Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.12.2007, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 29 „Það verður eiginlega að segjast eins og er að ég hef staðið í stórræðum í ár,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1. „Á einu ári sam- einuðum við tólf fyrirtæki undir einu vöru- merki sem á að sinna allri þjónustu við bílaeig- endur. Samkvæmt stjórnunarfræðum ætti það að vera óvinnandi vegur, en einhvern veginn hafðist það nú samt.“ Hlustað á starfsfólk Hermann er harla ánægður með árang- urinn. „Við lögðum höfuðáherslu á að vinna starfsfólk fyrirtækjanna til skilnings og sam- vinnu við okkur. Allir starfsmenn fengu tæki- færi til að segja frá sinni sýn á fyrirtækið og benda á ógnanir eða tækifæri sem fylgja sam- einingu. Starfsfólkið fann að hlustað var á það og við erum sannfærð um að það skili sér til viðskiptavina,“ segir hann. „Allt hefur þetta gengið vonum framar og reksturinn er í blóma.“ Hermann segir N1 fylgjast vel með þróun í orkumálum. Hann væntir þess ekki að miklar breytingar verði á allra næstu árum, en telur hugsanlegt að eftir tíu til fimmtán ár taki ann- ars konar eldsneyti að miklu leyti við af bens- íni og olíu. „Eins og er seljum við metangas, etanól og bíódísilolíu og höfum augun opin fyr- ir nýjum möguleikum,“ segir hann. Hermann telur Íslendinga þó flestum þjóð- um betur setta hvað loftslagsmál snertir. „Loftslagsvandinn eru mestur og alvarleg- astur í Asíu og Bandaríkjunum, þar sem reykspúandi verksmiðjur hrannast upp og manni súrnar í augum þegar maður er utan dyra. Það er fyrst og fremst þungaiðnaður sem ógnar umhverfinu, útblástur bíla hefur minni áhrif en margir halda,“ fullyrðir hann. Bindur vonir við nýja ríkisstjórn Utan fyrirtækjarekstursins telur Hermann margt markvert hafa gerst á árinu. M.a. hafi ríkisstjórnarskiptin markað viss tímamót. Hann vonast til þess að ný stjórn nútímavæði íslenska stjórnkerfið. „Hingað til hefur op- inbera kerfið ekki staðið einkageiranum á sporði. Breytingar verða hægt og ég tel að stjórnmálamenn gætu lært margt af hagsýni og snerpu einkageirans,“ segir hann. Auk þess finnst Hermanni íslenska banka- kerfið hafa misst öflugan forystumann þegar Bjarni Ármannsson lét af störfum hjá Glitni. „Að mínu viti bar hann allt bankakerfið á öxl- um sér þegar bankakrísan stóð sem hæst árið 2006. Það er mikil eftirsjá að honum fyrir fjár- málalífið.“ Yfirvofandi kreppa? Þá telur Hermann ótta við kreppu lita allt viðskiptalífið. „Það er enn mikill kraftur og þróttur í einkageiranum hér á landi og þeir sem reka traust fyrirtæki horfa óhræddir fram á veginn. Við erum þar á meðal. Fjárfestar og þeir sem stunda áhættusamari viðskipti eru hins vegar uggandi,“ segir hann. „Undanfarin ár hafa menn haft meira upp úr því að fjárfesta en að reka fyrirtæki. Það er auðvitað ekki hollt fyrir samfélagið og ég tel að á næstu árum verði menn jarðbundnari í þessum efnum.“ Leika meira, vinna minna Spurður um hvað hæst hafi borið í einkalíf- inu á árinu segist Hermann ekki hafa yfir neinu að kvarta. „Ég held að fjölskyldan geti öll mætt nýju ári með bros á vör. Við fluttum í nýtt hús í norðurbæ Hafnarfjarðar í fyrra og ég held að allir séu ánægðir með það. Að vísu óskar maður sér alltaf meiri tíma með fjöl- skyldunni. Mínar bestu stundir eru þegar við förum saman til útlanda og slökkt er á öllum símum,“ segir hann og brosir. „Ég hef lofað sjálfum mér í mörg ár að vinna minna og leika mér meira, en gengur ekki vel að efna það loforð.