Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 5
» Tónlistarhúsið hjálpar til við að færa borgina að hafinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg snertir hafið á þennan hátt. Þegar svona hús er byggt á það ekki að vera endurtekning á einhverju sem er fyrir, þarna á að skapa sérstakt líf. 5 borgina lífi. Í gegnum glerið sérðu hvað er að gerast, fólk er inni og með spegiláhrifum virðist það jafnvel vera enn fleira en raunin er.“ Jeppesen brosir. „Við vitum að Íslendingar eru ekki mjög margir þannig að við sköp- um tilfinningu fyrir enn meiri fjölda.“ Hann talar áfram um torgið milli tónlistarhússins og hótelsins en það verður svart. „Svart eins og sand- urinn á suðurströnd landsins. Svart gerir það að verkum að litirnir í ísjök- um á mögnuðum sandinum njóta sín vel, eins er það með litina í glerinu. Stundum virðast litirnir fáir en við aðrar aðstæður magnast þeir upp. Það fer eftir staðsetningu sólarinnar og styrk ljóssins.“ Jeppesen talar einnig um mik- ilvægi þess í hinu skapandi ferli að hafa listamenn, eins og Ólaf Elíasson, með í liðinu frá upphafi, frekar en eins og oft er, að listamaður er kall- aður til á seinni stigum og afhent ákveðið rými að vinna með. „Í þeim tilvikum hefur listamað- urinn svo lítið um heildaráhrifin að segja. Við hönnun tónlistarhússins voru allir með í hugmyndavinnunni, einnig kaupendur og notendur húss- ins, enda verður útkoman eins góð og mögulegt er!“ Færir borgina að hafinu Við ræðum næst um áhrif stórra bygginga eins og tónlistarhússins á miðborgina sem heild. Jeppesen seg- ir að tónlistarhúsið eigi að vera lyk- ilbygging í borginni, „landmark“, og þeir hafi reynt að færa það frá öðrum byggingum á svæðinu, þannig að það standi eitt og sér. Hann rissar um- hverfi hússins upp um leið og hann talar um það. „Hér er húsið við höfn- ina og það má sjá það alls staðar að. Það stendur fallega við hafið. Tónlist- arhúsið hjálpar til við að færa borgina að hafinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjavíkurborg snertir hafið á þennan hátt. Þegar svona hús er byggt þá á það ekki að vera end- urtekning á einhverju sem er fyrir, þarna á að skapa sérstakt líf. Þótt það sé oft rok í Reykjavík þá er líka oft notalegt að fara út og torgið verður afar ólíkt öðrum torgum borgarinnar; það verður hægt að nota á ýmsan hátt.“ Hann dregur fram aðra teikn- ingu af svæðinu. „Hér eru kaffihús og veitingastaðir, hér og hér,“ segir hann og bendir. „Stundum kemur reykur út úr ákveðnum stöðum á torginu og með því að varpa ljósum á reykinn má fá fram dulúðugt and- rúmsloft.“ – Það má finna fyrir Ólafi í þeim hugmyndum. „Vissulega, hann er spenntur fyrir svona hugmyndum. Hann benti líka á að Ísland er eina landið þar sem má nota heita vatnið í svona hluti; ekkert annað land býður upp á þessa ódýru hreinu orku. Það má líka leika sér með spegl- unaráhrif í munstri á torginu. Það þarf ekki að setja djúpar raufar eða niðurfellda fleti í yfirborðið, þegar rignir sest vatn þar í og myndar speglun og form. Þá eruð þið með það brjálæðislega fyrirbæri að hita upp stéttir og bræða snjóinn. Það má vinna með það og hafa auðan gang- veg frá borginni að tónlistarhúsinu, en það má líka nota pípur í stéttinni til að kæla og búa til skautasvell. Í tónlistarhúsinu vinnum við með tvo liti að utanverðu, svarta steininn og ísjakann. Í hótelinu bætum við grænum mosanum við. En ein aðal- hugmynd við tónlistarhúsið er að það sé eins og að ganga inn í ísfjall. Tón- leikasalurinn getur síðan virkað eins og hraunhólf í fjallinu, þar er allt rautt. Hraunrennsli fylgja líka drun- ur, það er eins og tónlistin spretti af hrauninu.“ – Hljómburðurinn er lykilatriði í húsum sem þessu. „Verkkauparnir hjálpuðu okkur við það þar sem strax í útboðinu kom fram að unnið væri með fyrirtækinu Artec í New York sem var með sér- fræðinga í hljómburði. Við höfðum því ekki mikil áhrif á það að skapa hljóminn – en við munum hafa mikið með upplifun fólks í salnum að gera að öðru leyti. Til að stjórna hljómburðinum verð- ur salurinn með tvöföld hliðarrými sem hægt er að opna og breyta þar með hljóminum. Það fer mikið eftir tónlistinni hvernig hljóm menn vilja hafa.“ Jeppesen sýnir mér vegg- plötur málaðar í þeim rauða lit sem verður í salnum. Bætir svo við: „Nú er öll vinnan við framhaldið að færast til Íslands. Verið er að reisa gesta- miðstöð nærri byggingarsvæðinu þar sem fólk getur kynnt sér fram- kvæmdirnar.“ Við skoðum módel af húsunum við torgið og hvernig þau tengjast. Ég hef á orði að þetta séu engir kassar heldur sveigjast þau og beygjast. „Rétt eins og íslensk náttúra! Það eru engar beinar línur,“ segir hann. „Byggingin á að vera áhugaverð að horfa á og við leikum okkur með smá- atriði. Við viljum færa fólki sterka upplifun.