Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 23
„Árið hófst á viðurkenningu Rann-
ís á rannsóknarstefnu Varar –
sjávarrannsóknarseturs við Breiða-
fjörð, en samstarfsverkefni Varar
og Hafrannsóknastofnunar um
vöktun á umhverfisþáttum og
framvindu svifþörunga í Breiða-
firði hlaut styrk úr sjóðnum. Í
nærumhverfi Varar bar hins vegar
hæst hversu áhugasama og dug-
mikla einstaklinga er að finna á
Snæfellsnesi sem vilja leggja sitt
af mörkum til að rannsóknir á líf-
ríki Breiðafjarðar eflist. Fremstir
meðal jafningja voru Símon Sturlu-
son í Stykkishólmi og Ásgeir
Valdimarsson í Grundarfirði, en
greiðvikni þeirra og drift er í frá-
sögur færandi. Það er ekki á
hverjum degi sem útgerðarmaður
kaupir bát til að tryggja rannsak-
endum aðgengi að báti til sýnatöku
þegar þörf krefur. Ásgeir taldi það
hins vegar ekki eftir sér. Svo mað-
ur haldi sig við Grundarfjörð þá
verður ekki hjá því litið að síld-
arkoman inn á fjörðinn síðastliðinn
vetur og svo aftur nú í haust er
ekki það sem við höfum átt að
venjast og er hugsanlega eitt
margra áþreifanlegra dæma um
breytingar á eðlis- og efnafræði
sjávar og þar af leiðandi lífríkinu.
Auknar rannsóknir
og meiri skilningur
Á undanförnum mánuðum hafa
borist fjölmargar fréttir af rann-
sókna- og menntastofnunum sem
ýmist eru nýjar af nálinni og munu
vinna að sjávarrannsóknum eða
eru fastar í sessi og hyggjast nú
efla rannsóknir á hafinu. Á sama
tíma berast fréttir frá hinu op-
inbera um aukið fé til styrktar
rannsóknum. Má til dæmis nefna
styrki sem veittir voru til rann-
sóknastofnana á landsbyggðinni
sem mótvægisaðgerð vegna nið-
urskurðar þorskveiðiheimilda. Mig
langar því að gera því skóna að
framundan séu tímar efldra rann-
sókna í sjávarlíffræði og haffræði
með þátttöku ríkisins, en ekki síð-
ur útgerðaraðila og annars at-
hafnalífs. Vör hlakkar til þess að
taka þátt í þeirri grósku. Aukin
umfjöllun í fjölmiðlum um rann-
sóknir á náttúruperlum og auðlind-
um íslenskra hafsvæða mun jafn-
framt auka áhuga okkar og
skilning á þessari mikilvægu en
viðkæmu auðlind.
Alla jafna standa fjallgöngur
upp úr dagsins önn, en í ár eru
tvær eyjaferðir mér hugleiknar. Í
sumar komst ég út í Flatey í
fyrsta skipti og í haust bauð sam-
starfskona mín í Færeyjum mér í
skoðunarferð um Nólsoy, sem er
við mynni Þórshafnar. Þó svo að
náttúrufar og mannlíf á eyjunum
sé um margt frábrugðið þá var
einstakt að upplifa náttúrufegurð
eyjanna og skoða búpeninginn, en
á báðum eyjum má finna sauðfé.
Áhrifamest var þó að upplifa
kyrrðina og virðinguna fyrir hinu
veraldlega þegar manni gefst tæki-
færi til að skoða sig um og sötra
kaffi í vel við höldnum húsum horf-
inna kynslóða. Ekki þótti mér
heldur amalegt að sjá samstarfs-
konu mína og eiginmann hennar
vippa barnavagninum um borð í
Sómabátinn í upphafi skoð-
unarferðar og þar svaf tveggja ára
gutti síðdegislúrinn sinn á meðan
við sigldum undir hömrum og inn í
hella.“
Erla Björk Ólafsdóttir, Vör – sjávar-
rannsóknarsetri við Breiðafjörð
Frásagnar-
verð drift
Morgunblaðið/Frikki
HJÓNIN Guðmundur Jón Guð-
mundsson og Guðrún Egilsdóttir á
Holtsseli í Eyjafjarðarsveit hófu að
framleiða ís heima á bænum fyrir
liðlega hálfu öðru ári og hefur hann
notið mikilla vinsælda.
Guðmundur segir í sjálfu sér lítið
markvert hafa gerst hjá þeim hjón-
um á árinu, en eitt standi þó upp úr:
Þau fóru á stóra landbúnaðarsýn-
ingu í Danmörku í janúar og fengu
hjónin í Grænuhlíð til þess að fara
með. Það var einmitt í Grænuhlíð
sem aurskriður féllu í desember í
fyrra og ollu miklum skemmdum,
hluti útihúsa eyðilagðist, hluti bú-
stofns drapst og íbúðarhúsið
skemmdist þannig að hjónin gátu
ekki flutt aftur heim fyrr en í maí.
