Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 9
en blés unnar fljót- ð l Sví- unn- hefur u n n. Co- ar til omp- n em aðinu leik- ðfæri Tónn r að betri t hinn ð kari, Gunn- bezt- . Frá eik- ir a ten- dir og hon- ðið tur ís- þökk m ma- mar apríl sonar da er um, víser- na- m tríó ki eynd- r avert “ r llingi ki að- nnur “ Sim- ð var r samvinnu við söngkonuna Alice Babs, sem mælti með Gunnari við Simon, en hann skrifaði um Gunnar eftir að hafa verið hér með Babs, að hann væri fremsti ten- órsaxófónleikari í Evrópu. Svavar Gests skrifaði þá: „Að- eins þeir beztu komast í beztu hljómsveitirnar. Þess vegna réð sænski hljómsveitarstjórinn Simon Brehm Gunnar til sín.“ Gunnar leysti hinn frábæra norska saxófónleikara Bjarne Nerem af hólmi hjá Brehm. Í sænskum dómi um Gunnar í maí 1955 eftir Per Dido má m.a. lesa: „Hinn ungi Gunnar lék af mikilli leikni, en með dálítið grófan tón, og minnti um margt á Flip Phillips í fraseringum. Hinn tenóristi sveitarinnar, Claes Rosendahl, var nær hinum svala Getz-skóla.“ Í annarri umsögn segir að „ungi Íslendingurinn leiki í Stan Getz-stíl og eigi eftir að setja mark sitt á stjörnusveit Simons“. Hann var súperkatt Gunnar kom heim eftir árið þótt Simon byði honum að leika með sér áfram og hann fengi tilboð um að leika með stórsveit trompetleikarans Thores Erlhings. Fljótlega stofnaði hann fræga hljómsveit er fékk gullverðlaun á Heimsmóti lýðræðissinnaðrar æsku og stúdenta í Moskvu 1957 sem besta djasshljómsveit festívalsins. Að- eins örfáar upptökur hafa varðveist með þessari hljóm- sveit, en auðheyrt er að hún tók öðru fram er heyrst hafði í djassi hérlendis, enda bárust ýmis atvinnutilboð að utan „en strákarnir vildu vera heima“, sagði Ormslev seinna. Eftir þetta lék Gunnar fyrst og fremst á Íslandi þótt hann hafi hljóðritað með Stórsveit danska útvarpsins og leikið nokkur sumur á Gotlandi. Af mögnuðustu hljóðrit- unum hans eftir Moskvuævintýrið má nefna er hann lék með austurríska píanóvirtúósnum Friedrich Gulda í Framsóknarhúsinu 1959 og hljóðritanirnar með tríói Jóns Páls Bjarnasonar gítarista þar sem Sigurbjörn Ing- þórsson lék á bassann. Um það tríó segir Jón Páll: „Hugmyndin kom frá Bjössa og ég þekkti Ormslev ekki mikið þá, en það var dásamlegt að spila með Orms- lev. Það var ekkert skrifað og við gátum spilað saman eins og einn maður. Hann var súperkatt; ekkert vesen með það.“ Einnig má nefna upptökur fyrir Voice of Am- erica 1964, flutning kammerdjassverksins Samstæðna eftir Gunnar Reyni Sveinsson á Listahátíð 1970 og hina klassísku Jazzmiðlaupptöku í útvarpssal 1976. Áhrif frá Lester Young Hér hefur fyrst og fremst verið fjallað um árin frá því að Gunnar Ormslev kom til Íslands og þar til hann hélt til Svíþjóðar og brugðið upp mynd af því hvernig sam- tímamenn fjölluðu um saxófónleik hans. Saga Gunnars er saga einstaklings sem hafði allt til þess að bera að verða einn af fremstu djassleikurum Evrópu, en margskonar samspil persónugerðar hans og umhverfis komu í veg fyrir slíkt. Hann hefði eflaust átt betra gengi að fagna í tónlistinni hefði hann aldrei flust til Íslands, en þá hefðu Íslendingar líka farið á mis við hina mögnuðu hæfileika hans, sem öðru fremur lyftu íslenskum djassi í listrænar hæðir á árunum frá stríðslokum framundir 1960. Það er líka ómögulegt að segja hver hefði orðið þróun hans hefði hann lifað hina miklu endurreisn íslensks djass á árunum um og eftir 1980. Hann lést úr eitlakrabba aðeins 53 ára, en var þá farinn að kenna við Tónlistarskóla FÍH og stjórnaði djasssveit Hornaflokks Kópavogs. Hann hafði unun af kennslunni og að umgangast hina ungu hljóð- færaleikara og ekki er ótrúlegt að hann hefði gengið í endurnýjun lífdaganna sem djassleikari hefði honum enst aldur; líkt og Jón Páll Bjarnason hefur gert eftir að hann sneri aftur heim til Íslands. Sagan um vonda tóninn hans Ormslevs á tvímælalaust rætur til þess að rekja að hann varð fyrir miklum áhrif- um frá Lester Young, en titurlítill tónn Lesters, sem var veikburða miðað við hinn volduga saxófóntón Colemans Hawkins, átti ekki upp á pallborðið hjá hinum almenna hlustanda á þessum árum. Lesteráhrifanna gætir ekki jafnmikið á hljóðritunum hans með KK-sextettinum og Birni R. Einarssyni og áhrifa frá Charlie Ventura og sér- staklega Flip Phillips, sem tilheyrði Ben Webster-armi Hawkinsskólans og var geysivinsæll á þessum árum sem höfuðsaxisti stórsveitar Woodys Hermans, en ýmis lög af efnisskrá Hermans voru leikin af KK og Birni. Þegar Gunnar hljóðritaði eina lagið sem kom á hljómplötu undir hans nafni meðan hann lifði: Frá Vermalandi (Ach Vär- maland du sköna), snemma árs 1952, var greinilegt að hann hafði sogið í sig útgáfu Stans Getz frá því 1951. Ég dreg þó í efa að Metronome-upptökur Getz frá ’51 séu þær fyrstu er Gunnar heyrði með honum, því hann átti Prestige-upptökur hans frá 1949 á tíu tommu lp-plötu er kom út 1951. En eitt er víst að Gunnar var aldrei samur eftir að hann heyrði Getz. „Getz var minn maður,“ sagði hann og bætti gjarnan við: „Og Basie-bandið og Frank Foster.“ Gunnar var aldrei hreinræktaður bíboppari eins og Jón Páll, enda tíu árum eldri og mótaðist er svingið var ráðandi afl í djassinum, en hann var módernisti alla ævi og tókst að móta eigin stíl, hvort sem var á tenórinn eða altóinn sem hann blés oft í síðari hluta ævinnar. Hafði öðruvísi tón Í viðræðum við tvo frændur Gunnars og vini, píanistana Hrafn Pálsson og Ólaf Stephensen, kom ýmislegt fram um þá misvísun er m.a. má finna í sænsku dómunum um Ormslev og hvers vegna alltaf var talað um slæma tóninn er hann var að hefja ferilinn. Hrafn Pálsson segir: „Ormslev var einstaklega mikill húmoristi og hermi- kráka. Hann gat bókstaflega hermt eftir öllum. „Spilaðu eins og Maggi Randrup“ bað maður, og hann gerði það. Þess vegna er ekkert skrítið að hann skyldi bregða fyrir sig hinum ýmsu stílbrigðum, en það gerðist nú sjaldan eftir að hann heyrði Stan Getz. Það var hans maður.“ Og um tóninn segir Ólafur: „Hann hafði ekki ljótan tón, það er bölvuð vitleysa, en hann hafði öðruvísi tón; tón af Les- terskólanum; tónn Gunnars var eins og maðurinn, blíður og hæverskur.“ Vonandi verður hægt að fá tvöfalda Ormslev-diskinn að nýju svo og fleira af því er hann hljóðritaði. Það er til vansa hve við Íslendingar höfum sýnt fumherjum djass- ins hér litla ræktarsemi. maðurinn, blíður og hæverskur » Saga Gunnars er saga einstaklings sem hafði allt til þess að bera að verða einn af fremstu djassleikurum Evrópu, en margskonar samspil per- sónugerðar hans og umhverfis komu í veg fyrir slíkt. Hann hefði eflaust átt betra gengi að fagna í tónlistinni hefði hann aldrei flust til Íslands, en þá hefðu Íslendingar líka farið á mis við hina mögnuðu hæfileika hans, sem öðru fremur lyftu íslenskum djassi í listrænar hæðir á árunum frá stríðs- lokum framundir 1960. Höfundur er djassgagnrýnandi við Morgunblaðið. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 9 1928 Fæðist í Hellerup í Danmörku. Faðirinn danskur en móðirin íslensk. Kynnist þar Arnvid Mayer og leika þeir saman í stráka- bandi sem hljóðritaði tvö djasslög er þeir voru sextán. 1946 Heimsstyrjöldinni lýkur og Gunnar heldur til Íslands. Leik- ur djass í Hafnarfirði og lærir til tannsmiðs. 1946 Leikur með GO-kvartettinum í Mjólkurstöðinni. 1947 Gengur til liðs við hljómsveit Björns R. Einarssonar, en verður að hætta þar sem hann hefur ekki atvinnuleyfi. 1948 Gengur í Félag íslenskra hljóðfæraleikara og fer að spila með KK-sextettinum. Upptökur með Gunnari og KK hafa varð- veist. 1949 Gengur að nýju til liðs við Björn R. Þó nokkrar upptökur frá þeim tíma hafa varðveist. 1952 Leikur sænska þjóðlagið Frá Vermalandi inn á 78 núninga plötu snemma árs. Það eina sem kom út undir hans nafni meðan hann lifði. Leikur á frægum tónleikum með Bretanum Ronnie Scott – helsta tenórsaxófónleikara Evrópu – síðsumars. 1955 Er ráðinn til vinsælustu djass- og danshljómsveitar Svíþjóð- ar er bassaleikarinn Simon Brehm stjórnar. 1957 Hljómsveit hans ásamt söngvaranum Hauki Morthens fer á Heimsmót lýðræðissinnaðrar æsku í Moskvu. Vinnur gull- verðlaunin fyrir djassleik. 1970 Leikur á Listahátíð í hljómsveit undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar verk hljómsveitarstjórans, Samstæður. Jazzvakning gaf verkið út á hljómplötu. 1976 Gunnar hljóðritar með Jazzmiðlum eitt besta útvarpspró- gramm íslenskrar djasssögu. 1981 Gunnar Ormslev deyr í Reykjavík aðeins 53 ára gamall. 1983 Jazzvakning gefur út tvöfalda breiðskífu með úrvali verka Gunnars. Endurhljóðblönduð og gefin út með auknu efni á geisla- diski 1996. Uppseld. Nokkur ártöl á ferli Gunnar Ormslevs

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.