Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 4
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is P eer Teglegaard Jeppe- sen er einn fimm arki- tekta sem mynda hina kunnu arkitektastofu Henning Larsen Teg- nestue, HLT, í Kaup- mannahöfn. Jeppesen er hönn- unarstjóri stofunnar og ber auk þess ábyrgð á þeim byggingum sem stof- an hannar á Norðurlöndum. HLT, undir stjórn Hennings Larsens sjálfs, hefur tekið þátt í hönnun margra stórra bygginga víða um heim á síðustu árum, bygginga sem hafa vakið athygli fyrir frumleg efn- istök en jafnframt notagildi; í um- sögnum um verk arkitektanna er iðu- lega talað um hinn sterka danska hönnunaranda. HLT hefur unnið tvær stórar samkeppnir hér á landi á síðustu árum og mótar því nútíma- arkitektúr á Íslandi á afgerandi hátt. Við höfnina rís hið nýja tónlistarhús, sem er hannað með Ólafi Elíassyni myndlistarmanni, og við Öskjuhlíð- ina hannar HLT nýjar höfuðstöðvar Háskólans í Reykjavík. Verkefnin eru unnin í samvinnu við íslenskar arkitektastofur. Blaðamaður hitti Jeppesen í hvít- máluðum höfuðstöðvum HLT í Kaupmannahöfn. Á veggjum eru teikningar af hinum ýmsu verkefnum og auk þess standa módel af bygg- ingarsvæðum á gólfinu. Jeppesen er hávaxinn, svartklæddur og kvikur í hreyfingum; á meðan við spjöllum við svart gúmmíklætt borð í miðrými stofunnar dregur hann fram teikn- ingar og ljósmyndir, til að skýra það sem hann er að tala um. – Þegar heimasíða HLT er skoðuð sést á verkefnum sem þið vinnið að og hafið gert tillögur að, að þar eru mörg stórhýsi og oft skólar og menn- ingarstofnanir: Óperan í Kaup- mannahöfn, IT-háskólinn, tónlistar- húsið í Uppsölum, utanríkisráðuneytið í Sádi-Arabíu … „Við höfum einbeitt okkur að ákveðnum verkefnum. Við vinnum mikið með menningarhús og skóla. Við höfum líka sérhæft okkur nokkuð í bókasöfnum og sjúkrahúsum. Þegar maður vinnur að bygg- ingum eins og tónlistarhúsum þarf að læra margt um eðli slíkra bygginga. Það er ekki hægt að byrja frá grunni í hvert sinn. Það hjálpar að búa að þekkingunni. Margir telja til dæmis að það sé ekki mikill munur á óp- eruhúsi og tónlistarhúsi – en mun- urinn er töluvert mikill. Ekki þarf að gera annað en horfa á aðalsviðið í þessum tegundum húsa. Í óperunni situr hljómsveitin í gryfju og öll áherslan er á sviðið. Áhorfendasal- urinn getur verið jafn stór í húsunum en baksviðsrýmið í Óperunni hér í Kaupmannahöfn er til að mynda sex sinnum stærra en baksviðsrými í tón- listarhúsi.“ – Það eru alltaf tvær hliðar á þess- um byggingum, útlit og notagildi. „Þetta þarf alltaf að fara saman. Við tónlistarhúsið í Reykjavík höfum við átt afar farsælt samstarf við Por- tus og Íslenska aðalverktaka. Þetta er hópvinna, og eins þegar við unnum samkeppnina, allir gera sitt besta. Ef einn hlekkur í keðjunni er ekki í lagi, þá heldur hún ekki.“ Náttúran er ekki eðlileg – Eitt er að teikna sigurtillögu, svo eru öll hin skrefin sem þarf að taka. „Svo sannarlega. Þetta er langt og flókið ferli. Þar var mikilvægt fyrir okkur að vinna frá upphafi náið með Ólafi Elíassyni. Við vinnum oft náið með sérfræðingum utan stofunnar og það var gefandi að vinna með Ólafi, meðal annars vegna þess hvað hann vinnur markvisst með ljós. Við höfum líka einbeitt okkur að möguleikum ljóssins; bók sem gefin var út um Henning Larsen heitir einmitt Meist- ari ljóssins. Áður en við hönnuðum tónlistar- húsið höfðum við unnið að ljósakrón- unum í Óperunni hér með Ólafi. Það gekk frábærlega. Við veltum mörg- um hugmyndum á milli okkar. Þegar kom að tónlistarhúsinu út- skýrði Ólafur fyrir okkur hvað birtan er síbreytileg í Reykjavík og hvað sól- in er til að mynda stundum neðarlega á himninum; stundum fer sólin bak við tónlistarhúsið ef horft er á það frá borginni. Við unnum þá út frá sól- arganginum og breytilegri