„Mér finnst það standa upp úr
hvernig þessi ferð tókst og svo það
að þau Óskar og Rósa skuli vera
komin heim í Grænuhlíð heilu og
höldnu eftir hamfarirnar í fyrra,“
sagði Guðmundur Jón við Morg-
unblaðið.
Mikil eftirspurn
Hvað reksturinn í Holtsseli varð-
ar segir Guðmundur Jón það standa
upp úr að hjónin opnuðu þar kaffi-
stofuna Kerlingu. Fjöldi fólks gerði
sér ferð þangað og reksturinn gekk
mjög vel.
Um ísframleiðsluna, sem þau hófu
í mars 2006, segir Guðmundur Jón
að hún hafi átt að vera þægilegt
„hobbí“ með kúabúskapnum: „við
ætluðum að selja ís á tvo eða þrjá
veitingastaði og í eina búð. En það
ævintýri entist ekki nema í viku.“
Slík var eftirspurnin og þau gætu
framleitt mun meira en þau gera í
dag.
„Við sinnum ísframleiðslunni ekki
eins mikið og við gætum miðað við
þann markað sem virðist vera fyrir
hendi. Það sama virðist að gerast
hér á Íslandi og annars staðar að
fólk sæki í vöru sem það veit hvar er
framleidd; það vill þekkja upprun-
ann en síður en áður kaupa vöru
sem flutt hefur verið hundruð kíló-
metra.“ Hann segir slíkt auðvitað
gert hér og landbúnaðarkerfið bjóða
upp á það: „Ég veit ekki betur en að
nautgripum sé hvergi slátrað á
svæðinu frá Selfossi og austur um
alla leið til Akureyrar.“
Guðmundur telur þá þróun já-
kvæða að bændur fullvinni vöru
sjálfir. „Nú er búið að ryðja braut-
ina. Við erum búin að sýna fram á
að það er ekkert í þessum reglu-
gerðum sem stoppar okkur þó menn
hafi sagt það; síðasta hálmstráið
sem átti að stoppa okkur af var ger-
ilsneyðingin á mjólkinni en skv.
mjólkurreglugerðinni telst það
mjólkurbú þar sem gerilsneyðingin
fer fram.“
Þegar hann rýnir inn í framtíðina
segist Guðmundur Jón sumt já-
kvætt en annað verulega heimsku-
legt, sem er að gerast. „Við höfum
tvö dæmi með stuttu millibili; stór
hluti geitastofnsins var skorinn nið-
ur vegna þess að dýralæknir heim-
ilaði ekki flutninga yfir í aðra sýslu
og bóndi á Suðurlandi fékk ekki að
flytja holdakýrnar sínar á milli
bæja,“ segir hann. Og nefnir eitt
enn. „Í haust voru hænsni hér á
næsta bæ elt uppi og úr þeim tekin
blóðsýni til þess að athuga hvort
þau væru með fuglaflensu. En við
getum gengið inn í Hagkaup og
keypt bringur af innfluttum dönsk-
um villiöndum. Ég er ekki að segja
að þær hafi verið með fuglaflensu en
möguleikinn er fyrir hendi.“
Það sem Guðmundur bóndi vill
benda á er sú skoðun að eftirlits-
kerfið sé orðið mjög mikið, „en kerf-
ið er hins vegar orðið svo innhverft
að menn sjá ekki hvað er að gerast
þar fyrir utan.“
Björt framtíð
Þegar spurt er um hvernig Guð-
mundur Jón telur að íslenskur land-
búnaður eigi eftir að þróast segir
hann það að sumu leyti óljóst en
framtíðin eigi að geta verið björt.
„Á stóru svæði hér í sveitinni eru
í raun bara eftir tveir sjálfstætt
starfandi bændur. Hinar jarðirnar
eru reknar af fasteignafélögum og
jarðakaupafélögum. Það er mikil
breyting frá því sem var – fyrir tíu
árum voru hér um það bil tíu bú.
Með þessari breytingu koma ný við-
horf en ég veit svo sem ekkert hvort
þau eru góð eða slæm.“
Hann telur að heilt yfir sé engin
ástæða til þess fyrir bændur að
barma sér meira en aðrir, þótt ein-
hvern tíma væri sagt að enginn væri
búmaður nema hann kynni að
barma sér. „Framtíðin á að geta
verið björt og ég held hún hljóti að
vera það. Það er góð þróun að
bændur fullvinni vöru og standi og
falli með henni. Þeir eiga að geta
haft það betra og þetta er betra fyr-
ir neytandann. Hann á að vera
tryggari með þá vöru sem hann
fær.“
Guðmundur Jón Guðmundsson bóndi í Holtsseli
Búið að ryðja brautina
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson