Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 7

Vikublaðið - 07.04.1997, Qupperneq 7
7. apríl 1997 ÍUlLíMJQiD // yuxse... Er heiti á danssýningu sem verður frumsýnd í Tjamarbíói síðasta vetrardag, 23. apríl næstkomandi. Á dagskránni verða tvö verk, hið fyrra „Hér og nú” er nýsmíð Ólafar Ingólfs- dóttur og hið síðara er þýsk-íslenskt sma- vinnuverkefni Ólafar og Wiebke Brink- mann og það verk heitir „Hvar varst þú þegar ég var að elta þig”. Höfundurinn Ólöf Ingólfsdóttir hefur komið víða við og má þar nefna „Hilling- ar” (94) sem hún setti upp ásamt Önnu E. Borg árið 1994. f framhaldi af því var þeim boðið með sýninguna til Nordisk Scenekunst Festival í Danmörku (1995). Ólöf hefur einnig dansað í sýningu Hvunndagsleikhússins „Trójudætrum” ásamt því að semja dansa fyrir „Jötuninn” sem var sett upp af sama leikhúsi. Margt hefur drifið á daga Ólafar í list- inni en hún hóf nám seint. Þá nam hún málaralist um tíma og hún segir sjálf að myndlistin sé stór hluti í hönnun sinni á hreyfingum. Ólöf var um skeið við nám í nútímadansi, spuna og danssköpun í Eur- opean Dance Development Center í Hol- landi. „Hvar varst þú þegar ég var að elta þig” varð eins og fyrr segir til við sam- vinnu Ólafar og Wiebke Brinkmann, en æfingar fóru fram til skiptis í Reykjavík og Köln. Verkið var frumsýnt í Köln árið 1996 og nú í fyrsta skipti sett upp hér á landi. Höfundar dansa sjálfir í verkinu við frumsamda tónlist sellóleikarans Thorsten Kohlóff sem er með þeim á sviðinu. Þar skiptast á næstum kyrrar myndir og leik- andi dans þar sem samspilið milli dansar- anna tekur stöðugum breytingum. Sólódansar breytast í tvídansa, sem síðan leysast upp og dansarnir fara í hvora átt- ina til þess að mætast við nýjar og breytt- ar aðstæður. Nýjasta ýerk Ólafar „Hér og nú” er samið fyrir fjórar könur. Kveikjan að verkinu varð til fyrir nokkrum árum þeg- ar hún var við nám í Hollandi og er hugleiðing um sterkar konur og hvað styrkur væri almennt. Mýkt, blíða, tilfinningarhiti, líkamlegt at- gervi, samstaða og sjálfstæði eru hugtök sem eru hugsanlega af sama meiði, en geta haft ólík birtingar- form. „Eg valdi dansara tildurlega af handahófi, þær eru mjög ólíkar og þess vegna reyni ég að leyfa þeim að njóta sín (styrkur) þess vegna er í verkinu bæði mínar hreyfingar og þeirra, reyni að vinna út frá því,” segir Ólöf. Dansararar í verkinu eru Guðbjörg Arnardóttir, Helena Jónsdóttir, Hlíf Þorgeirsdótt- ir og Lilja Ivarsdóttir. Tónlistin er sérstaklega frumsam- in fyrir þetta verk í samráði við danshöfund og hennar hönnun og er eftir Hall Ingólfsson. Búningar sem eru litríkir og líflegir eru hannaðir af Áslaugu Leifsdóttur. Lýsingu í báð- um verkum annast Jóhann Pálma- son. Alls verða þrjár sýningar, þann 23., 24. og 25. apríl næstkomandi. Sýnt er í Tjamarbíói og hefjast sýn- ingamar klukkan 20.30. hj Guðbjörg Arnardóttir, Helena Jónsdóttir, Hlíf Þorgeirsdóttir og Lilja Ivarsdóttir. Allar þrautþjálfaðir dansarar með spenn- andi sýningu í Tjarnarbíói Verð frá: 19.550,- ...þar sem þú vilt. Þú siglir með þína fjölskyldu og þinn bíl til Danmerkur á tveimur sólarhringum með Norrænu á ótrúlegu verði. Síðan hefur þú ótakmarkað frelsi til að velja ferðamöguleika. Þú skoðar Norðurlöndin og Evrópu á eigin hraða og siglir svo aftur heim í rólegheitum með Norrænu frá Bergen. Þetta er hið eina sanna frelsi i ferðalögum. Börn yngri en 3 ára ferðast ókeypis. *Verð á mann miðað við fjögurra manna fjölskyldu á eigin bíl til Evrópu í 2 vikur. Siglt frá Seyðisfirði þann 05.06. Siglt heim 18.06. vm y. NORRÆNA FERÐASKRIFSTD FAN Laugavegur 3, sími: 562 6362 Austfar ehf. Seyðisfirði, sími: 472 I I I I og umboðsmenn. til

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.