Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 35

Morgunblaðið - 31.12.2007, Page 35
Morgunblaðið/ÞÖK Vitnaleiðslur í Baugsmálum MESTU vitnaleiðslur Íslandssögunnar fóru fram þegar Baugsmálið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfir eitt hundrað manns voru kvaddir til vitnis hjá ákæruvaldinu. Myndin var tekið við upphaf aðal- meðferðar þegar Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, komu í réttarsal. Á milli þeirra stendur Jakob Möller verjandi Tryggva. Jón Ásgeir og Tryggvi voru sakfelldir en fyrir lítinn hluta ákæra auk þess sem Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskiptafélagi þeirra, var dæmdur fyrir sinn þátt í málinu. Dómunum var áfrýjað til Hæstaréttar. Morgunblaðið/Júlíus Sögufræg hús urðu eldinum að bráð GRÍÐARLEGT tjón varð í mið- borg Reykjavíkur í apríl þegar eldur breiddist út um tvö af elstu húsum borgarinnar, á horni Lækj- argötu og Austurstrætis. Austur- stræti 22, þar sem skemmtistað- urinn Pravda var til húsa, eyðilagðist og húsið við Lækj- argötu 2 stórskemmdist. Slökkvi- liðsmenn unnu þrekvirki í baráttu sinni við eldinn. Talið var að eld- urinn hefði kviknað út frá loftljósi í söluturni við hlið húss Pravda. Unnið hefur verið að nýju skipu- lagi fyrir reitinn, meðal annars var efnt til hugmyndasamkeppni. Hugmyndin sem notuð verður sem grundvöllur deiliskipulags í Kvos- inni gerir ráð fyrir því að húsin á horni Lækjargötu og Austur- strætis verði endurbyggð í meg- inatriðum. Einnig er gert ráð fyrir að á baklóðinni verði byggt nýtt hús í stíl Nýja bíós og að húsið sem stóð við Lækjargötu 4 verði flutt af Árbæjarsafni og sett upp á Lækjartorgi. Ekki hefur verið endanlega ákveð- ið hvernig staðið verður að end- urbyggingu húsanna en Reykja- víkurborg hefur keypt byggingarréttinn að Austurstræti 22. Kostar hann borgina 168 millj- ónir kr. Morgunblaðið/RAX Friðarsúla Yoko Ono vígð VÍGSLA friðarsúlu Yoko Ono vakti verðskuldaða athygli um heim all- an. Fjöldinn allur af erlendum fjöl- miðlamönnum kom hingað til lands til að vera viðstaddur vígsluna og birtist umfjöllun um hana víða. „Ég get ekki lofað að ég muni koma hingað á hverju ári þegar kveikt verður á súlunni en mér finnst að ég sé orðin hluti af Íslandi núna og mun reyna að koma hingað eins oft og ég get,“ sagði Ono meðal annars af tilefni vígslunnar. Ekki verður kveikt á súlunni allt árið um kring en fyrsta árið bárust geislar frá verkinu frá og með 9. október til 8. desember, en sú dagsetning er táknræn fyrir að þann dag árið 1980 lést John Lennon. Einnig mun loga á súlunni á gamlársdag og því næst eina viku á vorjafndægrum 2008 sem og við sérstök tækifæri. Morgunblaðið/G. Rúnar Risessa á ferð um miðbæinn RISESSA vakti athygli þar sem hún gekk um miðbæ Reykjavíkur góðviðr- isdag í maí með aðstoð götuleikhússins Royal de luxe, að kynna sér skemmd- arverk risans föður síns, sundurskorna bíla og goshver í Grófinni. Uppá- koman var endapuktur á frönsku menningarhátíðinnni Pourquois pas? og um leið upphafspunktur Listahátíðar. Nokkur stærðarmunur var á risess- unni og telpunni sem fékk far með henni. Sú litla virtist þó hvergi bangin. Morgunblaðið/Júlíus Þakið fauk af skólanum ÓVEÐUR gekk yfir suðvesturhorn landsins um miðjan desember. Björg- unarsveitir á suðvesturhorni landsins stóðu í ströngu við að bjarga verð- mætum og afstýra slysum. Á fjórða hundrað hjálparbeiðnir bárust björg- unarsveitum en þar af voru 150 á höfuðborgarsvæðinu. Fjúkandi hjólhýsi, fjaðradýnur og gámar voru meðal þess sem björgunarsveit- armenn þurftu að elta og festa niður. Þá fuku um 300 fermetrar af þaki Austurbæjarskóla og hafnaði brak m.a. á bíl sem stóð við Vitastíg. Mildi þykir að enginn slasaðist við það en bifreiðin undir þakinu var hins veg- ar ónýt. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.