Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 11
Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu L aura Kipnis er prófessor í fjölmiðla- fræði við Northwestern-háskólann í Bandaríkjunum og nokkuð þekkt- ur vídeólistamaður. Hún er þó enn þekktari fyrir ritstörf sín og fræg- ust er hún fyrir metsölubókina Against Love: A Polemic (Á móti ástinni: Ádeilurit, 2003), þar sem höfundur tekur að sér að verja mál- stað framhjáhalds í hjónabandi. Áður hafði Kipnis gefið út fræðileg(ri) rit á borð við Ecstacy Unlimi- ted: On Sex, Capital, Gender, and Aesthetics (Ótak- markaður unaður: Um kynferði, kapítal, kyngervi og fagurfræði, 1993) og Bound and Gagged: Por- nography and the Politics of Fantasy in America (Kefluð: Klám og draumórapólitík í Ameríku, 1999). Nýjasta bók Kipnis, The Female Thing (Kvennafyrirbærið), er hins vegar steypt í mót metsölubókarinnar frekar en fræðiritsins, sem er þó enginn galli. Kipnis er eitursnjall penni, bæði orðheppin og fyndin, og hefur ýmislegt athyglisvert fram að færa um stöðu kvenna í samtímanum. Þó má segja að Kipnis setji markið fullhátt þegar hún segir í upphafi að verkið sem lesandi hafi undir höndum kortleggi „hina kvenlegu sjálfsvitund við upphaf 21. aldarinnar“. Bókin er ekki slíkt stórvirki að þessi árangur náist, frekar mætti segja að hún spyrji hressilegra spurninga um misgengið milli kynjanna. Svikin loforð Ef leiðarstef er að finna í bókinni þá er það að kvenréttindabaráttan hafi brugðist á einhvern hátt. Þannig er bandarískur femínismi efni sem höf- undur kemur ítrekað að í verkinu, á einum stað lýs- ir hún efnislegri þungamiðju bókarinnar sem „bar- áttunni milli kvenleika og femínisma“ (fyrrnefnda hugtakið vísar bæði til menningarlegra þátta og líf- fræðilegra hjá Kipnis), en um arfleifð hinna miklu umbyltinga sjöunda og áttunda áratugarins er fjallað á nokkuð gagnrýninn hátt. Ekki er dregið úr mikilvægi kvenréttindabaráttunnar en Kipnis virð- ist hafa á tilfinningunni að ákveðin feimni einkenni umræðuna um þá þætti sem mistekist hefur að ná fram, sem og þá þætti sem hafa ekki skilað þeim umbótum sem vonast var til. Þannig einkennist bókin af umfjöllun um það sem ekki hefur breyst, enda þótt að nafninu til eigi allt að hafa breyst, og hvernig það sem þó hafi breyst hafi ekki alltaf haft jákvæða hluti í för með sér fyrir konur. Kvennafyr- irbærið sem bókin fjallar um, og titillinn vísar til á sinn óljósa hátt, er því allt að því óskilgreinanleg en samt knýjandi tilfinning um að hlutskipti kvenna á nýrri öld sé að mörgu leyti skítt. Og þó tekur höf- undur fram að hún sé aðeins að fjalla um hlutskipti hvítra kvenna á Vesturlöndum, og einkum mennt- aðar milli- og efristéttarkonur, þ.e.a.s. þá þjóð- félagshópa sem hafa það best og eru í fram- varðasveit kvenréttinda í heiminum. Áfellisdómur menningarinnar Bókinni er skipt í fjóra hluta. Sá fyrsti ber yf- irskriftina „Öfund“, næsti „Kynlíf“, þarnæst „Óhreinindi“ og að síðustu „Varnarleysi“. Eitt af því sem gerir lestur bókarinnar ánægjulegan er að sjá hvernig höfundur notar kaflaheitin sem flokk- unaraðferð, ákveðna stýringu um þematískt efn- isval, en leyfir hugmyndakraftinum að skína í gegn þar sem þessi sama flokkun reynist þegar á hólm- inn er komið afskaplega víð og sveigjanleg. Kaflinn um öfund er eins konar nútímaleg end- urritun á hugmynd Freuds um reðuröfund. Kipnis er að vísu ekki fyrsti höfundurinn til að færa merk- ingu hugtaksins frá líkamspörtum til þess að tákna ákveðna sýn á samfélagslegan veruleika, en hún gerir það á sannfærandi hátt. Öfundin sem um ræð- ir er því