“ Hermann byrjaði að spila golf fyrir nokkrum árum og keypti sér auk þess mótorhjól fyrir stuttu. Hann vonast til þess að geta bætt sig í golfi og keyrt á mót- orhjólinu í sumar en er þó ekki viss um að mik- ill tími gefist til þess. „Ég held þó enn í vonina. Ef allt fer á versta veg með þessi áform get ég þó huggað mig við að mér finnst bæði gaman og spennandi í vinnunni. Því er heldur ekki að neita að enn er mikið starf fyrir höndum.“ Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 Traust fyrirtæki blómstra Húsafriðun hefur verið heitt málefni á síð- astliðnu ári. Snorrri Freyr Hilmarsson er formaður Torfusamtakanna. Hvað er honum hugstæðast frá liðnu ári? „Ætli það sé nú ekki það hve hve mikinn meðbyr hið smáa áhugamannafélag okkar, Torfusamtökin, hefur fengið á árinu. Nú er- um við komin með 400 félagsmenn en það er talsvert mikil fjölgun frá því sem var. Hinir nýju félagsmenn eru fólk úr öllum áttum og öllum stéttum. Þeir viðburðir sem við höfum staðið fyrir hafa allir verið mjög vel sóttir, við vorum með tvo fundi niðri í Iðnó þar sem í bæði skiptin var húsfyllir, sem og upplýsingagöngu þar sem við sögðum frá sögu húsa og umhverfis frá Bjarnarborg, Skuggahverfi, niður á Lækjartorg og Þing- lóð. Endað var með konsert í Herkast- alanum.“ – Hvað stendur upp úr? „Það hefur verið ákveðið að friða tíu hús við Laugaveginn sem áður stóð til að rífa og Alþingi hyggst gera upp húsið Skjaldbreið við Kirkjustræti í stað þess að rífa það. Við lítum á þetta sem mjög jákvæð merki. Við höfum átt fundi með borgarfulltrúum og ýmsu fólki innan kerfisins á árinu og okkur hefur alls staðar verið mjög vel tekið og þeim málefnum sem við höfum viljað taka upp.“ – Hvað er á döfinni hjá ykkur? „Við höfum spilað nokkuð eftir hendinni, en erum að reyna að setja saman heildarsýn sem gæti nýst inn í einhvers konar stefnu fyrir miðborgina; þar sem uppbygging mið- borgarinnar væri miðuð við menningarlegri forrsendur en áður. Við teljum að í því sé líka fólgin hámörkun á þeim verðmætum sem miðborgin býr yfir og þarna sé um ríka almannahagsmuni að ræða.“ – Hvaða hús berð þú persónulega mest fyrir brjósti að fái að standa sem staðið hef- ur til að rífa? „Af þessu sem núna stendur fyrir dyrum þá held ég að menn töpuðu mjög góðu tæki- færi með því að rífa Laugaveg 4 til 6. Þá er það sérstaklega samhengið sem þessi hús eru í við önnur hús við elstu hluta Lauga- vegar, sem er á okkar mælikvarða mjög gömul gata. Þetta eru þau hús sem menn hafa oft talað um sem þau ljótustu. En ég held að þarna séu faldir ljótir andarungar sem megi nota til að byggja Laugaveginn upp sem verslunargötu, frekar en að þarna komi hótel.“ – Hvað ber hæst í þínu persónulega lífi á árinu sem er að líða? „Ég held að það sé öðrum þræði það hvað þetta starf í Torfusamtökunum hefur gengið vel. Fyrir þremur árum vorum við nokkur sem vorum eitthvað að stinga saman nefjum um hvað hægt væri að gera til varðveislu gamalla húsa. Okkur datt í hug að ganga í Torfusamtökin, höfðum samband við fólk þar og vorum boðin velkomin og síðan hefur þetta aukist stig af stigi.“ – Ferðu oft að skoða gömul hús? „Já, ég geri það held ég á hverjum degi. Ég starfa mikið og bý niðri í bæ svo þetta er hluti af mínu daglega um- hverfi.“ – Hefur þú sjálfur gert upp gamalt hús? „Já, að hluta. Ég bý í Skerjafirði í gömlu húsi þar, það er timburhús, byggt 1928. Ég hef bæði lagað þakið og endurnýjað glugga en meira á eftir að gera. Þetta er tvíbýlis- hús og það á eftir að huga meira að neðri hluta hússins. Mín ósk fyrir fyrir næsta ár er sú að það finnist leið til þess nýjasti hluti Reykjavíkur og sá elsti fái að njóta sín í hinni miklu upp- byggingu sem nú á sér stað í norðurhluta Reykjavíkur.“ gudrung@mbl.is Fullt af fólki varð frá að hverfa á síðasta fundi samtakanna Mikill áhugi á starfi Torfusamtaka Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.