Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 22

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 22
22 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Um- hverfisstofnunar, segir það hafa borið hæst á árinu að umhverfismál hafi treyst sig í sessi sem málaflokkur og séu tekin alvarlega. „Á heimsvísu er nú horft til loftslagsbreytinga sem staðreyndar og ríki heims leita sameig- inlegra lausna. Mér finnst ég hafa upplifað ákveðin vatnaskil á þessu ári. Það að Al Gore og vísindanefnd SÞ um loftlagsmál hafi hlotið friðarverðlaun Nóbels fellur vel að þeirri upp- lifun.“ Ellý Katrín segir að umhverfismál hafi verið áberandi í þingkosningunum hér á landi í vor og að þeim loknum höfum við fengið umhverf- isráðherra sem sé sterkur málsvari umhverf- isins. „Það hefur komið mér skemmtilega á óvart í ár hversu mikið er að gerast í umhverf- ismálum. Málsvarar umhverfisins birtast svo víða í dag; hið opinbera, fyrirtæki, skólar, fjöl- miðlar. Ég nefni sem dæmi Grænu skref Reykjavíkurborgar, sem færa umhverfismálin nær hinu daglega lífi okkar með jákvæðum formerkjum, og átak Morgunblaðsins við að fræða og upplýsa almenning um hvernig ein- staklingurinn getur lagt sitt af mörkum. Al- menningur er orðinn mun meðvitaðri um um- hverfismál og við erum farin að sjá þetta í auglýsingum fyrirtækja á vöru og þjónustu þar sem víða er lagt kapp á að skilgreina sölu- vöru sem græna. Það er kominn markaður fyr- ir græna framleiðslu.“ Loftslagsmálin stóra verkefnið Þegar Ellý Katrín er beðin að horfa til fram- tíðar segir hún loftslagsmálin vera stóra verk- efnið og þar höfum við nú vegvísi frá Balí sem miðar að allsherjarsamkomulagi þjóða heims fyrir árslok 2009. „Umhverfisráðuneyti okkar og umhverfisráðuneyti annarra þjóða eru áreiðanlega nú þegar komin á fullt við und- irbúning þeirrar vinnu. Það verður spennandi að fylgjast með forsetakosningunum í Banda- ríkjunum á næsta ári því úrslit þeirra geta skipt sköpum um framhaldið. Hið nýja sam- komulag á að taka til aðgerða til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum en líka aðgerða til þess að aðlagast þeim. Umræða um aðlögun að loftlagsbreytingum hefur ekki verið áberandi hér á landi en það er mikilvægt að svo verði sem fyrst, ekki síst í tengslum við skipulag byggðar. Hjá Umhverfisstofnun höfum við unnið að framtíðarsýn stofnunarinnar á þessu ári og átt þar víðtækt samráð við breiðan hóp hagsmunaaðila. Út úr þeirri vinnu lesum við skýr skilaboð um mikilvægi upplýsinga og fræðslu um umhverfismál. Í kjölfarið varð til nýtt slagorð stofnunarinnar: Njótum umhverf- isins og stöndum vörð um það saman. Fræðsla mun leika lykilhlutverk til framtíðar í um- hverfismálum – í gegnum hana fjölgum við þeim sem standa vörð um umhverfið.“ Ellý Katrín kveðst vita að þetta ár eigi eftir að verða henni minnisstætt persónulega. „Fyrst og fremst fyrir það að systir mín lést í mars eftir erfiða baráttu við krabbamein. Sá missir hefur eðlilega legið þungt á mér og okk- ur fjölskyldunni þetta árið. Tilveran breytir um svip og viðmiðin breytast. Vinnumál mín hafa raðast harla óvenjulega í ár. Ég tók við nýju starfi, starfi forstjóra Umhverfisstofn- unar, hinn 1. apríl sl. Þrátt fyrir alveg hreint ágætan tíma þar með afskaplega góðu fólki hef ég ákveðið að snúa aftur til míns fyrri vinnu- staðar, Reykjavíkurborgar. Sú stóra ákvörðun var byggð á þeirri sannfæringu að Reykjavík- urborg hentaði mér talsvert betur sem starfs- vettvangur. Á þeim starfsvettvangi er ég nær grasrótinni, þar hef ég tækifæri til að leggja með beinum hætti mín lóð á vogarskálarnar til betri borgar. Að lokum vil ég nefna að í haust fór ég í ógleymanlega ferð með góðum vinahópi þar sem við gengum á Kilimanjaro. Eftir situr minning um stórkostlega náttúrufegurð og frábært ferðalag í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Ég horfi björtum augum til ársins 2008 og hlakka til að takast á við þau verkefni sem þar bíða.“ Ellý Katrín Guðmundsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar Umhverfismál tekin alvarlega Morgunblaðið/Brynjar Gauti Árið 2006 var algert metár hvað varðar aðsókn um dvalarleyfi og við héldum að það met yrði seint slegið. Sú varð engu að síður raunin að um- sóknum fjölgaði enn á þessu ári. Og það sem kannski kom mér mest á óvart var hve mikil aukning var á sérhæfðu starfsfólki með alls kyns sérfræðimenntun alls staðar að úr heiminum. Þetta helst auðvitað í hendur við mikla útrás íslenskra fyrirtækja. Þau eru að sækja sér þekkingu hvaðanæva úr heiminum. Þetta er töluverð breyting frá því sem áður var og hún er bara til góðs. Annars er áberandi hve stór hluti þess fólks sem kemur hingað staldr- ar stutt við, oftast innan við ár. Annað sem stendur upp úr á árinu er aukin umræða um innflytjenda- mál. Ég tel hana af því góða en um- ræðuefnið markast bara ansi oft af því sem er í fjölmiðlum. Nú und- anfarið hefur verið áberandi um- ræða um hlut útlendinga í afbrotum og þá heyrist fólk vilja hindra komu útlendinga hingað. En síðan þegar verið var að tala meira um íslensk- una þá heyrðust aðrar raddir. Ég held að þetta sé mjög þörf umræða og það verði að leyfa fólki að hafa skoðanir á meðan þær eru málefna- legar. Það má ekki alltaf rjúka upp og kalla það rasisma þótt fólk sé þeirrar skoðunar að það sé of mikið af útlendingum hér. Þá þarf að ræða það hvers vegna svo sé. Því þetta hefur gerst svo gríðarlega hratt hve mikill fjöldi útlendinga hefur flust hingað og þeir eru orðnir mjög áberandi í þjóðfélaginu í störfum sem fólk verður mjög vart við eins og þjónustustörfum. Ég held að við getum ekki horft fram hjá því að það er kominn upp ákveðinn ótti um breytt samfélag og hugsanleg andúð á útlendingum. Ég held að við getum aldrei forðast þetta, þetta er bara mannlegt eðli. Og ég vil miklu frekar að við höfum umræðuna á málefnalegum nótum. Vegna þess hve feikihátt hlutfall út- lendinga er hér í atvinnuþátttöku, ólíkt því sem er í öðrum Evr- ópulöndum, þá erum við vel í stakk búin til að ræða þessi mál. Sú um- ræða á að geta orðið mun auðveldari hér en í löndum í kring. Ég held að þetta ár hafi annars sýnt að maður veit lítið hvað fram- tíðin ber í skauti. Það er bara for- vitnilegt að sjá hve hátt hlutfall þeirra sem sækja hér um staldrar skemur en ár. Svo það er mikill hreyfanleiki á stórum hluta útlend- inga sem koma hingað. Ég sé þó fyrir mér að á næsta ári eigi jafnvel eftir að aukast enn meir að fólk komi hér í störf sem krefjast sér- menntunar sem ekki er hér fyrir. Mér finnst líka líklegt að með efl- ingu háskólanna munum við sjá fleiri erlenda nemendur koma hing- að í framhaldsnám. Ég held að út- lendingar verði áfram mjög áberandi í ýmsum störfum. Mér fannst mjög athyglisvert það sem haft var eftir sr. Jónu Hrönn Bolladóttur um dag- inn, að helsti ásteytingarsteinninn varðandi innflytjendur í löndunum í kring hefði verið trúarbrögð en hér hefði hann hins vegar verið tungu- málið. Sú umræða mun bara aukast. Í þeim efnum vil ég að fyrirtæki sem fá útlendinga til starfa sýni meira frumkvæði í að starfsfólkið geti tjáð sig á íslensku. Úr einkalífinu má nefna að ég fór í apríl í mjög eftirminnilega ferð til London með skemmtilegum kvenna- hóp sem í eru yfir 100 öflugar konur hvarvetna úr þjóðlífinu. Þá kynntist ég nýjum hliðum á ýmsum konum. Einnig fór fjölskyldan í gott frí í sumar til Bandaríkjanna. Hildur Dungal forstjóri Útlendingastofnunar Aukin sérfræði- þekking að utan Morgunblaðið/Þorkell „Á árinu sem er að líða gerðist margt gleðilegt, en einnig ýmislegt sem mér þykir miður,“ segir Sabine Leskopf. Hún er verkefnisstjóri túlka- og þýðing- arþjónustu Alþjóðahússins og situr í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna. „Í Alþjóðahúsinu er mikil og stöðug uppbygging enda hafa margir útlendingar flutt til Íslands á und- anförnum árum. Umræðan um innflytjendur hefur breyst mjög mikið. Sumt hefur batnað en annað versnað til muna. Almennt er fólk upplýstara um hagi innflytjenda og stefna hefur verið mörkuð í málefnum innflytjenda. Þetta eru skref í