Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 8
Gunnar Ormslev saxófónleikarilátinn árið 1981 „Hann hafði ekki ljótan tón, það er bölvuð vitleysa, en hann hafði öðruvísi tón; tón af Lesterskólanum; tónn Gunnars var einsog maðurinn, blíður og hægverskur.“ Eftir Vernharð Linnet linnet@simnet.is G unnar Ormslev fæddist árið 1928 í Hellerup í Gentofteskíri, einni af út- borgum Kaupmannahafnar. Móð- irin var íslensk en faðirinn danskur og allt þar til heimsstyrjöldin síðari skall á var ekkert sem benti til þess að pilturinn yrði annað en ekta Dani af íslenskum ættum, svona eins og Thorvaldsen og fleiri mætir listamenn. En hann settist að í landi móðurinnar og kannski átti skorturinn er ríkti í Danmörku eftirstríðsáranna þátt í því. Nú er liðinn meira en aldarfjórðungur síðan Gunnar lést í blóma lífsins og er hann mörgum gleymdur í þessum heimi þar sem heims- frægðin er stundarfyrirbrigði og meira að segja í nýleg- um sjónvarpsþætti um íslenskan djass, þar sem ágætir djassleikarar voru teknir tali og auk þess sýnd myndbrot með ýmsum helstu djassleikurum landsins, var Gunnar Ormslev, sem fremstur var meðal jafningja frá því hann flutti til landsins 1946 til dauðadags 1981, hvergi nefndur né sýndur. „… borið af þeim öllum sem sólóist“ Þegar Gunnar var að alast upp í Hellerup var einn besti vinur hans Arnvid Mayer, sem spilaði á trompet og varð seinna einn af fremstu trompetleikurum Dana og helsti djassbaráttumaður Norðurlanda. Þeir spiluðu saman í djasssveit í gaggó og hafði Gunnar komist yfir þýskan altósaxófón. Það var hlustað á Asmussen og Goodman en svo heyrði Gunnar Basiebandið með Lester Young á ten- ór og ekki leið á löngu áður en hann kunni ýmsa Lester- sólóa utan að. Gunnars er fyrst getið í íslenskum heim- ildum er hann kom hingað til sumardvalar ásamt móður sinni í júlí 1945, en þá þótti fréttnæmt hverjir sigldu til og frá Reykjavík með Gullfossi. Hann ákveður svo árið eftir að flytjast hingað og lærði tannsmíðar hjá frænda sínum Jóni Hafstein tannlækni. Til að kveðja félaga sinn með sóma ákváðu Arnvid og gaggóbandið að taka upp tvö lög á lakkplötu, en slíkt var alsiða fyrir daga segulbandsins. Eintak Arvids hefur varðveist, enda var hann einn ástríðufyllsti plötusafnari Norðurlanda. Þó að upptök- urnar séu frumstæðar og leikur Gunnars með byrj- endabrag er auðheyrt að hugmyndir skorti hann ekki og sagði Arnvid mér „að hann hefði borið af þeim öllum sem sólóist“. Þegar til Íslands er komið býr Gunnar í Hafnarfirði og kynnist þar Guðmundi Steingrímssyni, Eyþóri Þorláks- syni og félögum og síðan bætast Reykvíkingar eins og Óli Gaukur og Steini Steingríms í hópinn. Með þeim eru til nokkrar upptökur og Lesteráhrifin sterk í leik Gunnars. Svo stofnaði hann GO-kvintettinn sem lék í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar veturinn 1946-47. Haustið 1947 leysir Gunnar nafna sinn Egilson af hólmi í hljómsveit Björns R. Einarssonar þar sem hann blés stutta stund því hann var ekki í FÍH. Á því var ráðin bót og í árs- byrjun 1948 gengur hann til liðs við KK-sextettinn, e þar sem hljómsveitarstjórinn Kristján Kristjánsson í altósaxófón varð Gunnar að skipta yfir á tenór. „Gu kunni ekkert að lesa þegar hann kom til mín,“ sagði Kristján síðar, „en ég hef aldrei vitað nokkurn eins fl an að læra. Eftir viku las hann allt sem ég setti fyrir hann.