Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.2008, Blaðsíða 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
H
ard Candy eða brjóstsykur eins
og það er nefnt upp á hið ylhýra,
sælgæti sem bráðnar hægt og
rólega uppi í munni. „I’ll be yo-
ur one stop candy shop“ syngur
Madonna svo lokkandi í fyrsta
lagi. Skilaboðin eru nokkuð skýr á plötunni og
undirtónninn alveg ærandi. Kynlífið er á fyrsta
farrými sem aldrei fyrr, platan löðrar hreinlega,
og Madonna toppar sjálfa sig í þeim efnum í þetta
skiptið og er hún nú ýmsu vön. Hún skákar t.a.m.
Erotica-plötunni sem var gefin út samhliða bók-
inni Sex, sú tvenna nær rétt upp í ljósbláu deildina
samanborið við þetta nýjasta útspil poppdrottn-
ingarinnar sem nennir auðheyranlega ekki að
skafa neitt utan af því í þetta skiptið, einhverra
hluta vegna. „Sex with you is incredible … let’s
finish what we started,“ segir hún í laginu „Incre-
dible“ undir pumpandi takti og stynjandi ba-
kröddum. Tónlistin er þannig í takt við það sem
lagt er upp með, þar sem stíliserað, ópersónulegt
kynlíf keyrir yfir ástúðleg, rómantísk atlot. Hún
er hörð og köld og svipar að því leytinu til síðustu
hljóðversplötu Britney Spears, hinnar ein-
kennilega vel heppnuðu Blackout (2007), en far-
sæld þeirrar plötu er m.a. rakin til þess að Spears
var lítið við þegar platan var tekin upp. Firring
framleiðslupoppsins í hnotskurn. Uppleggið er því
minimalískt teknó og hústónlist dansgólfanna,
sveipað poppblæju, nokkuð sem Madonna færi
aldrei að klikka á, enda arkitektinn að því að færa
hrynhita klúbbanna inn í útvörp, stofur og vin-
sældalista.
Það besta fyrir þá „bestu“
Það er kannski ekki úr vegi að skauta stuttlega yf-
ir helstu breiðskífur Madonnu til þessa. Madonna
réð eiginlega lögum og lofum á níunda áratugnum
og eru fyrstu þrjár plöturnar, Madonna (1983),
Like A Virgin (1984) og True Blue (1986), allt
saman frábærir vitnisburðir um þessa stórstjörnu
„eitís“-tímabilsins. Like a Prayer (1989) var plata
umskipta, Madonna var orðin „alvarleg“, en plat-
an er engu að síður talin vera hennar sterkasta og
heilsteyptasta verk. Erotica (1992) og Bedtime
Stories (1994) voru fálmkenndar en Ray of Light
(1998) er hins vegar firnasterk, en þar snýr tökk-
um dansgúrúinn William Orbit og Madonna sýndi
þarna hversu nösk hún er á það að halda sér
„inni“. American Life (2003) er hins vegar mjög
svo gítardrifin og umdeild af þeim sökum en síð-
asta hljóðversplata, Confessions on a Dance Floor
(2005), varð einkar farsæl; innihaldið móðins upp-
færsla á „eitís“-skotnu diskópoppi, því sem skóp
Madonnu nafn upprunalega. Níundi áratugurinn
er endalaus uppspretta fyrir þá sem eru með á
nótunum í dag og þarna var Madonna því komin
glæstan hring, vann á nútímalegan hátt með tón-
list sem hún átti sjálf þátt í að móta og skapa á
sínum tíma, tónlist sem í dag þykir klassísk en
umfram allt „kúl“.
Aðeins það besta er nógu gott fyrir þá „bestu“
og þannig sjá Timbaland, The Neptunes og Justin
Timberlake um að upptökustýra, semja og útsetja
á Hard Candy; en þetta tríó er ábyrgt fyrir lung-
anum af framsæknustu popptónlist síðustu ára.
Madonna hefur, merkilegt nokk, verið laus við
stöðnun og hallærisheit allt frá upphafi, árangur
sem verður að teljast undraverður því að popp-
tónlistarmenn fara oftlega yfir síðasta söludag á
einni nóttu og fáir, ef einhverjir, popparar á sama
reki og Madonna hafa haldið sér eins vel. Lang-
flestir pompa niður á einhverjum tímapunkti í
ferlinum, gerast halló í einhvern tíma og ná sér
svo upp aftur með „endurkomuplötunni“ sem
minnir á „gamla og glæsta tíma“ – eða ekki. Ma-
donna er í þeirri einstöku stöðu að það er ekki
hægt að pinna svona lagað á hana. Vinsældirnar
eru kannski ekki jafn ógurlegar lengur en sval-
heitin hafa alltaf haldið sér. Madonna virðist eiga
endalaust af trompum uppi í ermunum – eins og
sést og heyrist hér.
