Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 15

Morgunblaðið - 31.12.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 15 BJÖRGUNARSVEITARMENN hafa haft í nógu að snúast á árinu. Er þar skemmst að minnast strands flutningaskipsins Wilsons Muuga fyrir rúmu ári og í kjölfarið losunar skipsins af strandstað fjórum mán- uðum síðar, leitarinnar að Þjóðverj- unum tveimur í ágúst og fárviðrisins fyrr í þessum mánuði, auk fjölda annarra tilfella sem ekki rata í fjöl- miðlana. Jónas Guðmundsson frá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg hefur tekið þátt í fjölda útkalla og m.a. tók hann þátt í stjórn aðgerða á Svína- fellsjökli í sumar þegar leit stóð yfir að þeim Matthiasi Hinz og Thomasi Grundt. Hann segir aðgerðina við Skaftafell hafa verið þá umfangs- mestu í mjög langan tíma. Eitt erfiðasta leitarsvæðið „Á fyrstu dögunum fór mikil rann- sóknarvinna af stað því það sem var sérstakt við þetta var að við gátum gengið út frá mjög litlu. Þeir skildu eftir mjög lítið af upplýsingum, bæði hjá aðstandendum og vinum, um hvað þeir ætluðu að gera. Eftir að vísbendingar höfðu leitt okkur á staðinn þá hófst þar leit og svo kom að því að við fundum tjaldið og þá gátum við afmarkað okkur betur, en við vissum auðvitað ekkert hvað þeir ætluðu að gera. Þetta er líklega eitt erfiðasta svæði til að leita á á öllu landinu. Það sem hjálpaði okkur var að veðurað- stæður voru nokkuð góðar, þrátt fyrir að við lentum í snjókomu, þoku og snjóflóðum. Annar stór liður sem hjálpaði okk- ur var ótrúlega gott samstarf við Landhelgisgæsluna. Við vorum með þyrlur þarna flesta daga og gátum því sparað okkar fólki að labba dag- lega upp í 1.600-2.100 metra hæð, við gátum einfaldlega flogið með það upp á svæðin. Þannig gátum við not- að sama mannskapinn dag eftir dag en sumir löbbuðu rúmlega hæð Eve- rest á 4-5 dögum því þeir gengu aft- ur og aftur upp í 2.000 metra hæð.“ Lítið meira hægt að gera Jónas segir mikil vonbrigði hafa fylgt því að finna Þjóðverjana ekki en málið var vandlega vegið og met- ið þegar sú ákvörðun var tekin að hætta leit. „Síðasta daginn sem við vorum fyrir austan fór ég sjálfur upp að tjaldinu og ég skoðaði að- stæður mjög vel og reyndi að meta hvað fleira væri hægt að gera. Við töldum á því stigi sem við vorum á þá að það væri mjög lítið hægt að gera meira. Við funduðum svo daginn eftir í bænum með dómsmálaráðherra og fleirum og þá var tekin sú sameig- inlega ákvörðun að hætta leit. Svo þurftum ég og fulltrúi ríkislög- reglustjóra að hitta aðstandendur og fara í gegnum aðgerðina og rök- styðja okkar ákvörðun. Það segir sig auðvitað sjálft að það er ekki gaman að sitja fyrir framan foreldra og segja við þá: „Því miður, við ætlum ekki að leita meira að syni þínum, við teljum að hann sé látinn.“ Það er erfitt að ganga út úr þannig aðgerð en við töldum okkur hafa gert allt sem hægt var að gera.“ Hættulegt svæði á þessum árstíma Þegar mest var tóku yfir 120 manns þátt í leitinni í einu en Jónas segir að vel á þriðja hundrað björg- unarsveitarmanna hafi komið að að- gerðinni. Hann telur líklegast að Þjóðverjarnir hafi hrapað í sprungu sem annaðhvort hafi lokast eða ekki verið sýnileg björgunarsveitar- mönnum. „Auðvitað veit maður aldr- ei, þetta er náttúrlega stór jökull sem er sífellt á hreyfingu. Það er skýrt dæmi um það þegar tveir menn fórust þarna fyrir rúmum 50 árum, það fyrsta sem sást af þeim var í fyrra. Þetta er mjög hættulegt svæði og á þessum árstíma er þetta svæði sem menn fara ekki á.“ Tvö til þrjú útköll á dag Jónas segir björgunarsveitirnar hafa haft töluvert mikið að gera í ár. Fyrri hluti þessa mánaðar var mjög annasamur vegna óveðursútkalla en Jónas segir björgunarsveitarmenn- ina hafa verið meira og minna að í þrjá sólarhringa af fimm. Hann segir þá á höfuðborgar- svæðinu sinna nokkrum tugum út- kalla á ári en á landsvísu sé um að ræða tvö til þrjú útköll á dag, allt frá einfaldri aðstoð við að losa jeppa upp í stór tilfelli eins og leitina í Skafta- felli og Wilson Muuga, en í síðar- nefnda tilfellinu sáu björgunarsveit- armenn um verðmætabjörgun sem og stjórn leitar að Dananum sem fórst við björgunartilraun. Björgunarsveitarstarf er sjálf- boðastarf sem Jónas segir fólk sækja í þar sem starfið sé skemmti- legt og gefandi. „Og við fjármögnum þetta bara á einn hátt og það er með flugeldasölunni. Þess vegna svíður okkur alltaf jafnmikið þegar við sjáum fólk labba inn til einkaaðil- anna sem eru bara hreint út að sækja hagnað fyrir sjálfa sig á með- an við erum að fjármagna útköll.