“ Vonda hliðin verður fína hliðin – Hér í Kaupmannahöfn er athygl- isvert að sjá að þrjár menning- arbyggingar sem reistar hafa verið á síðasta áratug, Svarti demanturinn við Konunglega bókasafnið, Óperan og nú Skuespilhuset, eru öll við höfn- ina og snúa út að vatninu. „Það er mjög mikilvægt að mið- borgir haldi áfram að þróast. Bæði hér og í Reykjavík er verið að breyta hafnarsvæðinu. Hér er öll hafski- paumferð að hverfa frá höfuðborg- arsvæðinu og þá þarf að finna nýtt líf fyrir hafnarsvæðið. Það er eins og nýr flennistór garður verði til í borg- inni og skapar mikla möguleika. Við erum byrjuð að nota höfnina fyrir stórar sundlaugar. Höfnin er orðin mjög hrein og það má nota svæðið á svo áhugaverðan hátt. Verið er að opna veitingastaði, bátataxar farnir að þjóna vegfarendum; fólk er farið að nota vatnið á nýjan hátt til að kom- ast leiðar sinnar um borgina.“ Jeppesen sækir litla bók sem HLT hefur látið útbúa um byggingar við vatn og í ljós kemur að það er sér- stakt áhugamál hans. „Margir vilja eiga hús við vatn. Við vatnið færðu ferskt loft og sérð himininn; þú þarft ekki að hafa mikið rými landmegin en birtan kemur bæði ofan að og end- urkastast af vatninu; ljósið flæðir alls staðar að. Margskonar andrúmsloft myndast. Í borgarskipulagi og við hönnun húsa er svo mikilvægt að hugsa um það hvaða andrúmsloft maður vill skapa. Það er hægt að fara svo margar leiðir. Þegar maður hefur gert sér mynd af andrúmsloftinu, þá má spyrja hvernig byggingin á að vera.“ – Og bæði hér og í Reykjavík eru menningarhús sett við sjóinn. „Lengi vel var höfnin bakgarður borgarinnar, skítug og ekki aðlað- andi.“ Jeppesen segir að hann og fleiri arkitektar hafi tekið höndum saman, þegar rætt var um að byggja nýtt Konunglegt leikhús inni í borg- inni, og hvatt til að húsið yrði þess í stað sett við höfnina. „Í kjölfarið skipulögðum við svæðin við innri höfnina; Óperan kom út úr þeirri vinnu. Stundum er gott að vera þátt- takandi og berjast fyrir því sem mað- ur telur rétt. Það væri ánægjulegt ef nýja tón- listarhúsið í Reykjavík breytti líka af- stöðu manna þar til strandlengjunnar og farið væri að nálgast hana á annan hátt en hefur verið gert. Hliðin sem snýr að hafi breytist skyndilega frá því að vera vonda hlið- in og verður fína hliðin. Nú mun nýj- asta byggingin í Reykjavík, sem augu manna hvíla á, standa út í hafið og það verður um leið verðmætasta landið í borginni.“ Auðlind að eiga flugvöll Talið berst loks að hinni stóru bygg- ingunni sem HLT vinnur að fyrir Ís- land, nýbyggingu Háskólans í Reykjavík. Jeppesen hefur ákveðnar skoðanir á Vatnsmýrinni. „Vonandi verður flugvöllurinn kyrr,“ segir hann. „Það er auðlind að eiga flugvöll. Og í raun brjálæði að vilja frekar aka í hátt í tvo tíma til Keflavíkur. Flugvélar munu þróast í framtíðinni, kannski þurfa þær ekki lengur þessar löngu flugbrautir og flugvallarsvæðið má minnka. En í framtíðinni væri það styrkur fyrir borgina að hafa flugvöllinn. Þannig má komast á auðveldan og fljótlegan hátt inn í miðborgina. Við þurfum líka að hugsa um orkuna sem við notum og þá er ekki gáfulegt að láta fólk aka langar leiðir að óþörfu.“ Hann brosir eftir þessa prédikun og fer svo að tala um hina nýju háskólabyggingu. „Við höfum hannað marga háskóla og vitum hvað það er mikilvægt að auðvelt sé að rata strax þegar þú kemur. Þetta er eins og lítill bær þar sem hvert svæði hefur sinn karakter. Við höfum göturnar um bæinn mishá- ar og misbreiðar. Svo dvelur fólk þarna allan daginn og þess vegna þarf vinnurýmið að vera frábært. Birtan skiptir miklu máli. Við skipu- leggjum líka útirými við skólann, svo fólk geti komist út í náttúruna, og við sköpum notalegt andrúmsloft innan- dyra með misstórum stofum og skrif- stofum. Hér getur fólk gengið um, spjallað og látið sér líða vel í vinnunni. Kannski er ástæðan fyrir því að við unnum samkeppnina sú að við einbeittum okkur að þörfum fólksins sem kemur til með að nota bygginguna.“ 8 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 5 LAÓKÓON - eða um mörkin milli málverksins og skáldskaparins 71. LÆRDÓMSRIT BÓKMENNTAFÉLAGSINS Þýðendur eru Gauti Kristmannsson og Gottskálk Jensson, með inngangi eftir Gauta Kristmannsson. Laókóon er eitt af grundvallarritum nútíma fagurfræði og hafði mikil áhrif á alla umræðu og hugsun manna um muninn á milli myndlistar og skáld- skapar. Verkið, sem kom fyrst út árið 1766, ýtir til hliðar á áhrifamikinn hátt gamalli goðsögn um samræmi milli þessara listgreina. Höfundar á borð við Goethe og Herder brugðust sterklega við Laókóoni og má segja að hann hafi opnað nýja sýn á möguleika og takmarkanir listgreinanna. Ritstjóri er Gottskálk Jensson. 7 6 TENGLAR .............................................. www.hlt.dk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.