið/Ingimundur Sverrisson
Fjölskyldan Davíð segir það hafa veitt sér mikla öryggistilfinningu hversu margir voru boðnir
og búnir til að koma sér til aðstoðar, moka út út kjallaranum aur og drullu og smúla hann út.