“ Erfitt að hætta að leita Bjargar lífum Jónas er í Slysa- varnafélaginu Landsbjörg og hefur haft í nógu að snúast á árinu. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is Morgunblaið/RAX Jónas Guðmundsson Morgunblaðið/Frikki Djúpar sprungur Hin umfangsmikla leit á og við Svínafellsjökul var mjög erfið, svæðið er stórt og erfitt yfirferð- ar, sprungur margar og mjög djúpar. Eitt erfiðasta svæðið á landinu, segja björgunarmenn. STEFÁN Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, hefur verið í eldlínunni í ár. Fyrsta dag ársins sem senn tekur enda voru lögreglan í Reykjavík og fjölmörg lögregluum- dæmi á höfuðborgarsvæðinu sam- einuð og nýtt embætti, lögregan á höfuðborgarsvæðinu, stofnað. Stef- án, sem skipaður var lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins um mitt sum- ar 2006, sagði fyrir árslok þess árs að almenningur ætti eftir að taka eftir breytingunum strax eftir ára- mót. Ekki fór á milli mála að nýr maður var kominn í brúna síðasta sumar þegar lögreglan skar upp herör gegn óþrifnaði og skrílslátum í miðbænum með virku göngueftirliti og harðri eftirfylgni lögreglusam- þykktar Reykjavíkur sem fram að því hafði vart heyrst nefnd á nafn. Sameiningin vel heppnuð „Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem hefur staðið upp úr í ár. Ætli það megi ekki segja að það sé einkum tvennt sem er mér minn- isstætt. Annars vegar er það hin góða samheldni sem ríkir innan raða lögreglumanna á höfuðborgarsvæð- inu, þrátt fyrir að þetta hafi verið erfitt ár vegna skorts á lög- reglumönnum og mikið hafi reynt á þá sem fyrir eru í liðinu. Hins vegar og ekki síður er það öll sú jákvæðni sem ríkir í garð lögreglunnar af hálfu almennings sem er mér minn- isstæð. Við fáum ótrúlega jákvæðar og góðar viðtökur nánast hvar sem við komum og menn taka þeirri stefnu sem við höfum markað mjög vel,“ segir Stefán. Að hans mati hefur sameining embættanna á höfuðborgarsvæðinu heppnast ágætlega og það hafi sýnt sig að hið öfluga embætti er betur í stakk búið til að takast á við flókin verkefni en áður. Í því tilliti nefnir Stefán aðgerðir lögreglunnar í stóra fíkniefnasmyglsmálinu fyrir austan og skjót viðbrögð lögreglu við vopn- uðum ránum. „Slík mál eru oftast upplýst á fyrstu mínútunum, liggur mér við að segja, eftir að þau eru framin.“ Sýnileikinn kominn til að vera Undir árslok fóru óánægjuraddir lögreglumanna í lögreglu höfuð- borgarsvæðisins hins vegar að ger- ast háværari; brostin lögreglu- stjarna prýddi forsíðu Lögreglu- blaðsins þar sem fram kom í rit- stjórnarpistli að 30 lögreglumenn hefðu sagt upp störfum á árinu, m.a. vegna bágra kjara og mikilla anna. „Skortur á menntuðum starfs- mönnum hefur aukið álagið og skap- að viðbótarvanda en eins og menn sjá þegar þeir fara út í búð eða bak- arí þá er eftirspurn eftir vinnuafli mjög mikil í því þensluástandi sem nú ríkir,“ segir lögreglustjórinn. Þátttaka Stefáns í störfum al- mennu lögreglunnar, svo sem göngueftirliti í skjóli nætur, hefur vakið óskipta athygli. Þegar hann er spurður um ástæður hinnar virku þátttöku er Stefán ekki lengi að hugsa sig um. „Við höfum boðað að sýnileiki lögreglunnar skipti miklu máli og yfirmenn lögreglunnar eru þátttakendur í þessu verkefni eins og aðrir, þeir eiga ekki bara að sitja á skrifstofunni, skoða skýrslur og skrifa bréf, heldur verða þeir að taka virkan þátt. Það er ekkert verk of smátt fyrir okkur í yfirstjórninni,“ segir Stefán. Að hans mati skiptir þessi þátttaka miklu máli fyrir tengsl yfirstjórnarinnar við almenna lögreglumenn og upplýsingaskipti á milli þeirra. „Við skynjum og heyr- um hvaða búnað vantar, hvernig fjarskiptakerfið virkar og svo fram- vegis. Þá verðum við vitni að og lendum jafnvel í ofbeldi sem blasir við hinum almenna lögreglumanni dag hvern. Þess vegna skiptir þetta miklu máli, bæði inn á við gagnvart starfsmönnum embættisins og út á við gagnvart almenningi.“ Jákvæðni í garð lögreglu það sem upp úr stendur Morgunblaðið/Júlíus Breyttar áherslur Stefán hefur lagt mikla áherslu á sýnilega löggæslu og aukna þátttöku yfirstjórnar lögreglunnar í almennum löggæslustörfum. Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is Stefán Eiríksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.