birtunni. Ein af grunnhugmyndunum er að horfa á bygginguna eins og ísjaka eða ísmola á svörtum sandi; við veltum þessum ísmola á milli okkar og fund- um ýmislegt áhugavert í ísnum. Við klæðum bygginguna með gler- hjúpnum sem er úr sérhönnuðum einingum. Íslenska náttúran er svo gríðarlega litrík,“ hann nær í myndir sem sýna mosa, hraun og hverasvæði, og bendir: „Þið hafið gufu, hraun, alla þessi liti. Þetta er afar sérstakt land og óvenjulegt. Náttúran er ekki eðli- leg! Við vorum beðin að skapa bygg- ingu sem yrði einkennandi fyrir Reykjavík, „landmark“, og þá verð- um við að endurspegla á ákveðinn hátt einkenni lands og náttúru. Margir ferðamenn koma með skipi og þegar þeir sigla að og sjá tónlistar- húsið viljum við gefa þeim tilfinningu fyrir sérkennum landsins. Ísland er svo sérstakt, og birtan á landinu, og við verðum að nýta okkur það í hönn- uninni. Ljósið mun endurspeglast á hliðum hússins og segja nýja sögu á hverjum degi.“ – Það hefur varla verið auðvelt að hanna glerhjúpinn. Jeppesen brosir. „Til að byrja með vissum við ekki nákvæmlega hvernig hann ætti að vera. Við komum með ýmsar hugmyndir en það tók tíma að vinna úr þeim og koma með bestu lausnina.“ – Nú eru kínverskir verkamenn að koma til landsins að byggja hjúpinn. „Já, við vinnum með tveimur kín- verskum fyrirtækjum að glerhlið- unum. Þetta verður að vera mjög ná- kvæmt og því er vel við hæfi að annað fyrirtækið hefur unnið mikið að smíði kafbáta; þar þarf allt líka að vera sterkt og nákvæmt. Það er mjög mikilvægt að um- hverfið og byggingin virki saman. Torgið og byggingarnar við það eru eitt. Stundum leikum við okkur með speglunaráhrif vatns á torginu; ekki er alltaf ljóst hvað er raunveruleiki og hvað speglun. Við unnum einnig með Ólafi að þeim þáttum. Þegar þú horfir á tónlistarhúsið snýr forsalurinn að borginni. Það er mikilvægt að tónlistarhúsið gæði Eins og að ganga í ísfjall að koma í tónlistarhúsið ÞAÐ er mjög mikilvægt að miðborgir haldi áfram að þróast,“ segir danski arkitektinn Peer Teglegaard Jeppesen, einn af arkitektum nýja tónlistar- hússins í Reykjavík, en hann hefur sérstakan áhuga á samspili arkitektúrs og vatns. Henning Larsen Tegnestue, þar sem hann er hönnunarstjóri, hef- ur teiknað menningarhús við hafið í Kaupmannahöfn, Reykjavík og mörg- um fleiri borgum. Jeppesen segir svarta sanda suðurstrandarinnar og ís- jaka sem endurvarpa marglitu ljósi hafa verið fyrirmyndir við hönnunina – og hann vill halda flugvellinum í Vatnsmýrinni. 43 Arkitektinn Peer Teglegaard Jeppe- sen við módel af tónlistarhúsinu. 4 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Dæmi um byggingar sem Henning Larsen Tegnestue hefur hannað eða gert tillögu að á síðustu árum. 1 Höfuðstöðvar Nordea við höfnina í Kaupmannahöfn. Hluti af skipulagstillögum HLT um breytingar á fyrr- verandi athafnasvæði skipasmíðastöðvar. 2 Nýjar höfuðstöðvar Spiegel við innri höfnina í Hamborg. Vann fyrstu verðlaun í fyrra í alþjóðlegri hönn- unarsamkeppni. 3 Tillaga að stórhýsi við höfnina í Ár- ósum. 4 Tillaga að fljótandi orkuvænu hóteli í Kaup- mannahöfn, sem myndi nota 70% minni orku en sambærilegar byggingar. 5 Samkeppnistillaga að menningarmiðstöð í Dharan í Sádi-Arabíu. 6 Útlits- tillaga að torginu við nýja tónlistarhúsið í Reykjavík. HLT hannaði svæði við Austurhöfnina sem er alls um 100.000 fermetrar. Torgið mun hafa margbreytilegt notagildi en grunntónninn verður svartur. 7 Aðal- tónleikasalurinn í Tónlistar- og ráðstefnumiðstöðinni í Uppsölum, Svíþjóð. Byggingin var tekin í notkun í fyrra og verða ákveðin líkindi með salnum í nýja tón- listarhúsinu. 8 IT-háskólinn í Kaupmannahöfn, tekinn í notkun árið 2004. Það eru fundarherbergi sem skaga út frá veggjunum inn í forsalinn. 1 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.