öfund eftir þeim félagslegu forréttindum sem fylgja reðrinum – hærri launum, aðgengi í samfélagslegar valdastöður o.s.frv. Þessar vanga- veltur verða tilefni höfundar til að fjalla um það hvernig auglýsingar í markaðssamfélagi ýta á markvissan hátt undir óánægju kvenna með eigin sjálfsímynd. Auglýsingar segja í sífellu að eitthvað skorti, maður geti orðið fallegri, fullkomnari, betri ef aðeins þetta eða hitt er keypt. Þær benda á galla og bjóða upp á lausnir sem vitanlega eru aldrei end- anlegar. Þannig enda konur á að öfunda sjálfar sig, eða óskamyndina sína sem verður til í auglýsingum. Í kaflanum um óhreinindi framsetur Kipnis það sem að hennar mati er óumdeilanlegur fasti í lífinu, það að karlar hafa síður auga fyrir óhreinindum en konur. Hvers vegna taka karlmenn ekki eftir því að leirtau hefur safnast saman í vaskinum, eða að kló- settið er orðið að sýklanýlendu, meðan konur geta bókstaflega ekki látið þessa hluti framhjá sér fara? Svar Kipnis byggist á rússibanaferð í gegnum mannkynssöguna þar sem fjallað er um ólíkar skil- greiningar á óhreinindum í ólíkum menningar- samfélögum. Í ljós kemur að þótt fátt hafi haldist óbreytt í gegnum aldirnar eiga mörg samfélög það sameiginlegt að skilgreina tíðahringinn sem af- skaplega óhreinan og ógnandi. Þrifaáráttan tengist því skilgreiningu menningarinnar á konum sem óhreinum í „eðli“ sínu, viðbrögðin við slíkum áfell- isdómi eru frávarp á umhverfið og allt að því þrá- hyggjukennd áhersla á þrifnað. Ekki vegnar kon- um betur í kynlífskaflanum en niðurstaðan þar er að „hefðbundið“ kynlíf henti konum illa og leiði sjaldan til fullnægingar. Í varnarleysiskaflanum lýsir höfundur þeirri skoðun sinni að veikleiki kvenna sé orðinn að blæt- iskenndu fyrirbæri í menningunni, hugmynd sem er viðhaldið að mati Kipnis til að undirbyggja klass- íska sýn á konur sem ósjálfbjarga. Þarna tekur Kipnis upp frægt mál í Bandaríkjunum frá því fyrir nokkrum árum þegar rithöfundurinn og feminist- inn Naomi Wolf sakaði bókmenntafræðinginn Ha- rold Bloom um kynferðislega áreitni. Atburðurinn mun hafa átt sér stað fyrir rúmum tveimur áratug- um þegar Wolf var nemandi við Yale-háskóla þar sem Bloom kennir, en Wolf skýrði uppljóstrun sína í greininni á þeim forsendum að háskólinn hefði ekki viljað bregðast við kvörtunum hennar. Kipnis túlkar frásögn Wolf á gagnrýninn hátt og segir framsetningu hennar á atburðinum dæmigerðan fyrir menningu þar sem konur skilgreina sig næst- um sjálfkrafa sem fórnarlömb. Umfjöllun Kipnis um mál þetta er dæmi um þversagnakennda hlið bókarinnar þar sem höfundur setur sig í aft- urhaldssamar stellingar. Í þessu sambandi er at- hyglisverðari sá punktur að karlar séu nú algengari fórnarlömb nauðgana en konur, en þessi óvænta staðreynd tengist gríðarlegum fjölda fanga í Bandaríkjunum og kynferðisofbeldi í fangelsum. Hægt er að skoða The Female Thing sem eins konar útleggingu á þanka sem birtist í neðanmáls- grein í Against Love þar sem Kipnis sagði að „enn væri ekki útséð með hvort helsta afrek femínism- ans eigi eftir að teljast frelsun kvenna eða það að hafa dreift kvenlegri auðsveipni á jafnari hátt milli kynjanna“. Hér má reyndar spyrja hvort femínism- inn eða kvenréttindabaráttan sem slík eigi sökina. Öfund og óhreinindi Nýjustu bók Lauru Kipnis, The Female Thing (Kvennafyrirbærið), er ætlað að kortleggja „hina kvenlegu sjálfsvitund við upphaf 21. ald- arinnar“. Bókin er ekki slíkt stórvirki að þessi árangur náist, frekar mætti segja að hún spyrji hressilegra spurninga um misgengið milli kynjanna. Kipnis Kvenréttindabaráttan hefur brugðist. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 11 lesbók Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Nýlega kom út á norsku inn-gangsrit um listspeki og heimspekilega fagurfræði sem ber heitið Kunstfilosofi. En kritisk inn- føring (Listspeki. Gagnrýninn inn- gangur). Höf- undur er Stefán Snævarr en hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerhá- skóla. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, í þeim fyrsta er rakin saga list- spekinnar frá Platoni til Nietzsches. Í öðrum hluta beinir höfundur sjónum að listspeki tuttugustu aldarinnar, ekki síst hjaðningavígum rökgreining- arspeki og meginlandsspeki. Í lokin er rætt um verkhyggju (pragmat- isma) en sú speki fer millileiðina milli rökgreiningarspeki og meg- inlandsspeki. Í þriðja hlutanum eru rædd ýmis svör við fjórum af meg- inspurningum listspekinnar: Hvað er list? Er hægt að túlka listaverk með hlutlægum hætti? Eru dómar um listaverk smekksatriði? Er listin sjálfstæð, þ.e. óháð stjórnmálum, siðferði o.s.frv?    Frá kenningum til athafna nefn-ist bók eftir Ívar Jónsson sem komin er út hjá Háskólaútgáfunni. Nýsköpunar- og frumkvöðlafræði er ný fræðigrein sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á Vesturlöndum. Hér er fjallað um helstu við- fangsefni þess- arar fræðigreinar og tengsl hennar við aðrar fræði- greinar. Gerð er grein fyrir hvers vegna skólaspeki viðtekinnar hagfræði og hagrænnar frjálshyggju er gagnslítil til skýr- ingar á hreyfiöflum nýsköp- unarstarfsemi. Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Í lok bókarinnar setur höfundur fram kenningu um samræna ný- sköpunarstarfsemi sem leggur áherslu á að nýsköpun er fyrst og fremst samstarfsferli.    Út er komin hjá Máli og menn-ingu bókin The Hidden People of Iceland eftir Terry Gunn- ell og Brian Pilk- ington. Þar segir frá íslenska huldufólkinu, ólíkum sögum um tilurð þess og eðli, hátíðum þess og háttum og samskiptum við mennska menn, til forna og nú til dags. Huldufólkið er sveipað sömu dul- úð nú og þegar land byggðist á Ís- landi og ótal sögur, gamlar og nýj- ar, eru til af því. Höfundarnir vinna út frá þessum sögum og lýsa huldu- fólkinu í máli og myndum, jafnt fyr- ir lesendur sem þekkja til þess og þeirra sem aldrei hafa heyrt um það áður.    Í grein um bókina Bjöguð enskaLúdmílu eftir DBC Pierre í Les- bók 3. maí sl. er hún sögð bera tit- ilinn Brotin enska Lúdmílu. Þessi titill er ekki frá þýðandanum Árna Óskarssyni kominn, heldur varð til vegna mistaka við útgáfu bók- arinnar. Mistökin uppgötvuðust ekki fyrr en bókin hafði verið prentuð og brá útgáfan þá á það ráð að prenta lausa kápu með hin- um rétta titli og þannig var bókinni dreift í verslanir. Greinarhöfundur hefur hins vegar fengið eintak með röngum titli í hendur og því er þetta áréttað hér. BÓKMENNTIR Stefán Snævarr Terry Gunnel Ívar Jónsson Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Hann er illt og heimskt kvikindi, segirLucie Ceccaldi um son sinn, franskarithöfundinn Michel Houellebecq, ogbætir við: „Þessi einstaklingur, sem ég því miður fæddi, er lygari, svikari, sníkjudýr og umfram allt – umfram allt – nýríkur smáborg- ari sem er tilbúinn til að gera hvað sem er fyrir peninga og frægð.