Nammi namm
Madonna tekur sjálfan David Bowie léttilega í
bakaríið hvað kamelljónstakta áhrærir, sveigir
sig og beygir eftir því sem popplandslagið skekst
til og frá en tekur um leið fullan þátt í að móta
það til. Á umslagi nýjasta ópussins, Hard Candy,
situr bráðum fimmtug kona lostafull á nærbux-
unum – og kemst upp með það. Já, það er engin
eins og Madonna, svo mikið er víst.
Inni Madonna endurræsir sig eftir þörfum.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 7
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Meistari Tom Waits tilkynntióvænt um sumartúr í þessari
viku. Tilkynningin birtist á vefsíðu
hans, www.tomwaits.com, í formi
myndbands. Tónleikaferðalagið ber
hina dularfullu yfirskrift Glitter and
Doom og felur í sér
þrettán tónleika og
verða þeir fyrstu
hinn 17. júní næst-
komandi í Phoenix,
Arizona. Mynd-
bandsupptakan er
æði sérstök, Waits
talar á mjög svo
hefðbundnum
blaðamannafundi að því er virðist en
svo hefur komið í ljós að engir blaða-
menn voru á staðnum. Waits talaði
fyrir tómum sal, en spurningarnar
komu af plötuspilara. Waits fer mik-
inn í svörunum, hlær og gantast og
þykist áhugasamur um spurningar
„blaðamannanna“. Vel lukkað og
einkar meinhæðið grallaragrín frá
meistaranum. Þá kemur fram á
fundinum að „leiðarorð“ túrsins sé
PEHDTSCKJMBA. Orðskrípið er
samsett úr fyrstu stöfunum í þeim
amerísku borgum sem Waits heim-
sækir en þýðir jafnframt, eins og
Waits rakti á fundinum, „People
Envy Happiness, Dogs Though,
Sense Courage Knowing Jubilation
Means Better Assets“ eða „Fólk öf-
undar hamingjuna, hundar hins-
vegar skynja hugrekki vitandi að
fögnuður þýðir betri eignir“.
Einmitt. Svo kann vel að vera að
Waits heimsæki Evrópu, síðar á
árinu.
Gotarokksveitin eilífa The Curehefur verið að gefa út sína síð-
ustu plötu í um tuttugu ár eða svo.
Ætli lokalokaplöturnar séu ekki
orðnar þrjár eða fjórar. Ein slík,
þrettánda hljóðversplatan, kemur út
13. sept-
ember næst-
komandi.
Ekkert nafn
er komið á
plötuna en
fjórar smá-
skífur verða
gefnar út
mánaðarlega
sem und-
anfarar. Sú fyrsta kemur út nú eftir
helgi, hinn 13. maí, og ber nafnið
„The Only One“. Útgáfa verður efn-
isleg og stafræn, eins og normið er í
dag. B-hliðarlagið „NY Trip“ fylgir
þessari smáskífu, og verður ekki á
plötunni. Næsta smáskífa „Freaks-
how“/„All Kinds Of Stuff“ kemur svo
út 13. júní. Síðasta hljóðversplata,
samnefnd sveitinni, kom út árið 2004
en þessi nýja átti að koma út
snemma á síðasta ári en hefur verið
frestað tvisvar.
Margir þekkja Randy Newmaneingöngu sem höfund að mis-
góðri kvikmyndatónlist en á áttunda
áratugnum var hann hiklaust eitt
merkasta söngvaskáld Ameríku,
dáður af samherjum fyrir óviðjafn-
anlega texta sem voru svo kald-
hæðnislegir að sumum þótti nóg um
(samtök dverga í Bandaríkjunum
reyndu t.d. að fá lag
hans „Short People“
bannað). Newman er
nú með nýja hljóð-
versplötu í smíðum,
þá fyrstu í níu ár.
Síðasta verk af því
tagi, Bad Love, kom
út 1999 og þar á und-
an var það Land of
Dreams frá 1988 þannig að iðjusem-
in í þessum efnum hefur verið held-
ur lítil. Nýja platan ber titilinn
Harps and Angels og kemur út á
Nonesuch í ágúst. Upptökustjórn-
endur voru Mitchell Froom og
Lenny Waronker. Lagið „A Few
Words in Defense of Our Country“
verður á plötunni, en það kom út
sem niðurhal í febrúar á síðasta ári.
Textinn er að sjálfsögðu kaldhæðið
mat á stöðu Bandaríkjanna í dag;
nema hvað.
