Vikublaðið - 07.04.1997, Side 12
T~
Skrifstofa GRÓSKU Laugavegi 103 er opin
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13.00-17.00.
Sími Grósku er 551-2990 og er þar hægt að fá
allar upplýsingar um starfsemi samtakanna.
Frumvarp þingmanna allra flokka nema Sjálfstæðisflokksins:
H [emi illáál T\Tgðum eii nsl 2l klí nga
Lúðvík Bergvinsson er fyrsti flutningsmaður frumvarps sem felur í sér
tilraun til að sporna við starfsemi pappírsfyrirtækja án þess að leggja
hömlur á samningsfrelsi manna.
Fulltrúar allra flokka
nema Sjálfstæðis-
flokksins hafa lagt fram
frumvarp til laga, sem
gerir ráð fyrir því að ein-
staklingum verði óheimilt
að takast á hendur per-
sónulega ábyrgð á efndum
fjárskuldbindinga einka-
hlutafélags eða setja per-
sónulegar eigur sínar að
veði til tryggingar efnd-
um.
Flutningsmenn tillögunn-
ar eru Lúðvík Bergvins-
son, Jón Baldvin Hanni-
balsson og Sighvatur
Björgvinsson frá Þing-
flokki jafnaðarmanna,
Svavar Gestsson og Bryn-
dís Hlöðversdóttir frá Al-
þýðubandalaginu og óháð-
um, Kristín Halldórsdótt-
ir frá Kvennalistanum og
Hjálmar Arnason frá
Framsóknarflokknum.
Flutningsmenn segja markmið
frumvarpsins vera að leggja bann við
því að einstaklingar, hvort heldur er
persónulega eða fyrir hönd einka-
firma síns, geti svo gilt sé að lögum
tekist á hendur ábyrgð á efndum fjár-
skuldbindinga einkahlutafélags. Við-
semjandi geti ekki byggt rétt á slíkum
yfirlýsingum.
„Að baki þessari breytingu á gild-
andi lögum hvfla einkum sjónarmið
um neytendavernd vegna yfirburða-
aðstöðu ýmissa aðila, svo sem banka-
og lánastofnana. Auk þess telja flutn-
ingsmenn að núverandi ástand leiði til
mismununar milli viðsemjenda fé-
Iagsins og jafnframt að bann það sem
hér er lagt til muni hafa jákvæð áhrif á
viðskiptalífið, því að ábyrgðaryfirlýs-
ingar af því tagi sem hér um ræðir eru
ein helsta meinsemd íslensks við-
skiptalífs,” segir í greinargerð með
frumvarpinu.
Þá segir: „f einkahlutafélögum ber
enginn hluthafa persónulega ábyrgð á
efndum þeirra skuldbindinga sem fé-
lagið tekst á hendur. Abyrgð þeirra
takmarkast við það fé sem þeir hafa
lagt fram til félagsins í formi hluta-
fjár. Þrátt fyrir þetta er algengt hér-
lendis að viðsemjendur hlutafélaga og
einkahlutafélaga, einkum lánastofn-
anir, geri þá kröfu í samningum við
félögin að einstaklingar gangist í per-
sónulega ábyrgð fyrir efndum. Hugs-
unin að baki einkahlutafélagaforminu
er sú að fjárfestar geti takmarkað
áhættu sína af atvinnurekstri; áhættan
verði ekki meiri en sem nemur fram-
lögðu hlutafé. Með þessu móti geta
fjárfestar takmarkað áhættu sína fyrir
fram. Það fær því ekki samrýmst
hugsuninni að baki rekstri hlutafélaga
og einkahlutafélaga að einstaklingar
áþyrgist jafnframt efndir félaganna
með sérstakri yfirlýsingu.”
Flutningsmenn segja að á meðan
löggjöfin heimilar slíkar ábyrgðaryf-
irlýsingar sé hætta á því að öðrum
viðsemjendum félagsins sé mismun-
að. A meðan aðstaða sumra viðsemj-
enda er slík að þeir geta krafist
ábýrgðaryfirlýsinga er staða annarra
ekki nándar nærri eins sterk.
„Lánardrottinn sem hefur undir
höndum yfirlýsingu um persónulega
ábyrgð stendur ólíkt betur að vígi en
aðrir ef rekstur félagsins fer að ganga
illa, því að þá er líklegt að forsvars-
menn félagsins reyni fyrst að gera upp
við þá aðila sem þeir eða venslamenn
þeirra eru í ábyrgðum gagnvart, áður
en kemur að uppgjöri við aðra. Mý-
mörg dæmi eru um þetta í íslensku
viðskiptalífi. Markmiðið með þessari
lagasetningu er því öðrum þræði að
reyna að koma í veg fyrir mismunun
lánardrottna félagsins. Þá er rétt að
benda á að sjaldnast er hægt að jafna
saman aðstöðu banka- og lánastofn-
ana með sérfræðingahópa sína annars
vegar og lántakenda hins vegar. Þar er
sjaldnast nokkurt jafnræði með aðil-
um. Það er því æskilegt að löggjafinn
reyni að koma í veg fyrir að sú að-
staða komi upp að stofnanir fái nýtt
sér þennan aðstöðumun umfram það
sem eðlilegt má telja. Með því að
heimila viðsemjendum að krefjast
ábyrgðaryfirlýsinga einstaklinga er að
mati flutningsmanna verið að ýta und-
ir óeðlilega viðskiptahætti. Það eru
óeðlilegir viðskiptahættir að viðsemj-
andi félags geti komist hjá því að
þurfa að kynna sér raunverulega fjár-
hagsstöðu félags, með því einu að
tryggja sér yfirlýsingu þriðja aðila.
