Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 31.12.2007, Blaðsíða 36
36 MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ GRÍÐARLEG ólga var í Pakistan á árinu og Be- nazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra, lést af sárum sínum fimmtudaginn 27. desem- ber eftir banatilræði ofstækismanns. Pervez Musharraf, forseti landsins, mætti mikilli and- spyrnu er hann rak forseta hæstaréttar úr emb- ætti á vordögum og var jafnframt gagnrýndur fyrir að ætla að sitja áfram sem forseti þegar kjörtímabili hans lauk í haust um leið og hann gegndi embætti æðsta yfirmanns hersins. Staða Musharrafs veiktist er leið á árið og um síðir samþykkti hann að láta af öðru embættinu, þ.e. hjá hernum. Stjórnarandstöðunni óx því ásmeg- in á árinu og tveir helstu leiðtogar hennar, Na- waz Sharif og Bhutto, sneru heim úr útlegð. Tilræði við Bhutto sem henni var sýnt 18. októ- ber kostaði raunar 138 manns lífið og skók sam- félagið. Stuðningsmenn hennar fögnuðu hins vegar heimkomu hennar mjög – eins og sjá má á myndinni. Óyndismönnum tókst hins vegar ætlunarverk sitt 27. desember þegar Benazir Bhutto var ráðin af dögum á kosningafundi í borginni Rawalpindi. Dauði Bhutto vekur ugg um þróun mála á nýju ári, næsta víst er að áfram verði róstusamt í Pakistan, þar sem klofningurinn milli róttæks íslams og hófsams er hvað mestur í heimi hér. AP Gríðarleg ólga í Pakistan á árinu MIKLIR bardagar geisuðu á heima- stjórnarsvæðum Palestínumanna á vordögum, ekki milli palestínskra vígamanna og hersveita Ísraels heldur var þar um að ræða inn- byrðis átök Fatah-hreyfingarinnar og Hamas-samtakanna sem ári áð- ur höfðu unnið sigur í þingkosn- ingum. Klofningur palestínsku þjóðarinnar flækir enn frekar stöð- una í Mið-Austurlöndum, enda erf- itt að semja um frið þegar samn- ingsaðili gengur klofinn að samningsborðinu. Staðan nú er sú að Fatah-hreyfing Mahmouds Ab- bas ræður ríkjum á Vesturbakk- anum en á Gaza-svæðinu fara Ha- mas-menn með völdin. Þar er ástand mjög slæmt enda nýtur herská stjórn Hamas ekki fjárhags- aðstoðar umheimsins. AP Palestínu- menn klofnir Fréttamyndir af erlendum vettvangi NÝR forseti tók við í Frakklandi, hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy tók við af öðrum hægrimanni, Jacques Chirac sem gegnt hafði embætti forseta í tólf ár. Stormasamt hjónaband Sarkozys og eiginkonu hans, Ceciliu, var mjög í fréttum en á haustdögum tilkynntu þau síðan að þau hygðust skilja. Í desember bárust síðan fréttir um að forsetinn kraftmikli hefði brugðið sér á stefnumót með ítalskri fyrirsætu. AP Chirac kvaddi, Sarkozy tók viðFLJÓTLEGA á nýju ári verður ljóst hverjir keppa um forsetaembættið fyr- ir Demókrataflokkinn og Repúblikanaflokkinn næsta haust en kosninga- barátta vegna forvals flokkanna hefur hins vegar staðið allt árið 2006 og hafa skipst á skin og skúrir fyrir frambjóðendurna. Mikil óvissa og spenna ríkir um það hverjir hreppa hnossið en óhætt er að segja að barátta demó- kratanna Baracks Obama og Hillary Clinton veki sérstakan áhuga enda yrði Obama fyrsti blökkumaðurinn til að keppa um forsetaembættið, fari svo að hann vinni útnefninguna, og Clinton yrði fyrir sitt leyti fyrsta konan. AP Kona eða blökkumaður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.