“ Í Erindispistli fyrir viku var sagt frá deilum þeirra mæðgina en ævisaga Ceccaldi, L’Inno- cente eða Hin saklausa, kom út síðastliðinn mið- vikudag. Í henni andmælir hún harðlega þeirri mynd sem dregin er af henni í frægustu skáld- sögu sonarins, Öreindunum (1998; ísl. þýð. 2000). Ceccaldi, sem býr á frönsku eyjunni La Réu- nion í Indlandshafi, er nú stödd í París til að fylgja eftir útkomu bókar sinnar. Hún er í við- tölum í öllum hugsanlegum fjölmiðlum og svo virðist sem hún ætli að ganga frá syni sínum. Í bókinni segir hún: „Ef hann slysast til þess að nota nafnið mitt í annarri bók þá slæ ég tenn- urnar úr honum með stafnum mínum. Og útgef- endur hans munu ekki stöðva mig.“ Hún rifjar upp að hún flaug til Parísar eftir að hafa lesið Öreindirnar 1998 með það í huga að berja útgef- endur hennar og son sinn. Á miðvikudaginn birtist viðtal við Ceccaldi í Guardian. Hún segist vera orðin leið á öllu tali um son sinn og vilji einungis ræða um sjálfa sig. Eins og kom fram í Erindispistlinum fyrir viku varaði Houellebecq einmitt við því að móðir sín væri „of upptekin af sjálfri sér til þess að geta lýst nokkrum öðrum en sjálfri sér“. Í viðtalinu kemur fram að Ceccaldi þykir hún ekki fá næga athygli í þessum deilum. „Ég er ekki búin að skrifa bók um hann, ég er að skrifa um sjálfa mig! Nei! Fjandinn! Ég segi nei!“ Hún kallar blaðamanninn, sem tekur viðtalið, brjálæðing sem sé með Houellebecq á heilanum. „Ef ég væri ekki móðir Houellebecqs hefði ég skrifað alveg eins bók. Það eina sem þú getur álasað mér fyrir er að hafa ekki lagt nægilega mikla áherslu á son minn, en þannig átti það allt- af að vera.“ Ceccaldi fæddist í Alsír árið 1926 en foreldr- arnir voru franskir. Hún er læknir að mennt og gerðist kommúnisti og barðist gegn nýlenduveldi Frakka. Hún fluttist til La Réunion ásamt eig- inmanni sínum sem er franskur fjallaleið- sögumaður. Þar fæddist sonurinn, Michel Thom- as, þegar Ceccaldi var þrítug. Áður en hún varð ófrísk höfðu hjónin ákveðið að fara í ferð um Afr- íku. Þau sendu barnið með flugvél til ömmu sinn- ar og afa í móðurætt. Hjá þeim var Houellebecq til fimm ára aldurs er hann var sendur til Frakk- lands þar sem hann ólst upp hjá föðurömmu sinni. Foreldrar hans skildu en Ceccaldi bjó áfram á La Réunion. Hún neitar því alfarið að hafa yfirgefið son sinn. „Fjandinn hafi það, þú skilur ekki neitt,“ segir hún æf við blaðamanninn, „ég yfirgaf aldrei neinn. Sonur minn er sonur minn. Það var frekar hann sem yfirgaf mig. Ég var í sambandi við hann þangað til hann ákvað að hann hefði verið yfirgefinn. Ég hitti hann á hverju ári. Hann var hjá tengdamóður minni.“ Ceccaldi segist síðast hafa hitt Houellebecq ár- ið 1991 á kaffihúsi í París. Þau hafi rætt um Persaflóastríðið sem þá var í hámæli. Hou- ellebecq hafi lýst þeirri skoðun sinni að stríðið væri íslam að kenna enda trúarbrögð heimskra fífla. „Ég sagði honum að hann væri sjálfur heimskt fífl!“ Ceccaldi segir að þetta hafi ekki verið raunverulegar skoðanir Houellebecqs held- ur hafi hann sagt þetta til þess að ergja móður sína. Nokkrum árum síðar var Houellebecq hins vegar dreginn fyrir rétt eftir að hafa lýst þessum skoðunum sínum í dagblaðsviðtali. Ceccaldi gefur ekki mikið fyrir rithöfund- arhæfileika Houellebecqs. Hún segir að ef hann væri ekki sonur hennar hefði hún aldrei lesið Öreindirnar. „Ég fyrirlít ekkert meira en klám. Þessi bók er bara klám, hún er andstyggileg, sori. Ég skil ekki velgengni bókarinnar. Vel- gengni hennar segir sitt um úrkynjun Frakk- lands.“ Í bók sinni veltir Ceccaldi því fyrir sér hvort sonur hennar skrifi svona mikið um kynlíf vegna þess að hann stundi það ekki nægilega oft sjálfur. Illt og heimskt kvikindi » „Ef hann slysast til þess að nota nafnið mitt í annarri bók þá slæ ég tennurnar úr honum með stafnum mínum. Og útgefendur hans munu ekki stöðva mig.“ ERINDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.