“ Um haustið gengur Gunnar að nýju til liðs við Björn R. og leikur með honum þar til hann heldur til þjóðar 1955. Á upptökum sem varðveist hafa með Gu ari frá árunum með KK og Birni má heyra að hann h færst nær Hawkinsskólanum, enda blésu allir helstu saxófónleikar landsins í Hawkinsstílnum, s.s. Sveinn Ólafsson, Ólafur Pétursson og Helgi Ingimundarson leman Hawkins var tenórsaxófóninum það sama – þa bíboppið kom til sögunnar – og Louis Armstrong tro etnum. Það voru aðeins einstaka framúrstefnumenn svingsins, eins og Lester Young og Roy Eldridge, se brutust undan ægivaldi þeirra. „… gefur lítt eftir því bezta erlendis“ Til er grein um Gunnar, eftir Svavar Gests, í Jazzbla 1951. Þar segir: „Gunnar lék á altó-saxófón og þótti l ur hans mjög líflegur. Hann hafði mikla tækni á hljóð sitt, hafði þó aðeins verið með það í nokkra mánuði. T hans var ekki að sama skapi góður. En er Gunnar fór leika á tenór urðu mikil umskipti. Tónninn var mun b og fór stöðugt batnandi. En ekki hefur Gunnar samt mikla tón, sem á sínum tíma var talið nauðsynlegt að hafa, ef maður átti að teljast góður tenór-saxófónleik en þá líktu nú líka allir eftir Coleman Hawkins! … G ar er líklega sá hljóðfæraleikarinn, sem mestum og b um framförum hefur tekið hér á landi undanfarin ár. því að maður heyrði í honum sem litla altó-saxófónle aranum með góðar hugmyndir og slæma tóninn, fyri rúmum fjórum árum, hefur Gunnar breyzt í afburða ór-saxófónsólóista með ennþá fjölbreyttari hugmynd miklu betri tón. Fyrir utan, að á þessum tíma hefur h um tekizt að yfirstíga hindrun flestra þeirra, sem orð hafa að læra á hljóðfæri hjá sjálfum sér: hann les nót viðstöðulaust.“ Þetta er ein besta samtímalýsing sem til er á leik í lensks djassleikara frá þessum tíma og hafi Svavar þ fyrir. Aftur á móti tíðkaðist lítt að skrifa gagnrýni um tónleika og hef ég hvergi fundið tónleikarýni frá blóm skeiði Gunnars nema í Jazzblaðinu. 1949 skrifar Hilm Skagfield um djasshljómleika í Austurbæjarbíói 2. a þar sem átta manna hljómsveit Kristjáns Kristjánss lék m.a.: „Sólóar hvíldu mjög á Gunnari Ormslev, en hann ágætur sólóisti og getur maður fyrirgefið honu þó að tónninn sé ekki fallegur, vegna ágætra impróv inga.“ Í mars 1950 skrifar Jón Múli Árnason um verðlaun hljómleika Jazzblaðsins í Austurbæjarbíói: „Svo kom Ormslevs, Guðmundar R. og Elfars, og voru þeir ekk slegnir út það sem eftir var kvöldsins. Mig minnir re ar að Venturo-tríóið hafi gert svipaða hluti, en það er mikil gleði í leik Ormslevs-manna, og hvað er athuga við það, að upprennandi snillingar stæli meistarana.“ Í september 1952 mátti lesa í Jazzblaðinu: „Það er fyrst þegar hann leikur við hliðina á jafn miklum snil og Ronnie Scott er, að við heyrum, að Gunnar er ekk eins besti djassleikari hér á landi heldur fáum við sön þess að leikur hans gefur lítt eftir því bezta erlendis. Höfundur líklega Svavar Gests. Í Stan Getz-stíl Vorið 1955 hélt Gunnar til Svíþjóðar til að leika með on Brehm-bandinu og það var ekki lítið ævintýri. Þa píanistinn Charles Norman, sem þekktastur er fyrir Tónninn eins og m Árið 1955 skrifaði Torben Ulrich, þekktasti tennisleik- ari Dana, ágætur klarinettleikari og lofaður rithöf- undur, að bestu tenórsaxófónleikarar Danmerkur væru Frank Jensen og Gunnar Ormslev, en fæstir þekktu Gunnar því hann byggi á Íslandi og spilaði aldrei í Danmörku. Á Íslandi hefði hann spilað með Ronnie Scott og hefði breski saxófónsnillingurinn sagt að hann hefði ekki heyrt betri tenórista í Evrópu. Hvernig mátti það vera að Gunnar var talinn Dani af Ulrich og hver var ferill þessa rómaða saxófónleik- ara? Hvar lágu rætur hans og hvar mótaðist stíll hans? Hljómsveitin Hljómsveit Gunnars Ormslev, um 1960, ásamt Önnu Vilhjálms sem átti 40 ára söngafmæli. 8 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.