TÓNLIST
Tom Waits
The Cure
Randy
Newman
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Íkrytum við kunningja fyrir skemmstu slóég því fram að Rolling Stones hefðu aðeinsgefið út eina plötu en varð svo að lúffa þeg-ar hann sagði að bragði: „Exile on Main
Street“. Málið er nefnilega að Rollingarnir gáfu út
tvær plötur; Exile on Main Street og svo allar hin-
ar.
Þegar Rolling Stones hófu vinnu við Exile on
Main Street var sveitin að hefja nýjan kafla í sögu
sinni, búnir að taka sér heitið „mesta rokksveit
heims“, lausir við barnafituna og komnir á kaf í
sukk og svínarí. Þeir félagar voru loks orðnir eigin
herrar, lausir við umboðsmanninn illa Allen Klein
og Decca-útgáfuna og fyrsta skífan sem þeir
gerðu fyrir eigin fyrirtæki, Sticky Fingers, seldist
gríðarlega vel. Á þeirri plötu kom einnig til sög-
unnar nýr gítarleikari, Mick Taylor, sem hafði
talsverð áhrif á hljóm sveitarinnar og dró vagninn
í mörgum laganna.
Lögin á Exile on Main Street voru samtíningur
úr ýmsum áttum, samin á árunum 1968 til 1971.
Sum laganna voru tekin sumarið 1970 á heimili
Micks Jaggers í Newbury í sömu upptökulotu og
Sticky Fingers, en aðalupptökusyrpan var þó
1971, frá júní til október á heimili Keiths Richards
í Villefranche-sur-mer í Frakklandi (þeir félagar
flúðu bresk skattayfirvöld að ráði endurskoðenda
sinna – ekki mikið rokk og ról, eða hvað?) og loka-
spretturinn í desember sama ár í Los Angeles
(þar varð heiti plötunnar líka til). Vinnsla við skíf-
una stóð svo fram í mars 1972.
Þeir félagar hafa lýst skífunni sem svo að þeir
hefðu rótað í glatkistum og tínt saman lög sem
ekki komust inn á fyrri skífur og svo líka lög sem
þeir vildu ekki spandera á þrjótinn Allen Klein.
Fyrir vikið er platan sundurlaus við fyrstu
hlustun (og jafnvel ítrekaða hlustun), en hún er að
sama skapi fjölbreytt og skemmtileg. Að því
sögðu þá eru þær náskyldar Sticky Fingers og
Exile on Main Street, enda sami mannskapur að
mestu sem aðstoðar Rollingana og eins og getið er
þá eru á skífunni lög sem urðu til við upptökurnar
á Sticky Fingers.
Það setur sinn svip á Exile on Main Street að
hún er tekin upp að mestu leyti í kjallaranum
heima hjá Keith, en upphaflega ætluðu þeir fé-
lagar að taka upp í hljóðveri en fundu ekkert al-
mennilegt hljóðver í Suður-Frakklandi svo úr
varð að þeir fylltu kjallarann af græjum og notuðu
upptökubílinn sem þeir áttu.
Því hefur verið fleygt að Exile on Main Street
sé fyrst og fremst plata Keiths Richards, enda var
Jagger lítið við á meðan hún var tekin upp, auk-
inheldur sem hún var nú einu sinni tekin upp
heima hjá Keith eins og getið er. Frjálsleg stemn-
ing á upptökustaðnum hefur líka sitt að segja; til
að mynda segir sagan að Gram Parsons hafi verið
að taka upp rafgítar í miðjum morgunverði og á
stundum vissu menn víst ekki hvort þeir voru að
taka upp eða bara að djamma.
Afraksturinn var líka sérstök plata, átján lög,
en alls tóku þeir félagar upp þrjátíu grunna í kjall-
aranum hjá Keith, en ekki urðu þeir allir að full-
gerðum lögum. Grunnarnir voru þó fleiri þegar
upp var staðið, nærfellt fimmtíu las ég einhvers
staðar.
Platan var tvöföld sem var ekki ýkja algengt á
þeim tíma og þeir félagar stóðu í stappi við út-
gáfufyrirtæki sitt við að fá hana samþykkta. Hún
kom þó út eins og Keith vildi hafa hana, en und-
irtektir voru vægast sagt dræmar og sala var lítil
fyrstu mánuðina og árin; mönnum fannst hún
sundurlaus og tormelt og innan um perlur væru of
margir kolamolar. Með tímanum hafa þó æ fleiri
tekið hana í sátt og þótt aðrar skífur Rolling Sto-
nes hafi gengið betur í menn eru flestir málsmet-
andi gagnrýnendur á því að hér sé komin besta
skífa sveitarinnar og nægir að vitna í gamla rörið
Robert Christgau sem sagðist hafa þurft að hlusta
á plötuna tuttugu og fimm sinnum til að skilja
hana: „Þetta þvælda meistaraverk er summa árs-
ins 1972.“
Hin plata Rollinganna
POPPKLASSÍK