rétta átt. Á hinn bóginn hefur borið meira á neikvæðni í garð innflytjenda,“ segir hún. Fjölmiðlar axli ábyrgð Að hennar mati er mikilvægt að fjölmiðlar sýni gott fordæmi í umræðu um innflytjendur, t.d. með því að geta ekki þjóðernis afbrotamanna tengist það ekki glæpum þeirra. „Það er ekki síst mikilvægt að huga að því hvaða áhrif neikvæð umfjöllun getur haft á börn sem hvorki hafa skilning né þekkingu til að mynda sér sjálfstæða skoðun í þessum efnum,“ segir hún. „Það er skiljanlegt að fólk verði áhyggjufullt þegar svona miklar breytingar verða á skömmum tíma, en á umrótstímum er þeim mun mikilvægara að axla ábyrgð á umræðunni.“ Breytt ímynd erlendra kvenna Sabine er sérstaklega stolt af þeim verkum sem Samtök kvenna af erlendum uppruna hafa unnið á árinu. Samtökin fengu sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, og segir hún það hafa verið þeim mjög dýrmætt. „Þetta er einstakur félagskapur. Hann er eftir því sem ég best veit eini þverþjóðlegi hagsmunahópurinn hér á landi og því mikilvægt þrýstiafl. Ég tel að ímynd kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hafi breyst nokkuð á undanförnum árum, ekki síst fyrir tilstilli fé- lagsins,“ segir hún. Þegar hún gekk í félagið, árið 2004, hjó hún eftir því að það vakti undrun íslenskra vina og kunningja. „Það var eins og fólki fyndist ég ekki eiga erindi í félagið því ég er sjálfstæð og mennt- uð kona. Ég kynntist íslenskum manni mínum í námi og flutti hingað af fúsum og frjálsum vilja. Ég féll því ekki að þeirri ímynd sem margir höfðu af erlendum konum á þessum tíma sem kúguðum fórnarlömbum. Það er einmitt þessi ímynd sem ég held að hafi breyst.“ Samtökin blanda sér í samfélagsumræðu en krefj- ast ekki sérréttinda fyrir erlendar konur. „Við viljum að erlendar konur verði virkir samfélagsþegnar. Á komandi ári munum við reyna að ná enn betur til kvenna sem almennt taka ekki þátt í starfi af þessu tagi. M.a. með því að fá konur af ýmsu þjóðerni til að hafa samband við landa sína sem lesa ekki auglýs- ingar í dagblöðum og fylgjast ekki með tilkynningum á vefsíðum,“ útskýrir hún. Öllum erfitt að flytja Sabine flutti frá Þýskalandi til Íslands árið 2000. Hún hafði þá lært nokkra íslensku og kynnst Íslend- ingum í gegnum manninn sinn. ,,Það var erfitt að flytja hingað þrátt fyrir að ég hefði sérhæft mig í millimenningasamskiptum og leiðbeint fólki um erf- iðleikana sem fylgja því að flytja til nýs lands,“ segir Sabine sem var orðin háskólakennari 27 ára, en það þykir mjög óvenjulegt í Þýskalandi. ,,Það er stórt stökk að fara frá því að vera háskólakennari í Þýska- landi, í sterkri félagslegri stöðu og verða allt í einu húsmóðir á Íslandi.“ Sabine hafði áður búið í Skotlandi og Rússlandi, þar sem hún var við tungumálanám. „Þá var ég ungur námsmaður í ævintýraleit, en það er allt annað að flytja í nýtt land þegar það er til frambúðar,“ segir Sabine og brosir. „Í rauninni hefur mér þó aldrei fundist erfitt að vera hér, en stundum er mjög erfitt að vera ekki þar. Ég fæ samt ekki séð að nokkuð gæti verið þess virði að leggja það á mig, börnin mín og eiginmann að flytja héðan.“ Vill halda í upprunann Undanfarin ár hefur Sabine lagt mikið upp úr því að aðlagast og kynnast íslensku samfélagi. „Í ár fann ég svo að ég er að missa tengslin við uppruna minn. Maður skynjar það fljótt þegar maður starfar sem þýðandi. Einn daginn þegar ég var að vinna áttaði ég mig á því að ég þekkti ekki orð yfir minniskubb á þýsku. Það varð mér vakning og nú legg ég mig fram um að lesa meira á þýsku, fer oftar til Þýskalands og ver sem mestum tíma með foreldrum mínum. Ég legg sömuleiðis áherslu á það við börnin mín að þau séu bæði þýsk og íslensk. Þetta er viss jafnvægislist,“ seg- ir hún. „Ég er mjög sátt við að vera hér, en vil líka halda í það sem var. Fortíðin gerir okkur að því sem við erum.“ Sabine Leskopf verkefnisstjóri túlka- og þýðingarþjónustu Alþjóðahússins Jafnvægi fortíðar og framtíðar Morgunblaðið/G.Rúnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.