Það hljóta að teljist eðlilegri vinnu-
brögð að viðsemjandinn kynni sér
fjárhagsstöðu gagnaðilans og taki
ákvörðun um viðskiptin á grundvelli
þeirrar skoðunar, í stað þess að óska
eftir veðbókarvottorði og ábyrgð
þriðja aðila. Núverandi skipan mála
hefur að mati flutningsmanna til-
hneigingu til þess að grafa undan
ábyrgðartilfmningu aðila í viðskipt-
um.
Verði þetta frumvarp að lögum
leggst sú kvöð á viðsemjendur einka-
hlutafélags í meira mæli en áður að
þeir kynni sér raunverulega fjárhags-
stöðu félagsins. Þannig færist eftirlit
með fjárhagsstöðu félaga yfir til við-
skiptalífsins, sem er til mikilla bóta,
því að hið opinbera hefur því miður
einungis haft eftirlit að nafninu til
með hlutafélögum, einkahlutafélög-
um og innborguðu hlutafé og í litlu
sem engu sinnt þeim skyldum sem á
því hefur hvílt.
Með þessari breytingu er gerð til-
raun til að spoma gegn starfsemi svo-
kallaðra pappírshlutafélaga, þar sem
ætlunin er aldrei að greiða inn hlutafé.
Markmiðið með stofnun slflcra félaga
er oft það eitt að komast yfir verðmæti
með samningum án þess að ætlunin sé
nokkum tíma að efna jþá, en jaffamt
að notfæra sér ábyrgðarléýsi híútafé-
lagaformsins. Slík félög komast
sjaldnast af stað í nokkum rekstur án
þess að þau geti opnað reikning hjá
lánastofnun, en til þess að svo geti
orðið þurfa einstaklingar yfírleitt að
ganga í ábyrgð hjá viðkomandi lána-
stofnun. Bann við slíkum ábyrgðaryf-
irlýsingum gerði slíkum félögum erf-
itt um vik.”
Enn benda flutningsmenn á þá stað-
reynd að einstaklingar eiga örðugt um
vik með að gera sér grein fyrir raun-
verulegri fjárhagsstöðu einkahlutafé-
lags eða hlutafélags, og meta áhættu
sem fólgin er í útgáfu ábyrgðaryfir-
lýsingar, sérstaklega þegar um utan-
aðkomandi aðila er að ræða, t.d. ætt-
ingja forsvarsmanna félagsins. Dæmi
um hörmungar sem dunið hafa yfir
fjölskyldur og einstaklinga vegna
slíkra yfirlýsinga þekkir hvert manns-
bam. Það er mat flutningsmanna að
með fmmvarpinu sé ekki vegið að
eðlilegu samningsfrelsi í landinu.
Hjálparstdhim
kii'kjuniiar safiiar fötum
Hjálparstofnun kirkjunnar stend-
ur fyrir fatasöfnun fyrir flóttamenn í
aprílmánuði. Fjöldi flóttamanna
hefur varið hríðvaxandi hin síðustu
ár og að sögn Hjálparstofnunar
kirkjunnar er neyðin mikil í fjölda
landa og víða vantar allt til alls. fs-
lendingar hafa lagt flóttamönnum
lið með fatasendingum og hefur ís-
lenskur fatnaður þótt mjög góður og
því hefur nú sérstaklega óskað eftir
því að fá hann héðan.
Af þessum sökum hefur Hjálpar-
stofnun kirkjunnar ákveðið að
standa fyrir fatasöfnun í fjórum
bæjum landsins, á Akureyri, Egils-
stöðum, ísaftrði og í Reykjavík dag-
ana 10.-12. aprfl 1997. Gámum
verður komið fyrir við kirkjur á við-
komandi stöðum og starfsfólk
kirknanna mun taka við fötunum.
Þeim verður svo vélpakkað í
Reykjavík til þess að minnka rúm-
mál og spara sendingarkostnað.
Það er von Hjálparstofnunarinnar
að fólk taki vel í þetta átak en stofn-
unin leggur jafnframt áherslu á að
fötunum sé skilað hreinum, helst
flokkuðum og í merktum pokum.
I fyrsta kasti er gert ráð fyrir að
fötin verði send til fyrrum Júgóslav-
íu, Tjetjeníu og Angóla. I fyrrum
Júgóslavíu vantar aðallega bamaföt
og skó, einnig skólapakka, sápu og
snyrtipakka, þá vantar bosníska
flóttamenn í Ungveijalandi föt. Frá
Tjetjeníu og Angóla hafa borist
beiðnir um föt en einnig vantar
Angólabúa heilsupakka, skóla- og
saumapakka, teppi, tjöld, rúm, sápu
og matvæli.
En það eru fleiri lönd, þar á með-
al Líbería, Malaví og Sambía, sem
þurfa á aðstoð að halda og munu
sendingar fara til þeirra landa eftir
því hve mikið safnast en farið er eft-
ir beiðnalista frá Lútherska heims-
sambandinu fyrir árið í ár.