Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 37

Morgunblaðið - 31.12.2007, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. DESEMBER 2007 37 GRÍÐARLEGIR hitar í Grikklandi í sumar ollu því að þegar eldar kviknuðu – líklega af mannavöldum – brutust út verstu skógareldar í manna minnum í Evr- ópu og dreifðust hratt um stór svæði. Tugir manna týndu lífi í eldunum og mikið ræktarland skemmdist, akrar og ólífulundir, sem og hús og híbýli. Hundruð slökkviliðsmanna og hermanna stóðu í ströngu við að reyna að ná tökum á vandanum. Venjulegir borgarar reyndu að verja heimili sín með garðslöngum og vatnsfötum, aðrir reyndu í örvæntingu að stöðva loga- tungurnar með trjágreinum. Slíkar aðfarir dugðu skammt og ástandinu var líkt við „stríð“. Koma tókst í veg fyrir að eldarnir næðu til höf- uðborgarinnar Aþenu en logatungur náðu þó að sleikja úthverfi. Aðeins naumlega tókst að koma í veg fyrir að eldar tortímdu rústum Ólympíu suðvestarlega í Grikklandi – staðurinn er á heimsminjaskrá yfir helstu menningarverðmæti jarðarbúa – en þar eru m.a. um 2.800 ára gamlar rústir upprunalega íþrótta- leikvangsins og forns Seifs-musteris, einnig Altis þar sem ólympíueldurinn er kveiktur. Eldarnir komust þó býsna nálægt þessum menningarverðmætum, eins og sjá má á myndinni, en þar leika eldtungur í nágrenni við styttu sigursins sem stendur nærri Ólympíu. AP Grikkir háðu „stríð“ við skógarelda ÞRIGGJA ára gömul bresk stúlka, Madeleine McCann, hvarf af hóteli sínu á ferðamannastað í Portúgal 3. maí á þessu ári en hvarf hennar átti eftir að verða eitt helsta fréttamál ársins, a.m.k. í Bretlandi. Foreldrar hennar, Kate og Gerry, höfðu skilið Madeleine og tvö yngri systkini hennar eftir sofandi á hót- elherberginu á meðan þau snæddu kvöldverð ásamt vinum annars stað- ar á hótelsvæðinu. McCann-hjónin nutu mikillar samúðar vegna at- burðarins og hófst þegar mikil leit að stúlkunni. Málið tók hins vegar óvænta stefnu þegar portúgalska lögreglan ákvað að veita McCann- hjónunum stöðu grunaðra manna á haustdögum. Ýmsar kenningar voru þá uppi um hvað hefði orðið um litlu Madeleine, en sú lífseigasta að því er varðaði mögulega aðkomu McCann-hjónanna var sú, að þau hjón – sem bæði eru læknar – hefðu gefið börnum sínum svefnlyf til að geta borðað sinn kvöldverð áhyggju- laus. Madeleine hefði hins vegar óvart verið gefinn of stór skammtur og dáið, en foreldrarnir hefðu síðan falið lík hennar. Kate og Gerry McCann hafa stað- fastlega neitað öllum slíkum ásök- unum og berjast áfram fyrir því að fá Madeleine heim til Bretlands. Ekkert hefur hins vegar til hennar spurst síðan þennan örlagaríka dag í maí. AP Hörmulegt barnshvarf TONY Blair kvaddi Downing-stræti 10 í júní eftir áratug á stóli for- sætisráðherra Bretlands. Við embættinu tók Gordon Brown fjár- málaráðherra. Blair er þó ekki sestur í helgan stein, hann tók að sér að verða sáttasemjari „kvartettsins“ svokallaða – Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bandaríkjanna og Rússlands – í Palestínu. AP Blair kvaddi Downing-stræti AP BÚDDAMUNKAR í Búrma stóðu fyrir mótmælum gegn herforingjastjórninni í landinu í ágúst og september en þau voru að mestu brotin á bak aftur af öryggissveitum sem beittu jafnan byssum, bareflum og táragasi gegn þeim sem þátt tóku í mótmælagöngum. Nokkrir tugir manna eru taldir hafa fallið í valinn. Talið er að 3.000 manns hafi legið í valnum árið 1988 eftir að öryggissveitir herforingjastjórnarinnar brutu á bak aftur svipuð mótmæli. Búddamunkar mótmæltu í Búrma STÓRTENÓRINN Luciano Pavarotti lést 6. september 2007 í Modena á Ítalíu, á sjötugasta og öðru aldursári. Banameinið var krabbamein í brisi. Pavarotti var dýrkaður hvarvetna í heimi hér, sennilega dáðasti óperusöngvari sinnar samtíðar. Ferill hans var samfelld sigurganga, vegna einstakra hæfileika hans og óvenjumikillar raddfegurðar. Pavarotti allur AP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.